Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 OPIÐ BREF til Vilhjálms Hjálmarssonar Sæll Vilhjálmur! Ég fékk bréfið frá þér i morgun og svo sem siðaðra manna er háttur sest ég niður til svara. Sendingin þin var þó enginn glaðningur enda þótt við þvi hafi verið búist. I stuttu máli var þar að finna þá frómu dagskipan þina að ég og min fjölskylda skyldum gera svo vel að lifa af 30.000 — þrjátiuþúsundkrónum — fram að útborgun almennra lána, einhvern tima i mars 1977 ef að likum lætur. Ég veit svo sem að timarnir eru erfiðir. Og að allir þurfa að herða sultarólina. Við i Gautlandi 19 er- um ef svo ber undir vön þvi að gera sljka hluti. En núna fáum við ekki séð á hvern hátt þessi upp- hæð á að duga. Þess vegna skrifa ég þér bréf með kröfu, af þvi þér er málið skylt að svara þvi hér á þessum sama vettvangi. Til upplýsinga fyrir þig og aðra ætla ég að rekja aðstæður minar og minna i fáum orðum. Ég og maki minn lukum stúdentsprófi vorið 1975. Þar sem við vorum svo óforskömmuð að eignast barn i april það ár, varð kona min frá launaðri vinnu það sumarið allt en hóf siðan um haustið nám i Fósturskóla Is- lands. Ég hafði vinnu sem opin- ber starfsmaður i þrjá mánuði og hafði fyrir snúð minn u.þ.b. 250.000. Um haustið réðst ég i nám við Háskóla íslands, i sagn- fræði. Engin haustlán fékk ég — svo sem þú hafðir fyrirskipað. Loks i mars 1976 barst innan um bréfalúguna mina alm. lán frá þér upp á 350.00. Auðvitað hafði sumarhýran — sem þú og þitt rikisvald höfðuð skammtað mér, engan veginn dugað sem vetrar- forði. Raunar verið uppurin strax um haustið. Þvi hlaut svo að fara að greiða áfallnar skuldir en litið meira. Þvi var einn kostur til. Og hann var einfaldlega sá að hverfa frá námi. Enn leitaði ég á náðir þin- ar, hóf i mars 1976 störf við Skatt- stofuna i Reykjavik. Vann ég svo þar fram á s.l. haust, að ég byrjaði aftur i sagnfræðinni. Eins og þér er mæta vel kunnugt um eru opinberir starfsmenn engan veginn ofsælir af launum sinum enda fór svo að þau dugðu rétt rúmlega til lifsframfæris þann tima sem unnið var fyrir þeim. Hvað konu mina varðar, þurfti hún sem fósturnemi að vinna á dagvistunarheimili, á nema- kaupi. Þú veist liklega gjörla hver sú hungurlús er svo ég þarf ekki að tiunda slikt. Astæður þess að áfram var ráðist i nám nú i haust voru i stuttu máli þær, að þitt háa ráðu- neyti hafði gefið út reglugerð þess efnis að Fósturskólanemar á 3ja ári, nytu fullra lána. Bæði haust- og almennra lána. Vegna lágra tekna konu minnar, áttum við von á þvi að hún fengi fullt haustlán og með sparnaði hefði verið hægt að láta enda ná saman fram yfir áramót. Siðan kom babb i bátinn. A fundi i Fósturskólanum hjuggu nemendur eftir þvi að þegar þú varstspurður hverju það sætti að Fósturnemar fengju engin haust- lán, svaraðir þú þvi til að ósköp væri að heyra: þú hefðir bara ekki vitað slikt. Hvort það gæti verið? Og þar höfðu menn svörin á reiðum höndum. Þvi er staðan þannig núna að pyngjan er tóm og ávisun frá þér upp á 30.000 kr. er ætlað að sjá okkur farborða næstu 3-4 mánuðina. Til að afhjúpa smæð tillags hins opinbera svo nám þurfi ekki að vera forréttindi hinna efnameiri, get ég til gaman bent þér á að húsaleiga og laun til gæslukonu barns okk- ar, gera til samans 35.000 kr. á mánuði hverjum. Aðrir liðir, eins og matur,klæðiog bókakostnaður fer auðvitað langt fram úr þeim kostnaðarkvóta sem þú viður- kennir i reglugerð lánasjóðsins. Nú langar mig til að varpa fram nokkrum spurningum, og itreka þá frómu ósk að þú svarir þeim hér á sama vettvangi. Raunar veit ég að slik itrekun er óþörf þar sem svo vel upplýstur brekkubóndiaf austfirsku kyni á i hlut. 1. Hvernig á að haga mfnum lifnaði konu minnar og barns, til þess að þrjátiuþúsundin dugi i 3-4 mánuði? 2) Með hvaða rökum er hægt að synja fósturnemum lán úr LÍN, þegar þess er gætt að þær hafa, undangengna 20 mánuði stundað samfellt nám en haft svo til engin tækifæri til að afla sér tekna á þessu timabili? 3) Með hvaða rökum er hægt að Vilhjálmur Hjálmarsson bjóða námsfólki óhagstæðari opinber lán en öðrum þjóðfélags- þegnum? 