Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 10
10 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1976 Nýjársglaðningur: Hækkun póst- qg símgja Ida Góð tíðindi frá líðandi ári Minnsti íslendingurinn fékk vinnu Sl. vor birtist i Þjóðviljanum viðtal við Sigriði Astu Guö- mundsdóttur, sem vakti tals- verða athygli. Sigríður Asta er aðeins 98 sm á hæð og þvi vafa- laust minnsti islendingur sem nú eruppi. i viðtalinu kom fram að hún var atvinnulaus og hafði verið sagt upp á tveimur vinnu- stöðum vcgna þess að henni hafði ekki verið treyst til að vinna vegna smæðar. Eftir að hafa verið atvinnulaus í nær tvö ár fékk hún vinnu 1. október sl. sem simsvari hjá Hagstofu ís- lands og hefur nú verið fast- ráðin þar og stendur sig vel. Þjóðviljinn hafði samband viö Siggu Astu og var hún hin ánægðasta eftirað hafa látið sér leiðast og lifað við nauman kost i lengri tima. Það var Karl Brand hjá Endurhæfingaráði rikisins sem útvegaði mér þessa vinnu og er ég honum afskap- lega þakklát, sagði hún. Sigga Asta ásamt blaðamanni Þjóðviljans. Hún er næstum helmingi minni (Ljósm.: eik) Sigga er þekkt fyrir glaðværð, dugnað og æðruleysi og hefur flækst um heiminn upp á eigin spýtur. Fyrir slika manneskju er þvi annað en gaman að standa uppi atvinnulaus og eru þvi fastráðning hennar hjá hag- stofunni i flokki góðra tiðinda frá þvi ári sem nú er að liða. —GFr Banaslysum fækkaði 119 bjargað úr lífsháska i skýrslu frá Slysavarnar- félagi íslands kemur fram að 10 færri islendingar létust af slys- förum á árinu en i fyrra og 20 færri en i hitteðfyrra. Fjórir út- lendingar létust i slysförum á árinu. AIls létust 73 islendingar (83 ’75) , flestir af vöidum drukknana i sjó eða vötnum, samtais 37 (18), og i umferðar- slysum, samtals 21 (35).Enginn fórst i flugslysi á árinu. Bana- slys urðu flest i marz (13) og júni (10). Hundrað og nitján mönnum var bjargað úr ýmsum lifsháska á árinu. Skip. sem fórust 1976 — Mannskaðar Hinn 2. mars fórst v/s Hafrún AR 28, 75 tonn, frá Eyrarbakka út af Hópsnesi, er báturinn var á leið til loðnuveiða, og með bátn- um áhöfnin 8 manns (1 kona og 7 karlmenn). Hinn 12 april hvolfdi og sökk v/b Alftanes GK 51, 75 tonn, skammtundan Hópsnesi er bát- urinn var að koma úr róðri og með bátnum 2 menn. Hinn 4. mai hvoldi og sökk v/b Þórólfur Brækir IS 28, 12 tonn, á rækjuveiðum i mynni Alfta- fjarðar við ísafjarðardjúp og með bátnum 1 maður. Skip. sem fórust 1976 — Mannbjörg. Hinn 12. april hvolfdi og sökk v/b Alftanesi GK 51 skammt Miðast við 25% tekjuaukningu Pósts- og síma Póstog simamálastjónrin hefur fengið heimild fyrir hækkun gjaldskrár póst- og simaþjónustu frá 1. janúar 1977, sem miðast við 25% tekjuaukningu á ári, en hækkunin er mismunandi eftir tegundum gjaida. Við simagjöld- in bætist 20% söluskattur. Helstu breytingar á gjaldskrá fyrir simaþjónustu eru, að af- notagjald sima i sjálfvirka sima- kerfinu hækkarúr kr. 2.900,- (með söluskatti kr. 3.480.-) á ársfjórð- ungi i kr. 3.900.- (með söluskatti kr. 4.680.-) eða um 35%. Gjald fyrir umframsimtöl hækkar úr kr. 7,50 (með söluskatti kr. 9.00) i kr. 8.70 (með söluskatti kr. 10.44) fyrir hvert teljaraskref eða um 16%. Fjöldi teljaraskrefa, sem innifalin eru i afnotagjaldinu, er óbreyttur, en timabil næturtaxta fyrir sjálfvirk langlinusamtöl lengist um 1 klst. á dag frá mánu- degi til föstudags og hefst kl. 19.00 i stað 20.00. Almennt giald fyrir flutning á sima hækkar úr kr. 10.000,- (með- söluskatti kr. 12.000.-) i kr. 13.500.- (með söluskatti kr. 16.020.-). Stofngjald fyrir sima, sem tengdur er við sjálfvirka undan Hópsnesi, er báturinn var að koma úr róðri. V/s Hrafn Sveinbjarnarson GK bjargaði 6 mönnum af áhöfn bátsins. (2 menn fórust) Hinn 4. mai hvolfdi og sökk v/b Þórólfur Brækir ÍS 28, er báturinn var að rækjuveiðum út af mynni Alftafjarðar við ísa- fjarðardjúp. Tveir menn björg- uðust i Gúmmibát og siðar um borð I Finnbjörn 1S 37 (1 maður fórst.) Hinn 19. júni sökk v/b Bára IS Framhaid á bls. 22 kerfxð, hækkar úr kr. 20.000.