Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 14
14 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. febrúar 1977 Meö undanþágu frá Apartheidlögum: Frægasti töfralæknir Afríku fer til Br'u'ssel Þegar rökkvar í Jó- hannesarborg og öðrum stórborgum Suður-Afríku verða svartir menn að hafa sig á brott til þeirra útborga þar sem hinir hvítu leyfa þeim að búa. Samt sem áður getur það komið f yrir að menn rekist á blökkumann, sem á þess- um banntíma situr við bari lúxúshótela og daðrar við hvítar konur. Þessi undan- tekning er Francis Ngombe sém er frægastur töframaður í landinu. Hann hefur einskonar diplómataréttindi í ríki bú- anna. Ngombe segist taka viö þar, sem læknisfræöi hvita mannsins gefst upp. Þau frlöindi, sem hann nýtur, eru tengd þvi, aö 22 ein- ræðisherrar, forsetar og forsætis- ráöherrar i Afriku leita ráða hjá honum um hjartaveilur sinar, stjórnmál og kyngetu. Blindir fá sýn Vikuritiö Stern segir af honum sögur sem þessa hér: Ngombe er staddur I Durbin og til hans koma fjórar þeldökkar konur sem allar hafa verið blindar. Þær viröast eiga höfðingja aö — a.m.k. hafa þær áður leitað til erlendra lækna, sem hafa allir sagt aö blinda þeirra sé ólæknandi. Ngombe segir, að tveim kvenn- anna geti hann hjálpað, en tvær geti hann læknaö ef þær komi meö sér til Svasilands. Ngombe lætur „sálarmúsik” magna sig I hugskeytum til fjarstaddra sjúklinga. Svasiland er litiö rlki sem fáar sögur fara af, allavega er „gamla Afrika” þar I fullu gildi. Þar rlkir konungur, sem lét prenta mynd af dætrum sínum fjölmörgum „fráhnepptum aö ofan” á banka- seöla slna. Þar eru bumbur slegn- ar og særingamenn I heiöri hafö- ir. Þar getur dr. Ngombe látið Hippokratesareið sinn lönd og leið (en hann hefur reyndar lært til læknis) og iökað alþýölega lækningakúnst. Þrem vikum siö- ar snúa konurnar tvær aftur til Durban — sjáandi. Töfralæknirinn segir ekki frá þvi, hvernig hann fer aö. Hann segir aöeins aö „okkar hefö- bundnu afrisku lækningar geta allt læknað”. Þær konur tvær sem hann taldi sig ekki geta læknaö sendir hann til móður sinnar I Zambiu. „Hún er norn, segir Ngombe. Til hennar sendi ég verulega erfið tilfelli”. Grös Og heilsustöð Ngombe reynir reyndar sjaldan að lækna blint fólk. Hann segir að hver græðari verði að eiga sér sérgrein. Sjálfur fæst hann mest viö hugskeytalækningar, sem hann segist hafa lært af móður sinni. Auk þess hefur hann lagt stund á afriskar grasalækningar. Hann kveðst t.d. þekkja jurt sem lækni sifilis á þrem dögum. En hann nefnir ekki þá jurt né heldur aðrar. Hann kveöst vera hræddur við aö evrópskir lyfjahringir komist aö leyndarmálum hans, steli þeim, og komi slöan meö lyf sem þeir þykjist hafa fundið upp sjálfir. Annaö eins hefur nú gerst I viðskiptum okkar afrikumanna viö þá hvitu, segir hann. Ngombe segir þaö markmiö sitt aö setja upp mikla heilsustöö á afriskri grund. Þar gætu menn komið hvaöanæva aö úr heimin- um og leitaö ráöa hjá svosem tylft töframanna, sem séu sér- fróöir hver á slnu sviöi. Sjálfur vildi hann stjórna I stöö þessari deild, sem fengist viö „ótryggö I hjúskap, ófrjósemi kvenna, kynferðislegt getuleysi og gyllinæö”. Óneitanlega dálitiö skrýtin syrpa. Bækistöð í Evrópu Hvaö um þaö, sem fyrr segir nýtur Ngombe gífurlegs álits meðal margra háttsettustu manna Afrlku. Hver eftir ánnan sendu þeir flugvélar eftir honum til Nairobi I Kenýa, ’er hann sló þar tjöldum í fyrra, og launuöu honum rikulega aðstoöina. Þessi velgengni varö til þess, aö Ngombe áleit mál til komið aö hressa upp á heilsufar manna I Evrópu. Hann hefur komið sér upp bækistöö i einu af úthverfum Briissel. Þar liggur hann gjarna á stóru rúmi, hlustar á „sálar- músik”, og einbeitir huganum að sjúklingum sem fjarstaddir eru. Til dæmis að „ótrúum eigin- mönnum”. Mest hlutverk sitt tel- ur töfralæknirinn þaö, aö lækna óbyrjur. Hann er reyndar ekki langt frá frægustu óbyrju Evrópu, Fabiolu drottningu Belglu. Ekki hefur enn heyrst aö hún hafi látið hringja til hans. LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER tc LxJ Stór rýmingarsala á veggfóðri VERÐÁRÚLLU KR. 300. Þetta gerum við þeim til hagræðis sem eru að: BYGGJA - BREYTA — BÆTA Lítið við íLitaveri, það hef ur ávailt borgað sig Hreyfilshiisinu, Grensásvegi 18 r m 50 m 20 LiTAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.