Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. nóvember 1976 Dagný Kristjánsdóttir: Um leikdóma og sleggjudóma Alvarleg brenglun átti sér stað viö prentun á lokakaflanum i grein Dagnýjar Kristjánsdótt- ur „Um leikdóma og sleggju- dóma” i laugardagsbiaöi Þjóð- viljans. t grein sinni f jaliar Dagný um leikdóm Sverris Hólmarssonar um Æskuvini, ieikrit eftir Svövu Jakobsdóttur, sem nú er sýnt i Iönó, en leikdómur Sverris birtist i Þjóöviljanum, þann 9. nóvember s.l. Við biðjum Dagnýju og les- endur blaösins velviröingar á þeim mistökum, sem áttu sér stað viö prentun greinarinnar og birtum hér lokakaflan greinarinnar á ný.: — Mér er ekki alveg ljóst hvað Sverrir Hólmarsson á við, þegar hann segir i títtnefndum leik- dómi: „Hin beina skirskotun verksins til VL málsins finnst mér misráðin. Ég skil vel freistinguna —- það var óhemju myndrænn atburður, þegar stjarnfræðingurinn kraup við kistuna — en á þetta heima i svona leikverki? Er þetta ekki reviustill”? Hvað skyldi þetta nú þýða? Kannski Sverrir eigi við, þeg- ar hann talar um „reviustil”, að i þessu atriði hafi verið farið út i gamanleik eða farsa, en það sé stilbrjótur i sýningunni. Ef svo er held ég, að það sé rangt út af fyrir sig. Það er mörg meinfyndin at- riði og tilsvör i Æskuvinum, ekki vantar það, en aðferð Svövu Jakobsdóttur er ekki fyndnin heldur háðið, ironian. Ég held að leikstjórinn hafi fundið þennan vandmeðfarna tón höfundar, og fylgt honum mjög vel eftir i allri sýningunni — en það hefur áreiðanlega ekki verið heiglum hent. Ef Sverrir á hins vegar við þátt VL málsins i verkinu yfir- leitt i þessari ivitnuðu klausu finnst mér það aldeilis kostuleg meining. Að minu viti eru Æskuvinir „misráðið” verk, ef skirskotun þess til VL málsins er „misráðin”. Ég held að VL skirskotunin liggi nálægt þungamiðju leikritsins i flestu tilliti. Nokkrum árum eftir að Leigjandinn kom út leit VL mál- ið dagsins ljós og klauf þjóðina nánast i tvær öndverðar fylkingar um afstöðu með eða á móti hernum. Það má segja að hver einasti maður i þessu landi hafi orðið að taka afstööu til undirskriftanna o.s.frv. Mál- flutningur Reglubræðranna i Æskuvinum hefur að minu viti frá upphafi til enda augljósa samsvörun við hugmyndir þeirra hernámssinna sem fluttu mál sitt af sem mestum krafti á dögum VL málsins. Auk þess eru Karlarnir vitaskuld glæstir fulltrúar þeirra kynjafordóma og karlrembu sem sjálfsagt þrifst prýðilega i þeim margvis- legu karlaklúbbum sem starfa hér á landi. Þetta er nú að verða herjans mikill langhundur hjá mér og þó finnst mér ákaflega margt ósagt um leikritið sem hér hefur verið til umræðu og sýninguna sem vissulega er kapituli útaf fyrir sig. Astæðan fyrir þvi að hér er ekki nema að svo litlu leyti talað um hana er sú að hún er ekki beinlinis viðfangsefni þessara skrifa og raunar held ég að i þeim efnum sé sjón sögu rikari. Að lokum ætla ég að bæta við það sem áður er sagt nokkr- um orðum um leikdóma og leik- dóm Sverris Hólmarssonar sér- staklega. Sanngirni og sérlegar meiningar Framarl. i leikdómi sinum undirstrikar Sverrir að hann byggi á: „...eigin viðbrögðum við sýningunni og tilraun minni til að gera mér grein fyrir or- sökum þeirra viðbragða.” Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær. Enginn getur legið gagnrýnendum á hálsi fyrir það fremur en öðrum mönnum að hafa i hæsta máta persónuleg og huglæg viðbrögð við hverju sem er — en það er kannski spurning hvort nokkur hefur sérstakan áhuga á að lesa um þau eða . hvort þau ein geta nokkurn tima orðið frambærileg leikhúsgagn- rýni. Það er held ég leikritið og sýningin sem menn hafa áhuga á að fræðast eitthvað um en fæstir af þeim sem lesa leik- dómana hafa séð hana. Ef leik- húsgagnrýnandi treystir sér til þess aö gefa fullkomlega sann- gjarna mynd af leikriti og sýn- ingu og halda persónulegum viðhorfum algerlega aðgreind- um frá þeirri mynd væri það auðvitað griðarlega gott fyrir- komulag — en ég geri mér eng- ar grillur um að slik tviskipting Félag járniðnaðarmanna w F élagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvem- ber 1976 kl. 8.30 i Félagsheimili Kópavogs, niðri. 