Þjóðviljinn - 23.11.1976, Qupperneq 5
Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Samstarfsnefndin til verndunar
landhelginni kveður sér hljóðs á ný:
Enga samninga-
forsendur
Nú reynir á vakandi almenningsálit
Þegar mest reyndi á i átökun-
um við breta um stækkun is-
lensku fiskveiðilandhelginnar i
200 milur, var Samstarfsnefndin
til verndar landhelginnar mynd-
uð. Að nefndinni stóðu Alþýðu-
samband tslands, Sjómannasam-
band Islands, Verkamannasam-
band Islands, Félag áhugamanna
um sjávarútvegsmál, F.F.S.I. og
þingflokkar allra stjórnarand-
stöðuflokkanna.
Nefndin beitti sér fyrir fundum
og sendi frá sér upplýsingar og
aðvaranir, allt i þeim tilgangi aö
reyna að koma i veg fyrir undan-
látssemi við breta og þjóðverja og
veiðiheimildir annarra út-
lendinga. Enginn vafi leikur á
þvi, að störf nefndarinnar báru
verulegan árangur og má þar
ekki sist nefna, að tilboð, sem
bretum var gefið um tveggja ára
veiðiheimild hér við land, var
afturkallað vegna harðra mót-
mæla nefndarinnar og almennrar
andstöðu almennings, sem sigldi i
kjölfarið.
Samstarfsnefndin telur að nú sé
þörf á árvekni i landhelgismál-
inu. Enn einu sinni eru ráðherrar
farnir að tala um samninga við
útlendinga um veiðar i islenskri
fiskveiðilandhelgi. Og enn eru
komnir hingað sendimenn er-
lendra aðila til þess að leita eftir
samningum um fiskveiðirétt út-
lendinga á fiskimiðum is-
lendinga.
NU er ekki lengur deilt um rétt
islendinga til 200 milna fiskveiði-
lögsögu, enda er 200 milna reglan
nú nánast viðurkennd sem al-
þjóðalög. Nú er hins vegar rætt
um „gagnkvæman veiðirétt”,
þ.e.a.s. að islendingar veiti
öörum þjóöum réttindi til fisk-
veiða hér við land, en fái á móti
rétt til veiða i fiskveiöilandhelgi
þeirra.
1 þessu sambandi hefur veriö á
það minnst að islendingar fái rétt
til fiskveiða i Norðursjó og jafn-
vel við Grænland, en heimili i
staðinn þjóðum Efnahagsbanda-
lagsins fiskveiðar hér við land.
Samstarfsnefndin varar alvar-
lega við þessum hugmyndum.
Fyrst er þess að gæta að ástand
fiskistofna við tsland er þannig aö
dómi hinna færustu manna, að
ekkert vit er i að leggja á þá meiri
veiðisókn en islendinga sjálfra.
Eins og ástatt er hafa islendingar
þvi ekkert að láta i skiptum við
aðra, nema að fella niður sjálfir
jafn mikla sókn á móti. Þar með
er brostin forsendan fyrir
skiptingu á „gagnkvæmum veiði-
réttindum”. Þá erhinsaö gæta að
Langeygir eftir fé í flugvöll
Ekkert gert í
tvö ár á Höfn
Vilja fá áœtlun um
fullnaðaruppbyggingu
A fundi hreppsnefndar Hal'nar-
hrepps hinn 11. nóv. s.l. kom m.a.
fram.aöárin 1975 og 1976varskv.
fjárlögum áætlaö að verja kr. 14.
millj. til flugvallarins á Horna-
firði. Þar sem engar fram-
kvæmdir né undirbúningsfram-
kvæmdir hafa verið við flugvöll-
inn þau tvö ár sem hér um ræðir
skorar fundurinn á alþingismenn
og yfirvöld að láta m.a. gera
heildaráætlun um fullnaðarupp-
byggingu Hornafjaröarflugvallai
á sem allra skemmstum tima og
nái áætlun þessi til allra þátta.
Fundurinn leggur rika áherslu
á að verkið verði unnið sem allra
fyrst til að tryggja öruggari flug-
samgöngur en verið hafa.
Þá leggur fundurinn til að 1)
þverbrautin A-V verði endur-
byggð breikkuð og lengd i 1200 m
og siðan búin brautar- og aðflugs-
hallaljósum svo hún notist án tak-
markana. 2) tækjabúnaði verði
komið upp til að svara þeim nýju
tækjum sem nú er verið að koma
fyrir i Fokker flugvélum Flugfé-
lagsins, 3) N-S flugbrautin veröi
lenga i 1500 m.
Aðalfundur
F óstr uf élagsins
Fóstrufélag Islands hélt aðal-
fund sinn i Lindarb. 28. okt. 1976
Ný stjórn var kjörin Margrét
Pálsdóttir formaður, Marta
Sigurðardóttir Ragnheiður
Halldórsdóttir, Anna Soffia
Óskarsdóttir, Unnur Stefánsd.
Elin Pálsdóttir og Ingibjörg
Kristin Jónasdóttir.
1 skýrslu fráfarandi formanns
Hólmfriðar Jónsdóttur kemur
fram að starfsemifélagsins hef-
ur stóraukist á árinu. Auk al-
mennra félagsfunda, sem voru 5
á árinu, störfuðu sjö umræðu-
hópar, er fjölluðu um: 1.
aðstöðujafnrétti. 2. atferlisat-
huganir á börnum á forskóla-
aldri. 3. barnabækur. 4.
félagshópa. 5. foreldrafundi. 5.
starfsáætlanir. 6. starfsmanna-
fundi.
