Þjóðviljinn - 31.12.1976, Side 11

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Side 11
Föstudagur 31. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 11 RAGNAR ARNALDS, FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Áramótahugleiöingar Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins. Frá 33. þingi Alþýðusambands tslands. ASÍ-þingið og eftirmáli þess Þing Alþýðusambandsins var tvimælalaust einn merkasti atburður liðins drs. Þar sveif rót- tækur andi yfir vötnum, og af- greiðsla mála á þinginu bar aug- ljósan vott um þá hreyfingu til vinstri, sem nú á sér stað meðal fólksins i landinu. Rikisstjórnin var afhrópuð i sérstakri samþykkt og verk hennar fordæmd með mjög miklum meirihluta atkvæða (176:97), og ályktun gegn bandariskri hersetu i landinu og aðild Nató var samþykkt með öruggum meiri hluta (202:157). Með samþykkt nýrrar stefnu- skrár liggur það fyrir, að ASÍ ætlar sér ekki það eitt að vera ópólitisk fyrirgreiðslustofnun verkalýðsfélaga til að auðvelda þeim gerð kjarasamninga, heldur setur sér það mark að berjast fyrir hvers konar hagsmuna- málum alþýðu og tekur ákveðna afstöðu til fjölmargra baráttu- mála, sem efst eru á baugi hverju í stefnuskrá ASl segir m.a.: „Alþýðusamband tslands vill: • efla þjóðfélagsvald verkalýðsstéttarinnar, • koma á lýðræði i atvinnulifinu, • byggja upp efnahags- lýðræði, m.a. með þvi að samfélagið stjórni mikilvægustu fjármála-! stofnunum og öðrum stofnunum, sem veita almenna þjónustu. • efla heilbrigðan og lýðræðislega upp- byggðan samvinnu- rekstur og þá sér- staklega samvinnufélög neytenda, einnig annan þann atvinnurekstur, sem byggir á aimanna- eign fyrirtækja, • afnema einkaeignar- rétt að þvi leyti, sem hann hindrar þróun lýð- ræðis og hagkvæma og skipulega nýtingu náttúruauðlinda þjóðar- innar”. 1 stefnuskránni er vikib að hættunni af erlendum auð- hringum: „tröllaukin fjölþjóða- fyrirtæki leika lausum hala um flesta heimshluta óháð landa- mærum og einoka með háska- legum hætti æ fleiri mikilvæga þætti framleiðslu og heims- verslunar. Ofurvald þessara auðhringa er ein geigvænlegasta ógnunin gagnvart verkalýð alls heimsins og gegn sjáifstæði þjóða og frekast þeirra sem smæstar eru”. 1 inngangi stefnuskrárinnar segir ótvirætt, að verkalýðs- hreyfingin berjist „gegn ihlutun erlendra auðhringa i atvinnu- og fjármálum. Þessar tilvitnanir sýna, að stefnuskrá ASl mótast af vinstri sinnuðum viðhorfum. Það kemur engum á óvart. Eðlis sins vegna hlýtur verkalýðshreyfing að vera vinstrihreyfing. Hún hlýtur að skipa sér andspænis gróðaöflum þjóðfélagsins. Þar á milli er vig- linan dregin, og hitt er pólitiskur öfuguggaháttur að standa báðum megin viglinunnar. Slikt getur komið fyrir einstaklinga, jafnvel einstök verkalýðsfélög, en sjaldnast hreyfinguna i heild. A þessu Alþýðusambandsþingi var öfugsnúin verklýðshyggja á hröðu undanhaldi. Verkalýðs- forysta Sjálfstæðisflokksins á þinginu féllst á hina nýju stefnuskrá nánast án þess að mögla og samþykkti þar með ýmsar grundvallarkröfur vinstri manna, eins og sjá má á fyrr- nefndum tilvitnunum. 1 sannleika sagt virtist ekki komið við kaunin á ihaldsmönnum á ASl-þingi, nema þegar rikis-^ stjórnin sjálf var nefnd á nafn eða bandariski herinn. Þá brugðust þeir ókvæða við. Að öðru leyti létu þeir gott heita. Þeir gerbu sér fyllilega ljóst, að hægri maður, sem jafnframt ætlar að vera forystumaður i verkalýðshreyf- ingunni, verður að vera svolitið tvöfaldur i roðinu. Það var sjálfsagt mál, að and- stæðingar núverandi rikis- stjórnar hefðu sem nánast samstarf með sér á ASl-þingi. Jafnframt var það býsna almenn krafa, sem náöi fram að ganga, að vinstri menn á þinginu tækju ekki neina ábyrgð á kosningu ihaldsmanna i miðstjórn ASt. Alþýðuflokksmenn reyndust þó ekki reiðubúnir að halda sjálf- stæðismönnum algjörlega utan við miðstjórnina, og fór þvi fram kosning, sem annars vegar ein- kenndist af samstarfi Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarmanna um skipan tiu sæta i miðstjórn, en hins vegar af tvisýnni kosningu um þrjú sæti, þar sem baráttan stóð milli Alþýðubandalagsmanna og ihaldsmanna. Styrkur Alþýðubandalags- manna á þessu þingi var meiri en nokkur hafði búist við. Það er rétt, sem ritstjóri Timans sagði i forystugrein nokkrum dögum eftir þingið, að ekki mátti miklu muna, að Alþýðubandalagsmenn yrðu I hreinum meirihluta að lokinni þessari kosningu. Þetta var áhætta, sem Alþýðuflokks- mennirnir tóku fremur en að standa meðihaldinu. Niðurstaðan varð sú, að kjörnir voru 6 Alþýðu- bandalagsmenn (i stað 4 ábur), 2 óháðir, 4 Alþýðuflokksmenn (óbreytt), einn Framsóknar- maður (tveir áður) og 2 Sjálf- stæðismenn. Alþýðuflokknum hótað hörðu Reiði forystumanna Sjálf- stæðisflokksins yfir þessum málalokum kom fljótt i ljós. Morgunblaðið fór i kaldastriðs- ham og skoraði heims- kommúnismann á hólm. Reiði- kast Morgunblaðsins byggðist þó ekki fyrst og fremst á þvi, að áhrif Sjálfstæðismanna i mið- stjórn ASl hefðu minnkað og tveir þingmenn flokksins fallið út úr miðstjórn, Guðmundur Garðarsson og Pétur Sigurðsson, sá fyrri að visu sjálfviljugur á siðustu stundu. Gremjan stafaði ekki siður af hinu, að Sjálfstæðis- menn töldu Alþýðuflokkinn hafa svikið sig i tryggðum. Morgunblaðið hikaði ekki við að benda Alþýðuflokksmönnum á það meðstærilæti þess, sem telur sig hafa húsbóndavaldið, að seinustu áratugi hefðu þeir verið upp á náð ihaldsins komnir innan ver kalý ðsh rey f inga rinna r. . Þannig segir i Staksteinapistlum Framhald á næstu siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.