Þjóðviljinn - 31.12.1976, Qupperneq 7
Föstudagur 31. desember 197G 1>JÓÐVILJINN — SIÐA 7
A.ÐAGSRRÁ
Ný viðhorf í
herstöðvamálinu
Árið sem nú er að kveðja hef-
ur verið ár mikilla afmæla og
lesendur Þjóðviljans hafa ekki
farið varhluta af alls kyns
afmælisblöðum á sviði verka-
lýðshreyfingar sósialisma og
þjóðfrelsis. Minnst hefur verið
70 ára afmælis Dagsbrúnar og
60 ára afmælis Alþýðusam-
bandsins. Málgagn islenskra
sósialista Þjóðviljinn hélt
viðfræga afmælishátið i tilefni
40 ára afmælis. En á sviði þjóð
frelsismála var minnst þess að
25 ár voru liðin siðan banda-
riska herliðið fékk á ný aðstöðu
hér árið 1951. Þessi timamót
notuðu herstöðvaandstæðingar
til að fylkja á ný liði gegn her i
landi og efndu til glæsilegrar
Keflavikurgöngu i mai s.l.
Það er þvi fyllilega á dagskrá
að ræða nokkuð dvöl bandarisks
herliðs hér á landi, þegar vist
þeirra hérlendis er að ná inn á
annan aldarfjórðung. Umræða
um herstöðvamálið hefur einnig
verið i allt of þröngum skorðum
og um of einkennst af gamal-
grónum slagorðum og fullyrð-
ingum, en allt of litið gert af þvi
að finna nýja fleti á málinu.
Ágreiningur hjá
hernámssinnum.
Þegar litið er yfir umræður
um herstöðvamáliðá árinu 1976,
þá er ekki hægt að kvarta yfir
þvi að ekki hafi komið fram ný
viðhorf og þá alveg sérstaklega
i röðum hernámssinna sjálfra.
Skal nú vikið litillega að þvi.
Við herstöðvaandstæðingar
höfum jafnan litið á Sjálfstæðis-
flokkinn sem heilsteyptan
flokk hernámssinna, er tækist
að draga aðra með sér. A timum
kalda striðsins hafi þeim tekist
að draga kratana og Framsókn
með sér út i hernámsævintýrið.
En þegar farið er að afhjúpa
ýmis leyndarskjöl bandarikj-
amanna sjálfra um upphaf
bandariskrar ásælni, þá kemur
fram að þeir lita á Vilhjálm Þór
sem „besta vin Bandarikjanna
á íslandi” i áætlunum sinum.
Þannig er SlS-klikan og tök
hennar á Framsókn driffjöður i
hernámsmálinu. Yfirlýsingar
gamalla Alþýðuflokksmanna
sýna hins vegar að kratar hafa
verið hernámssinnar af hug-
sjón, Þeir trúðu eins og Harvard
Lange utanrikisráðherra norð-
manna (krati) á Atlantshafs-
hugsjónina og vildu íeggja sitt
að mörkum og vilja enn. Sjálf-
stæðismenn léku hins vegar
hlutverk tækifærissinnanna er
sáu sér hag og gróða i að stig-
magna hernámið en smituðust
smám saman af „hugsjóna”—
talinu um vernd vestræns lýð-
ræðis og frelsis, sem jafnframt
kom vel heim og saman við
„kommúnistaótta” þeirra.
Þannig verður það hlutskipti
Sjálfstæðismanna að taka siðan
forystuna fyrir hernáminu, m.a.
vegna ágreinings innan Fram-
sóknar. Er liða tók á kalda
striðið varð hersetan og veran i
Nató trúaratriði er ekki mátti
hrófla við og gilti það jafnt fyrir
forystu allra þriggja hernáms-
flokkanna.
Svo virðist sem siðasta
þorskastrið hafi raskað illilega
við þessum trúarsetningum og
Sjálfstæðismenn sjái sig til-
neydda til að hefja nýja um-
ræðu innan flokksins um málið.
Grein Friðriks Sófussonar,
form. SUS, i nýútkomnu hefti
Stefnis bendir i þá átt.
Þrír skoðanahópar
Innan Sjálfstæðisflokksins
virðast vera þrir skoðanahópar
i herstöðvamálinu.
1 fyrsta lagi er það VL-liðið
,sem allt vill gera fyrir Stóra-
Bróður i vestri og heldur tryggð
við trúarsetningar um nauðsyn
varna og elur á óttanum við
rússa. I þvi liði er marga kross-
fara að finna er mest minna á
Eftir Olaf R.
Einarsson
menntaskóla
kennara
dráttarklára á umferðargötu.
