Þjóðviljinn - 21.11.1976, Page 21
Sunnudagur 21. nóvember 1976 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 21
Sköpun
it dýranna
Eitthvaö er hann enn aö bralla
SKÖPUN KANINUNNAR
ÞUNGAFARARTÆKI
...viö fáum át fimm metra milli öxia og er þá
ekki reiknaö meö vatnsdælu og púströri
í rósa-
garöinum
Huggun harmi gegn
Mér finnst alveg sláandi, hve
margt likt gerist nú á seinustu
áratugum hér á tslandi og gerðist
þarna i Egyptalandi fyrir 2100 til
2200 árum siðan.
Morgunblaðið
Skrifræöiö sigrar
hestamenn
Sex milliþinganefndir skiluðu
þinginu greinargerðum um störf
sin. Nefndirnar störfuðu m.a. að
samningu tillagna um breyttan
dómstiga kynbótahrossa.... að
samningu dómstiga fyrir ung-
hross i tamningu og að endur-
skoðun á reglum um gæöingamat
Frásögn af þingi
Landssambands hestamanna
Djarfar fullyrðingar
„Svona, vina min. Vist er ég
karlmaður, en ég held ég þori að
fullyrða, að ég sé hvorki fifl né
dóni.
Guðmundur Hagalin i
endurminningabókinni
„Ekki fæddur i gær”
Þroskaörfandi spurningar
Flesthús á tslandi eru steinhús.
En nokkur eru einnig úr timbri. 1
hvernig húsi eigum við heima?
1 hvaða landi eigum við heima?
Barnasiöa Morgunbiaðsins
islenskar lystisemdir
Þá er það og ekki litið hnoss að
fá einungis skáhalla brosiö á Óla-
jó þegar maður opnar sjónvarps-
nefnuna; hugsið ykkur hvernig
manni yrði við ef hann væri nú
þar að auki meö helblátt alþýðu-
pottlok ofan á perunni
Morgunblaöiö
óstýrilátur efnahagsbati
Vandinn framundan er sá, aö
missa ekki tökin á batanum og
það er sist auðveldara en þaö
verkefni sem við hefur verið
glimt aö undanförnu.
Leiöari i Morgunblaöi
Hinn pólitiski þroski
„Ég var lengi að ákveða mig”,
sagði hann. ..En undir iokin kaus
ég Carter, þvi ég vissi ekkert um
hann, ekki einu sinni hvaöan hann
er”. Þetta virtist vera þaö sem
flestum bandarikjamönnum
fannst.
Morgunblaöiö
Þar hafa þeir
hitann úr!
Þriðji og siðasti kafli bókarinn-
ar, Sláttur og sút, vitnar um að
Hrafn Gunnlaugsson hefur hrifist
af ljóðabók Matthiasar Johannes-
sen, Dagur ei meir.
Jóhann Hjálmarsson
iritdómi
Voru þeir allsstaðar
eins?
Við uppgröft gömlu rússnesku
borgarinnar Novgorod hafa fund-
ist ýmsir merkir munir. Þar hef-
ur nú i fyrsta sinn fundist smiðja
með ýmsum verkfærum, svo sem
hömrum og fleiru. Þá fundust
einnig sex barkarbréf frá siðari
hluta 14. aldar. Eitt bréfanna
hefst á orðunum: Tilmæli frá
prestsfrúnni til prestsins. Prest-
frúin biður þar mann sinn að sjá
til þess, að tekið verði fyrir út-
breiðslu á illviljuðum sögum um
. hana.
Fréttabréf APN
Vandlifað i heimi hér
Segir maðurinn að konan hafi
hringt i sig i gær og beðið sig að
koma i heimsókn. En i morgun
kærði konan nauðgun.
Dagblaöið
ADOLF J.
PETERSEN:
VÍSNAMÁL
„LÖNGUM GLEÐI
HYLLT ÉG HEF”
Það er likast þvi að Jóhann
Ólafsson, fyrr i Miðhúsum i
Óslandshlið, sjái suma þorska
hærra setta en i skreiðarhjöll-
um er hann kveður:
Verðmætið þótt virðist
smátt,
vera i spyrðubandi,
þá er stundum þokað hátt
þorskunum á landi.
Þessi haustvisa Jóhanns á
vel við á þessu hausti:
Hrönn við ósa vaggar vær,
vakir rósöm bliöa,
norðurljósa — leiftur skær
loftið rósum prýða.
Að áliti Jóhanns getur synd-
inverið stundum skemmtileg:
Oft er syndin svala lind
sem frá hrindir trega,
hennar skyndi — mörg er —
mynd
máluö yndislega.
Jóhann var fæddur 1891,
þegar ellin fór að gerast hans
daglegi fylginautur kvað
hann:
Er við sáttur ævikjör,
úti brátt er glima.
Dvinar máttur, dofnar fjör,
dregur að háttatima.
