Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. nóvember 1976 Háskóli Islands: Kosningar á morgun Á morgun miðvikudag, 24. nóv. verða kosningar í Háskólanum. Hér er um að ræða aukakosningar til Háskólaráðs og verða kosnir tveir nýir stúdentar i ráðið. Kosningar stamda frá kl. 9-18. Af þessu tilefni snéri blaða- maöur Þjóðviljans sér til Þor- steins Magnússonar sem er einn af fulltrúum stúdenta i Háskóla- ráði, og spurði hann fyrst hver væru tildrög þessara kosninga. Þorsteinn sagði að i mai s.l. hefðu verið geröar breytingar á lögum Háskólans sem m.a. fólu i sér aö fulltrúum stúdenta i Háskólaráði fjölgaði úr tveimur i fjóra. 1 þess- um kosningum yrði þvi kosið um þessi tvö nýju sæti. Eins og und- anfarin ár væru tveir listar sem byðu fram, listi vinstrimanna og listi Vöku. Tveir efstu menn á lista vinstrimanna væru Gylfi Arnason verkfræðinemi og Kristin Astgeirsdóttir sögunemi. — En nú hefur veriö miklu ró- legra yfir þessari kosningabar- áttu en oft áður. Hver er skýring- in?. I fyrsta lagi er hér um hlut- fallakosningu að ræða og þvi lik- legt að báðir aðilar fái hver sinn manninn i Háskólaráð, þar sem 67% atkvæða þarf til að fá báða mennina kjörna. En vinstrimenn hafa hingað til ekki fengiðnema 55- 60% atkvæöa. Þess vegna er ein- mitt rikari ástæða en ella fyrir vinstrimenn að mæta vel á kjör- stað á morgun. Sá listi sem fær fleiri atkvæði, hlýtur mann kjör- inn til 1. april 1978, en sá sem fær færri atkvæði situr til 1. april 1976. 1 öðru lagi hverfa þessar kosningar i skugga þeirrar kjara- baráttu sem námsmenn standa nú i.Þar eru vinstrimenn i farari- broddi sem endranær og hafa þvi litinn tima til að standa i kosningabaráttu. Orslit kosning- anna eru þvi nú fremur en áður undir þvi komin að sérhver liðs- maður minni samherja sina á kosningarnar, þvi um eiginlega kosningabaráttu er ekki að ræða af hálfu vinstrimanna. — En hver eru helstu baráttu- Alþýðubandalagið i Reykjavik efnir til Afrikufundar Suðupotturinn í suðurhluta Afríku Næstkomandi laugar- dag efnir Alþýðubanda- lagið i Reykjavík til al- menns fundar um mál- efni suðurhluta Afríku. Fundurinn verður með liku sniði og Kínasam- koman sem ABR efndi til 23. október í Félagsstofn- un stúdenta við Hring- braut. Þá var fullt út úr dyrum. Fundurinn á laugardag hefst kl. 14 á sama stað. Á dagskrá verða meðal ann- ars tvö erindi og frjálsar um- ræður um þau. Hið fyrra fjallar um hagræna landafræði Suður- hluta-Afriku og sögu þessa svæðis þar til útsendarar hvita kynstofnsins hófu afskipti af málum þar. Það flytur Björn Þorsteinsson, menntaskóla- kennari. Hið siðara fjallar um núver- andi ástand i Suðurhluta Afriku og horfur þar. Það erindi flytur Gisli Pálsson, menntaskóla- kennari. Auk kynningar á tónlist rikja i Suðurhluta-Afriku verður á fundinum flutt tónlist um Suöur- Afriku með islenskum textum. A fundinum veröa kaffi veitingar. Fundarstjóri verður Freyr Þórarinsson. Alþýðubandalagið á Fljótsdalshéraði. Fundur verður haldinn i Alþýðubandalagsfélagi Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20.30 í skólanum á Egilsstöðum. Aðalmáí: 1. Fréttir af flokksráðsfundi og Kjördæmisráðsfundi. 