Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Spánn 5 kommúnistar handteknir Madrid 22/11 reuter — Fimm leiðtogar kommúnista á Spáni voru handteknir I dag þegar flokkur þeirra hóf að innrita nýja féiaga á Spáni i fyrsta sinn siðan borgarastyrjöldinni lauk árið 1939. Fimmmenningarnir voru hand- teknirerþeir voru að dreifa flug- miðum á neðanjarðarbrautarstöð i Madrid. Meðal þeirra var eigin- kona blaðamannsins Nicolas Sartorius en hann er einn af forystumönnum hinna ólöglegu Ekki dauður úr öllumœðum London 22/11 reuter — Karl Wallenda, 71 árs gamall llnu- dansari frá Vestur-Þýskalandi, gekk i dag á linu sem strengd var upp i 30 metra hæð fyrir framan Tower hótelið i London. Hávaðarok var meðan á athöfninni stóð en gamli maður- inn lét það ekki aftra sér heldur stóð á haus á miðri linunni án þess nokkuð öryggisnet væri til staðar. Vegalengdin sem hann gekk var 30 metrar. Þegar Wallenda var kominn yfir kvartaði hann yfir þvi að virinn hafi verið of slakur en það hefði þó ekki valdið honum umtals- verðum vandræðum. Wallenda á sæti i dómnefnd i alþjóðlegu sirkusamóti sem fram fer i Englandi þessa dagana. Hann hóf feril sinn sem linudansari i Þýskalandi i fyrra striðinu en mesta afrek sitt vann hann árið 1970 er hann gekk á linu 350 metra vegalengd yfir 220 metra djúpt gljúfur i Bandarikjunum. Wallenda er orðinn langafi segir i frétta- skeyti Reuters. Brésjnef — á hringferð um hjáleigurnar, einnig þær óstýri- látu. Brésjnef í Rúmeníu Búkarest 22/10 reuter — Brésjnef flokksieiðtogi i Sovétrikjunum kom i dag i opinbera heimsókn til Rúmeniu og var honum ákaft fagnað við komuna. Talið er að 200 þúsund manns hafi stillt sér upp meðfram ieiðinni sem hann og Ceausesen forseti Rúmeniu óku inn í höfuðborg landsins, Búkarest. Mótökuathöfnin virtist enn glæsilegri en þegar Ford forseti Bandarikjannakom til Rúmeniu i fyrra. Telja fréttamenn að þetta eigi að sýna vilja rúmena til að bæta sambúðina við Sovétrikin sem oft hefur verið stormasöm á undanförnum árum. verkamannanefnda sem kommúnistar ráða mestu i. Vfða i Madrid hafa i dag verið hengd upp veggspjöld þar sem stendur: „Gangið i Kommúnista- flokkinn — 56 ára frelsisbarátta” og talsmenn flokksins segja að i dag hafi fyrstu flokksskirteinin af 200 þúsund sem afhent verða verið gefin út i hinum ýmsu verk- smiðjum. Skirteinin eru undirrit- uð af Santiago Carrillo aðalritara flokksins og Dolores Ibarruri — öðru nafni La Pasionaria — sem er forseti flokksins. Þau eru bæði i útlegð. Sagt er að 130—150 þúsund spánverjar hafi ekki fengið útgef- in persónuskilriki siðan i borgarastyr jöldinni vegna ofsókna Frankó-stjórnarinnar. Aróðursherferðinni sem hófst i dag er ætlað að þrýsta á stjórn landsins um að hún leyfi, eða amk. umberi, starfsemi kommúnista. Eins og kunnugt er af fréttum samþykkti þing landsins, Cortes, Adolfo Suarez forsætisráðherra Spánar — i vandræðum með kommúnista. að láta fara fram almennar þing- kosningar i landinu og verða þær senniiega um miðjan desember. Herferð kommúnista kemur stjórninni i klipu þvi hún hefur enn ekki leyft starfsemi þeirra. Ef hún gerir það á hún visa reiði hægrisinna i her og stjórnmálalifi landsins en ef hún gerir það ekki er hætt við þvi að hún missi þann lýðræðissvip sem hún reynir að viðhalda og að andstöðuflokkar tii vinstri hundsi kosningarnar. Líbanon ísrael treystir vamir sínar Tel Aviv 22/11 reuter — ísraelar hófufdag að treysta varnir sinar við landamæri Libanon, að sögn til að koma i veg fyrir að sýrienski herinn reyni innrás i landið. Heimildir innan hersins kváðu israela ekki hafa i huga að gera innrás i Libanon „en við viljum koma i veg fyrir að erlendir herir og palestiunmenn nálgist landa- mæri okkar,” bættu þeir við. Sést hefur til israelskra skriðdreka á vegi sem liggur að landamærun- um. Um helgina voru gerðar tvær eldflaugaárásir á bæi i norðurhluta Israels. Ekkert manntjón varð og óverulegt eignatjón. Israelskir ráðamenn hafa rætt um að ákveða þurfi