Þjóðviljinn - 21.11.1976, Page 23

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Page 23
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 215 Nýtt orö: króna. Ný orð: svín — köttur — hundur. Nýtt orð: napalm. Dagur Siguröarson: Leskaflar handa byrjendum er úr bókinni Frumskógadrottníngin fórnar Tarsan sem út kom árið 1974. Dagur veitti Kompunni góðfús- lega leyfi til að birta Ijóðið. Myndskreytinguna gerði ums jónarmaður Kompunnar. LESKAFLAR HANDA BYRJENDUM eftir Dag Sigurðarson á, má, fá, Ási á aur. Má Ása fá monníng? Gömul kona fann krónu. Gamla konan keypti svín fyrir krónuna. Kæru börn, er þetta nú alveg satt? Nei, það er lýgi. Svínið stal krónu og keypti sér þvottakellíngu. Kellíngin var löt að skrúbba. Kellíngin þóttist vera gigtveik. Kellíngin sagði að sig vantaði meðul. Kellíngin vildi fá hærra kaup. Kellíngin sagði að meðulin væru orðin svo dýr. Þá sagði svinið við kellínguna: Ég skal láta hundinn bita þig. Eingin ólögleg verkföll hér. Svínið fór og talaði við hundinn. Svínið sagði við hundinn: Hundur bíttu kellíngu. Kellíng vill ekki skrúbba. Ég skal gefa þér löggubíl ef þú bítur kellíngu. Hundurinn sagði: Nei. Ekki bít ég kellíngu. Þá sagði svinið við hundinn: Ég skal láta köttinn klóra þig. Þetta er andfélagslegt athæfi. Svínið kom að máli við köttinn . Svínið sagði við köttinnf Köttur klóraðu hundinn. Hundurinn vill ekki bíta kellíngu. Kellíng vill ekki skrúbba. Ég skal gefa þér ráðuneyti og sjónvarpsstöð ef þú klórar hundinn. Kötturinn sagði: Nei. Ekki klóra ég hundinn. Þá sagði svínið við köttinn: Ég skal láta kylf una berja þig- Ég skal láta byssustinginn stínga hundinn. Ég skal láta napalmið brenna kellingu. Svínið fór og talaði við kylfuna. Svínið ræddi við byssustínginn. Svínið snæddi með napalminu. Kylfan vildi berja köttinn. Byssustíngurinn vildi stínga hundinn. Napalmið vildi brenna kellíngu. Svínið sæmdi þau orðum og borðum. Kötturinn, hundurinn og kellíngin efndu til mótmælafundar. Kötturinn vildi klóra svínið. Hundurinn vildi bíta svínið. Kellíng vildi skrúbba. Kellíng vildi sópa. napalmi, byssustíngi, kylfu og svíni útfyrir f iskveiðilögsögu. Og það gerðu þau. Sautján bréf bárust meö réttum ráðningum Það komu 17 bréf með RÉTTUM ráðningum á getraun nr. 1. það er að segja verðlaunakrossgát- unni. Þeir sem tóku þátt í fyrstu getrauninni geta al- veg jafnt tekið þátt í hin- um, það eykur möguleika þeirra á að fá bók. Það verður dregið úr öllum svörum og þeir sem senda svör við öllum getraunun- um hafa sexfalda mögu- leika á vinning. Verðlaunagetraun Kompunnar nr. 3 Ykkur hefur kannski fundist siðasta getraun fullerfið, þess vegna höfum við þessa létta til að yngstu krakkarnir geti áreiðanlega ráði hana. Þið eigið að svara þremur spurningum við myndina. 1. Hvað heita þessir strákar? 2. í hvaða bókum er sagt frá þeim? 3. Hver er höfundur bókanna. ;i Wcryvip^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.