2. Vetrarstarfið. — Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri. Alþýðubandalagið á Akureyri efnir til félagsfundar í kvöld kl. 20.30 að Hótel Varöborg, niöri. Rætt verður um vetrarstarfið og sagt frá flokks- ráðsfundi. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Reykjavik — Langholts- og Laugarneshverfi. Fundur veröur haldinn miðvikudaginn 24. nóv. að Grettisgötu 3 kl., 20.30. Rætt verður um vetrarstarfiö. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Neskaupstað Félagsfundur i Egilsbúð miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Frá flokksráðsfundi 2. Bæjarmálefni. 3. önnur mál. — Stjórnin. mál ykkar i þessum kosningum? Það sem skiptir höfuðmáli er barátta gegn fjöldatakmörkunum i hvaða mynd sem þær birtast. Vegna versnandi efnahagsástands er rikisvaldið nú tregara en áður til að veita fé til menntamála. Allt tal um jafnrétti til náms verður þvi aö mestu á yfirborðinu við slikar kringumstæður. 1 haust var t.d. stórum hópi stúdenta neitað um aðgang að námi i sjúkraþjálf- un einungis vegna þess að rikis- valdið veitti ekki nægilegu fé i þessa námsgrein til að ailir gætu stundað námið sem vildu, þrátt fyrir aö gifurleg þörf sé á fólki með þessa menntun. Gegn þessu höfum viö barist i Háskólaráöi. Þá má benda á að sterkar radd- ir eru uppi um að tengja Háskól- ann við atvinnulifið. Við erum að sjálfsögðu ekki á móti svokölluðu hagnýtu námi, en berjumst hins vegar fyrir þvi að rannsóknir á vegum Háskólans verði ekki notaðar til að auka gróöamyndun eignastéttarinnar. Við leggjum allt kapp á að vernda og treysta sjálfstæði Háskóla íslands, há- skólinn á að vera sjálfstæð rann- sókna- og fræðslustofnun. Leshringurinn byrjar starfið Leshringur Alþýðubandalags- ins í Reykjavik um heimsvalda- stefnuna byrjar fyrsta náms- og umræðufundsinnikvöldkl. 20 að Grettisgötu 3. Þá verður rætt um tvo fyrstu kaflana i bók Lenins: Heimsvaldastefnan, hæsta stig auðvaldsins. Þeir sem vilja taka þátt i störfum leshringsins eru hvattir til þess að fjölmenna. — Skrifstofan. Kvöldvaka , Hverfissamtök herstöðvaand- stæðinga i Smáibiiðahverfi efna til kvöldvöku i Þjóðviijahúsinu nýja, Siðumúla 6, annað kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Þar gerist það helst tiðinda að flutt verður dagskrá þar sem fléttað er saman köflum úr leyni- skýrslum um viðræður islenskra ráðamanna við bandariska 1949 og sungnum köflum úr Sóleyjar- kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Þau sem taka saman og flytja þessa dagskrá eru Haukur Sigurðsson, Einar Valur Ingi- mundarson, Jón Danfelsson, Helgi Samúelsson, Salóme Kristjánsdóttir og Kristinn Sigurðsson. Einnig mun Kristján Guðlaugsson koma fram og syngja. Aðgangur er ókeypis og hvetja herstöðvaandstæðingar liðsmenn sina og stuðningsmenn til að fjölmenna. Hæstiréttur Framhaldaf bls. 20 svo leitt hafi til bana. Var nægi- legt tilefni til að hneppa vamar- aðila i gæsluvaröhald samkvæmt 1. tölulið 67. gr. laga númer 74/1974. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða úrskurð.” Það sést á þessum úrskurði Hæstaréttar, að fjórmenning- arnir, sem sitja i gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafa borið á þenn- an nýju gæsluvarðhaldsfanga, að hann hafi verið i Dráttarbrautinni i Keflavik og tekið þátt i árásinni að Geirfinni, sem þeir hafa játað að hafa átt þátt i. Sem fyrr eru rannsóknarmenn málsins þöglir sem gröfin og þeir sögðu aldrei frá þvi að þessi ungi maður hefði verið borinn sökum um þátttöku i árásinni á Geirfinn, en gáfu i skyn að hann vissi ýmis- legt vegna vináttu við einn fjór- menninganna og þess vegna þyrfti að úrskurða hann i gæslu- varðhald meðan á yfirheyrslum Borgir s/f Framhald af bls. 1 mál á hendur fyrirtækinu og er hreint ekki tilbúinn til þess að viðurkenna það, að það sé fyrir einstakan dugnað sem þeir eru enn að steypa hér allt i kringum mig. Afhending minnar ibúðar dróstum fjórtán mánuði og sam- eignin, sem löngu átti að vera til- búin.er ennþá nánastá frumstigi. Afhending ibúðarinnar átti samkvæmt samningi að fara fram eigi siðar en i febrúarlok árið 1975, en Gunnar fékk sina ibúð ekki fyrr en i april á þessu ári, enda krafðist hann þess, að staöið yrði við samninga um frá- gang hennar. Hann álitur þó, að enn sé íbúðin nánast óibúðarhæf, þar sem sam- eign er ekki nærri lokið, bil- geymslur eru óupplýstar og gangvegir úr henni sömuleiðis, börn leika sér innan um nagla- spýtur, gapandi steypustyrktar- járn, mótatimbur og fleira, og lengi má telja fleiri annmarka. Samkvæmt samningi átti að skila sameign að langmestu leyti á ár- inu 1975... að meðtalinni bifreiða- geymslu. —gsp íþróttir Framhaldaf bls. 14. 1 tviliðaleik karla sigruðu sænsku heimsmeistarariiir 'l'oma Kilström og Bengt Fröman þá Svend Pri og Stein Skovgaard 15:10 og 15:1 og kom sigur svi- anna alls ekki á óvart, það eiga engir mörguleika gegn þeim um þessar mundir, það sýndu þeir á All England-mótinu, hinni óopin- beru HM-keppni. I tviliðaleik kvenna sigruöu Lena Köppen og Pia Nilsen þær Inge Borgström og Permille Kaa- gaard 10:15—15:9 of 18:16og var þetta lang tvisýnasti úrslitaleikur mótsins. 1 tvenndarleik sigruðu Stein Skovgaard og Lena Köppen þau Elo Hansen og Permillu Kaa- gaard 15:0 og 15:6. Danir unnu sem sagt 4 gull- verðlaun og öll silfurverðlaunin á mótinu en svlar unnu ein gull- verðlaun. Mótið tókst I alla staði mjög vel og varð Isiendingum til sóma. Er- lendu þátttakendurnir voru sam- mála um að mótið hefði ekki get- að farið betur fram. —S.dór. Samstarfsnefnd Framhald af bls. 5. gagnkvæms réttar eru vissulega hættumerki. Langt er lika leitaö röksemda, þegar þvi er haldið fram að við þurfum að gjalda með islenskum fiskveiðiréttind- um fyrir þá sjálfsögðu skyldu að fiskistofnar við Grænland verði verndaðir gegn ofveiði. Enn ligg- ur ekkert fyrir um það að Efna- hagsbandalagið hafi umboð til samninga um fiskveiðilandhelgi grænlendinga. En auk þess geta islendingar ekki tekið þátt I þeimósæmilega leik, að semja við Efnahagsbandalagið um sérrétt- indi til handa bretum og öðrum Efnahagsbandalagsþjóðum á kostnað lifshagsmunamáls græn- lendinga. Nú er þörf á að mótmæla öllurn undansláttarsamningum vih Efnahagsbandalagið. Nú þarf ah undirstrika kröfuna um að 200 milna landhelgin verði fyrir is- lendinga eina. Samstarfsnefndin til verndar landhelginni Ræða Magnúsar FVamhald af bls. 6,- framlög til heilbrigðismála, m.a. i sambandi við þetta. Við veitum nú til tygginga- og heilbrigðismála um það bil 7-8% af þjóöartekjunum. 