markalinu norðan við landamærin sem eng- ar hersveitir nema úr libanska hernum megi fara suður yfir. Shimon Peres landvarnarráð- herra Israels itrekaöi þetta i gær og sagði að „ekki kæmi til greina að sýrlendingar, palestinumenn eða önnur erlend öfl taki völdin á þessu viðkvæma landssvæði sem um áraraðir hefur verið notað til árása á ísrael”. Ráðstefna UNESCO Vill efla fréttastreymi frá þriðja heimimim Nairobi 22/11 reuter — A ráðstefnu menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem nú stendur yfir i Nairobi i Kenýa féllst ein af undimefndum á það i dag, mótatkvæðalaust, að UNESCOverði hálfri miljón doll- ara til að efla fréttastreymi milli þróunarrikja og þróaðra. Þróunarlöndin hafa að undan- förnu kvartað mjög yfir þvi að hinar alþjóölegu fréttastofur — sem allar eru i eigu vesturlanda- búa — afflytji fréttir frá þriðja heiminum. I samþykkt nefndar- innar er ma. hvatt til „meira jafnvægis og fjölbreytni i frétta- flutningi milli þróunarrikja og þróaðra en nú rikir”. 1 dag voru israelar teknir inn i Evrópuhóp ráðstefnunnar, en aðildarrikjum hennar er skipt niður i fimm slika svæðishópa. Sovétrikin og fylgiriki þeirra i Austur-Evrópu mótmæltu þessari ákvörðun harðlega en önnur riki á borð við Irak, Egyptaland, Kúbu, Júgóslaviu, Jórdanlu og Sýrland, kváðust ekki vilja gera ágreining út af þessu af ótta viö aö ráðstefn- an færi þá út um þúfur. / Á ráðstefnu UNESCO sem haldin var i Paris árið 1974 var aðild tsraeis að Evrópuhópnum felld og leiddi það til þess að Bandarikin hættu að veita fé til stofnunarinnar. Nú var reglum um atkvæðagreiðslur breytt I þá veru að kosið er innan hvers svæðishóps um það hvort riki skuli fá aðild að honum. Auk rikja Evrópu eru Bandarikin og Kanada einnig i Evrópuhópnum. Flóð á Java Djakarta 22/11 reuter — 136 manns hafa látið lifið i flóðum sem herjað hafa á eyna Java und- anfarna daga. Veðurfræðingar spá því að enn eigi stórrigningar eftir að gera usla. Flóðin hafa verið verst á austurhluta eyjarinnar. Þar hef- ur verið komið á eftirliti allan sólarhringinn vegna hættu á nýj- um floðum og skriðuföllum. Að minnsta kosti 14.500 manns hafa verið fluttir frá heimilum sinum á örugga staði. Embættismenn sem fréttastofa Indónesiu, Antara, vitnar i telja að tjón af völdum flóðanna geti numið 1.6 miljónum sterlings- punda. Im 6 þúsund hektarar af hrisgrjónaökrum hafa eyðilagst i flóðunum. Washington Post Að brjóta verkföll á bak aftur Bandariska stórblaöiö Washington Post hefur vakið mikla hrifningu I hinum al- þjóölega blaöaheimi fyrir hlut- deild sina í Watergate-málunum þar sem einkum tveir biaöamenn, Bob Woodward og Carl Bernstein, sýndu „rannsóknarblaöamennsku” af besta tagi og tókst aö bola Nixon og þýjum hans út úr Hvita húsinu Hér á landi hefur þessarar hrifningar gætt ekki siður en annars staðar. Morgunblaðið og Dagblaðið senda menn á vettvang til að grafast fyrir rætur Klúbbmálsins, Geirfinns- málsins og annarra vinsælla sakamála en fram til þessa hefur þessum frómu blööum þó ekki tekist aö bola neinum stór- raennum úr hægum sætum. En þaö hlýtur að koma. En öll mál eiga sér margar hliðar og svo er einnig um Washington Post. Nýlega lauk 13 mánaða löngum átökum útgefenda þess við prentara með þvi að þeim fyrrnefndu tókst að beygja þá siðarnefndu i duftið og jafnframt aö draga stórlega úr áhrifum stéttar- samtaka prentara sem fyrir þessa langvinnu deilu voru ein öflugustu og róttækustu stéttar- samtök Bandarikjanna. Hver á aö ráöa tækni- þróuninni? Aður en deilan hófst höfðu samtök prentara haft úrslita- áhrif á allt vinnuskipulag og verkaskiptingu i prentsmiöjum landsins. Citgefendur - voru vitanlega ekkert allt of hressir með þetta og árið 1974 hófu þeir undirbúning að áhlaupi til a breyta þessu og ná aftur tökum á verkaskiptingunni. Þeir höfðu góðan byr þvi blaðið var á uppleiö eftir góða frammistöiiu i Watergate-málunum. Þaö sem deilan snerist um var að útgefendur blaösins vildu innleiða nýja prenttækni