Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 15
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. nóvember 1976 Norðurlandameistaramótið í badminton: Pri tapaði 0:15 „Það hefur aldrei komið fyrir hann áður á stórmóti ” sagði Erik Jörgensen, form. dönsku landsliðsnefndarinnar eftir að FLEMING DELFS varð Norðurlandameistari með því að sigra Svend Pri 15:4 og 15:0 var ekki búist viB þvi aö honum tækist að sigra Pri nú, þegar heimsmeistarinn fyrrverandi er kominn i toppform. 1 einliöaleik kvenna sigraöi danska stúlkan Lene Köppen, löndu sina Piu Nilsen 11:1 og 11:4 og Lena varð þrefaldur Norðurlandameistari, hún sigraði lika i tviliða og tvenndarleik. Framhald á bls. 18 Þá er að setja stefnuna á heims- meistaratitilinn sagði hinn nýbakaði Norður* landameistari Fleming Delfs ,/Ég get ekki sagt að þessi sigur hafi komið mér mjög á óvart. Við Pri höfum nú keppt fjóra leiki saman í ár og staðan er 2:2. Sigurinn er mér hinsvegar afar kærkom- inn, vegna þess að fyrr í ár vann ég Evrópu- meistaratiti li nn og Danmerkrmeistaratitil- inn og nú vantar mig að- eins einn titil, heims- meistaratitilinn og eigum við ekki að segja að ég sé búinn að setja stefnuna á hann", sagði Fleming Delfs, hinn geðþekki og skemmtilegi badminton- leikari frá Danmörku, er við ræddum við hann eftir að hann hafi unnið Norð- urlandameistaratitilinn sl. sunnudag. Fleming Delfs var ekkert nema kurtcisin, innan vailar sem utan, gagnstætt landa hans Svend Pri sem er greinilega mjög þungt haldinn af stór- mennsku og sjálfsáliti. ,,Ég hygg aö það sem kemur mönnum á óvart i þessum úr- slitaieik er aö Pri tapar meö núlii i annarri iotunni, þaö hefur ekki komið fyrir hann siöan hann byrjabi aö leika á stórmót- um. Ég er vissulega ánægöur með að verða fyrstur til aö vinna hann svona stórt, en viö skulum gæta aö þvi, aö þaö var bara ekki hans dagur I dag. Maður er misjafnlega upplagö- ur. Ég var vel upplagöur, hann ekki, þar i liggur munurinn. Hann gæti allt eins unniö mig á morgun ef við myndum keppa aftur þá,” sagði Ilelfs. ,,Ég geri mér vonir um aö vinna HM titilinn næst, ég hef aldrei veriö I eins góöu formi og nú. Ég er bara 25 ára, þannig aö ég er nú á besta aldri og vel- gengi min undanfariö eykur sjálfstraustiö og þaö er sál- fræðilegt atriöi aö þaö er vont aö leika gegn manni sem hefur unnið þrjá af fjórum stærstu titlunum sem hægt er aö vinna i greininni. Og kannski veröur þaö mér til hjálpar á næsta HM, viö skulum a.m.k. vona þaö sagöi Delfs og brosti. —S.dór. Svend Pri vbr vonsvikinn eftir tapiö fyrir Fleming Delfs og aðrar ófarir á Noröurlandamótinu. Hann gat ekkiduliöskapsmuni sina og húkir hér i „fýlu” á áhorfendabekkjunum. —■ Ljósm. S.dór. Hinn frábæri danski badmintonleikari Fleming Delfs varð Norðurlanda- meistari i badminton i einliðaleik karla. Þar kom ekki svo mjög á óvart, þar sem hann er bæði Danmerkur og Evrópumeistari, en að hann skyldi vinna Svend Pri 15:0 i siðari lotunni í úrslitunum er einstakur atburður. ,,Það hefur aldrei komið fyrir Pri