Haustkulið andar úr þessari
visu Stefáns Stefánssonar frá
Móskógum:
Hjúpar tinda hrimið grátt,
héla leggst á skjáiim.
Nöpur er þessi noröan átt,
nú eru blómin dáin.
Eitt sinn leit Stefán inn i
Hænsnabú á Sauðarkróki og
leist þannig á:
Fjörið mitt er fariö brott,
fátt er nú til bjargar.
Helviti á haninn gott
aö hafa þær svona margar.
Jóhann Magnússon frá
Mælifellsá, kveður uni haust:
Tintinn kallar, lækka jjós,
lifs er fallvalt gengi,
hefur fjalla fögur rós
föl að hallast vengi.
Viö kunningja sinn kvað
hann:
Nú mun fundum fækka um
skeiö,
fyrr viö undurn saman,
gat þá lundin létt og heiö
lifgað stundar gaman.
Jóhanni finnstliða á stunda-
glasið:
Sist ég forðast syndagjöld,
sviptur lifsins ráöum.
Styttist leiðin, kemur kvöld
klukkan stansar bráöum.
Út i hrimsvalt haustið and-
aði Jónas Jónasson frá Hof-
dölum og kvað:
Frostið herðir heljartök,
hrirniö litar skjáinn,
en andinn hcldur auðri vök
út i drauntabláinn.
Svo raular hann i rökkrinu:
Lúinn skrokkur, löruð sál,
Ijóðin utan gátta.
Það er orðið meira en mál
mér að fara að hátta.
Af atómgervinu er Sigurður
ekki hrifinn:
Eitthvað vantar i þann mann
sem yrkir gerviljóðin.
Aldrei verkin hans né hann
hyllir ijóðaþjóðin.
Slæm kaup segir Sigurður:
Það er æði margra mál
að menn gegn auö og valdi
hafi löngum sina sál
selt við rýru gjaldi.
Eftir heitar umræður á
fundi nokkrum kvað Arni
Danielsson á Sjávarborg:
Hér var inni heitt i kvöld,
hcldur minna um næði.
Stál og tinna auka eld,
ef þau finnast bæði
t sláturtið eitt haust, aug-
lýsti Kaupfélag eitt, að það
tæki haus af bændum: ef
marka má þessa visu sem
höfundur er ekki þekktur að:
Skuldir vaxa skefjalaust,
skjót eru ráð i vændum,
kaupfélagið hyggst i haust
höfuð taka af bændum.
Svipuð auglýsing kom eitt
sinn frá KEA og var svo
hagrætt i umtalinu:
Kaupfélagið trútt um traust
telur nú i vændum
að sauöarhausa sviöi i haust-
sem það taki af bændum.
Sölvi Sölvason fyr bóndi á
Syðri Löngumýri i Blöndudal
flutti siðar til vesturheims, er
sagður hafa verið aöeins sex
ára er hann gerði eftirfarandi
visu i tilefni þess að hann datt
á gólf:
Daprast und er datt á grund
drógst þó undan flagði,
angri bundinn um þá stund
eins og hundur þagöi.
Dóttir Sölva var Ólöf, sem
Sigurður Nordal skrifaði þátt
um og þekktur er. Sölvi kvaö
um þessa dóttur sina:
Engan finn ég á þér brest,
Ólöf kinna rjóöa,
þú ert minna barna best
blessunin min góöa.
Maður nokkur komst yfir
Blöndu á þann hátt að hlaupa
eftir jökum sem flutu á henni
og risu sumir á rönd, um það
kvað Sölvi:
Meiðir branda, mennt sem
ann
mátti ei Blanda saka.
Milli landa hana hann
hljóp á randajaka.
Hin óbliðu kjör almennings
á öldinni sem leið, hafa gert
margan manninn svartsýn-
an. Sölvi hefur ekki komist hjá
þvi, enda kvað hann:
Mig á kalda mörg og stinn
mótgangsalda skellur.
Svona aldur endist minn
uns lifstjaldið fellur.
Mörg vill þjaka meingjörð hér
minu baki ó-linu,
meöan aka fæti ég fer
fram að takmarkinu.
Óvist er hvort hægt verður
að yrkja „himumegin”
Sigurður J. Gislason á Skarðs-
á i Sæmundarhliö, kveður svo:
Ekki veit ég um það hvort
andinn lifir náinn,
livort hann getur eitthvað ort
eftir að ég er dáinn.
Um geðbrigðin segir
Sigurður:
Löngum gleði hyllt ég hef
hatrið kveðið niður,
en fljótt vili geðið ýfast cf
eitthvað skeður miöur.
Þegar Sölvi fór til
vesturheims, kvað hann
Meðan ekki eyðast klárt
ævistundir rýrar.
það veit guð, ég sakna sárt
Syðri-Löngumýrar.
Þegar Sölvi steig um borð i
vesturfararskipið kvað hann
A er fallinn bráður byr,
biða hljóðir vinir.
Verið allir alsælir.
tslands góðu synir.
J