Umræðuhóparnir gerðu grein
fyrir niðurstöðum sinum á fjöl-
mennum félagsfundi 5. mai sl.
Dagana 28. og 29. ágúst var
haldin fundur á Akureyri með
fóstrum frá norður og austur-
landi, um 30 fóstrur sóttu þann
fund.
Fóstrur, sem starfa við 6 ára
deildir grunnskólans héldu meö
sér fund og ræddu starfsaðstöðu
og kjaramál.
Einnig kom fram á fundinum
að umræðuhópar með svipuðu
sniði hefja starfsemi fljótlega
og eru þær fóstrur, sem áhuga
hafa hvattar til að hafa sam-
band við skrifstofu Fóstru-
félagsins, Hverfisgötu 26, R.
Hún er opin þriðjudaga og mið-
vikudaga eftir hádegi.
veiðiheimildir i Norðursjó eru
eins og nú er ástatt mjög litils
virði, þar sem rætt er um af
visindamönnum, að helst ætti að
stöðva allar sildveiðar þar um
nokkurn tima vegna mikillar of-
veiði. Það er þvi fjarstæða að is-
lendingar heimili bretum og
öðrum Efnahagsbandalags-
þjóðum fiskveiðar hér við land i
staðinn fyrfir aðgang að ofveidd-
um Norðursjó. Svipað er að segja
um hugmyndir um veiðirétt við
Grænland. Þar er nú dauður sjór
vegna ofveiði og veiðiheimildir
islendinga þar yrðu einskis virði.
Viðræður um landhelgismál við
fulltrúa Efnahagsbandalagsins
geta eingöngu eins og nú er háttað
snúist um það, að Efnahags-
bandalagið láti af þeim sér-
réttindum, sem það nú nýtur til
fiskveiöa i islenskri fiskveiðiland-
helgi, þvi að sjálfsögðu eiga slik
réttindi að falla niður þegar
Efnahagsbandalagið sjálft fær-
ir úti 200 milur og hefur þar með
viðurkennt200 milna regluna sem
alþjóðarétt.
Þann 1. des. á að reyna á það að
bretar standi við gerðan samning
um að hætta öllum veiðum hér við
land. Þá eiga islendingar að sýna
að þeim hafi verið full alvara að
losna að fullu og öllu við veiðar
útlendinga á fiskimiðunum við Is-
land og að þeir ætli að losa um
alla undanþágusamninga eins
fljóttog hægt er ogneiti öllum nýj
um undanþágum til handa út-
lendingum. Samstarfsnefndin
hvetur alla landsmenn til að
fylgjast sem best með þvl sem er
að gerasti landhelgismálinu. Hún
leggur áherslu á, að það er vak-
andi almenningsálit, sem fyrst og
fremst hefur verið forsenda fyrir
sigrum okkar i landhelgismálinu
og enn mun á það reyna.
Yfirlýsingar ráðherra um
„þörf” islendinga á aö semja við
Efnahagsbandalagið vegna fisk-
friðunarmála, og sifellt tal um
fiskveiðisamninga á grundvelli
Framhald á bls. 18.
Mannaskipti
hjá
Leikfélagi
Akureyrar?
Eyvindur Erlendsson, sem
verið hefur leikhússtjóri hjá
Leikfélagi Akureyrar, siöan
1974, hefur sagt starfi sinu lausu
frá 1. febrúar að telja „en það
þýðir ekki endilega að ég hætti
þá, að ræðst af þvi hvort búið
verður að finna eftirmann
minn” segir Eyvindur i viðtali
við eitt Akureyrarblaða.
Eyvindur hefur stýrt mörgum
sýningum hjá L.A. og býst við
að verða i lausamennsku um
hrið. „Ég held ég sé búinn að
gera það sem ég get fyrir Leik-
félag Akureyrar, og þvi verði
það ekki óhollt fyrir félagið að
skipta um leikhússtjóra núna”
segir Eyvindur i þessu sama
viðtali.
Kópavogsbúar
Leitiö ekki langt yfir skammt.
Allar nýlenduvörur meö 10%
lægri álagningu en heimilt er.
Mjög ódýr egg, kr.380,—kg.
Við erum i leiðinni að
heiman og heim.
Verslunin Kópavogur
Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640
LAUST STARF
Staða forstöðumanns fjármáladeildar
Rafmagnsveitu Reykjavikur er laus til
umsóknar. Starfið fellst i daglegri stjórn á
fjármálum fyrirtækisins ásamt umsjón
með viðskiptaskrifstofu.
Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu
og viðskiptafræðipróf eða hliðstæða
menntun.
Launakjör samkvæmt 24. launaflokki
borgarstarfsmanna. Nánari upplýsingar
um starfið gefur rafmagnsstjóri. Um-
sóknarfrestur er til 30. nóvember 1976.
PÍlRAFMAGNS
r ^ J VEITA
mfö REYKJAVlKUR
KDpanyskaupstaíur !3
Gangbrautarvörður
óskast nú þegar. Upplýsingar gefur aðal-
verkstjóri i sima 41157 kl. 11 til 12 virka
daga.
Rekstrarstjórinn i Kópavogi.
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
Reykjavík:
Kvisthaga, Melhaga,
Fossvog innan Oslands,
Hólahverfi: Brúnir
Miklubraut,
Kópavogur:
Holtagerði,
Kársnesbraut 53-135
Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna
Síðumúla 6 — sími 81333
ÞJÓÐVILJINN
0