Þjóðviljinn - 31.12.1976, Qupperneq 9
Föstudagur 31. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — 9
Vinstristúdentar myrtir á lóö háskólans i Bangkok I Thailandi. Hægrisinnuö her-
foringjaklika hrifsaöi þar til sin völdin i október, og er liklegust afleiöing þess
valdaráns sú, aö vinstrisinnar munu i auknum mæli sameinast i vopnaðri baráttu,
sem Ijúki meö sigri byltingarafla.
Þeldökkir æskumenn i uppreisninni I Soweto, einu af úthverfum Jóhannesborgar. Hrunadans
hins hvita veldis um sunnanveröa Afriku hefur eflt andófs- og uppreisnarhreyfingu þeldökkra
manna I Suður-Afrlkulýöveldinu sjálfu kjark og áræöi. Stjórn Vorsters hefur reynt að verða sér
úti um frest meö stofnun lepprikja og meö þvi aö etja svörtum þjóðum hverri gegn annarri, en
fáir trúa þvi aö sú baráttulist dugi til lengdar.
King Kong varö frægust þeirra mynda sem kvikmyndaiönaöurinn ber nú bumbur fyrir og fjalla helst
um stórslys og ferleg skrlmsli. Auglýsingaherferöin ein kostaöi sem svarar tveim og hálfum miljaröi
króna. Hér á myndinni liggur skrlmsliö dautt eftir aö hafa gengiö mikinn berserksgang I ástarraunum
sinum.
Bierman, austurþýskt skáld og söngvari, kommúnisti
og andófsmaöur, á tónleikum I Köln. Yfirvöld I DDR
notuðu tækifæriö þegar hann fór vestur um til tónleika-
halds og geröu hann útlægan. Þau hlutu aö launum
óvenju mikii og sterk mótmæli frá austurþýskum
menntamönnum.
(Jrgangur atómiönaöarins hefur valdiö vaxandi áhyggjum almennings.
íbúar ýmissa bæja I Vestur-Þýskalandi böröust af mikilli fylgni gegn
atómorkuverum, og þau orkuver uröu einnig afdrifarlkt hitamál I
kosningum I Sviþjóö
Enrico Berlinguer, leiötogi ftalskra kommúnista,
gengur I forsetahöllina I Róm til pólitlskra viöræöna.
Flokkur hans vann veigamikinn sigur I þingkosningum I
júnlogkom þá greinilega íljós aðekkier unnt aö stjórna
landinu án hans. Bandarlkin og Nató höföu þungar
áhyggjur af stjórnmálaástandi á ttaliu.
Jimmy Carter hnetubóndi sigraði Ford
fcrseta i kosningaslag I Bandarlkjunum, sem þótti
venju fremur tómlegur og marklltill. Carter er nú
að týna saman i ráðuneyti sitt nálægt áramótum,
og enn eru menn að spyrja eins og i upphafi
kosningabaráttu: til hvers er þessi forseti auðug-
asta rikis heims helst liklegur?
. .
Harold Wilson kveöur embætti sitt. Ariö 1976 var um margt ár fallinna foringja,
og Wilson varö einna fyrstur til aö vlkja — sagöi af sér af sjálfsdáöum. Enda hef-
ur enginn þótt öfundsveröur af aö stjórna Bretlandi, tröllriönu af
atvinnuleysi og orkuskorti.
Hvltir'hermenn I Ródeslu: eftir aö veldi portúgala I Afrlku'hrundi efldust skæru
hreyfingar blökkumanna sem berjast gegn hvitu minnihlutastjórninni I
Ródeslu. Nú hefur alllengi veriö þæft um dagsetningar á Ródesiuráöstefnu I
Genf.en þaö er augljóst aö dagar stjórnar Ians Smiths eru taldir.