Þjóðviljinn - 31.12.1976, Qupperneq 15
Föstudagur 31. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
í minningu góðrar konu
Antonie
Lukesova
Fædd 22.11. 1886 Dáin 14.12. 1976
Antonie var fædd i Prag i
Tékkóslóvakiu, þar sleit hún
barnsskónum, lifði sin æskuár og
þar stóð heimili hennar. Atvikin
höguðu þvi þó þannig, að hún
fluttist hingað til íslands fyrir
nitján árum, átti hér heima æ
siðan, og var til grafar borin hér i
Reykjavik, skemmsta dag ársins,
hinn 21. desember siðastliðinn.
Antonie var og er i minum aug-
um góðvild, gleði og auðmýkt fyr-
ir lifinu, séu þessir eiginleikar
þess umkomnir að holdgast i
einni persónu. Trúlega hefur hún
þolað sitt af hverju i tveim heims-
styrjöldum, i þessu fallega en
marghrjáða landi i Mið-Evrópu,
enda leit hún á smáræði með
þolinmæði. Ég held, að hún hafi
aldrei á þessum 19 árum, skilið til
fulls lifs- og hugsanaháttu okkar
hér i tryggu steinhúsunum á
kalda landinu með smáu
áhyggjurnar.
Ég var krakki þegar ég kynnt-
ist henni fyrst og mér verða alltaf
sérlega minnisstæð augun
hennar, sem margt höfðu séð og
umbáru allt. Auk þess lumuðu
þau á glettni, og áttu létt með að
tárast i þökk yfir mörgu þvi,
sem okkur hér þykir kannski ekki
mikilsvert. Einkennilegt að
hugsa til þess, að aldrei gátum
við talað saman, hún kunni aðeins
nokkrar setningar islenskar sem
dugðu henni, ég var enn ver að
mér i móðurmáli hennar. En allt
skildist og komst til skila á báða
bóga.
Það var einkar notalegt og lær-
dómsrikt fyrir stressaðan táning
að dvelja nokkra stund i návist
þessarar rólegu og mildu konu.
Svo liðu árin og sama tryggðin og
umhyggjan fylgdi börnum min-
um, þegar þar að kom.
Antonie sætti þvi að missa sjón-
ina og verða hjálparvana að
mestu siðasta árið, sem hún lifði,
en naut þá einstakrar umhyggju
dóttur sinnar og barnabarna. Þá
hugsaði ég stundum um það, að
bágt ættu blindir islendingar, en
bágar þó útlendingar, búsettir
hér, sem sæta sömu örlögum, og
hafa ekki einu sinni not af
blessaða Rikisútvarpinu okkar.
En þessu tók Antonie æðrulaust,
eins og öðru.
Nú er hún horfin þessi elsku-
lega babúska, sem lengst af stóð
eins og klettur úr hafinu i um-
hverfi sinu og lét hvergi haggast.
Skarð er nú fyrir skildi hjá hálf-
systkinum minum og móður
0 Kynnið ykkur af- sláttarkjör Rafafls á skrifstofu félagsins, Barmahlfð 4 Reykja-
Tökum að okkur nýlagnir í hús, vík, sfmi 28022 og I
viðgeröir á eldri raflögnum og versluninni að Austur-
raftækjum. götu 25 Hafnarfirði, simi 53522.
RAFAFL SVF.
Rafmagnseftirlitsmaður
Starf rafmagnseftirlitsmanns er laust frá
og með 1. febrúar næstkomandi. Laun eru
eftir launaflokki B-15.
Flokksstjóri
Starf flokksstjóra II i rafmagnsiðngrein er
laust nú þegar. Laun samkvæmt launa-
flokki B-15.
Umsóknarfrestur um störfin er til 10.
janúar næstkomandi. Umsóknum skal
skila á sérstökum umsóknareyðublöðum
til rafveitustjóra sem veitir nánari
upplýsingar um störfin.
Rafveita Hafnarfjarðar.
Húsbyggjendur
EINANGRUNARPLAST
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-
Reykjavikursv æðið með sluttum fyrir-
> vara. Afhending á byggingarstað.
Borgarplast hf.
Borgarnesi
Simi 93-7370
Helgar- og kvöldslmi 93-7355.
þeirra. Ég finn sárt til með þeim,
svo og stjúpsystkinum mínum
þeim Marcelu og Beno.
Ég og börnin min þrjú kveðjum
Antonie Lukesovu i ástúð og þökk.
Guðrún Ægisdóttir.
6
óskum félagsmönnum sambands-
félaganna og samstarfsmönnum farsæls
komandi árs.
Þökkum samstarfið á liðna árinu.
Málm- og skipa-
smiðasamband
r
Islands
isœlasta bilafjölskyldan
á flslands Maxda929
Oskum öllum
viðskiptavinum okkar
gleðilegs nýs árs
og þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
BÍLABORG HF.
pennar
Fyrir skóla, skrifstofur, viöskiptalíf.
Gefa ætíö áferöarfallega jafna línu.
Engar slettur, klístrar ekki.
Endingargóöar skiptanlegar
fyllingar.
Reyniö HAUSER GLISS
AGNAR K.HREINSSON HF.
UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN
HAFNARHÚSINU V. TRYGGVAGÖTU
SÍMI: 16382 PÓSTHÓLF 654, R.