Þjóðviljinn - 31.12.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Side 13
Föstudagur 31. desember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIDA 13 RAGNAR ARNALDS, FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS: óttast þá tilhugsun undanfarna mánuöi aö kosningar skelli fljót- lega yfir. En nú liöur hins vegar óöum að þvi, aö þeir fari aö skelf- ast meira þá áhættu, sem þvi fylgir fyrir flokkinn, að sitja með ihaldinu i stjórn, þegar kemur að næstu kosningum. Framsóknar- flokkurinn Ýmsir forystumenn Fram- sóknarflokksins hafa betra nef fyrir pólitik en svo, að þeir finni ekki á sér, aö flokkurinn hefur verið á hraöri niöurleið seinustu tvö árin. Flokkurinn var i tals- verðum uppgangi á árunum 1959- 1967 og jók þá hlutfall sitt meðal kjósenda úr 25.7% i 28.1%, en lét siðan undan siga i kosningunum 1971 (25,3%) Og 1974 ( 24,9%). Seinustu árin hefur flokkurinn misst mikið fylgi meðal ungs fólks og styrkur samtaka ungra framsóknarmanna er nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það, sem áður var. Jafnframt hefur fólki orðið það ljósara en áður, að flokkurinn hef- ur valið menn i ýmsar mikilvæg- ar trúnaðarstöður,sem sjálfireru á kafi i fjármálavafstri i eigin- hagsmunaskyni. Forystumenn flokksins hafa sem sagt ekki skynjað, hversu fráleitt er fyrir flokk, sem kennir sig við sam- vinnuhugsjón og félagshyggju, að raða misjafnlega virtum fjárafla- mönnum i lykilstöður á vegum flokksins, og þetta er nú að koma flokknum i koll. Eins og oft vill vera, hafa sögusagnir um „afrek” þessara manna verið nokkuð ýktar, en þó er ástæðu- laust að loka augunum fyrir þvi, að fjármálahirð Framsóknar- flokksins hefur varpað rýrð á flokkinn með umsvifum sinum i seinni tiö. Flest bendir til þess, að Fram- sóknarflokkurinn biði eftir heppi- legu tilefni til að sprengja rikis- stjómina og vinna sig á ný i álit hjá kjósendum. En forystumenn- irnir vilja þó biða enn um sinn með kosningar og láta hugsanleg ágreiningsefni við samstarfs- flokkinn koma skýrar i ljós. Hins vegar vita þeir, að verði flokkur- inn enn i stjórn þegar gengið verðurtil næstu kosninga, verður flokkurinn i augum kjósenda með hættulega slagsiðu til hægri. Sjálfstæðis- flokkurinn Sálarástandiðhjá forystu Sjálf- stæðisflokksins er talsvert flókn- ara en i Framsóknarflokknum. Astæðan er sú, að hjá Sjálfstæð- ismönnum er miklu meira sundurlyndi og forystuleysi. Þar eru ekki lengur tvær meginfylk- ingar, sem takast á, heldur marg- ir hópar. Aðeins litill hluti af þessum hörðu átökum kemur fyrir almenningssjónir, en þó eru þess ýmis dæmi frá liðnu ári, t.d. itrekaðar árásir Vísis á Gunnar Thoroddsen og árásir Sverris Hermannssonar og Ragnhildar Helgadóttur á sama ráðherra, árásir Dagblaðsins á Geir Hall- Framhald á næstu siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.