Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 23. nóvember 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 81333 F elumaður — Tvivegis hefur undirritaöur skorað á þriðjudagsspeking Þjóðviljans að svara vifilengju- laust þeirri fyrirspurn minni hver þau kaupfélög eru, sem þegið hefðu „Esso-gróða” og ,, hagnýtt hann til ýmissa verka”. Arangur enginn. Tvivegis hef ég rcynt að særa hann fram úr fylgsni sinu. Enn er hann i fel- um. I þriðjudagsblaðinu 12. þ.m. fer felumaður á stúfana, tekur mig á kné sér og þykist heldur en ekki ætla að leiða mig i allan sannleika i margra dálka löngu máli. En gallinn er sá að „svar- ið” er ekkert svar við fyrirspurn minni. bað er að mestu efnisleg endurtekning á gifuryröagrein felumanns frá 17. ágúst, s.l. — að þvi viðbættu, að undirritaður hafi „á bernskuárum” hrærst „i kyrrstöðuþjóðfélagi fyrri tima” svo og að Oliufélagið hafi m.a. verið „grundvallað á hlutafé fjölmargra byggða- kaupfélag t.d. KEA og KA, svo að hin stærstu séu nefnd.” Eigi er mér kunnugt um hlutafjáreign þessara félaga né annara en hitt veit ég, að Kaup- félag Skagfirðinga, sem er eitt i röð hina stærstu kaupfélaga, keypti á slnum tima hlutabréf I Oliufélaginu fyrir 200 þús. kr. Nú mun þetta hlutafé hafa hækkað að krónutölu vegna út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Vexti fær kaupfélagið að sjálfsögðu greidda, og minnir mig að á s.l. ári væru þeir 12 eða 13%. Það er „Essó-gróði” Kaupfélags Skag- firðinga, sem vex felumanni svo ógurlega i augum, enda notaður til grunsamlegra athafna, að þvi er gefið er i skyn. Hverskon- ar athafnir eru það, felumaður góður? Þessi siðari þriöjudagsgrein er, sem hin fyrri, samsafn stað- hæfinga, sleggjudóma og jafn- vel svivirðinga um einstaka menn, ónafngreinda, lifandi og látna. Og söguþekking felu- manns er ámóta og skyn hans á samvinnumálum. Hann heldur aö fyrsti áratugur þessarar ald- ar, þegar undirritaður var að vaxa til nokkurs vits, hafi verið „kyrrstöðuþjóðfélag fyrri tima”. Hann heldur að kaup- félögin séu þriklofin. Hann veit ekki, að Islensk samvinnuhreyf- ing er ein og óklofin. Hann veit ekki, aö kaupfélögin eru lang- flest hvorttveggja I senn, fram- leiðslufélög og neytendafélög. Hann veit ekki, aö kaupfélögin hafa i áratugi og vinna enn aö hinni einu og sönnu byggða- stefnu, sem til þessa hefur verið framkvæmd I sveitum landsins. Og þó heldur þessi fáfræðingur, að hann sé þess umkominn að skrifa um samvinnumál af ein- hverju viti. Felumaður fordæmir öll hlutafélög, sem samvinnumenn standa að. Hann telur þau vera eina grein auðvaldsins, brask- félög, stofnuð i þeim tilgangi að féfletta fáfróðan almenning. Þetta er i skemmstu máli hans evangelium. Nú vill svo til að eitt þessara bannfærðu félaga þekki ég mætavel. Fiskiðja Sauðárkróks er hlutafélag, stofnað fyrir röskum 20 árum, dótturfélag Kaupfélags Skag- firöinga, eign þess að mestum hluta og lýtur að nokkru sömu stjórn. Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar h.f. leggur reikninga hennar fram á aðal- fundi kaupfélagsins, skýrir þá og dreifir meöal fulltrúa. A ýmsu hefur oltið um hag og gengi þessa þarfa fyrirtækis, eins og fleiri slikra. En hræddur er ég um að torvelt myndi felu- manni reynast að koma þvi inn i kollinn á verkafólki á Sauöár- króki, að Fiskiðjan h.f. hafi ver- ið stofnuö þvi til bölvunar og rekstri hennar stefnt gegn hags- munum þess. Til eru, sem betur fer, margir einlægir samvinnuvinir i öðrum stéttum en þeim, sem stunda erfiðisvinnu. En þar eru lika falsspámenn og hræsnarar. Menn eru ólikir að innviðum. Sr. Gunnar Benediktsson, sá mæti maður, sagöi nýlega i Þjóöviljanum, aö hann myndi aldrei hafa notið sin „i felum”. Þriðjudagsmaður Þjóðviljans unir sér best i felum. Hann tek- ur Vilmund sér til fyrirmyndar um rógsiðju. En hann er læri- meistaranum þeim mun aum- ari, að hann þorir ekki að skriöa út úr fylgsni sinu. Þessi sami felumaður skrifar siöustu grein sina i anda her- námsandstæöinga. En hver þor- ir að treysta einlægni hans? Væri eigi slikur huldumaður best kominn i andskotaflokki hernámsandstæðinga? 30.-10.