Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 12
12 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. febrúar 1977 Sunnudagur 13. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — 13 Fremst á myndinni sjást tóftir bæjarins Brattsholtshjáleigu. Þar ólust Kolbeinssynir upp. Brattsholt sést fjær (Ljósm.: GFr) í Þjóðviljanum á mið- vikudag var skýrt frá Kambsráni sem framið var fyrir réttum 150 ár- um. Réðust þá fjórir grimuklæddir menn inn i bæinn Kamb i Villinga- holtshreppi, bundu heimilisfólkið þar sem það lá nakið i rúmum sinum og rændu bónd- ann Hjört Jónsson stór- fé. Hver voru tildrög þessa ráns og hver þjóð- félagslegur bakgrunn- ur? Saga Kambsráns- manna gefur fullt tilefni til að velta fyrir sér jarðvegi ránsmanna hugmyndaheimi og að- stæðum á íslandi á önd- verðri 19. öld. Langkúgaðir hlustuðu islendingar eftir lausnarorðinu Skemmst er frá þvl aö segja aö islendingar voru á þessum tima aö byrja aö rétta úr kútnum eftir mesta hörmungaskeiö Islands- sögunnar. Drepsóttir og hungurs- neyöir höföu nær riöiö þjóöinni aö fullu. Langkúgaöir hlustuöu is- lendingar eftir lausnaroröinu og þaö var nærri. Hugmyndir frönsku stjórnarbyltingarinnar fóru eins og logi yfir akur Evrópu. Þó aö pólitiskar hræringar létu ekki enn á sér kræla á hinu norö- læga útskeri fer ekki hjá þvi aö veikur ómur af byltingar- skarkalanum og tryllingnum úti i hinum stóra heimi hafi borist til útspertra eyrna kotkarla og menntaþyrstra ungmenna. Etv. er upplausnin og glæpaöldin á 3ja áratugnum aöeins undanfari póli- tfskrar vakningar. Uppreisn og útrás hinna þrautpindu án skýrra markmiöa. Andhverfa háleitra hug- sjóna Guöni Jónsson segir i formála fyrir bók Brynjólfs á Minna Núpi um Kambsránsmenn: „Hinar háleitu hugsjónir stjórnarbyltingarinnar frelsi, jafnrétti og bræöralag áttu slna andhverfu hjá illa upplýstu fólki vföa um lönd og uröu aö viröingarleysi fyrir lögum og rétti eöa aö kröfu um sjálftækan rétt.” Kambsránsmenn voru allir af fátæku kotfólki komnir. Samt voru þeir atgervismenn aö mörgu leyti eftir þvi sem sagan hermir. Kannski hefur þá einungis skort tækifæri og réttan farveg fyrir hæfileika sina. Hrói höttur Islands Siguröur Gottsvinsson, foringi Kambsránsmanna var kominn af frægu fólki austan úr Hreppum. Faöir hans viröist hafa veriö eins konar Hrói höttur síns tima á Is- landi. Hann hét Gottsvin Jónsson og þótti snemma afburöamaöur aö afli, vexti, áræöi og fimleik. Hann var vinsæll, einkum vegna þess hve góöur hann var lítil- mennum og fátæklingum, fágæt- ur kostur á þeim dögum. Hins vegar var hann óvæginn viö þá sem voru honum jafnsnjallir eöa meiri og ef I hart fór sveifst hann engra illmennskubragöa, segir sagan. Hann var fljótegndur til reiöi ef hann var drukkinn og var þá aösúgsmikill og orövondur og iét oft á sér heyra aö hann tryöi hvorki tilveru guös né ööru lífí. Á einhverju verða mennirnir að lifa Gottsvin var annálaöur þjófur þar eystra en smaug lengi undan réttvlsinni. Einkum stal hann af efnaðri bændum en alltaf fór orö af honum hversu góöur hann var viö smælingja. Einu sinni var stolið af Gottsvini. Þá brosti hann við og sagöi: „Hvaö er um þaö aö tala, maöur lifandi. A einhverju veröa mennirnir aö lifa” Alla ævi hélt Gottsvin þeirri venju aö tala vel um aöra menn á bak og hnekkja hörðum dómum um þá er eitt- hvaö varö á. Kristin kona Gottsvins var hiö versta skass og var mest kennt um aö hafa æst upp hinar verri tilhneigingar hjá manni slnum og börnum þeirra og bælt niður hinar