1 öðru lagi eru þeir sem hafa i
nýafstöðnu þorskastriði komist
að raun um að engin vörn er i
herstöðinni, en fyrst svo dýrt sé
fyrir Nato að koma sér upp
nýrri aðstöðu, þá beri að selja
þeim aðstöðuna hér. Þessi
stefna sem nefnd hefur verið
„Aronska” á m.a. fylgi hjá
sumum ráðherrum ihaldsins.
Þriðji hópurinn hefur einnig
rumskað i þorskastriðinu en vill
ekki innleiða sölumennsku.
Þessi hópur virðist einnig fylgj-
ast með breytingum á sviði her-
mála og gerir sér ljóst að sú
hætta sem herstöðvaandstæð-
ingar hafa i áraraðir bent á hafi
nú aukist. Talsmaður þessa
hóps er formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna og
skoða verður grein hans sem til-
raun til að ýta viö forystu Sjálf-
stæðisflokksins. Friðrik virðist
(þrátt fyrir marga fyrirvara i
greininni) óttast að herstöðin i
Keflavik sé liklegra skotmark
en hingað til hefur verið talið og
þvi beri að reyna að koma kaf-
Dátaeftirlitinu út á haf. Liklega
óttast ungir sjálfstæðismenn
afleiðingar þeirrar afstöðu
flokksforystunnar að halda
tryggð við trúarsetningar og
kæfa alla umræðu. Þeir sjá að
slik stefna leiðir, eftir siðasta
þorskastrið, til vaxandi fylgis
„Aronskunnar”. Þvi birtir mál-
gagn ungra sjálfstæðismanna
grein um málið eftir formann-
inn og fréttastofa Rikisútvarps-
ins greip (aldrei þessu vant)
fréttapunktinn i timaritsgrein-
inni. Væntanlega tekst að koma
á umræðu um herstöðvamálið i
kjölfar þessa, enda virðist það
aðaltilgangur greinar Friðriks.
Herstöðvaandstæðingar sem
á þessu ári hafa skipulagt sam-
tök sin á nýjan leik og hafa allar
forsendur til að mæta tviefldir i
baráttuna á árinu 1977, ættu að
fagna umræðu um herstöðva-
málið. Þetta mál, sem er mál
málanna, þarf að hefja upp i
þjóðfélagsumræðuna á nýjan
leik á ferskan hátt. Ný vit-
neskja um tildrög hernámsins
og ný viðhorf meðal hernáms-
sinna kalla á ný vinnubrögð og
nýja röksemdafærslu hjá her-
stöðvaandstæðingum. Ef það
verður, þá verður komandi ár
árangursrikt i þjóðfrelsisbar-
áttunni.
dæmis héldu sósialistar þvi fram
að hlutleysi væri besta vörnin.
Utanrikisráðherra Bandarikj-
anna sá aumur á ráðherrunum og
er þetta haft eftir honum:
„Ég stakk upp á þvl að þessu
mætti svara meö þvl aö minna
á reynslu nokkurra smá-
þjóöa...”
Gengisfelling eftir kosn-
ingar
Þannig áttu bandariskir vinir
ráð undir rifi hverju — ekki skorti
það. Og þeir mikluðust yfir
árangrinum sem ráðleggingar
þeirra veittu, sérstaklega þótti
þeim mikið til koma þegar sósial-
istum var vikið úr forystu ASÍ:
„Þessi árangur hefur oröiö
enn meiri vegna þess aö
kommúnistar misstu tökin I is-
lenska verkalýössambandinu I
nóvember 1948.”
Þá lögðu bandarikjamenn á
ráðin um stjórn efnahagsmála,
einkum voru þeir ólmir i gengis-
fellingu. Þó var sá meinbugur á
að skammt var i kosningar, en.
,, Eftir kosningar sem fram
eiga aö fara i októbcr 1949, gæti
gengisfclling oröiö fram-
kvæmanlegri en nokkru sinni
fyrr eftir strið.”
Áætlun gegn sósialistum
Til þess svo að tryggt sé að is-
lenskir ráðamenn hangi á linunni
er jafngott að gera framtiðar-
áætlun fyrir þá um það hvernig
eigi að vinna á islenskum sósial-
istum. Bandariskur embættis-
maður segir frá þvi að utanrikis-
ráðuneyti Bandarikjanna
„...ætti að leggja drög aö og
byrja þegar aö framfylgja
áætiun i þvi skyni aö draga úr ;
hugsanlegu varnarleysi is-
lensku rikisstjórnarinnar
gagnvart hugsanlegu valdaráni
kommúnista.”