- 1976 Gisli Magnússon. Ekki er alltaf „þröng á Þingi” Þingpallagestur skrifar: Ýmsir hafa horn i siðu Alþingis um þessar mundir, og færa fyrir þvi margvislegar ástæður. Þingmenn bregðast misjafnlega við þeim aðfinnsl- um. Sumir viðurkenna réttmæti þeirra að nokkru, aðrir telja þær ástæðulausar með öllu og jafnvel þjóöhættulegar. Þær grafi undan virðingu Alþingis og veiki þannig stjórnskipulagið. Nú er það rétt að gagnrýni á Alþingi getur deyft trú manna á þingræðisskipulagið, sé hún réttmæt en þingmenn bregðist öndverðir við. Óréttmæt gagn- rýni fellur hinsvegar dauð niöur sé henni andmælt með rökum. Ég kem oft á þingpalla, hafi ég aðstöðu til og hef verið nokk- uð tiður gestur þar undanfarna daga. Oft er fámennt i þingsaln- um undir umræðum, kannski 4 til 8 þingmenn, fyrir utan forseta og þá skrifara. Er þá eyðilegt að horfa yfir salinn og hlýtur að vera þrúgandi fyrir þann sem er i pontunni að tala yfir svo fáum mönnum og fyrir svo mörgum auðum stólum. Sjálfsagt eru þingmenn oft staddir i þinghúsinu, þrátt fyrir þetta. Hitt sýnist mér þó stórum lakara að oft mega forsetar liggja timunum saman á bjöll- unni áður en svo margir þing- menn mæti i salnum að unnt sé að setja fund. Sama er að segja um atkvæðagreiðslur. Þaö hendir of oft að fresta verði atkvæðagreiðslu um mál vegna fjarveru þingmanna. Þá virðast þeir hafa horfið úr þinghúsinu á meðan á þingfundi stendur. Ekki styttir þetta þingstörfin. Og ekki eykur það á virðingu fyrir Alþingi hjá þeím, sem að þessu verða vitni. Þetta ættu þingmenn að athuga. Sjálfsagt eru þingmenn stund- um bornir röngum sökum i sambandi við störf sin. Aörar aðfinnslur eru áreiðanlega rétt- mætar og það er á valdi þing- manna einna, að bæta úr þvi, sem aflaga fer. Guðni Einarsson, Súgandafirði skrifar: Þetta tel ég embættisafglöp hjá skattstjóran- um á Isafirði mtt A skattskýrslu mina fyrir árið 1975 set ég mér til frádráttar 198.000 kr. af minum eigin sparimerkjum enn 151.000 kr. af merkjum eiginkonu, en við gift- um okkur seint á árinu. Þegar skýrslunni var skilað til umboðsmanns skattstjórnas hér á staðnum, Sturlu Jónssonar, var jafnframt framvisað spari- merkjabókum, sem hann leit á og skrifaði siðan á skýrsluna: „Rétt samkvæmt bók. St.J.”. Þannig háttar málum, dð ég fór i þriðja bekk Stýrimanna- skólans um áramótin 1975—76 eftir hálfs annars árs hlé frá námi þar. Ég gerði þá vitleysu, aö skrifa á skattmiða að ég hefði stundað nám við Stýrimanna- skólann skólaárið 1975-1976 i staðinn fyrir að segjast hafa byrjaö á áramótum. Ekkert heyrði ég frá skatt- stjóranum um aö eitthvað væri athugavert viö skýrsluna nema ég hefði gleymt að færa inn hálfan snjósleða og eins setti hann á mig 11% viðurlög fyrir að skila skýrslunni of seint en þaö siöarnefnda var leiðrétt meö einu simtali. Nú, svo kemur skatturinn. Eitthvað þótti mér talan há.eins og flestum, og fór þá aö skoða skýrsluna. A henni höfðu orðið stórkostlegar breytingar. Viö sparimerki eiginkonu hafði ver- ið skrifaö: „Hringt i Veðdeild,hún tekið út fyrir áramót”. Þarna var simtal tek- iö fram yfir skriflega yfirlys- ingu umboösmanns skattstjóra. Ég heimtað skýringu I Veðdeild Landsbankand þvi að spari- merkin höfðu ekki verið hreyfð fyrir áramót og voru ekki tekin út fyrr en núna seinast i októ- ber. I Veðdeildinni leituöu menn i dyrum og dyngjum að orsök- um og fundu ekki neinar og sögðust ekki geta sagt um A skattstofunni. ástæðu og beinlinis gáfu i skyn að aldrei hefði vcrið hringt í þá út af þessu. Um sparimerkin min er það að segja að þar stóð „Hann i skóla” og strikað yfir þá upphæö lika. Annarsstaöar á skýrslunni var settur skóla- frádráttur, sem ég held að hafi verið 135.000 kr. A sama tima standa óhreyfðar 44 vikur i sjó- mannafrádrátt. Er ekki eitt- hvert misræmi i þessu? Ég sé ekki betur en hér sé um embættisafglöp að ræöa, sem hægt væri að sækja skattstjór- ann til saka fyrir. Vildi ég gjarnan fá opinberar skýringar af hans hálfu á þessu háttalagi. Að lokum vil ég geta þess, aö ég fékk ekkert bréf um þessar breytingar frá skattstjóranum, breytingar upp á rúmar 480.000 kr. Kærufrestur var 10 dagar og á meðan lágu skýrslurnar frammi og hefði ekkert verið eðlilegra en að ég hefði verið úti á sjó alla þessa tiu daga og hefði þessvegna ekki átt kost á að kæra. Meðan ég bið eftir úrskurði vegna kærunnar verð ég að borga kr. 15.000 meira á mánuði en ella og ef ég geri þaö ekki þá verð ég aðborga 2% og núna 2 1/2% dráttarvexti á mánuði af peningum, sem hver heilvita maður sér að ég þarf aldrei aö borga. Suðureyri, l.nóv. 1976, Guðni Einarsson. Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.