Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 16
16S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. nóvember 1976 Viöar og Gisli kepptu báöur meö góöum árangri i Finnlandi og segir formaöur Judósambandsins raunar aö Viöar hafi náö giæsilegasta árangri islensks judómanns fyrr og siöar. Hér er þaö þó Gisli sem leggur Viöar aö velii... en í þessu tilfelli var aö visu eingöngu um sýningaratriöi fyrir biaöaljósmyndara aö ræöa. Viðar gerði sér lítið fyrir og sigraði á „Ippon” glæsilegasti sigur íslensks judómanns til þessa Viöar Guöjohnsen geröi sér litið fyrir i úrslitagiimunni á miklu opnu judómóti i Finn - landi um helgina, og lagði andstæöing sinn á glæsilegu Ippon áöur en tfminn var út- runninn. Þar meö haföi hann tryggt sér sigur i léttþunga- vigt eftir aö hafa sigrað i fimm glímum áöur en i sjálfa úr- slitalotuna var komiö. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Viðari, ekki sist vegna þess, aö hann var léttasti keppand- inn i sfnum þyngdarflokki. Auk judómanna frá öllum Noröurlöndunum voru mættir til Finnlands keppendur frá Spáni, Sviss, Þýskalandi, Pól- landi og Bretlandi. Viðar hélt utan ásamt þeim Svavari Carlsen og Gisla Þorsteins- syni, en Gisli keppti i sama þyngdarflokki og Viöar og lenti i 4. sæti. Hjá Svavari, sem keppti i þungavigt, gekk ekki alveg eins vei, en Svavar sigraöi I tveimur viðureign- um. — gsp. „Engum um að kenna nema okkur sjátfum” sögðu Njarðvíkingar eftir tapið fyrir ÍR, 65:67 //Betra liðið sigraði, það er allt og sumt" var svar Vladan Marchovic þjálfara UMFN eftir leik þeirra við IR-inga í 1. deildinni í körfubolta sem fram fór í Njarðvíkum á laugardag, er hann var spurður álits á leiknum. Leikurinn var allan timann mjög jafn sjaldnast nema fáein stig sem skildu liöin aö og i hálf- leik munaöi aðeins 2 stigum, 31-29 fyrir 1R. 1 seinni háifleik juku 1R- ingarnir forustu sina aöeins, en heimamönnum tókst aö vinna hana upp og jafna, en þaö geröu þeir fjórum sinnum f leiknum, en alltaf vantaöi herslumuninn og þvi fór sem fór. Sanngjarn sigur til betra liösins. Hjá IR voru þaö bakverðirnir Kolbeinn og Kristinn sem voru heilinn bakvið spil liösins og stjórnuöu þeir af miklu öryggi og festu. Hjá UMFN voru það hins- vegar þeir Geir Þorsteinsson og Stefán Bjarkason sem voru best- ir, Geir er klettur i vörn og mjög haröur i fráköstum, bæöi i sókn og vörn og Stefán átti mjög góöan leik á öllum sviöum þann stutta tima sem hann var inná, en hann er óöum aö jafna sig eftir meiðsl- in sem hann hlaut i fyrsta leik mótsins. Stigin fyrir IR skoruðu: Kol- beinn 25, Agnar 13, Kristinn 11. Þorsteinn Guönason 8, Þorsteinn Hallgrimsson og Jón Jörundsson 4 hvor og Erlendur 2. „Þetta var leikleysa frá upp- hafi til enda og einn lélegasti leik- ur sem sést hefur.” Þannig fórust mönnum orðeftir ieik IS og Fram 11. deildinni i körfu. Ekki er hægt aö kenna leikmönnum um þetta, þvi það voru dómararnir sem geröu allar hugsanlegar vitleysur og eyöilögöu leikinn. Stúdentar tók forustuna strax i leiknum og henni héldu þeir út leikinn, án þess aö framurum tækist aö halda i viö þá. I fyrri hálfleik var nokkuð jafnvægi i leiknum, en alltaf höföu stúdent- arnir frumkvæðið, og var staöan i hálfleik 46-37.1 seinni hálfleik var eins og allur kraftur væri úr framurum og sigu stúdentarnir jafnt og þétt framúr og lauk Fyrir UMFN: Stefán 11, Geir 11, Gunnar og Brynjar 10, Jónas 9, Kári 6, Þorsteinn og Sigurður 4 stig hvor. G.Jóh. leiknum með öruggum sigri þeirra 95-74. Bjarni Gunnar var framurum erfiöur og skoraöi hann mikið i leiknum og „fiskaöi” margar villur. Hjá Fram var mest áber- andi Guömundur Böövarsson, ekki bara fyrirgóða frammistöðu heldur aöallega þaö aö hann lék mikinn einleik og tók oft á tiöum litiö tillit til samherja sinna. Stigin hjá IS: Bjarni Gunnar 37, Steinn 16, Ingi 12, Jón Héðinsson og Jón Indriöason 8 hvor, Helgi 7, Ingvar 4 og Jóhann 3. Hjá Fram: Guðmundur 18, Jónas 17, Þorvaldur 13, Þorkell 10, Eyþór 8, Helgi og Rúnar 4 stig hvor. G.Jóh. ÍS - FRAM: 95:74 Leikleysa frá upphafi til enda Valsmenn kafsigldu Breiöablik í byrjun Valsarar geröu út um leik sinn við Breiðablik í 1. deildinni i körfu strax á fyrstu mínútum leiksins og eftir aðeins 5 min. voru þeir komnir með 20 stiga forskot.. Þannig var allur leikurinn, UBK átti aldrei möguleika og spurningin var aðeins hversu stór sigurinn yrði. I hálfleik voru Valsmenn búnir aö skora 51 stig, en Blikarnir aöeins 18 og áttu menn von á þvi aö sama yröi upp á teningnum i seinni hálfleik, en svo varð ekki, varamenn Vals fengu aö reyna sig og tókst þeim ágætlega upp, en Blikunum tókst á meðan aö minnka forskotið aðeins og seinni hálfleikurinn var frekar jafn og uröu lokatölurnar 94-56. Valsmenn komu allir vel frá þessum leik, en þaö sama á ekki viö um Blikana, þeir voru lélegir og viö að horfa á þá leika vaknar sú spurning hvort þeir eigi nokk- uð erindi i 1. deild, þeir eru mörg- um hæðum fyrir neðan hin liðin. Stigin fyrir Val skoruðu: Þórir 31, Rikharður 24, Kristján 10, Torfi 9, Helgi 8, Gisli og Hafsteinn 6 hvor. Fyrir Blikana: Rafn Thoraren- sen 15, Guttormur Ólafsson 14, Óskar Baldursson 12, Agúst Lindal 10, Arni Gunnarsson, Kristinn Arnason og Ómar Gunnarsson 2 stig hver. STAÐAN Staðan i 1. deild Islandsmótsins i körfuknattleik er nú þessi: Armann 3 3 0 255:226 6 UMFN 3 2 1 233:164 4 1R 321 231:210 4 IS 211 176:162 2 KR 2 1 1 156:169 2 Valur 3 1 2 218:212 2 Fram 2 0 1 137:178 0 Breiðabl. 2 0 1 101:188 0 Stigahæstu menn: Jón Sigursson Á 75 JimmyRogersA 64 ÞórirMagnússon Val 63 Bjarni Gunnar 1S 58 EinarBollasonKR 53 Gunnar Þorvarðarson UMFN 49 Kolbeinn Kristinsson ÍR 46 RikharðurHrafnkelsson Val 42 Torfi Magnússon Val 41 Kristinn Jörundsson IR 40 íslandsmet hjá Sonju í sundinu Sonja Hreiðarsdóttir úr ÍBK setti um helgina nýtt tslandsmet I 400 metra bringusundi er hún synti á 6.06.7 minútum en eldra metið var 6.12 minútur. Sonja setti einnig tvö telpnamet um helgina, en það var bikarkeppni Sundsambands islands sem þá var á dagskrá. Ægir sigraði með miklum yfir- burðum i keppninni og hlaut 280 stig, en Armann hlaut 194 stig og HSK 135 stig. Sveit Ægis setti Islandsmet i 4x100 metra skriðsundi kvenna er hún synti á 4,35.0 minútum, en eldra metið áttu stúlkurnar úr Ægi lika, og var það 4.37.4. A mótinu um helgina synti Steinþór Guöjónsson úr HSK hundrað metra skriðsund á 59.8 sekúndum, og er þaö i fyrsta sinn, sem sveinn syndir þessa vegalengd hér á tslandi undir einni minútu. Nýtt sveinamet leit þvi dagsins ljós og blasir fram- tiðin svo sannarlega við þessum unga en efnilega sundmanni. —gsp Sonja Hreiðarsdóttir setti tvö telpnamet og eitt íslandsmet um helgina. „Eitt skref upp á við” sagöi Birgir Örn eftir sigur Ármenninga yfir KR 88:74 Það rikti gleöi i herbúðum Ármenninga eftir góöan sigur þeirra yfir KR i 1. deildinni I körfu á laugardaginn. Armenningarnir voru allan tlmann betri aöilinn og áttu . sigurinn skiliö. Armenningarnir byrjuöu þennan leik mjög vel og tóku hann strax i sinar hendur og á fyrstu minútunum var auöséö hvernig færi. Þó svo aö mun- urinn hafi aðeins verið 6 stig i hálfleik, 48-42, var auöheyrt á Armenningum aö þeir ætluöu sérekki að missa forustuna og það geröu þeir heldur ekki, juku hana betur og sigruðu veröskuldað 88-74. Eins og fyrri daginn voru þaö Jón Sig. og Jimmy Rogers sem báru af hjá Armanni. Fyrst i seinni hálfleik átti Jón alveg stór- kostlegan leik og þegar hann var ekki á fullu var þaö Jimmy sem sýndi sinar bestu hliðar. Björn Christinsen lék nú aftur meö Ármenningum eftir fjarveru frá þvi i fyrra og átti hann góðan leik. Hjá KR-ingum var fátt um fina drætti, lélegar sendingar og engin harka I fráköstum. Stigin fyrir Ármann skor- uðu: Jón Sig. 27, Jimmy 21, Björn Ch. 15, Jón Björgvins- son 12, Haraldur 8, Atli 3 og Björn Magg. 2. Fyrir KR: Kolbeinn 21, Einar 15, Gunnar Jóakimsson 10, Eirikur 8, Bjarni Jóh. 6, Birgir og Arni 4 hvor, Gisli, Asgeir og Charsten 2 stig hver. G. Jóh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.