fyrr á stórmóti að tapa með núlli og satt að segja átti ég von á að Pri yrði Norðurlandameistari, þar sem hann er kom- inn i toppæfingu eftir meiðslin i fyrra, nei, þetta voru sannarlega óvæntústu úrslit mótsins,” sagði Erik Jörgensen, form. dönsku landsliðsnefndarinnar, er við ræddum við hann eftir þessi furðuleguúrslit0 :15 tap heimsmeistar- ans fyrrverandi. Og Jörgensen bætti við: Þarna sigraði tæknin kraftinn. Delfs er óhemju leikinn badmintonleikari og leggur mesta áherslu á tækn- ina, en Pri hefur meirá útháld og kraft én fléstir áðrir og hann hefur oft áður verið undir i leik en náð að rétta hlut sinn i siðari lotunni, vegna góðs úthalds, en nú dugði það ekki tií. 'Erik Jörgensen bætti þvf einnig viö, aö menn mættu ekki gleyma þvi, að Fleming Delfs er bæöi Danmerkurmeistari og Evrópu- meistari i einliöaleik karla. Hann vann bæði þessi mót i vor sem leiö, en þá var Svend Pri ekki meö, vegna þess aö hann meidd- istfyrir ári síöan og gat ekki byrj- aðað æfa fyrr en seint i fyrra.vet- ur. Delfs, sem er 25 ára hefur nú i nokkur ár staðið I skugga Pris og þótt hann hafi unniö þessi tvö.mót sl. vor, þar sem Pri var ekki meö, Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Fleming Delfs varö Noröurlandameistari I einliöaleik karla eftir stór- glæsilegan sigur yfir Svend Pri, þar sem „tæknin sigraöi kraftinn”. — Ljósm. S.dór. Finnar unnu meö5:l í landskeppn- inni við íslendinga í badminton Eftir að úrslitaleikjum Norðurlandamótsins i bad- minton lauk sl. sunnudag fór fram landskeppni í badminton milli islendinga og f inna og er þetta i annað sinn, sem landskeppni í badminton fer fram milli þessara þjóða. I fyrra sinnið sigruðu finnar 5:0 en nú 5:1. Það voru þær Hanna Lára og Lovisa Sigurðardóttir, sem unnu leikinn i tviliðaleik kvenna 9:15 — 15:3 og 15:9. 1 tviliðaleik karla var um mjög harða keppni að ræða. Þeir Sig- urður Haraldsson og Jóhann Kjartansson unnu fyrstu lotuna 15:11 en töpuðu svo 6:15 og 12:15. Allir aðrir leikir i keppninni töpuðust eins og við var búist, viö erum mjög langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum i badmin- ton, en þess verður lika að gæta, að bæði danir og sviar eru meðal bestu þjóða heims i þessari iþróttagrein. —S.dór Tefla blaðamenn fram leynivopni? Aldrei aö vita hvaö verður ofan á þegar landsliöiö og pressuliðið í körfubolta leiða saman hesta sína næstkomandi fimmtudagskvöld Hinn júgósla vneski landsliðsþjálfari KKI, Vladan Markovic valdi á sunnudag 12 leikmenn til að leika landsleiki við norðmenn hér heima um næstu mánaðamót. Marko- vic hefur haft umsjón með æf ingum 17 manna hóps og valdi hann lið sitt eftir æf- ingu á sunnudag. Hópurinn er þannig skipaður: Kristinn Jörundsson IR Kolbeinn Kristinsson IR Jón Sigurðsson Árm. Kári Marisson UMFN Rikharður Hrafnkelsson Val Þórir Magnússon Val Ingi Stefánsson IS Torfi Magnússon Val Jón Jörundsson IR Birgir Guðbjörnsson KR Einar Bollason KR Bjarni Gunnar Sveinsson IS i sambandi viö landsleikina fer fram pressuleikur á fimintudags- kvöld i íþróttahúsi Hagaskóla og hefst leikurinn kl. 20.30. Liö I- þróttafréttaritara er þannig skipaö. Kolbeinn Pálsson KR fyrirliði Þorsteinn Hallgrimsson IR Erlendur Markússon IR Steinn Sveinsson IS Jimmy Rogers Armanni Bjarni Jóhannesson KR Stefán Bjarkason UMFN Guðmundur Böðvarsson Fram Agnar Friðriksson IR Jón Héðinsson ÍS Kristján Ágústsson Val Liðstjóri verður Birgir Orn Birgis þjálfari Armanns. 