Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. nóvember 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Ctgáfnfélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudágsblaði: Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333 Prentún: Biaðaprent h.f. KÖNNUN Á GJALDEYRISSÓUN HEILDSALANNA? Verðmætamat og verðskyn landsmanna hefur mikið raskast i óðaverðbólgu und- anfarinna ára. í skjóli verðbólgunnar hef- ur óreiða og brask dafnað og mörg myrkraverk verið unnin i viðskiptalifinu. Fram til þessa hefur einum aðila þó mikið til tekist að beina athyglinni frá sér. Rætt hefur verið um spillt flokkakerfi og sam- tryggingu stjórnmálaflokkanna, laun bankastjóra, skattsvik fyrirtækja og ein- staklinga og nú siðast komist upp um meint gjaldeyris- og skattamisferli tengd skipakaupum og innflutningi „antikhús- gagna”. En loks fyrir rúmri viku kom röð- in aðheildsalavaldinu i landinu.Þrátt fyrir alla svonefnda „frjálsa rannsóknarblaða- mennsku” hafa fjölmiðlar ekki hróflað við þvi sukki er einkennir starfshætti inn- flutningsaðila, enda heildsalarnir stór auglýsingaaðili i blaðaheiminum. En hvað kemur fram i dagsljósið þegar starfshætt- ir þeirra eru kannaðir: 1. Heildsalarnir kaupa inn vörur fyrir 13—27% og allt upp i 60% hærra verð en breskir heildsalar gera. 2. Heildsalarnir viðurkenna i fréttatil- kynningu að „lækkuð vara i innkaupi þýði tekjulækkun innflytjenda sökum hinna bundnu verðlagsákvæða og þau eru þvi ekki hvatning til hagstæðra inn- kaupa”. 3. Heildsalarnir dásama frjálsa álagningu og telja hana tryggja neytendum hag- kvæmustu kjör, en geta ekki skýrt, hvers vegna er yfir 100% álagning á leikföngum eða helmingi hærri álagning en i Bretlandi. Þeir geta heldur ekki skýrt gifurlega hækkun á bilavarahlut-. um eftir að „frjáls álagning” var inn- leidd á þvi sviði. 4. Heildsalarnir reyna að afsaka hátt inn- kaupsverð með skirskotun til ýmiss kostnaðar t.d. sérpökkun, útflutnings- umbúðir, litill magnafsláttur o.fl. En þeir gæta þess vel að gefa engar upplýs- ingar um alls kyns afslátt sem viðgengist hefur á vörum og farmgjöld- um. S.l. föstudag komu fulltrúar Fé- lags islenskra stórkaupmanna fram i Kastljósi og reyndu að þvo hendur sinar, en i gegnum þann kattarþvott skein, að þessa menn varðar ekkert um þjóðarhag. Þvi hærra verð sem er á innfluttri vöru, þeim mun meiri gróði i þeirra vasa. Berlega kom fram, að stórkaupmenn láta sig engu skipta þó neytendur verði að gjalda hærra verð er þeir drekka kaffi eða salta grautinn. 1 áratugi hafa heildsalar getað ráðskast með gjaldeyristekjur þjóðarinnar og sóað þvi sem vinnandi stéttir skapa með erfiði sinu, — sóað i alls konar fáránlegan innflutning. Þeir hafa ekki tekið mið af þvi, hvar hagkvæmast er að versla hverju sinni, þvi þeir starfa samkvæmt lögmálinu um hámarksgróða. Hvers vegna komast stórkaupmenn upp með þetta? Skýringin er einföld. Það eru fésýslumennirnir i Reykjavik sem hafa undirtökin i stofnanaveldi höfuðborgar- innar og voldugustu flokkarnir lúta pen- ingaræði þeirra. Vald þessara inn- flytjenda yfir fjármála- og stjórnmála- stofnunum hefur verið gifurlegt. 1 dag hafa þessi öfl undirtökin i islensku stjórn- málalifi. Þetta heildsalavald ræður ferð- inni i Sjálfstæðisflokknum og hefur sam- eiginlega hagsmuni með SíS-forstjórun- um. Þessir aðilar leyfa sér ýmislegt, þegar óskastjórn þeirra situr við völd. Stórkaupmenn hafa krafist þess að verðlagsstjóri hafi hægt um sig og sjón- varpið láti af fyrrgreindri upplýsinga- starfsemi. En ef skjöldur heildsalanna er hreinn þá ættu þeir að óska eftir itarlegri rannsókn. En viðskiptaráðherra Ólafur Jóhannesson mun vart fyrirskipa heildar- könnun á gjaldeyrissóun heildsalanna meðan ýmis önnur rannsókn er ekki um garð gengin. Heildsalarnir þurfa væntan- lega ekkert að óttast meðan kollega þeirra, innflytjandinn Geir Hallgrimsson, situr við stjórnvölinn. óre. Offramboð af rembingi I Alþý&ublaðinu i siðustu viku var smáklausa undir leiðara blaðsins þar sem ritað var i áhyggjutón um að flokksstarf Alþýðubandalagsins væri dauft og i molum. Á næstu siðu var mikill uppsláttur um blómlegt starf Alþýðuflokksins. Það ber að sjálfsögðu að þakka um- hyggjusemi af þessu tagi, en vert er lika fyrir þá Alþýðu- blaðsmenn að ihuga að remb- ingur