Ekki er minnsti vafi á þvi að
þessi áætlun hefur verið gerð. A
næstu árum þegar bandariska ut-
anrikisráðuneytið birtir skýrslur
áranna eftir 1949 má vafalaust
lesa um áætlun þessa og hvernig
hún var framkvæmd. —s
breytingartillögur
Ragnar Arnalds flutti
13
við fjárlög
Hér f Þjóðviljanum
hefur verið sagt frá all-
mörgum breytingartil-
lögum, sem einstakir þing-
menn fluttu við afgreiðslu
fjárlaga nú í desember.
Að þessu sinni verður
greint frá nokkrum breyt-
ingartillögum, sem
Ragnar Arnalds flutti, en
þær voru þessar:
1. Framlag til byggingar grunn-
skóla á Skagaströnd hækki úr
3 i 12 miljónir.
2. Framlag til byggingar grunn-
skóla i Varmahlið hækki úr 23
miljónum i 32 miljónir.
3. Framlag til byggingar grunn-
skóla i Haganeshreppi
Fljótum Skagafirði hækki úr 3
i 8 miljónir.
4. Til safnahúss á Sauðárkróki
verði veitt kr. 300 þús.
5. Til héraðsskjalasafns Skag-
firðinga verði veitt kr. 200 þús.
6. Til safnahúss á Blönduósi
verði veitt kr. 300 þús.
7. Framlag tíl byggingar heilsu-
gæslustöðvar á Hvamms-
tanga hækki úr 2 og i 10
miljónir.
8. Framlag til byggingar sjúkra-
húss á Blönduósi hækki úr 22
og i 36 miljónir.
9. Framlag til byggingar sjúkra
húss á Sauðárkróki hækki úr
28 og i 36 miljónir.
10. Framlag til byggingar sjúkra-
húss á Siglufirði hækki úr 5 og
i 10 miljónir.
11. Til læknamóttöku á Hofsós
verði veittar 2 miljónir.
;2. Framlag til sinfóniuhljóm-
sveitarinnar hækki um 2
miljónir úr 60,8 og i 62,8 með
tilliti til þess, að hljómsveitin
ráði tónskáld til starfa, og
verði staða tónskálds veitt til
hálfs eða eins árs i senn.
Þá flutti Ragnar Arnalds ásamt
Stefáni Jónssyni tillögu um að
framlag til grænfóðurverk-
smiðja hækki úr 29,5 miljón-
um i 69,5 miljónir, og þar af
verði 20 miljónum varið til
græhfóðurverksmiðju i Hólm-
inum i Skagafirði og öðrum 20
miljónum til grænfóðurverk-
smiðju i Saltvik i Suður-
Þingeyjarsýslu.
Allar þessar breytingartillögur
voru felldar.
Sútun hf. leggur upp laupana
Afleiöing af loöskinnastríöi
A Akranesi hefur veriö starf-
rækt i uþb. áratug sútunarverk-
smiöja og er hún nú i eigu Loö-
skinns hf. sem striöiö hefur staöiö
um á Sauöárkróki. Þar sem Loö-
skinn hf. fær ekki hráefni frá slát-
urfélögunum hefur öliu starfs-
fólki verksmiöjunnar um 9
manns, veriö sagt upp og hættir
starfsemin 1. febr. n.k. Þessar
upplýsingar gaf Jón Asbergsson
forstjóri i samtali viö Þjóöviljann
I gær.
SIS sem hingað til hefur útveg-
að Loðskinni hf. hráefni hefur nú
ákveðið að vinna þau að mestu
sjálften á sinum tima fékk siðar-
nefnda fyrirtækið lán frá At-
vinnumálanefnd rikisins til að
hýggja upp iðnað á atvinnuleysis-
stöðum gegn loforði SIS um að út-
vega nægt hráefni á næstu árum
eins og það var orðað. Nú hefur
SÍS heykst á þessu og sagði Jón að
þeir hefðu aðeinsfengið loforð um
35 þúsund gærur sem nægöu verk-
smiöjunni á Sauðárkróki i 1-2
mánuöi i mesta lagi. Þvi væri
ekkert um annað að gera en að
leggja verksmiðjuna á Akranesi
niður og vona hið besta að eftir
páska rætist eitthvað úr með
verksmiðjuna á Sauöárkróki sem
væri bæði nýrri og mannfleiri og
mikilvægari staðnum en verk-
smiðjan á Akranesi.
1 Sútun hf. á Akranesi hefur
farið fram þvottur, klipping og
forsútun en siðan hafa gærurnar
verið fluttar til Póllands til full-
vinnslu og mun SIS ætla að hafa
sama hátt á með Póllandsútflutn-
■ing sinn.
—GFr.