Þjóðviljinn - 31.12.1976, Page 3
Föstudagur 31. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Eru fjölbýlishús-
in í Breiðholtinu
BRUNAGILDRUR?
Anna Lilja Gestsdóttir:
Reyndiaöbrjótast
reykkófiö meö 4
neyddist til aö
— Ég var ein heima með fjór-
um börnum minum þvi eigin-
maðurinn er á sjúkrahúsi um
þessar mundir, sagði Anna Lilja
Gestsdóttir. —Skömmu eftir að
dóttir min kom heim slokknuðu
skyndilega öll ljós og við heyrð-
um læti frammi á gangi. Við
reyndum að komast alla leiðina
niður stigana, en mökkurinn
varð fljótlega svo þykkur og
megn, að við urðum að hörfa
aftur inn i ibúðina. Dóttir min,
sem er tólf ára, hélt á tveggja
ára gömlum bróður sinum og
missti hann i stiganum þegar
reykurinn var að verða henni
ofviða, svo við þökkuðum fyrir
að komast heil á húfi inn i ibúð-
ina aftur.
Elsta barnið, þrettán ára son-
ur minn, rauk þá út á svalir og
klifraði alla leiðina niður enda
þótt ég reyndi að telja honum
hughvarf, en hinum börnunum
tókst mér að halda sæmilega ró-
legum enda þótt ferðalagið mis-
heppnaða niður stigana hefði
komið okkur úr jafnvægi.
Við fórum svo út á svalir rétt
fyrir hálftiu og stóðum þar i
kuldanum i um einn og hálfan
tima áður en okkur var bjargað
niður. Þá voru tviburarnir litlu,
þessir tveggja ára, orðnir ansi
slæmir þar sem þeir eru veikir i
lungunum og ég var lika orðin
dösuð svo ég bað slökkviliðs-
mennina um að taka mig niður i
næstu ferð, en þeir voru þá önn-
Sex geymsiur gjöreyðilögðust og aðrar skemmdust mikið. Eldsupptök áttu sér stað þar sem Ijós-
myndarinn stendur og eins og sjá má er milliveggurinn inn i næstu geymslu, þar sem Anna Lilja Gests-
dóttir stendur brunninn niður. Sannarlega ekki glæsilegt um að litast þarna. Myndir: — eik.
um kafnir við að flytja fólk af
efri hæðunum.
Við sváfum svo hjá vinafólki
okkar eftir þetta erfiða kvöld,
en i dag kemur rafmagn aftur i
ibúðirnar svo að vonandi fellur
allt i sæmilegan farveg aftur
lyrir áramótin.
—gsp
Sótti mörg börn fram á
gang og hjálpaði út
Ég heyrði mikla smelli i ofn-
unum hérna klukkan rúmlega
hálfniu og skömmu siðar fór raf-
magnið af, sagði Guðberg Hall-
dórsson. — Konan min hljóp þá
upp á 4. hæö á meðan ég fór i
simann og reyndi að hringja á
slökkviliðið, en áður en ég fékk
samhand rofnaði allt simasam-
band viö húsið.
Ég fór þvi á eftir konunni og við
rákum þau börn sem komin voru
fram á gangana niðurá 1. hæð og
lyftum þeim þaðan yfir svalirnar
okkarog niður á jörð. Ég hjálpaði
lika konu með þriggja mánaða
gamalt barn yfir svalirnar hjá
mér, en þegar ég reyndi siðan að
fara aftur fram og sækja fleira
fólk var allt orðið svart af reyk og
ég varð að hörfa til baka.
Guðberg sagöi að tiu mínútum
eftir að eldurinn kom upp hefði
ekki verið um neitt annað að ræða
fyrir fólk en að loka ibúðunum
sinum vel og biða úti á svölum
eftir aðstoð. Ekki hefði verið
viðlit að komast upp á efstu hæð
og þaðan i gegnum sérstakar dyr
yfir f næsta stigahús... til þess
hefði reykurinn verið alltof megn.