betri. Heimilisbragur var vondur: skapofsi, drykkjuskapur og fá- tækt. Við sllkar aöstæöur ólst ránsmaöurinn og ofstopamaöur- inn Sigúröur Gottsvinsson upp og lýsir sagan honum svo: Við litilmagna fór honum ætið vel. „Frá skaplyndi Siguröar er svo sagt, aö hversdagslega hafi hann veriö hæglátur, fáskiptinn og fá- máll en tekið þó vel gamni og ver- iö yfir höfuö umgengnisgóöur. En þá er svo bar viö, aö hann vildi annað en aörir, þá fór hann sínu fram, hvaö sem hver sagði, og ef þá átti aö setja sig á móti honum, varö hann heldur stór I skapi og var þá til með aö hræöa þá er hann átti viö aö skipta. Viö lítil- magna fór honum ætiö vel, ef þeir voru honum eftirlátir, og viö börn lét hann sér einkar kært: þaö var hans mesta yndi aö leika viö þau, en þar næst aö riöa góö- um hestum: þeim unni hann og var laginn reiömaöur. Vel vildi hann fara meö allar skepnur. Sagt er, aö hann hafi oft látiö á sér heyra, ef tilrætt varö um þjófnaö, aö eigi vildi hann smá- Þennan sirkil er taliö aö Jón Geirmundsson hafi komiö meö úr fanga- vistinni I Kaupmannahöfn. Hann er nú I byggöasafninu á Selfossi. (Ljósmyndastofa Suöuriands) Tóftir bæjarins aö Leiöólfsstööum I Flóa. Þar bjó Siguröur Gottsveinsson ásamt konu sinni Vilborgu. Hún var 30 árum eldrien hann. (Ljósm.: GFr) Synd að stela frá H fátækum en syndlaust frá ríkum” Rýnt í hugarfar Kambsránsmanna og öld þeirra stela, slst frá fátækum: en aö stela frá rikum ef talsvert væri I aöra hönd, svo eigi þyrfti aftur aö stela þaö mundi hann ekki láta sér fyrir brjósti brenna, þó þvi fylgdi nokkur hætta. Aldrei varð þess vart, aö hann hræddist hvaö sem fyrir kom.”. Eins og Grettir forðum Margar sögur eru sagöar frá fráleik og fimi Sigurðar eins og þegar hann hljóp yfir Bleiksár- gljúfur meö viöarbyröi á bakinu en sagt var um hann eins og Gretti foröum aö minni heföi hann gæfu en gervileik. Arið 1825 kvæntist Siguröur ekkju A Leiöólfsstööum i Flóa sem Vilborg hét Jónsdóttir. Var hann þá 27 ára gamall en hún 57 ára. Ekki er óllklegt aö hann hafi gert þaö I auðgunarskyni. Synd að stela frá fátæk- um en syndlaust frá rík- um Heimildum ber saman um aö þeir Siguröur Gottsvinsson og Jón Geirmundsson hafi oft rætt um aö nauösynlegt væri aö ná peningum frá einhverjum auömanni. Var þaö skoöun Siguröar, aö synd væri aö stela frá fátækum en syndlaust aö stela frá rlkum. Þessar samræöur voru upphaf aö Kambsráni. Jón Geirmundsson var stór- huga er hann óx upp en þótti ekki aö sama skapi kjarkmikill eöa sjálfstæöur Ihuga. Var honum aö þvl leyti öfugt fariö viö Sigurö. Hann var af fremur fátæku fólki kominn I Stokkseyrarhreppi og var álitiö aö hann hafi veriö gott mannsefni ef hann heföi fengiö gott uppeldi. Orö lék á aö faöir hans vendi son sinn á aö stela. Honum græddist fljótt fé er hann fór aö búa ma. á hrossakjötssölu til fátæklinga og alls konar prangi. Mun hann hafa veriö sál minnstra sæva og sanda þeirra ránsmanna. Þó veröur höfundi Kambsránssögu tiörætt um kær- leika hans og elsku á einkadóttur sinni, Sigrlöi. Langaði hann mjög að komast I skóla Kolbeinn hét maöur og var Jónsson. Hann var dóttursonur hins fræga Þorleifs prófasts Skaftasonar I Múla i Aöaldal og ólst upp fyrir noröan. Kolbeinn var gáfaöur vel og skáldmæltur og bar snemma á þvl aö hann var meir hneigöur til bóknáms en bú- sýslu. Langaöi hann mjög aö komast I skóla en Guörún móöur- systir hans sem fóstraöi hann kom I veg fyrir þaö. Hann fór síöar suöur I Stokkseyrarhrepp og staöfestist þar. Kvæntist hann og bjó fyrst I Brattsholtshjáleigu