Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 11
1« SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. nóvember 1976 rnggjmz* arSSSí SILDARBÆRINN EYRI VIÐ INGOLFSFJORÐ mœ*" Nyrstu byggðir i Strandasýslu eru nú orðnar harla fámennar. Þar sem áður var ys og þys á sildarplönum i Djúpuvik við Reykjarfjörð og Eyri við Ingólfsfjörð falla og fúna bryggjur og hús hægt og hægt. í Djúpuvik býr enn nokkuð af fólki en á Eyri fóru siðustu fjölskyldurnar fyrir nokkrum árum. Fyrir gestkomandi er auðnin og tómið alls- ráðandi og hrollur fer jafnvel um þá sem sjá þessi stóru mannvirki standa svo hljóð og ámáttleg innan um risa náttúrunnar. Um háttatimann einn dag júli- mánaðar 1915 tók heimilisfólk á Eyri viö Ingólfsfjörð eftir ljósa- fjöld sem færðist inn fjörðinn. Þetta var óvenjuleg og enginn átti von á skipakomum. Helst datt fólki i hug aö þarna væri kominn herskipafjöldi að leita sér vars i striöinu. Það reyndist ekki vera. Þetta var norski sildveiðiflot- Fólkið beið eftir síld í Ein af gömlu verbúðunum sem krakkarnir á Eyri voru sfðast farin að kalla Draugabragga vegna ásigkomulag sins (ljósm.: Steinar Clausen). 25 ár áður en það gafst upp kallið kæmi. Kalliö kom aldrei. Nú er engin mannvera á Eyri við Ingólfsfjörð. Þegar sildarárin fyrir Aust- fjöröum hófust var helmingur vélanna fluttur austur á Seyðis- fjörö. Þetta var gert gegn þvi lof- orði að hinum helmingnum yrði haldið vel við, ennfremur sildar- plönum og löndunarbryggju. I nokkur ár var dittaö aö þessu en hafisárin fóru með siðustu vonar- glætuna.Hann kom voveiflegur af hafi með braki og brestum og braut bryggjur. Sumarið 1973, næstum aldar- fjóröungi eftir að sildin synti á brott var nokkuð af þeim vélum sem eftir voru tekiö og flutt austur á Stöðvarfjörð. Svo fór fólkið. Enn er þó fólk á sumrin á Eyri og nýtir hlunnindi jarðarinnar. Það eru f jölskyldur þeirra bræðra Ingólfs og Gunnars, sona Guðjóns sem fyrr var nefndur. Undirritaður dvaldi I Árnes- hreppi i hálfan mánuð i júlimán- uði 1963 við fjórða slmamann. Þetta var ævintýri fyrir okkur unga stráka að fara svo norðar- lega i sveitir sem ekki voru einu sinni i vegasambandi. Við gistum á bæjum og það var ógurlega kalt. Eitt af hinu eftirminni- legasta úr þessari ferð var Guðjón Guðmundsson hreppstjóri og simstöövarstjóri á Eyri sem þá var enn á lifi og i fjöri þrátt fyrir að hann væri farinn að reskjast. Simstöðin hjá honum var biluð og honum leyst illa á okkur þrjá stráklinga að við kynn- um eitthvað fyrir okkur i simavið- geröum. Og staðreyndin var sú að við kunnum litið fyrir okkur, vorum allir ólærðir nema þá af sjálflærðu fikti. Guðjón skamm- aði okkur og sagði að við værum að eyða almannafé með háttar- lagi okkar. Heiður okkar var i veði og Guöjón svo gustmikill að okkur stóð ógn af. Viö reyndum fyrir okkur meö ýmsa vira, bönk- uðum hér og hvar i tólin og hrist- um þau til. Um siðir komst lag á hvort sem það var fyrir tilviljún eða ekki. Mannorðið var endur-- reist og Guðjón greiddi götu okk- ar ljúfmannlega. Þetta sumar stóð sildarverk- smiðjan tilbúin og meö allt til reiðu, 15. sumarið án sildar. Frumstæður vegur og ströng hafisár komu. Svo fór fólkiö. — GFr inn. Eitt sildveiðiskipanna hafði tekið Guðjón Guðmundsson á Eyri um borð þar sem hann hafði hreppt bráðaveöur i fiskiróðri. Guðjón leiðbeindi þeim inn á Ingólfsfjörð en þar er lifhöfn og auðveld innsigling. Þetta var upphafið að sildveiðiævintýri I þessum norölæga og afskekkta firði við Húnaflóa. Sama ár hófu norömenn og siðar Ólafur Guð- mundsson bróðir Guðjóns sildar- söltun á Ingólfsfirði. Um 1930 var reist sildarverk- smiðja þar og enn er þar 5000 mála verksmiðja uppistandandi. Hún var fyrst tekin I notkun árið 1944 er hlutafélagið Ingólfur átti hana. Eigendur þess voru Geir Thorsteinsson i Reykjavik og Beinteinn Bjarnason i Hafnar- firöi. Sildarævintýrið mikla árið 1915 sem gjörbreytti norðurbyggðum Strandasýslu stóð til 1949. Þá kom engin sild á Ingólfsfjörð og hefur ekki sést siöan. Lengi héldu menn i vonina og fyrstu árin var vélum og öllum útbúnaöi haldið vel við svo að allt gæti farið I gang þegar Srr. Undan niðurföllnum bryggjum. Langa (Ljósm.: Steinar Clausen) húsið er verbúð en stóra húsið tii vinstri forn síldarbræðsla Guðjón Guðmundsson hreppstjóri um áratugi á Eyri. Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ** ■ "V mmm i * mz- ~v —x; w Séö út Ingólfsf jörö en í forgrunni eru leifar síldarverksmiöjunnar sem siöast var starfrækt. Viö bryggju liggur varðskipið Baldur en bátsmaöurinn á þvi, Steinar Clausen, tók einmitt þessa mynd og f lestar hér á síðunni. Löndunarkraninn er orðinn bágur aö sjá. ifiiuisiain Frá gömlu athafnaárunum (Ljósmyndin er tekin úr bókinni Hrundar borgir eftir Þorstein Matthiasson sem og ýmsar upplýsingar). Nýtt tímarit um Kúbu hefur göngu sína Komið er út timaritið Kúba si, blað Vináttufélags tslands og Kúbu (skammstafað VIK). Er þetta fyrsta tölublaðið en ætlunin er að halda útgáfunni áfram. Efni blaðsins er þýddar og frumsamdar greinar um Kúbu, konur og byltinguna, sjálfboðalið- ana i Angóla morðtilraunir CIA við Fidel Castro ofl. Sagt er frá vinnuferð til Kúbu, Brigada Nordica, en i næsta mánuði leggja einmitt 12 félagsmenn i VIK upp i slika ferð ásamt tæp- lega 200 norðurlandabúum öðrum. Stjórn VÍKur stendur að útgáfu ritsins og er Ingibjörg Haralds- dóttir ritstjóri og ábyrgðar- maður. Nafn blaðsins, Kúba si, er dregið af slagorðinu Cuba si, Yankee no'. sem var mjög vinsælt rétt eftir byltingu þegar lands- menn voru að varpa bandarikja- mönnum og leppum þeirra á dyr. Kúba si er til sölu i Bókabúö Máls og menningar, Bóksölu stúdenta, versluninni Erlend timarit og verður einnig selt á all- nokkrum stöðum úti á landi Verð blaðsins er 200 krónur. Þeir sem óska að gerast áskrifendur að rit- inu eða vilja afla sér nánari upp- lýsinga um VtK og starfsemi þess er bent á að félagið hefur pósthólf 318 i Reykjavik til umráöa. Bækur Ármanns Kr. á norsku og dönsku Komin er út hjá Fonna forlagi i Oslo barnabókin „Afastrákur” eftir Ármann Kr. Einarsson i norskri þýðingu Asbjörns Hildre- myr og nefnist hún „Bestefargut- en” bókin er 115 bls. með teikningum eftir Þóru Sigurðar- dóttur. Prentsm iöjan Oddi I Iteykjavik hcfur prentað bókina og bundið inn. A kápusiðu norsku útgáfunnar segir m.a. i lauslegri þýöingu: Hann segir frá litla dóttursyni sinum, og hversdagslegum við- burðum, sem sýna hvernig snáð- inn uppgötvar heiminn, gagntek- inn af undrun og spurn. Astin til barnsins gengur eins og rauður þráður i gegn um frásgönina um afann og strákinn hans. Og það er ekki aöeins litli snáðinn sem lærir af þeim fullorðnu. Afi lærir einnig að sjá margt og skynja með vök- ulum huga barnsins. Höfundurinn leiðir okkur inn i sjálfa smiðju lifsins, þar sem lyndiseinkunnir og aðrir eiginleikar eru mótaöir i samskiptum við menn og dýr. Afastrákurinn lærir að heimur- inn er ekki aðeins til fyrir hann. Það eru til ýmsir fleiri, og hann þarf að una meö þeim og taka til- lit til þeirra. öðru hverju mætir hann vandamálum, sem hann ræður ekki við. Þá verður hann að leita hjálpar og huggunar þar sem hana er að finna”. „Niður um strompinn' á dönsku Nýlega er barna- og unglinga- bókin „Niöur um strompinn” eft- ir Armann Kr. Einarsson komin út á dönsku i þýðingu Rimor Hövring, og nefnist bókin „Ned Árniann Kr. Einarsson gennem skorstenen”. Bókin er gefin út hjá Birgitte Hövrings Biblioteksforlag með styrk frá norrænu þýðingarmiðstöðinni. Bókin er prentuð hjá Fr. Bagges kgl. Hofbogtrykkeri i Danmörku, 109 bls. að stærð með allmörgum ljósmyndum frá eldgosinu i Vest- mannaeyjum. A kápusiðu dönsku útgáfunnar segir m.a. „Raunsæ lýsing á eld- gosinu á Heimaey hinn 23. janúar 1973, og björgunarafreki 12 ára drengs”. Báðar bækurnar eru til sýnis á norrænu barnabókasýningunni, sem nú stendur yfir i barnabóka- búðinni á Laugarvegi 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.