Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 10
10 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. febrúar 1977 Ólafur Kvaran og Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifa um myndlist Nordisk textil- triennaie 1976-77 Þorbjörg Þóröardóttir: Llfsmynstur konunnar Opið tii kl. 7 á föstudögum. Lokað á laugardögum. húsiö Hríngbraut 121 Jön Loftsson hf. Símar: 10600 — 28603 Og enn lœkkum við verðið. í samrœmi við tollalœkkun frá 1. janúar sl. lœkkum við teppabirgðir okkar þannig að þér getið strax í dag valið teppi á hinu nýja útsöluverði. Og við bjóðum eftir sem áður mesta teppaúrval borgarinnar á einum stað. Þér getið valið úr um 70 stárum tepparúllum eða um 200 mismunandi gerðum af hinum vinsœlu dönsku Weston teppum. Asgeröur Búadóttir: ts og eldur Nú stendur yfir að Kjar- valsstöðum sýningin Nordisk Textiltriennale, eða Norræn veflist/ og eru alls sýnd 116 verk eftir 95 listamenn. Sýningin var valin af dómnefnd vef- listarmanna, sem í áttu sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Fulltrúi Islands í dómnefndinni var Ásgerður Búadóttir. Norrænn þverskurður t sýningarskrá Norrænu vef- listarsýningarinnar kemur m.a. fram, aö eitt meginmarkmiö sýn- ingarinnar sé að leggja áherslu á stöðu veflistar og jafnframt að leitast við aö draga fram i dags- ljósið verk listamanna, sem hing- aö til hafa ekki átt þess kost að koma verkum sinum á framfæri eftir hefðbundnum leiðum. Alls munu sýningarnefndinni hafa borist liðlega 600 verk, svo ætla má aö sýningarhugmyndin hafi vakiö mikinn áhuga meðal vef- listarmanna. Sem aö likum lætur er þetta margbreytileg sýning bæöi hvað snertir vinnuaöferðir og my'ndefni. Hér er myndvefn- aður.röggvarteppi, ásaumur, tau- þrykk, „patchwork”, batik, prjón og góbelin, svo eitthvaö sé nefnt. Hvað myndefni varðar þá má með nokkurri alhæfingu greina þau i þrennt: abstrakt verk, hlut- vakin verk er gjarna hafa að for- sendu náttúruhrif, og raunsæ verk, þar sem rekin eru félagsleg erindi. Abstrakt verk Ef einhver ein myndgerð er ráöandi á sýningunni, þá eru það abstrakt eða óhlutlæg verk. Þrátt fyrir ólika tækni og efnismeðferð, þá eru þau flest unnin á tviviðum fleti þó t.d. „textil-skúlptúr”, Kazuoko Tamaru, sé hér skemmtileg undantekning. Við skoðun þessara verka er það slá- andi hve stór hluti þeirra stendur hugmyndalega nálægt þvi, sem gert hefur veriö i málaralist und- anfarna áratugi. Hér má t.d. nefna sterk áhrif frá geómetrísku flatarmálverki, I verkum Iette Thyssen, Kristin G. Jensen, Rut Malinovski, áhrif oplistar I verk- um Maija Lavonen eða ljóðrænn- ar abstraktsjónar i verkum Kari- Björg Ile. Við skoðun þessara verka og fleiri áþekkra, þar sem litt gætir nýsköpunar I forminu og Htið er lagt upp úr sérgildi efnis- ins, er sú spurning raunar áleitin, hvers vegna þessi erfiöi og tima- freki tjáningarmiðill.sem veflist- in er, verði fyrir valinu. Þeir listamenn, sem vinna út frá óhlutlægum forsendum og án efa eiga hér áhugaveröustu verkin, eru Irma Kukkasjðrvi, Anker Aurdal og Asgerður Búadóttir. Asgerður sýnir hér tvö vefnaðar- verk „Is og eld”, unniö I ull og hrosshár. I efnismeðferð sinni teflir hún saman svifléttum hár- um á móti þéttum grunni, og öll formgerð hennar býr yfir hnit- miðun og einstakri fágun i hand- bragöinu. Röggvarvefnaður Irmu Kukkasjárvi býr yfir gjörólikum eiginleikum, þar sem grófleika efnisins er teflt saman á kraft- mikinn hátt, svo niöurstaðan er óvenjulega kynngimagnaður myndheimur. Náttúrulýsingar — raunsæi Náttúrulýsingaraf ýmsum toga eru nokkuð fyrirferðarmikill þáttur. 1 þessa veru má tilgreina verk Prikko Hammarberg, sem einkennast af þungri og efnismik- illi litaverkun og verk Brittu Tyrefors. „Avsked till en mark”, en fersk náttúrulýsing hennar hefur yfir sér léttan og ljóðrænan blæ. tslensku listakonurnar Þor- björg Þórðardóttir og Sigrún Sverrisdóttir hafa nokkra sér- stöðu hér á sýningunni, þar eð þær taka fyrir félagsleg málefni, og þá einkum þau er varöar þjóð- félagsstöðu konunnar. Þorbjörg fjallar í „Lifsmunstur konunnar” um lifshlaup hennar frá brúð- kaupi til elli, en Sigrún bregður ljósi á undirokun hennar og notar til þess á hugvitsamlegan hátt „karla-tákn” um innilokun og bælingu. Enda þótt þær Sigrún og Þorbjörg hafi sérstöðu hér á sýn- ingunni meö þessum myndefnum, sem þær setja fram á raunsæjan hátt, má þó ekki túlka það svo,að þær séu einstæöar I norrænni list (þó sýningin sé norrænt úrval). Staðreyndin mun vist vera sú aö margir sænskir veflistarmenn sem einkum reka félagsleg erindi i verkum sínum neituöu að taka þátt I sýningunni, þar eö þeim fannst hana skorta skilgreint markmið. Hvaö speglar sýningin? Það eru vissulega ýmsar spurningar sem vakna við skoöun þessarar samantektar á norrænni veflist, t.d. hvort hér sé um að ræða raunhæfan þverskurö af þvl áhugaverðasta, sem er að gerast I dag i norrænum myndvefnaöi og ennfremur hvort finna megi ein- hver sameiginleg einkenni, er kalla mætti norræn. Varðandi fyrri spurninguna er erfitt aö slá neinu föstu, en ef tekið er miö af þeim mikla fjölda verka sem dómnefndinni barst, þá verður að telja að sýningarhugmyndin hafi fallið I góðan jaröveg, og I trausti þess aö dómnefndin hafi ekki sýnt Framhald á 22 siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.