1 Sviþjóð, þar sem einna mest áhersla er lögð á heilbrigðis- og tryggingamál, þar eru þjóöartekjur á mann hærri en hér á tslandi. Engu aö siður veita þeir um 11% af þjóöartekjunum til þessara verkefna. Ef við ætluðum okkur að ná þessu sænska stigi, þá getum við aukiö fjárframlög okkar til heilbrigðis- og tryggingamála um 50% þannig að þarna er æðimikið svigrúm, ef menn vilja taka á þessum málum frá félags- og jafnréttissjónar- miöi. Ég er þeirrar skoðunar, að þetta eigum viö að gera, og þetta er einnig kjaraatriði. Það er eng- in eðlileg andstæða á milli sam- neyslu og einkaneyslu. Viö þurf- um vissulega að gera stórátak I sambandi við einkaneyslu, en það LEIKFELAG 2(2 2(2 ***** REYKJAVlKUR SKJ ALDHAMRAR i kvöld. — Uppselt. föstudag kl. 20,30. ÆSKUVINIR 7. sýn. miðvikudag kl. 20,30. Hvit kort gilda. laugardag kl. 20.30. SAUMASTOFAN fimmtudag kl. 20,30. STÓRLAXAR sunnudag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. Austurbæjarbíó KJARNORKA KVENHYLLI miðvikudag kl. 21. O G Aðgöngumiðasalan i Austur- bæjarbiói kl. 16-21. Simi 1-13- 84. ÞJÓDLEIKHÚSID ÍMYNDUNARVEIKIN i kvöld kl. 20. fimmtudag kl. 20. SÓLARFERÐ miðvikudag kl. 20 laugardag kl. 20 VOJTSEK föstudag kl. 20. Siðasta sinn. Litla sviðiö: NÓTT ASTMEYJANNA fimmtudag kl. 20. Miðasala 13,15-20. er ekki á kostnað samneyslu, það er á kostnað þeirrar rangsleitni, sem tiðkast i þjóðfélagi okkar að þvi er einkatekj.ur varðar. Við vitum það ákaflega vel, að hér á landi eru hundruð gróða- fyrirtækja, sem losna við að greiða nokkra skatta til sameiginlegra þarfa. Við vitum það ákaflega vel, að hér er mikill fjöldi einstaklinga, sem liðst það að halda þannig á sinum málum, að þeir sleppa viö að borga nokkra umtalsverða skatta til hins opinbera. Við vitum það, að hér á tslandi er stolið undan ákaf- lega háum fjárhæðum i sambandi við söluskatt, og þessi þjófnaður hefur aukist til mikilla muna eftir að söluskatturinn var hækkaður, svo sem dæmin sanna. Við höfum fengið fréttir um það nú að und- anförnu, hversu umfangsmikill þjófnaður er stundaður i sam- bandi við heildsölu á Islandi, þar er stolið undan bæði gjaldeyri og hlaðið upp þannig, aö álagning verði miklu hærri en nokkur þörf er á. Það eru margar matarholur I þessu sambandi og það þarf ekki að setja á svið þá kenningu eins og hæstv. forsætisráðherra virðist hafa gert i gær, að það þurfi að skerða samneyslu á Is- landi til þess að fá viðunandi lifs- kjör. Það er röng kenning, alger- lega röng kenning og kenning, sem ber aö berjast gegn af alefli. Samneyslan er eins og ég sagöi áðan grundvöllur einkaneyslunn- ar og það er samneyslan sem stuðlar að jöfnuði á þessu sviði. VEL SNYRT HAR ER HAGVÖXTUR MANNSINS SlTT HAR þARFNAST MEIRI UMHIRÐU SNYRTIVÖRUDEILD EITT FJÖLBREYTTASTA HERRA- SNYRTIVÖRUÚRVAL LANDSINS RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SlMI 12725

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.