stjórnmálaflokka um eigið ágæti þykir mörgum manninum orðið leiðinlegt suð, enda offramboð af vörunni. Einsdœmi í stjórn- arandstöðu Það er hinsvegar mun meiri eftirspurn eftir raunhæfum árangri i flokksstarfi og ákveð- inni stefnumótun. Alþýðu- bandalagsmenn geta bent á skýr dæmi um það að flokkur þeirra er á réttri leið i þessum efnum. Það er sterk pólitisk hreyfing sem getur lyft þvi Grettistaki að byggja yfir mál- gagn sitt eins myndarlega og gert hefur verið. Og styrkurinn kemur fram á fleiri sviðum. Böðvar Guðmundsson segir m.a. svo i forystugrein i Norðurlandi, málgagni sósialista i Norðurlandskjör- dæmi eystra, þar sem hann fjallar um framtið Alþýöu- bandalagsins: „Nákvæm og visindaleg vinnubrögð þarf iika til, einnig þar er hægt að vera dálitið bjartsýnn. Hin frábær- lega vönduðu vinnubrögð Hjör- leifs Guttormssonar og félaga i orkunefnd flokksins, orkumáia- bók þeirra, er algert einsdæmi i sögu isl. stjórnarandstöðu. Ef Alþýðubandalaginu auðnast að gera samskonar úttekt á sjávarútvegi, iðnaði, verkalýðs- málum, landbúnaði og mennta- málum, þá þarf ekki að kviða þvi að hin almenna tiltrú láti á sér standa.” Skipuleg stefnumótun Sem formlegur stjórnmála- flokkur hefur Alþýðubandalagið varla slitið barnsskónum enn. TIu ár eru ekki langur timi. Meðan Alþýðubandalagið starf- aði sem kosningabandalag vinstri afla logaði þar allt í inn- byrðist deilum. Þetta setti svip sinn á fyrstu ár þess sem stjórn- málaflokks. Svo mikil áhersla var lögð á eininguna að innan- flokksumræða um stefnumótun og grundvallaratriði leið fyrir. Þetta vár réttlætanlegt um tima, en ól um leið á ýmiskonar misskilningi milli manna um eðli og stefnu flokksins. Meðal annars þessvegna áttu tisku- hreyfingar á Norðurlöndum, maóismi og trotskyismi, greiða leið til ýmissa ungmenna og skólafólks, þegar þær bárust hingað tveimur til þremur árum eftir að þær náðu hámarki i Sviþjóð og Noregi. Um skeið hefur verið unnið skipulega að stefnumótun Alþýðubandalagsins. Flokkur- inn var fyrstur isl. flokka i seinni tið að samþykkja itarlega stefnuskrá á landsfundinum ’74. Henni er að visu um margt ábótavant, en hefur þó reynst hið nýtilegasta plagg við frekari stefnumótun á sérsviðum. Næsta stórátakið er orkumála- bókin og samþykkt flokksráðs- fundar nýverið um islenska orkustefnu, sem áreiðanlega á eftir að hafa áhrif á stefnu allra annarra stjórnmálaflokka. I samræmi vð ákvarðanir flokks- ráðsfundar verður þessu starfi haldið áfram á öllum sviðum. í þessu starfi felst einnig styrkur Alþýðubandalagsins. Sjá Ifsgagn rýn i og hugmynda- frœðiumrœða A siðustu vikum og mánuðum hefur mátt merkja,t.d. i Þjóðviljanum vaxandi umræðu um blaðið og stefnumótun sósialisks flokks. Talsvert fer þar fyrir sjálfsgagnrýni og hef- ur það orðið andstæðingum til- efni til að hlakka yfir sundur- lyndi i Alþýðubandalaginu. Þetta er á misskilningi byggt og vitnar þvert á móti um aukinn styrk flokksins. Einmitt sú opna umræða og skoðanaskipti um verkalýðs- mál, sósialiska hugmyndafræði og menningarpólitik sem hafin er knýr marga vinstri menn og sósialista misrauða til þess að ganga til liðs við Alþýðubanda- lagið um þessar mundir. Þeir hugsa likt og Böðvar Guðmundsson gerir upphátt i áðurnefndri forystugrein: „Það er greinilegt, að Alþýðu- bandalagið er eini stjórnmála- flokkurinn sem með einhverju afli getur spyrnt fótum við hinni ótótlegu árás kapitalistanna sem sitja við stjórnvöl á þjóðar- skútunni, það er lika greinilegt að fleiri og fleiri sósialistar átta sig á að þar er Alþýðubandalag- ið eina aflið sem einhvers megnar. Nokkuð stór hluti full- trúa á flokksráðsfundinum virt- isthafa komist að þessari niður- stöðu, enda var fundurinn ekki einkenndur af allsherjarhrifn- ingu af sjálfum sér. Eigi Alþýðubandalagið að axla þá byrði að vera eina nothæfa bremsan á landráðastefnu framsóknar og ihalds þurfa fundir þess og umræður á þess vegum að vera annað og meira en halelújasamkomur með stór- um húrrahrópum yfir frábærri forystu og fórnfúsum félögum. Það eitt dugir skammt i baráttu við jafnhættulegt afl og framsóknarihald. Sjálfsgagn- rýni hefur ekki verið tiðkuð frá upphafi i röðum islenskra sósialista en ýmislegt bendir til þess að þar megi vænta betri tima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.