en slöar I Ranakoti hjá Traöar- holti. Þau hjón áttu fjölda barna en voru fátæk og liöu oft mikinn skort. Ýmislegt er til af skáld- skap Kolbeins og til marks um hann er þessi vlsa sem tekin er úr brag sem hann orti um messu- söngsbreytingu: Ýmsri meöur umbreyting oröi drottins spilla senn er komiö I samhræring sannleikur og villa Pappirinn voru skinin hrossbein Sagt er aö þeir Kolbeinssynir hafi I uppvexti sjálfir búiö sér til penna úr fuglaf jöörum— en pappírinn hafi veriö skinin hross- bein, helst kjálkar og heröablöð er þeir fundu úti i högum, blek hafi þeir eigi annaö haft en sortu- lög og blóö, en þaö hafi einatt vantaö. Ef einhver skar sig I fing ur, var óöar hlaupiö til og blóöiö látiö drjúpa I skel, en oftast, þá er engin önnur ráö voru fyrir hendi aö afla bleks, var hnefanum laumaö á nasir yngstu systranna. Þeir bræöur höföu og þaö sér til skemmtunar aö skipta tölunni 1 I helming, og þeim helming aftur I tvennt, er þeir kölluöu hálf-hálf- an, og svo koll af kolli, uns tafla þessi var oröin svo löng, aö hún huldi tvo hrosskjálka. Hneigðir fyrir gróða Ófullnægöur menntunarþorsti og fátæktsetja þannig mark sitt á Kolbeinssyni. Þegar I barnæsku voru þeir mjög hneigöir fyrir gróöa. Jón og Hafliöi voru hagir og smlöuöu og seldu beintölur. Yngstur var Þorleifur. Þegar hann komst til fulloröinsára græddist honum mikiö fé og þeg- ar hann lést var hann talinn rlkasti maöur landsins. Þaö er hinn alkunni Þorleifur rlki á Há- eyri á Eyrarbakka. Jón Kolbeinsson læröi renni- smiöi hjá Jóni Jónssyni sýslu- mannssyni á Brú á Flóa, fékk dóttur hans og græddist brátt mikiö fé á rokkasmíöi. Hann var þvl mektarbóndi. Var hann talinn framúrskarandi gáfaöur og skáld gott, eins og sagan segir. Friþenkjari i upphafi 19. aldar Eitt hiö merkasta viö Jón Kol- beinsson var afstaöa hans I trúar- . efnum. Hann viröist hafa veriö fríþenkjari og mun þaö harla fá- tltt á hans tima ef ekki einsdæmi á Islandi. 1 Kambsránssögu segir frá samtali þeirra Þuriöar for- manns I sambandi viö eiötökur. Þau voru þá aö ræöa Kambsrán áöur en u'pp komst aö Jón var einn ránsmanna.: „Helduröu”, segir hún, „aö nokkrum standi á sama, hvort hann sver réttan eiö eöa rang- an?” „Þaö segi ég ekki”, segir hann, „en marga þekki ég svo skynsama, aö þeir vita, aö eiöur- inn er mannasetning eins og fleira, sem okkur er kennt.” „En þó svo kunni aö vera,” segir hún, „þá er þó voöalegt aö taka guö til vitnis, þegar maöur lýgur.” „Þó sendi guö sjálfur lýgi-anda til aö ginna Akab,” segir Jón, „og fleira þóknaöist honum i þá daga, sem honum misþóknast nú, aö sagt er. Af þessu veröa nú sumir veikir I trúnni, og þegar trúin er farin, hugsa menn ekki um annaö en aö komast áfram i heiminum, hvernig sem bestgengur.” „Þóer samviskan alltaf til I mönnum”, segir hún,” „og bendir þeim á grein góös og ills.” „Já,”, segir hann, „hún bendir þeim á þaö sem venjan kallar gott og illt á þeim og þeim tima, en sumir binda sig nú ekki við þaö.” „Þú ert þó ekki trúlaus Jón, vona ég,” segir hún, „og aldrei hefur mér skilist þaö á þér fyrr”. „Enginn einhverju: en enginn trúir þó öllu, og engum er sjálfrátt, hverju hann trúir. Og hvaö mina trú snertir, þarftu ekkert aö óttast: hún mun jafnast viö þina”. „Hvorki veröur þaö mælt né veg- iö,” segir hún, „enda áttu þar mest I hættu sjálfur.” Þetta merkilega trúmálasam- tal.hvortmun þaö endurómur frá hugmyndum frönsku stjórnar- byltingarinnar? Var þá úti vinskapurinn um hrið Hafliöi Kolbeinsson var einnig skáld og gáfaöur