Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 K DAG8ICRÁ.______ Fyrstá röngunni —svoá réttunni Sfðsumars þegar haustlitir fegruðu lyngið á Þingvöllum og góðviðrið sveipaði suðurlands- undirlendið skikkju hinna full- nægðu vona — ef maður gleymdi rigningarsumrinu! — þá átti ég áriægjulegar sam- vistir við fulltrúa frá fræðslu- miðstöðvum alýðusamtakanna á Norðurlöndum sem hér voru gestir MFA. Þverstæður Engir voru þetta pappirsbúk- ar heldur fólk hinnar hörðu vinnu sem hafði tekið út þroska sinn hjá verkalýðshreyfingunni i skóla félagsstarfsins. Þessir frændur og vinir hlýddu með opnum huga á þann fróðleik sem ég og aðrir bárum á borð um lifsbjörg og lifsstil hér við ysta haf. Margs var að spyrja um það hvernig þessar t fáu hræðurfæruaðþviað búa sér til jafn flókið þjóðfélag og miljóna- þjóðirnar gera og hvernig við leystum vandamálin. Eða hvernig við þolum það að leysa þau ekki: búa við 40 stunda vinnuviku en vinna samt 10-12- 14stunda vinnudag. Og ætla um leið að halda uppi virkri verka- lýðshreyfingu með félags- og fræðslustarfi. Vitahringur Þarflaust er að geta um svar- leysi mitt við hinni áleitnu spurningu um vinnuþrælkunina á Islandi, en mér er nær að halda að ábyrgðarmönnum i verkalýðsfélögum hafiekki ver- ið miklu greiðara um svör. Að visu má færa fram ýmsar skýr- ingar á orsökunum, en það ber okkur sem skipum okkur undir merki verkalýðshreyfingarinn- ar ekki fagurt vitni að við skul- um ekki megna að sundra hinu flókna kerfi orsaka og afleið- inga i sambandi við vinnuþræl- dóminn. Við erum i lokuðum hring, vitahring: Blómatimar i atvinnulifinu krefjast mikillar vinnu af hverjum og einum, all- ir þurfa að keppast við að bjarga aflanum. Á timum kjaraskerðingar verðum við auðvitað að vinna eins mikið og við eigum kost á svo að endar nái saman. Og það eru alltaf annað hvort blómatimar eða timar kjararýrnunar. Gorgeir „Við sem skipum okkur undir merki verkalýðshreyfingarinn- ar” — var þetta ekki óleyfilegur gorgeir hjá mér, skrifstofu- manninum, háskólaborgaran- um? Enn minnist ég sam- vistanna við fulltrúa frænd- þjóða: þeim var það greinilega i blóð borið að lita á fyrirlesara verkalýðssamtakanna sem sinn mann, jafnvel þótt hann ætti ekki aðild að neinu verkalýðs- félagi. Sá sem talaði þeirra máli, honum bar sjálfkrafa hið hlýlega og skuldbindandi heiti, kammerat eða félagi. Liklega erauðveldara fyrir dani, svia og norðmenn að átta sig á þessu en fyrir okkur, þvi að i löndum þeirra eru skipulagsleg tengsl á milli fagsambands verkalýðsins og stjórnmálasambands hans. Það er innangengt á milli verka lýðsfélaga nna og jafnaðarmannaflokksins. Hér er þvi öfugt farið: verkalýðs- flokkur á engin sjálfkrafa itök i verkalýðsfélögunum, heldur verður hann á hverri stund að vinna sig til þeirra metorða sem felst i heitinu verkalýðsflokkur. Flokkurinn er verkalýðsins vegna þess brautargengis sem launafólk veitir honum og vegna tryggðar sinnar við hagsmuni launafólks gegn auðmagni og arðráni. Stafkarl Mælt á þessa mælistiku er örugglega aðeins einn verkalýðsflokkur á Islandi, Alþýðubandalagið. Hins vegar vitum við að lengi man til litilla stunda, og þess vegna ættum við kannske að leyfa Alþýðuflokkn- um að fljóta með sem verka- lýðsflokki, þótt hann hafi helsti lengi troðið stafkarls stig i þjónustu ihaldsaflanna. Fortið- in er helsti fjársjóður þess flokks, en það eru takmörk fyrir þvi hvað lengi er hægt að reiða fram fé úr þeim sjóði. Einkynja Enginn fær þvi móti mælt að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur atvinnurekenda og annarra gróðaafla, á mikil óðul i verka- lýðsfélögunum. Er hann þá verkalýðsflokkur? Nei, svarið er mjög eindregið og hreint, þvi að flokkurinn er fjarri þvi að vera tvikynja, bæði með auð- valdinu og móti. Sjálfstæðis- flokkurinn er að öllu eðli f lokkur auðmagns og stjórnunar i þágu þess. Verkalýðsforingjar hans eru i rauninni litið fyrir að villa á sér heimildir, enda margir hverjir