1. Félagsmál 2. Frá 7. þingi M.S.Í. 3. Önnur mál 4. Kvikmyndasýning Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Áskriftasöfnun Þjóðviijans stendur sem hæst. Sími 81333 Krummagull Sýning i kvöld kl. 20:30 i Félagsstofnun stúd- enta við Hringbraut. Skollaleikur Sýningar i Lindarbæ miðvikudag kl. 20:30 og fifnmtudag kl. 20:30. Miðasala i Lindarbæ milli klukkan 5 og 7 og við inn- ganginn i Félagsstofun stúdenta fyrir sýn- ingu. Fáar sýningar eftir á báðum verk- um. Sími21971 Lokaka ar end vegna unar í smiöju Sviðsmynd úr leikritinu Æskuvinir sé framkvæmanleg. Allar spurningar eru, jú, persónuleg- ar ef maður er persóna eins og þar stendur og hin fullkomna hlutlægni er ekki til a.m.k. ekki i umfjöllun bókmennta. Hitt er svo annað mál að það kann að vera fullt eins óframkvæman- legt að vera alfarið huglægur i mati sinu og þar á ég við að i fyrsta lagi þurfa afstöður manna ekki að vera jafn per- sónulegar og þeir telja þær vera sbr. það sem áður var sagt um mat á dæmigerðum persónum og einstaklingum — og i öðru lagi finna flestir hjá sér ein- hverja hvöt til að sannfæra við- mælendur um réttmæti skoðana sinna eins og sjá má hér á eftir. Sverrir undirstrikar það i upphafi leikdóms að hann sé persónulegt mat og ætlunin sé að gera grein fyrir orsökum þess. Þetta er m.ö.o. yfirlýstur persónulegur og huglægur leik- dómur og i honum hyggst höf- undur sýna hvers vegna sýning „greip hann ekki” eins og þar stendur. Tæplega býst nok'kur við sérlega hlutlægri úttekt á verkinu á eftir þessum orðum. Segja má að það sé i sjálfu sér heiðarlegt og virðingarvert hjá gagnrýnanda að taka þetta fram i-si svona ef hann væri sið- an sjálfum sér samkvæmur — en að minu mati skriplar oft á skötu i pistli Sverris. öðru hvoru byrjar hann málsgrein huglægt en endar hana hlutlægt og sannar þannig persónulega skoðun með persónulegri skoð- un sem litur út eins og stað- reynd i málinu. Eitt dæmi um þetta er: „í öðru lagi — þykir mér þessi setning skýra aðra ástæðu fyrir þvi að verkið hreif mig ekki, sem er sú að persónur þess eru ekki lifandi og marg- þættar manneskjur heldur ...o.s.frv.” (undirstrikun min). Þetta eru að minu viti vond vinnubrögð og sleggjudómar sem gefa alranga mynd af verk- inu. Aður hefur verið minnst á loð- ið og óskýrt orðfæri og skringi- lega hugtakanotkun i pistli Sverris. Og enn einni aðfinnslu vil ég bæta við þær sem þegar eru komnar. Ég held að fæstir sem séð hafa þessa sýningu geti gleymt leik- myndinni sem Steinþór Sigurðs- son á heiðurinn af eða leikhljóð- um'Gunnars Reynis Sveinsson- ar, sem áttu sinn þátt i að magna sýninguna og féllu ákaf- lega vel að henni og mér finnst það litil kurteisi að nefna þetta ekki þegar talað er um Æsku- vinina opinberlega. Ég þykist þess fullviss að það sé auðveldara að gagnrýna leik- dóma en að skrifa þá sjálfur — en ég held að þessi gagnrýni Sverris sé ekki samboðin hon- um, leikritinu eða sýningunni. Um leið held ég að lesendur leikdóma eigi rétt á þvi að gagn- rýnandinn geri sitt besta til að láta sýningu og leikrit njóta sannmælis (hvert svo sem per- sónulegt álit hans er). Með þvi móti fengju lesendur ef til vill fremurhugmynd um leikritið en siður um það hvernig gagnrýn- andanum leið i leikhúsinu og það væru nokkuð góð skipti. Peningaskápur óskast Vil kaupa traustan peningaskáp.ekki mjög stóran. Uppl. á afgreiðslu Þjóðviljans. Simi 81333 Maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi. Gunnar Pálsson skrifstofustjóri, frá Hrísey Lynghaga 13 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Ingileif Bryndís Hallgrimsdóttir Haiigrimur Gunnarsson Páii Gunnarsson Steinunn Helga Jónsdóttir Gunnar Snorri Gunnarsson Ingileif Bryndis Haligrimsdóttir Aslaug Gunnarsdóttir Faðir minn og fósturfaöir Þórarinn Hallgrimsson kennari, Laugateig 39 andaðist á Landspitalanum laugardaginn 20. nóvember. Hrafnhiidur Þórarinsdóttir Sigriður Eliasdóttir -------------'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.