vel. Hann lagöi hug á Ingunni ekkju á Stóra- Hrauni vegna fjármuna hennar og orti þá þetta ma. um hana: Brjóstiö, kviöur og bakiö niöur aölendum eins og fiöur Fofnis er, fleinaviöur þetta sér. Lendabingur lá óringur undir, en öörum þingum ekki má inna slyngum lýöum frá En honum varö þaö á aö barna Gunnhildi dóttur Ingunnar og var þá úti vinskapurinn um hrlö. Hann kvæntist svo Gunnhildi og hóf búskap á Stóra-Hrauni og búnaðist vel. Siguröur Gottsvinsson spilaöi á gróöahyggju Jóns Kolbeinssonar og fékk hann til Kambsránsfarar þrátt fyrir nokkra tregöu. Jón sagöi Hafliöa bróöur slnum enda voru miklir kærleikar þeirra I millum og ákvaö hinn slöarnefndi aö láta eitt yfir báöa ganga. Draumurinn um betra lif Þannig var uppvöxtur og æöi hinna frægu Kambsránsmanna. Tækifæri fyrir unga framagjarna menn voru fá og þjóöfélagiö I föstum skoröum en erlendar byltingarhugmyndir farnar aö sl- ast til landsins þó aö enn væri ekki komiö aö pólitiskri vakn- ingu. Draumur þeirra um betra llf lýsir sér fyrst og fremst I óhemjulegri gróöahyggju. Þeir sáu ekki samhengiö I þjóöfélaginu datt ekki i hug aö breyta þvl og eina ráöiö var þá aö svelta sig, nurla og pranga eins og Hjörtur Jónsson og Þorleifur rlki á Há- eyri, næla sér I rikt kvonfang eöa stela. Hér eru tóftir bæjarins Stéttar i Hraunshverfi á Eyrarbakka. Þar bjó Jón Geirmundsson. Þegar Hafliöi var tekinn fóru þeir meö hann út aö Stéttum og skipuöu honum aö grafa upp peningana sem Jón faldi i hey- geilinni. Þar var allt klakaö. Honum var fenginn járnkarl og braut hann klakann þar til blæddi úr höndum hans, en Jónsson (lögsagnari) stóð yfir honum meö svipu reidda. (Ljósm.: GFr) Ekki fæddir á réttum tima? Bréfiö sem Hafliöi Kolbeinsson ritaöi I fangelsinu 1840 og er llk- lega hiö eina sem varöveist hefur skriflega frá hendi Kambsráns- manna er hiö merkilegasta. Hann er þögull um eigin hagi en leggur allt kapp á aö lýsa pólitískum stórviöburöum i Kaupmannahöfn og leggur jafnvel mat á þá á stéttarlegum grunni. Honum auönaöist aö komast aftur til tslands, fékkst viö lækningar uns hann fórst I sjó- róöri tveimur árum eftir heim- komuna. Jón bróöir hans hneigö- ist hins vegar til þunglyndis I tugthúsinu og svipti sig þar llfi. Siguröur Gottsvinsson lét lif sitt á höggstokknum en Jón Geir- mundsson komst heim og lést 1 Hafnarfiröi 1851. Þannig var saga þessara ógæfumanna sem etv. voru ekki fæddir á réttum tima. GFr Bréf Hafliða Kolbeinssonar, ritað í fangahúsi Kaupmanna- hafnar 1840 „Þeir munu hvorki þurfa aö éta söl né drekka vatn” Hafliði Kolbeinsson skrifaði bréfið Sigriði einkadóttur sinni og hef- ur það varðveist í hand- riti/ rituðu 1851 af Halldóri Pálssyni á Ásbjarnarstöðum í Staf- holtstungum, og er það geymt í Landsbókasafn- inu. I handritinu er bréfið ártalslaust en það ber með sér að vera ritað 1840, líklega seint i sept- ember. Það er hér all- mikið stytt. Greinaskil eru Þjóðviljans. Kæra dóttir! Ég þakka þér kærlega fyrir tiiskrifiö og þvi meöfylgjandi sendingu meö Eyrarbakkaskip- inu: bæöi þau og sendinguna (fékk ég> meö góöum skilum. Hér frá aö segja er ekkert markvert utan sumariö var hér eitthvert hiö kaldasta og óstöö- ugasta, þó þaö byrjaöi gott. Þó hefur bæöi korn og aörir jaröar- Og sumir kölluöu þá: Ekki Kristján 8. heidur Kristján brauölausi. ávextir veriö sæmilegir. Þar ég hef ekkert aö segja þér f fréttum ætla ég aö láta þig heyra dálitiö af okkar nýja kóngi (Kristjáni 8). Einn dag gekk konungur til sinna timburmanna og smiöa er smiöuöu striösskipin. Þeir