Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 1
UOmiUINN Þriðjudagur 23. nóvember 1976 —41. árg. —263. tbl. Samstarfsnefnd til vemdar landhelginni: Eftir sögulegt tap Sjá iþróttasiðu „GAGNKVÆM RÉTTINDI” r A að bregða fæti fyrir mikilvægt almannavarnastarf? Astœðan til þess að Landsvirkjun vill hœkka raforkuverð um 25% Páll Einarsson. Skjálftarannsóknir í hœttu steypa i nóvemberlok: Afhending íbúða hefur dregist í nær tvö ár! og kaupandi á m Kópavogs höfðar Fyrir helgi birtum vift myndir á baksiðu af starfsmönnum fyrir- tækisins Borgir s/f og voru þeir önnum kafnir vib steypuvinnu i miöjum nó vem ber mán uði og þótti okkur það nokkuð merkilegt iðbœjarsvœði skaðabótamál og táknrænt fyrir veðurbliðuna. Gunnar Petersen, íbúðarbyggj- andi á miðbæjarsvæði Kópavogs, þar-sem myndirnar voru teknar var þó ekki á sama máii og taldi þessa vinnugleði ofur eðlilega, þar sem Borgir væru þarna að steypa ofan i þau mót, sem áttu að vera tiibúin fyrir tveimur ár- um siðan! — Ég hef skaðast um a.m.k. tvær miljónir vegna þess hvernig Borgir hafa dregið afhendingu ibúða hérá svæðinu sagði Gunnar i samtali við Þjv. i gær. — Þess vegna hef ég höfðað skaðabóta- Framhald a bls. 18 Á vegum Raunvfsindastofn- unar hefur á siðari árum verið unnið mikið starf að þvi aö skipuleggja eftirlit með jarð- hræringum og bjartsýnismenn telja ekki útilokað að eftir 5-10 ár verði búið að safna þaö mik- illi þekkingu að hægt veröi aö segja fyrir um flestar tegundir náttúruhamfara með talsverð- um fyrirvara. Nú bendir ýmis- lcgt til þess að fjárveitingar- valdið ætli sér að bregða fæti fyrir þetta nauðsynlega al- mannavarnarstarf. llætta er á að Raunvisindastofnun missi frá sér færasta skjálftafræðing landsins, eða amk geti ekki beint starfskröftum hans I þágu almannavarna. Það er ekki ætlunin að ráða i nein ný störf á vegum rikisstofnana, hversu mikil forgangsverkefni sem um er að ræða, nema hvað varðar rannsóknarlögregluna. Sveinbjörn Björnsson, stjórnarformaður Raunvisinda- stofnunar, tjáði blaðinu i gær, að Páll Einarsson, skjálfta- fræðingur, hefði verið lausráð- inn starfsmaður hjá Raun- visindastofnun i tvö ár, og stofn- unin legði nú mikla áherslu á að fá hann fastráðinn. Að öðrum. kosti yrði ekki hægt að halda honum við stofnunina nema i verkefnum sem aörar stofnanir greiddu fyrir, svo sem Orku- stofnun og Landsvirkjun. Þær hefðu hinsvegar ekki almanna- varnir á sinni könnu, og þvi hlyti sá þátturinn að verða útundan. Ráðning skjálftafræðings er efst á óskalista Raunvisinda- stofnunar. Allt landið skelfur og frá almannavarnarsjónarmiði hlýtur það að teljast forgangs- verkefni að þróa aðferðir til þess að geta spáð um jarð- skjálfta og eldgos. 1 stað þess horfir nú þannig að ætlunin sé að eyða öllu talinu um skjálfta með þvi að ,,leggja niður” skjálftafræðinga. Sveinbjörn Björnsson kvaðs't ekki vonlaus um að Raunvisindastofnun næði þessu máli i höfn en heldur ekki vongóður. —ekh. Inngangurinn i stöðvarhúsið. Umbeðin 25% verðhækkun er eingöngu tilkomin, þar sem verið er að taka i notkun nýjan virkj- unaráfanga, sem mun auka framleiðslugetu Landsvirkjunar- kerfisins um 36% og landsins i heild um 32%. Auk þess fæst með tilkomu Sigölduvirkjunar mikið viðbótarafl, sem mun gera Landsvirkjun kleift aö selja verulegt magn afgangsorku svo sem til rafhitunar og iðnaðar. Mun Landsvirkjun á næstunni setja sérstaka gjaldskrá, þarsem orka til fjarhitunarkerfa og ann- arra nota svo sem gufufram- leiðslu i iðnaði og heyþurrkunar verður boðin á mjög hagstæðu verði. Ætlunin er, að þetta af- gangsorkuverð taki gildi um leið og hin nýja galdskrá. Gunnar Petersen á svölum ibúöar sinnar, sem hann hefur núloks fengið afhenta. Ibaksýn er sameignin, sem átti að vera fullbúin fyrir mörgum mánuðum. Ekki að ástœðulausu sem Borgir s/f FASINNA 200 mílna landhelgin fyrir íslendinga eina SJÁ SAMÞYKKT Á 5. SÍÐU Sigalda 1. ári Aukning útgjalda i rekstri Landsvirkjunar 1977 miðað við árið i ár verður um 1592 miljónir króna vegna Sigöldu, og er það 96% af heiidarútgjaldaaukningu fyrirtækisins. Landsvirkjun getur tekið á sig 70% af þessum kostn- aðarauka við aö taka nýja stór- virkjun i notkun, en 30% telur hún sig ekki geta axiað nema með 25% liækkun rafmagnsverðs til almenningsveitna frá 1. janúar ’77. Þetta kemur fram i frétt sem Landsvirkjun sendi frá sér i gær. Á fyrsta rekstursári eru stórvirkjanir jafnan útgjalda- frekar en Sigalda þó með mesta móti vegna gengisbreytinga og verðbólgu, sem leitt hafa til veru- legrar hækkunar á stofnkostnaði. V ængir í loftið á ný Flugfélagið Vængir h.f. sem ekkert hefur starfaö undanfarið eftir að fiugmálayfirvöld tóku af félaginu flugrekstrarleyfiö, vegna þess að viðhald flugvéla félagsins var ekki eins og fiug- málayfirvöld vildu, er nú byrjað starfsemi að nýju, og notar aðeins eina flugvél. Þetta er 10 manna flugvél, sem félagið hefur fengið innlendan flugvirkja, Guðjón V. Sigurgeirs- son til aö sjá um viðhald á, en hann sér um viðhald á samskonar vél fyrir flugfélagið i Vestmanna- eyjum. Að sögn Leifs Magnússonar hjá flugmálastjóraembættinu gaf flugmálastjóri leyfi til að félagið tæki upp áætlunarflug með þess- ari einu vél. Hinsvegar mun von á erlendum flugvirkja, sem tekið hefur, að sér viðhaíd á vélum félagsins, til landsins i þessari viku og þá ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að rekstur félagsins komist i eölilegt horf, en mjög illa horfir viöa um land vegna sam- gönguleysis eftir að Vængjum var bannað að fljúga. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.