—gsp
Allir stiga-
gangar fyllt-
ust af reyk
á örfáum
mínútum
Gylfi Ölafsson var einn þeirra
ibúa sem var að hreinsa drasl úr
geymslunum og koma þvi upp á
vörubila með aðstoð vélskóflu.
Hann sagði að allir stigagangar
hefðu fyllst af reyk á skömmum
tima eftir að eldurinn kom upp,
og ekkert hefði þýtt að reyna að
komast út, eða yfir i næsta stiga-
gang, með þvi að nota ganga
hússins.
— Það sváfu þrir eða fjórir i
ibúðunum sinum i nótt, sagði
Gylfi. — Hinir fengu allir inni hjá
vinum og kunningjum, auk þess
sem okkur var tilkynnt að það
væri opið hús á Hótel Esju á
vegum Rauða Krossins.
í Æsufelli 2 eru 43 ibúðir á átta
hæðum og eru ibúar samtals 139
talsins. Allar geymslur eru á
neðstu hæðinni, eða i kjallara, og
gjöreyðilögðust sex þeirra. I
flestum hinna urðu skemmdir
einnig verulegar. A ibúðarhæðum
hússins var ekki um að ræða
neinar skemmdir nema e.t.v.
smávægilegar af völdum reyks i
stigagöngum. Þær skemmdir
höfðu ekki verið kannaðar i gær,
né heldur hugsanlegar reyk-
skemmdir i sjálfum ibúðunum.
—gsp
Guðberg . Halldórsson lyfti mörgum börnum yfir svalirnar hjá sér, en
hann býr á 1. hæö. Hér er hann með einn kunningja sinn úr blokkinni,
Erlend Pálsson, i fanginu.
Guöberg Halldórsson:
Gylfi Ólafsson:
Þau komust öll i hann krappan I fyrrakvöld. Frá vinstri eru þær ntæðg-
ur Þórhildur Elisabetog Anna Lilja, en siðan kemur Sævar Guðmunds-
son ásanil börnum sinum þeim Arna Eyberg og Sólveigu Birnu.
Sævar Guömundsson:
Vissi af börnunum
einum heima og varö
að hlaupa alla leiö
— Ég var staddur suður i
Kópavogi þegar eldurinn braust
út, sagði Sævar Guðmundsson,
einn ibúanna i Æsufelli 2, þegar
hann var spurður um atburða -
rásina i fyrrakvöld.— A heimleið-
inni lenti ég i langri bilakeðju sem
myndaðist vegna flugeldasýning-
ar skáta, og mjakaðist lestin litiö
sem ekkert áfram.
Ég var svona heldur á hraðferð
heim, þarsem konan min var að
vinna og börnin ein i ibúðinni. Mig
grunaði hins vegar ekkert illt
þegar slökkvibilar fóru að geys-
ast framhjá mér á Breiðholts-
brautinni og það var ekki fyrr en
ég sá úr fjarska að jólaseriurnar
utan á blokkinni og öll ljós i ibúö-
unum höfðu slokknað.að mér datt
i hug að eldur kynni að vera laus
heima.
É g reyndi þvi að troðast áfram
á bilnum, en gafst fljótlega upp,
lagði honum við vegarkantinn og
hljóp alla leiðina upp eftir sem
fætur toguðu. þegar ég kom heim
var slökkvistarf i fullum gangi og
mérvarsem beturfer tilkynnt aö
börnin min þrjú, sem eru á
aldrinum þriggja til tólf ára,
væru komin út úr ibúðinni okkar i
aðra ibúð á 1. hæð, og þar væru
þau óhult. Manni létti svo sannar-
lega við þau tiðindi.
—gsp
Ikveikja?
i gær rannsakaöi rann-
sóknarlögreglan af fullurn
kraftibugsanlegeldsupptök i
Æsufelli 2. Y’firheyrsla vitna
stóð yfir en Þjóðviljinn for-
vitnaðist um gang mála, og
var.einna helst talið að um
ikveikju hefði verið að ræða.
Þaö hafði þó ekki fengist
staðfest i gær.