sem byggir á mikilli sjálfvirkni og hefur þvi verulega fækkun starfsliðs í för með sér. Þeir hófu árið 1974 að þjálfa ófélags- bundið verkafólk i að meðhöndla blaðapressu á leyndum stað i Oklahoma. Samningar blaðsins viö pressumenn runnu úr 1. október 1975 og þremur mánuðum áður fengu ó f é1agsbundnir verkamenn frekari þjálfun á ýmsum blöðum og við með- höndlun tækja sem komið hafði verið fyrir með leynd i byggingu Washington Post. Útgáfustjórnin fór ekki leynt með að hún hygðist ráða ófaglærða menn til starfa i pressusalnum. Þetta hefur sennilega valdiö þvi að aðfara- nótt 1. október i fyrra voru unnin skemmdarverk á pressu blaðsins. Þeir sem þar voru að verki hafa sennilega vonast til að geta stöðvaö útkomu blaðsins eftir að verkfall prentara hófst. Þaö tókst þó ekki þvi blaðið kom útdaginneftir — aðvisu i minna upplagi — og var þá prentað i prentsmiðjum þar sem ófélags- bundnir prentarar unnu. Samstaðan riðlast Stéttarfélög hinna ýmsu starfsmanna blaðsins höfðu ákveðið að styðja prentara i deilunni og skipulögðu verkfallsvaktir. En þegar fréttir bárust af skemmdar- verkunum rofnaði samstaðan og margir hurfu aftur til vinnu sinnar. Siöar kom reyndar i ljós aö fyrstu fréttir blaösins af umfangi tjónsins voru gróflega ýktar, en skaöinn var skeður: Vegna skemmdarverkanna glötuðu prentarar stuðningi margra, þám. meirihluta lesenda blaðsins sem eru flestir frjálslyndir og hefðu stutt þá við venjulegar aöstæður. I nóvember lýsti útgefandi og aöaleigandi blaðsins, Katherine Graham þvi yfir aö hún væri mjög svartsýn á að samningar næðust. 7. desember felldu prentarar með 249 atkvæðum gegn 4 lokatilboð útgáfu- stjórnarinnar, en þaö fól i sér afnám eftirlits prentara- félagsins með verka- ' skiptingunni gegn allverulegum grunnkaupshækkunum Rúmri viku seinna hóf blaðið-að ráða nýtt starfsfólk i stað prentaranna sem voru i verkfalli. Þeim siðarnefndu var gefinn kostur á að ráða sig en aðeins 44 af 247 verk- fallsmönnum þáðu boðið. Þrátt fyrir þessi átök sem hafa kostað blaðið ýmis útgjöld varð gróði af rekstri þess árið '1975 sem nam 8% veltunnar. Astæðan fyrir þessari góðu afkomu var fyrst og fremst sparnaður i launagreiðslum. Blaðinu tókst að láta þær standa i stað meðan laun almennt i landinu hækkuðu verulega. Starfsliði i pressusal hefur verið fækkað úr rúmlega 250 niður i 170 og það sem meira er: samanlögð laun þessara 170 eru ekki nema 55% af þeim launum sem áður voru greidd. Þetta skýrir útgáfustjórnin meö þvi að yfirvinna hafi verið stórlega minnkuð. Prentarar missa tökin En fyrir prentara og samtök þeirra er útlitið ekki eins gott. Af uþb. 250 verkfallsmönnum hafa rúmlega 200 verið reknir frá blaðinu og að sögn útilokaðir frá öllum blöðum landsins. 15 prenturum hefur verið stefnt fyrir rétt sakaöir um þátttöku i skemmdarverkunum. Einn verkfallsmaður hefur stytt sér aldur og tveir til viöbótar reynt slikt hið sama. Aðrir starfs- menn blaðsins hafa einnig farið illa út úr deilunni og yfir 1.200 manns tapað einhverjum tekjum vegna þátttöku i verkfallsvöktum og öðrum stuðnings- Deilurnar hafa einnig komið mög hart niður á samtökum prentara. Þau hafa orðið að leggja fram yfir tvær miljónir dollara úr verkfallssjóðum sinum til stuðnings verkfallsmönnum. En ósigur prentaranna markar einnig timamót að þvi leyti að nú hallar sennilega mjög undan fæti hjá samtökum prentara um allt landið. Siöan prentararnir á Washington Post töpuðu verkfallinu hafa prentarar á mörgum öðrum blööum orðið að samþykkja málamiðlunar- tillögur sem hafa i för með sér verulega fækkun starfsliðs. Landssamtök prentara missa stöðugt félaga vegna þessarar þróunar og hefur þeim sem vinna við blöö fækkaö úr 22 þúsundum i 18 þúsund á fjórum árum. ósigur prentaranna á Washington Post hefur einnig haft þær afleiðingar að prentarafélögin hafa misst allt vald á starfsskipulagi og ákvörðun um starfs- mannafjölda i blaða- prentsmiðjum Bandarikjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.