1 hálfleik verður vitaskota- keppni milli blaðamanna og verö- ur eflaust um spennandi keppni að ræða, þar sem menn hafa æft af kappi i laumi. KKl veitir veg- leg verðlaun þeim sem best stendur sig. G.Jóh. Sigurður Suokari Sigurður Haraldsson, tslands- meistarinn i badminton, var eini islendingurinn, sem vann leik á Norðurlandamótinu um helgina. Sigurður keppti i fyrstu umferð við finnann Martti Suokari og sigraði Sigurður 17:14 og 15:12 og sigraði varð hann þar með 3ji islending- urinn.sem vinnurleik á NM. Hin- ir sem unnið hafa leik á NM eru Reynir Þorsteinsson og Haraldur Korneliusson. Annars gekk islendingunum illa á mótinu að þessu sinni, þeir töp- uðu allir i fyrstu umferð. Otto Guðjónsson komst i 2. umferð þar sem sviinn Kihlström gaf leikinn við hann. S.dór. Boltar fyrir 175 þús. kr. Fjaðraboltar þeir sem notaðir eru i badminton eru óskaplega dýrir og sem dæmi má nefna að á Norðurlandameistaramótinu um helgina voru notaði 500 slikir bolt- ar og kostar hver bolti 350 kr. þannig að samtals hafa þvi verið notaði boltar fyir 175 þúsund kr. á mótinu. —S.dór ' -i:1 Lena Köppen — farin aö venjast þvi aö veröa þrefaldur Noröur- landameistari, enda mikil yfirburöamanneskja á mótinu hér I Laugardalshöll. — Ljósm. S.dór. Ég er orðin vön þessu sagði Lena Köppen, sem varð þrefaldur Norðurlandameistari 3ja árið í röð „Mér fannst þaö alveg stórkostlegt að vinna þrefalt i hitteð fyrra, í fyrra var það ekki eins spennandi og nú finnst mér ekkert sérstakt að vinna þessa þrjá titla, eða í það minnsta ekkert í likingu við það sem mér þótti fyrir tveimur árum, maður venst þessu", sagði Lena Köppén, danska stúlkan sem þrjú ár i röð hefur orðið þrefaldur Norður- landameistari i badmin- ton. „Það er vissulega alltaf gaman að sigra og að þvi stefnir maður alltaf, en þegar eitthvað gerist í 3ja sinn er það ekki jafn skemmtilegt og í fyrsta sinn, þú mátt ekki taka þetta sem eitt- hvert stærilæti í mér, þetta er svona hjá öll- um". „Það var ægilega erfitt að leika úrslita- leikinn i tvenndarleikn- um strax á eftir úrslita- leiknum i tvíliðaleik, sem var 3 lotur, enda sérðu hvernig skyrtan min er, eins og ég væri að koma uppúr sund- laug. Nei, mér gekk ekkert sérlega vel á heimsmeistaramótinu siðast, ég varð i 3ja sæti, enþað gekk betur á Evrópumótinu þá varð ég i 2. sæti. Kannski manni takist að vinna á þessum mótum næst, hver veit". „Aðstæður hér voru mjög góðar, ég hef ekk- ert útá þær að setja, nema hvað lýsingin hér í Laugardalshöllinni er ekki góð og allra sist fyrir badminton, það er það eina". — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.