- (með söluskatti kr. 24.000.-) i kr. 27.000,- (með söluskatti kr. 32.400.-/. Afnotagjöld i handvirka kerfinu hækka um 35%, en hins vegar hækka gjöld fyrir hand- virka simaafgreiðslu yfiríeitt um 16%. Gjald fyrir simskeyti innan- lands hækkar úr kr. 9.00 (með söluskatti kr. 10.80) i kr. 10.00 (með söluskatti kr. 12.000 fyrir hvert orð, minnst gjald er 7 orð. en til viðbótar kem- ur kr. 85.00 (með söluskatti kr. 102.00) grunngjald fyrir hvert simskeyti. Þannig hækkar gjald fyrir 10 orða simskeyti um 15.6%. Sem dæmi um breytingar á gjaldskrá fyrir póstþjónustu má nefna, að burðargjald fyrir 20 gr. bréf innanlands og til Norður- landa hækkar úr kr. 35.00 i kr. 45.00 og til annarra landa úr kr. 45.00 i 60.00. Póstkröfugjald hækkar úr kr. 65.00 i kr. 85.00, póstávisanagjald úr kr. 80.00 i kr. 105.00, ábyrgðargjald úr kr. 75.00 i kr. 100.00 og giróþjónustugjald úr kr. 45 i kr. 60.00. Vinnings- númeriö í listmuna- og bóka- happdrætti herstööva- and- stæöinga (Umboðsmenn úti á landi og i Reykjavik sem eiga eftir að gera skil, hafi samband við skrifstofuna að Tryggvagötu 10 i sima 17966 þann 3. jan. 1977.) Hér á eftir fara vinnings- númer i Listmuna- og bóka- happdrætti Samtaka her- stöðvaandstæðinga. Fyrst fara númerin á vinningunum og siðan vinningsnúmerin á happdrættismiðunum: 1. Nr. 292 21. — 1671 2. — 757 22. — 1167 3. — 587 23. — 1969 4. — 1362 • 24. — 483 5. — 1360 25. — 1048 6. — 1665 26. — 956 7. — 819 27. — 553 8. — 723 28. — 2117 9. — 2805 29. — 1226 10. — 2596 30. — 1099 1 1. 1782 31. — 824 12. — 793 32. — 2042 13. — 2774 33. — 2964 14. — 2759 34. — 912 15. — 2444 35. — 2492 '<?• - 856 36. — 1576 17. — 2137 37. — 2504 18. — 2311 38. — 2251 19. — 2963 39. — 2305 20. — 563 Þingaö um fiskveröiö Að sögn Sveins Finnssonar hjá verðlagsráði s jávarútvegsins voru yfirnefndir að störfum I gær, við að reyna að ná samkomulagi um fiskverð og loðnuverð, en það ersitthvor nefndin sem f jallar um þessi mál. (Loðnan ekki fiskur?) Söltun er betri vörn en naglar segir Gunnar Guðjónsson hjá SVR Eins og skýrt hefur verið frá I Þjóðviljanum undanfarna daga hefur meirihluti vagnstjóra SVR krafist þess að snjónaglar verði settir á dekk strætisvagn- anna, til öryggis i hálkuakstri. Um þetta eru þó ekki allir sam- mála, ekki einu sinni þeir sem vinna að akstri vagnanna, eða hafa gert það I áratugi en eru nú vaktformenn. Gunnar Guðjónsson vaktfor- maður hjá SVR hefur starfað sem vagnstjóri og siðar vakt- stjóri hjá SVR i 30 ár. Hann sagði i viðtali við Þjóðviljann i gær að á sinum tima hefði hann verið hlynntur þvi að dekk vagnanna væru negld og hann sagðist myndi vilja láta negla þá, ef götusöltun væri ekki i lagi, hjá gatnamálastjóra. Gunnar sagði að nokkuð hefði skort á að söltun gatna i hálku hefði verið i lági undanfarin ár, en nú hefur gatnamáladeildin fengið ný og fullkomin og mjög fljótvirk tæki tilað salta göturn- ar og hefði söltun aldrei verið betri en það sem af er þessum4 vetri. ,,Og ef ég ætti að velja á milli þess að göturnarséu saltaðar og nota ekki nagladekk, eða nota nagla og draga úr söltun, þá myndi ég hiklaust velja söltun. Og meðan söltunin er i lagi, er t ég andv«ígur þeirri kröfu vagn- stjóranna, sem vilja fá nagla,. vitandi það að ef gengi yrði að lcröfum þeirra, myndi verða dregið úr söltun,” sagði Gunn- ar. Hann benti á, að vissulega væru negldir snjóhólbarðar öryggisútbúnaður i hálku, en hann sagðist samt telja, að ef vel er staðið að söltun eins og lofað hefur verið nú eftir að nýju tækin komu sé það enn meira öryggifyrir vagnana en þóttall- ur flotinn færi á negld dekk og _ekki væri saltað. t — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.