Þjóðviljinn - 21.11.1976, Side 17

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Side 17
Sunnudagur 21. nóvember 1976 t ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Wolf Biermann Kommúnisti rekinn vestur yfir múrinn Á miðvikudaginn bárust þær fregnir frá Berlín að þýska Ijóðskáldið og trúbadúrinn Wolf Bier- mann hefði verið sviptur borgararétti sínum í Þýska alþýðulýðveldinu meðan hann var á söngf erð vestan múrs. 1 fyrstu fréttum Reuters af þessum atburði er Biermann gef- ið uppnefnið „Solsénjtsin Austur- Þýskalands” og má það kallast meiren litið vafasamur greiði við skáldið þvi þeir eiga harla litið sameiginlegt utan viljann til að dvelja þar sem þeir hafa kosið sér. Biermann kaus nefnilega að dveljast austan múrs þótt hann sé upprunninn i Hamborg og þessa ákvörðun tók hann 17 . ára gamall i miðju kalda striðinu, ár- ið 1953. Og þótt yfirvöld i landi hans hafi meinað honum að koma fram opinberlega siðan árið 1965 fékk það ekki haggað ákvörðun hans. Biermann er yfirlýstur kommúnisti og hefur verið iðinn við að benda á misræmið milli þjóðfélagsveruleika íÞýska albvðulvðveldisins og þess stétt- lausa og frjálsa þjóðfélags sem alla sanna kommúnista dreymir um. En hann hefur sagt sem svo að einmitt vegna þessa misræmis sé austur-þýsku þjóðfélagi brýn þörf á mönnum eins og honum og vini hans Robert Havemann prófessor sem einnig hefur átt i útistöðum við yfirvöld fyrir gagnrýni á rfkjandi kérfi. Þeir segja að þeirra vettvangur sé i Þýska alþýðulýðveldinu, þar geti þeir stuðlað að auknu frelsi alþýðu manna; til handa. Biermann hefur oft verið spurður af hverju hann hafi tekið ófrelsið austan múrs fram yfir „frelsið” fyrir vestan. Þvi hefur hann svarað á þann veg að þótt lifið fyrir austan sé á margan hátt bölvað sé það illskárra en fyrir vestan. En auk þess að deila á yfirvöld i landi sinu hefur Biermann veriö virkur þátttakandi i umræðum vestur-evrópskra kommúnista og jafnvel átt i deilum við þá. Sennilega er siðasta hljómplata hans ágætur lykill að þvi um hvað þær deilur snúast. (Hún er gefin út i Vestur-Þýskalandi af þarlendu dótturfyrirtæki banda- riska auðhringsins CBS.) Sú plata nefnist „Es gibt ein Leben vor dem Tod” (á islensku: Það er til lif fyrir dauðann) og er tileinkuð spænska kommúnistanum Dolores Ibarruri sem i spænsku borgarastyrjöldinni gekk undir nafninu La Pasionaria. A þessarf plötu fjallar Biermann mikið um Spán en einnig sýngur hann um Chile. Che Guevara ofl. Á umslagi plötunnar ritar Bier- mann þugleiðingar um lögin og um pólitiskan veruleik i Evrópu. Þar hrósar hann ákaft spænska kommúnistaflokknum sem hann segir hafa borið gæfu til að snúast gegn iryirásinni i Tékkóslóvakiu. Hann segist ekki fá annað séð en að afstaða flokksins til allra mikilvægustu mála hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar sé sú sama og hann sjálfur og félagar hans i Þýska alþýðu- lýðveldinu hafi. Þar er þyngst á metunum, að mati Biermanns, að spænski flokkurinn, ásamt þeim italska og franska, berst fyrir sósialisku lýðræði bæði fyrir og — það sem meira er um vert — eftir byltingu. Biermann skammar einnig skoðanabræður sina vestan múrs fyrir sundurþykki. „Ljóð min,” segir hann, „eiga að stuðla að þvi að vinstrihreyfingin á Vestur- löndum ...gleymi ekki að horfast i augu við sterkan sameiginlegan fjandmann vegna innbyrðis deilna. Og að henni takist, eihs og félögum okkar i Frakklandi á Italiu og Spáni, að koma sér upp og útbreiða þær skoðanir sem fjöldinn meðtekur i raun.” I fréttum af brottrekstri Biermanns hefur það komið fram að honum hafi margsinnis verið neitað um ferðaleyfi til Vestur- landa. 1 október i fyrra var hon- um boðiö að koma fram á tónlistarhátið i Offenbach i Vestur-Þýskalandi en til iíennar höfðu boðað samtök sem berjast gegn sivaxandi fasisma i vestur- þýsku þjóölifi. Honum var synjað um fararleyfi en þá greip hann til þess að senda segulbandsspólu Áskriftasöfnun Þjóðviijans stendur sem hæst. Sími 81333 Wolf Biermann — nú hefur hann verið rekinn til Vestur-Þýskalands sem hann hefur likt við „hóru” sem felur sýfilissárin undir fegurðarsmyrslum.” meö tveimur lögum til hátiðar- innar. Þessi lög eru bæði á plöt- unni og er einkum annað þeirra athyglisvert fyrir vesturlenska róttæklinga. Þaöber nafnið „Ljóð um rauðan viskustein.” I þvi skammar hann róttæklinginn fyrir að vera stöðugt að leita að rauðum viskusteini meðan fjand- maðurinn notar timann til að treysta afl sitt og samstöðu. „Félagar! spyrjið ekki i sifellu eins og i heimskulegum ævintýr- um: Hver er rauðastur i landi hér? Það getur enginn spegill sagt til um.” Skiljanlega hafa róttæklingar ekki tekið slikum ákúrum þegj- andi og hljóðalaust og hefur ma. Rudi Dutschke fyrrum stúdenta- leiðtogi ritaö Biermann opið bréf i Spiegel þótt efni þess verði ekki tiundað hér. — ÞH Þaö er skemmtilegt og stundum nauösynlegt aö taka vel á móti fólki — án sérstakrar fyrirhafnar. Hvort sem um vináttu- eða viöskiptatengsl er að ræöa er þægi- legt og stundum ómetanlegt aö geta setið og spjallaö saman í ró og næöi yfir góöri máltíö. HQTEL LOFTLEIÐIR Bjóðið gestunum í Blómasalinn Sími 22322 I Blómasalnum á Hótel Loftleiðum er glæsilegt kalt borö í hádóginu. Þar aö auki fjölbreyttur matseöill. Og notalegur bar. Opiö 12-14.30 og 19-22.30. JON RAGNARSSON Tvær nýjar plötur ÞRJU A PALLI Jón Ragnarsson var í pop-hljómsveit fyrir 8 árum, en hætti hljóðfæraleik. Hann hefur samt samið lög og Ijóð og er afrakstur þess besta að finna á þessari hljómplötu. Fjöldi kunnra hljóðfæraleikara aðstoða Jón Ragnarsson. (Einnig kasseta) Þrjú á palli með tólf sjómannasöngva eftir Jónas Árnason. Hér er Jónas í essinu sínu og Þrjú á palli aldrei betri en nú,(einnig á kassetu) SG-hljómplötur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.