voru 400 aö tölu. 300 af þeim sagöi hann upp erfiöinu þvl hann sagöist ei vilja láta smiöa fleiri skip fyrst um sinn. ----- Þegar þessi 400 manns fengu aö heyra hvaö kóngurinn haföi I áformi brá þeim illa víö og uröu reiöir af þessum nýjungum og svöruöu aö ef hann tæki af þeim þessa forþénustu yröu þeir aö ganga út aö stela cöur betla eöa sjálfir aö skilja sig viö lifiö þar margir af þessum smiöum og timbur- mönnum voru fátækir barna- menn. Um daginn var meö mikilli viöhöfn eitt nýtt striös- skip sett af stokkunum og út á sjóinn: þar þá sklrt og kallaö Kristján 8. j stærst er þaö af öll- um striösskipum i Danmörk: þaö rúmar 1500 manns i striöi, 500 á hverju dekki, og matur til 6 mánaba handa öllum þessum rúmast I lestinni. Þegar skipiö gekk af stokkun- um var hrópaö upp: Þaö er þaö seinasta skip sem Kristján 8. kóngur af Danmörk lætur smiöa og sumir kölluöu þá: Ekki Kristján 8. heldur Kristján brauölausi. Fáum dögum þar eftir keyröi konungur I vagni I gegnum borgina. Þá stóöu allir þessir smiöir og timburmenn og mörg þúsund aörir á veginum og hrópuöu: Kristján brauö- lausi. Fáum vér erfiöi i dag. Og sumir köstuöu steinum eftir vagninum. Pólitlinu og striös- fólkinu var skipaö aö stööva þennan óróa en þau áttu mjög öröugt meö þaö. Einn pólitl- þénari var drepinn meö steini og fimm skaöaöir meö stein- kasti nokkru. Af þessum upphiaupsmönn- um mebal hverra var einn rlkur stórbokki sem ekki I bestu vináttu var viö kónginn, þeir voru settir i arrest (þe. fang- elsi) hjá einum rikum greifa. Um nóttina stormuöu þangaö mörg þúsund manns og hótuöu aö brenna eöa brjóta arrestiö, ef þeir arresteruöu væru ei lausir látnir. Fyrst brutu þeir allan umbúning, sem stóö kringum greifans hús — hér er allur staö- urinn upplýstur um nætur af ljósum sem brenna f loftinu á háum stólpum, — svo brutu þeir alla glugga á greifans húsi og ætlubu inn, en þá var kominn fjöldi af strfösfólki og pólitii sem skakkabi leikinn. Lfka voru þeir arresteruöu lausir látnir svo ekki yröi meira út úr þessu. Nóttina eftir var búiö aö festa máluö bréf bæbi á kóngsins hús og fleiri hús á staönum. A pappfrinn var málaö naut og konungsins kóróna lá uppmáluö viö afturfæturna, en uppyfir var prentaö meö stórum bókstöf- um: „Þetta naut á aö krýnast 28. júni”. Þegar konungurinn sá og heyröi allar þessar anstaltir (þe. óeiröir) tók hann alla þessa smiöiog timburmenn isitt erfiöi aftur og siöan hefur ekki boriö á óróanum. Kryningin gekk af meö mestu prakt og heiöarlegheitum. Margir herrar. sem þá voru viö- staddir, fengu háa titla og stór ar skenkingar. Etasráö og prófessor Finnur Magnússon bar konungsins tóbaksdósir, krýningardaginn, og rétti þær aö honum þegar hann vildi taka i nefiö. Um kvöldiö skenkti kon- ungurinn honum gullhring meö eöalsteinum: hann kostar 8 hundruö rikisdali. Lfka gaf konungurinn 60 fanga fria á sinn krýningardag: hér I Slaveriinu voru 20, en hinir i öörum fangahúsum. Mér og Jóni Geirmundssyni gaf hann von um aö ekki yröi mörg ár þar til viö fengjum okkar frfheit. Eftir kryninguna feröaöist konungur burt til ýmsra ná- lægra smálanda og kemur aftur þann 18. september. Þá var öll- um kanónum afskotiö hér i staönum svo allur staöurinn var I einni muggu og púöurreyk, en þegar hann kemur heim heldur hann sina fæöingarhátiö og veislu, en þeir, sem i hana veröa boönir, munu hvorki þurfa aö éta söl né drekka vatn. Liföu æt- lö lukkusæl og ánægö. Þess óskar af al hug. Hafliöi Kolbeinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.