4) Bentu mér á ráð til að skilja þann sannleik þinn, að nýju út- hlutunarreglurnar fyrir LtN séu miðaðar við að jafna náms- kostnað og koma i veg fyrir að nám verði forréttindi hinna efna- meiri? Ég sé ekki ástæðu til að varpa fram fleiri spurningum, enda verða svör þin við þeim ærið um- hugsunarefni, ef að likum lætur. Forsendur bréfs þessa eru þær að þrátt fyrir itrekuð andmæli námsfólks gegn ólánslögum þin- um, virðist upplag þitt og eðli ekki gefa tilefni til skilnings á bágum kjörum okkar. Þess vegna er gripið til þessa ráðs: áð varpa ljósi á eitt tiltekið vandamál, ekki vegna sérstöðu þess heldur samstöðu með vandamálum alls þorra námsfólks. Þá er og að vel- vilji aðstandenda er ekki tekinn með i þetta dæmi, einfaldlega vegna þess, að það er skoðun min að slikt komi engan veginn til álita þegar lánsfjárþörf mín sem sjálfstæðs einstaklings er metin. Að reka fullorðið fólk á ný heim til föðurhúsa i leit að æti getur ekki verið efnahagsráðstöfun sem borgar sig. Ég vil að lokum itreka enn á ný kröfu mina um svör við bréfi minu hér á sama vettvangi og sendi þér um leið blendnar kveður minar og minna. Virðingarfyllst Valþór Hlöðversson, námsmaður Til viðskiptamanna banka og sparisjóða Þann 20. nóvember 1976 ganga i gildi breyttar reglur um vexti við innlánsstofnanir, samkvæmt tilkynningu Seðlabanka íslands, dags. 21. september 1976. Þessar reglur fela m.a. i sér hækkun á vanskilavöxtum (dráttar- vöxtum) úr 2% i 2,5% á mánuði eða fyrir brot úr mánuði. Athygli viðskiptamanna innlánsstofnana er vakin á þvi, að frá 20. nóvember 1976 verða tékkar þvi aðeins bókfærðir á hlaupareikn- inga, að innstæða eða yfirdráttarheimild sé fyrir þeim. Sé svo ekki, þegar tékka er framvisað, verður reikningnum lokað fyrir frekari skuldfærslum. Áhersla er lögð á, að sérhver innstæðulaus tékki verður tekinn til innheimtumeðferðar, og skuldari jafnframt krafinn um vanskila- vexti og innheimtukostnað. Innstæða reikningsins verður kyrrsett og henni ráðstafað til greiðslu kröfunnar svo sem hún nægir til. Þá er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi atriði: Tékkainnheimta er tekin upp i vaxandi mæli hjá reikningsbanka og kröfugerð haldið bæði að útgefanda og framseljanda, samfara lokun reiknings. Seðlabankinn annast innheimtu áfram, þegar tilefni gefst til. Breyting i framkvæmd nær nú fyrst til hlaupareikninga einna, en unnið er að þvi, að heildarreglur, sem ná bæði til hlaupareiknings- og ávisanareikninga, taki gildi sem fyrst i næsta mánuði. Reykjavlk 19. nóvember 1976. SAMVINNUNEFND BANKA OG SPARISJÓÐA V___________________________ ________________________________/ 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðrún Guðlaugsdótt- ir heldur áfram lestri „Halastjörnunnar”, sögu eftir Tove Jansson (2). Til- kynningar kl. 9.30 Þingfrétt- irkl. 9.45. Létt lög milli at- riða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntón- leikar kl. 11.00: Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leikur „Fiðrildið”, ballettmúsik eftir Jacques Offenbach: Richard Bonynge stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Póstur frá útlöndum Sendandi: Sigmar B. Hauksson 15.00 Miödegistónieikar Sergej Rakhmaninoff og Sifóniuhljómsveitin i Fila- delfiu leika Pianókonsert i fis-moll op. 1 nr. 1 eftir Rakhmaninoff: Eugene Ormandy stj. Filharmóniu- sveitin i Ösló leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr op. 4eftir Johan Svendsen: Miltiades Caridis stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um timann. 17.50 A hvitum reitum og svörtum Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál, — þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði Arnmundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þátt- inn. 20.00 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum Hjálmar Arnason og Guð- mundur Arni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.30 „Upp til fjalla”, hljóm- sveitarverk eftir Arna Björnsson Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stjórnar. 21.50 Ljóðalestur Ingólfur Sveinsson les frumort ljóð. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók Þor- valds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor les (13). 22.40 Harmonikuiög Erik Frank leikur. 23.00 A hljóðbergi„Dagur i lifi tvans Denisovitsj” eftir Alexander Solsjenitsin. Eli Wallach les kafla i enskri þýöingu eftir Marianne Mantell. . 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. i sjónvarp 20.00 F’réttir og veöur 20.30 Augiýsingar og dagskrá 20.40 McCioud Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Illur fengur. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.10 Söngur og ijóö Sigrún Haröardóttir flytur eigin ljóð og annarra. Flytjendur með henni eru Magnús Kjartansson, Ingólfur Steinsson og’ Ragnar Sigur- jónsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.25 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.55 Dagskrárlok. 1/2 folaldaskrokkar, 390 kr. kg., tilbúnir í frystinn Eigum ennþá allt lambakjöt á gamla verðinu: Góð matarkaup Heilir skrokkar 549 kr. kg. lsti verðflokkur. Nýreykt hangikjötslæri 889 kr. kg. Nýreyktir hangikjötsframpartar 637 kr. kg. Hálfir hangikjötsskrokkar 731 kr. kg. DSJ®TT[MD[ö)@Tr®Œ>Dl]íí] Laugalœk 2 - Reykjavlk - Sími 3 50 20 Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SIMI 53468 NEMAR Viljum ráða nema í ketil- og plötusmiði og rafsuðu Landssmið j an

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.