Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. nóvember 1976 Kjarvalsstaðir: Armenskur listiðnaður Fyrir nokkrum dögum var opn- uö i skápum kaffistofu Kjarvals- staöa sérkennileg sýning á list- inunum frá Armeniu og er sýning þessi þáttur af Armenlukynningu sem MtR gengst fyrir í þessum mánuði. Gripirnir eru bæði eftir áhugamenn og atvinnumenn á ýmsum sviðum listrænnar iðju. Þarna má sjá litlar helgimyndir á tré, eða myndir i ikonastil, silf- ursmiði ýmiskonar, keramik, brúður i þjóðbúningum og tré- brúður, eirskildi ágæta, sem mjög eru hafðir á veggjum á Kákasuslöndum. Þar eru og sér- kennilegir hagnýtir hlutir eins og ausur og brauðmót úr tré, enn- fremur smávefnaður. En að lik- indum munu mesta athygli vekja nokkrar þjóðsagnapersónur, lik- lega dvergakyns, sem Saakjan hefur gert úr leir. Fyrir var á veggjum stofunnar sýning á fimmtán litsterkum ofn- um myndum eftir armensk skóla- börn. —áb. I W*., '" jmák: ':-¦¦¦ mW ^Sþ- ' f íE >........ Kardemommubœrinn á Höfn Sfðastliðinn laugardag frum- sýndi Leikfélag Hornafjarðar (L.H.) Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri var Sunna Borg, en Ingunn Jensdóttir æfði dansana og aðstoðaði við uppsetningu leikritsins. Stjórn- andi lúðrasveitar var Gunnlaugur Þ. Höskuldsson og undirleikari Guðlaug Hestnes. Félagar úr L.H. gerðu leikmynd. Á frumsýningu var Sindrabær þéttskipaður eftirvæntingarfull- um áhorfendum og þeir urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigð- um þvi sýningin tókst vel i alla staði. Um leið og þetta er sagt verður að hafa i huga að Karde- mommubærinn er hreint ekki auðvelt sviðsverk, heldur þvert á móti dæmi um leikrit sem gerir miklar kröfur i tæknilegu tilliti. Minnugur sýningar Þjóðleik- hússins á sama verki hefði undir- ritaður að óreyndu haldið að það væri aðeins á færi atvinnuleik- húss að mæta þessum kröfum, en sýning L.H. sannaði hib gagn- stæða, skiptingar milli leikmynda gengu greiðlega,samstilling i leik og söng var yfirleitt ágæt og hóp- atriði lifleg og sannfærandi. Þar nutu yngstu leikendurnir sin i rik- um mæli, frjálslegar hreyfingar þeirra og hressilegur söngur setti sinn svip á sýninguna sem heild. — 1 söng og leik reynir ótvirætt mest á Soffiu frænku, sem leikin er af Sigrúnu Eiriksdóttur, og ræningjana nafntoguðu, sem leiknir eru af Hauki Þorvaldssyni og bræðrunum Ara og Emil Þorsteinssonum. Frá sjónarhóli leikmanns skila þau hlutverkum sinum með stakri prýði og sama má yfirleitt segja um þá mörgu eldri og yngri leikara sem koma við sögu, en ekki verða taldir hér upp. 1 vandaðri leikskrá, sem gefin hefur verið út i sambandi við sýn- inguna, kemur fram að þetta er 22. viðfangsefni L.H., en leik- félagið hóf göngu sina 1963. Samkvæmt leikskránni eru aðal- leikendur i Kardemommubænum 19 talsins, en samtals eru flytjendur og aðstoðarfólk um 50 Sú tala gefur þó naumast rétta mynd af þvi hve margir eiga raunverulega hlut að máli þegar verið er að koma jafn viðamikilli sýningu á laggirnar hjá áhuga- mannaleikhúsi i 1200 manna plássi. 011 sú vinna sem hér er lögð af mörkum við leik-, söng og hljómsveitaræfingar, gerð leik- myndra, búninga og leikskrár, Ræningjarnirmeðljóninu: F.v. Jesper: Emil Þorsteinsson, Kasper: Haukur Þorvaldsson, Jónatan: Ari Þorsteinsson og Ijiinio: Anna Þorsteinsdóttir (systir Ara og Emils.) verður naumast mæld I smærri einingum en mannárum. — Aðgöngumiðar á frumsýningu seldust á liðlega hálftima, þannig að allt bendir til þess að Karde- mommubærinn eigi eftir að njóta mikilla vinsælda hér á Höfn i vetur. I stjórn L.H. eru nii: Haukur Þorvaldsson (form.) Erla Asgeirsdóttir, Kristbjörg Guð- mundsdóttír, Sigriður Guðmundsdóttir og Stefán Olafs- s°n- Höfn, 20.11. Gunnar Guttormsson. Örar ferðir til Færeyja Arið 1963 hóf Flugfélag ís- lands áætlunarflug milli Islands og Færeyja og þaðan áfram til Norðurlanda. Einnig var flogið milli Færeyja og Glasgow. Félagið hafði þá í allmörg ár reynt að fá leyfi danskra yfir- valda til áætlunarflugs til Fær- eyja, en án árangurs. Það var fyrst eftir að Flofelag Föröya var stofnað af þrem ungum og áhugasömum færeyingum að leyfi til flugsins fékkst. í fyrstu var flogíð með Douglas DC-3 flugvélum en frá 1966 mer Friendship skrúfuþotum. Undanfarin sumur hefur ferðatiðni verið fjórar ferðir á viku milli tslands og Færeyja en ein ferð yfir veturinn. Nú hefur stjórn Flugleiða hinsvegar ákveðið að tvöfalda Færeyja- flugið yfir veturinn, þ.e. flognar verða tvær ferðir f viku, á fimmtudögum og sunnudögum. Fluginu er þannig hagað að flogið er frá Reykjavik kl. 10:30 lent á Egilsstöðum og flogið þaðan til Færeyja. Til Reykja- vikur er flogið sama dag, sömu- leiðis meö viðkomu á Egils- stöðum. Flugtiminn milli Egils- staða og Færeyja er um 1 klst. og 20 minútur. Þetta nýja fyrirkomulag gerir stuttar heimsóknir til Færeyja mögulegar og ódýrar vegna þess að samið hefur verið við hótel i Færeyjum um sérlega hagkvæmt gistiverð. Sömuleiðis fá farþegar frá Færeyjum sem hingað koma með skrúfuþotum Flugfélagsins sérstakt gistiverð I Reykjavik. Með þessum ráö- stöfunum Flugleiða skapast ný- ir möguleikar yfir veturinn til gagnkvæmra heimsókna þess- ara tveggja frændþjóða. Nýr sími Þjóðviljans frá 1. nóvember er 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.