vænstu menn sem þola önn fyrir að þeim takist að rækja hlutverkið of vel. Tvikynja Framsóknarflokkurinn hefur þá millistöðu i stjórnmálum að hann hefði öll skilyrði til að láta verkalýðsmál til sin taka á sinn tvistigandi hátt. Hins vegar vill svo vel til að flokksforystan kærir sig ekkert um það og ýtir þeim mönnum frá sér sem hugsa um hag verkalýðsins. Framsókn er dæmigerður sam- starfsflokkur, en enginn frum- kvæðisflokkur allra sist I verk- alýðsmálum. Þræðir Einmitt vegna þess að verka- lýðsfélögin eru hérlendis ekki skipulagslega bundin á neinn pólitiskan klafa, er verka- lýðspólitikin á Islandi vanda- samari og ofin fleiri þráðum en áNorðurlöndum. Menn þurfa að gæta þess að þingmál verka- lýðsflokksins verða ekki sjálf- krafa að baráttumáli verka- lýðsfélaganna heldur þarf sér- stakt frumkvæði á þeim vett- vangi lika. Og það er undir hæl- inn lagt að það takist að finna málunum það snið sem hæfir á hvorum vettvanginum fyrir sig. Sama gildir um mál sem koma upp i verkalýðsfélög- unum, það er ekki sjálfgert að þau rati rétta boðleið inn í póli- tiskar fulltrúastofnanir þjóð- félagsins. Þá er það sérstakur vandi að bandalagspólitikin er iðulega nokkuð önnur i verka- lýðsfélögunum heldur en innan fulltrúalýðræðisins. Og við- brögð bandamanna jafnt sem andstæðinga við málum eru breytileg. Áfangar Ætli ég sé að mæla þvi ástandi bót, sem lauk fyrir hálfum fjórða tug ára, þegar Alþýðu- flokkurinn einokaði verkalýðs- félögin? Fjarri þvi, liðið er liðið og kemur ekki aftur. Hins vegar hygg ég að það hafi á margan hátt verið einfaldara að fá vinn- ing á spil verkalýðshreyfingar- innar fyrstu 25 árin af ævitið Alþýðusambands-Alþýðuflokks en það varð siðar, miðað við allsherjarstyrk hreyfingarinn- ar Það má minna á áfanga eins og vökulögin, fyrstu trygginga- lögin og vinnulöggjöfina: hún var að visu hvort tveggja I senn, ávinningur og eftirgjöf, en hefur hins vegar reynst allvel. Pólitik Hætti verkalýðshreyfingin að vera pólitisk þegar skilið var á Eftir Hjalta Kristgeirsson milli stjórnmálaflokksins og sambands verkalýðsfélaganna? Ekki hætti hún þvi. Siðan á striðsárunum hefur verkalýðs- hreyfingunni einmitt tekist að koma fram veigamiklum um- bótúm á þjóðfélaginu, en ef hún hefði hætt að vera pólitisk, hefði hún ekki haft áhuga á neinu nema kaupkröfunum einberum. Leitast hefur verið við að finna kerfi sem tryggði fólki orlof (þannig að orlofsféð væri ekki bara kaupuppbót i vinnuþrælk- uninni), myndaður hefur verið tryggingarsjóður gegn atvinnu- leysi, gert hefur verið átak i húsnæðismálum, komið upp visi að eftirlaunakerfi. Verkalýðs- félögin sjálf hafa tekið upp æ meiri fyrirgreiðslu fyrir félags- menn og sérstaklega ber að lofa framtak þeirra að byggingu og rekstri sumarhúsahverfa. (Alþýðubanka og Alþýðuorlof get ég ekki nefnt sem jákvæða áfanga enn sem komið er, þvi að þar hafa starfshættir einkaauð- magnsins átt of greiðan að- gang). Uppbygging Þetta er allt pólitík, en ekki staðnæmist hluttaka hinnar „faglegu” verkalýðshreyfingar i landsmálum við þetta. Verka- lýðsfélögin hafa átt mikinn hlut að uppbyggingu i þeim undir- stöðuatvinnuvegi landsmanna sem hvilir á launavinnu, sjávar- útveginum. Það hafa þau gert, bæði með kröfugerð og með beinni þáttöku i útvegun at- vinnutækjanna, auk annars konar aðhalds. Hvað halda menn að ihaldiðhér i Reykjavik héldi lengi uppi bæjarútgerð ef ekki nyti aðhalds frá félagi eins og Dagsbrún? Nýsköpun Skemmst er að minast þess að á áratugnum milli 1960 og 1970 voru það einmitt alþýðu- sambandsþingin sem báru fram með miklum þunga kröfuna um skuttogara og útfærslu land- helginnar. Vinstri stjórnin tryggði henni framgang. Hins vegar mun enginn geta bent á dæmi þess að verkalýðsfélögin hafi nokkru sinni beðið um fleiri heildsala og stærri verslunar- hallir. Ofugmæli „viðreisnar- .innar” áttu enga rót i verka- lýðsfélögunum. — Gleymum þvi ekki að á striðsárunum mótaði miðstjórn Alþýðusambandsins „stefnuskrá bandalags vinnandi stétta”, en hún fól i sér kröfur um nýsköpun þjóðfélagsins (sjá Vinnuna 1943). Eðlilegt fram- hald var nýsköpunarstjórnin. Samkveiking Ekki dettur mér i hug að halda að þessar og þvilikar hug- myndir um stefnumótun i at- vinnu- og félagsmálum verði til i einhverju flokkspólitisku tómarúmi innan verkalýðsfél- aganna. Þar er hins vegar jarð- vegur til að láta þær gróa og þar er einnig uppspretta aflsins. Óneitanlega ber það vitni um pólitiskan og félagslegan þroska verkalýðssamtakanna þegar þau leggja þunga sinn á mál er varða sjálfa þjóðfélagsgerðina. Þarna er semsé mörg dæmi um ákjósanlega samkveikingu hug- mynda og átaka hjá verkalýðs- flokki og verkalýðssamtökum. Hægri flokkar, þótt óðul eigi innan verkalýðssamtakanna, geta aldrei átt hlut að þessu, heldur hljóta þeir ávallt að þvælast fyrir. Ávöxtur Ekki fæ ég svo skilist við þessa sundurlausu þanka að ég minni ekki á pólitiskt frum- kvæði Alþýðusambandsins að stofnun Alþýðubandalagsins fyrir rúmum 20 árum. Þar var sett af stað pólitisk þróun sem var 15-20 ár að bera fullan ávöxt, en þá fyrst var að fullu bætt fyrir þau vixlspor sem stig- in voru i kringum 1930. Samein- ing verkalýðsaflanna kom i stað sundrungar. Með þessum orð- um er ég ekki að bjóða upp á neina kappræðu um Komm- únistaflokkinn gamla, en auð- sjáanlega er hann ekki nema einn þráðurinn af mörgum sem mynda lampakveikinn i Alþýðu- bandalaginu. Nauðsyn Fortiðinni verður ekki afneit- að, hvort sem hún liggur i þess- um jaðri verkalýðshreyfingar- innar eða hinum, ellegar þá i fylkingunum miðjum. Misjafnt mat á „sögulegri nauðsyn” horfinna tiða kemur ekki i veg fyrir að við öxlum byrðarnar og skálmum af stað til framtiðar- innar þar sem alþýðuvöld hafa leyst auðvaldið af hólmi. En hvaðduga nú annars hvatning- ar og góð áform á meðan vinnu- þrælkun er unað? Spurningin er: hvernig á að byrja á þvi þarfa verki að rétta við rang- snúið þjóðfélag? Kjördæmisráð Alþýöubandalagsinsá Vesturlandi: Um verðbólgugróða og versnandi kjör Aðalfundur kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins i Vesturlandskjördæmi var haldin fyrír skömmu i Borgarnesi. Fundurinn ályktaði m.a. að auðstéttin og verðbólgan, sem hún skipuleggur, sé helsti skað- valdurinn í ísl. þjóðlífi, efnahagslega og siðferði- lega, og undirrót að gróða- hyggju og glæpafikn sem nú tröllriður þjóðfélaginu. Vantrúin 2. Ein helsta afleiðing gróða- hyggjunnar er undirgefni ihalds- aflanna undir erlent auðvald og hervald og vantrú á framtið þjóð- legra atvinnuvega. Verðbólgugróði og versnandi kjör. 3. Á sama tima og auðstéttin i landinu rakar að sér verðbólgu- gróða hafa kjör verkalýðsstéttar versnað svo að þau eru nú einhver þau lökustu i Evrópu, þrátt fyrir þa staðreynd að þjóðartekjur á mann eru hér meðal hinna hæstu i heimi. Eignakönnun nauðsyn. 4. Af þessu má ijóst vera að brýn þörf er á eignakönnun, þannig að unnt sé að skattleggja gróða auðstéttar og létta með þvi skattbyrði alþýðumanna. Samningsrétturinn. 5. Fundurinn fordæmir harð- lega árásir rikisvaldsins á frjáls- an samningsrétt með setninu bráðabirgðalaga um kjör sjó- manna. Einnig mótmælir fundur- inn drögum að frumvarpi til laga um breytingar á vinnulöggjöfinni þar sem réttur verkafólks verður verulega skertur. Fundurinn skorar á verkalýðs- félögin að svara þessum árásum, með þvi að losa sig við ihaldsöflin úr forystusveitum verkalýðs- hreyfingarinnar. Enga samninga. 6. Fundurinn mótmælir harð- lega öllum hugmyndum um veiði- samninga til handa útlendingum innan isl. fiskveiðilögsögu, enda eru full og óskoruð yfirráð yfir henni alger forsenda þess að fiskimiðin megi nytja á skipu- legan hátt og án rányrkju. Úrræöi. Fundurinn ályktar að eina raunhæfa leiðin til þess að koma i veg fyrir óheillavænleg áhrif verðbólgunnar á tekju- og eigna- skiptingu i landinu er allsherjar verðtrygging allra þátta efna- hagslifsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.