Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 9 Madrld 26. janúar: „Stjórnin getur veriö ániegO meO jarOarförina, einnig stjórnarandataOan”. Pepsi er okkar drykkur! PEPSI'COLA Guðbergur Bergsson ALLT í RÖÐ OG REGLU Madrid hefur veriö frá þvi á sunnudag dauðhrædd við að hún færi út af laginu, sem hún hefur sungið siðan Franco komst til valda, og hún hefur sungiö á eftir að hann dó, lagið um rósemi og stillingu. Astæðan fyrir ókyrrð borgar- búa stafaðiaf skyndiárás „hams- lausra einstaklinga” á hópa námsfólks, sem kröföust náöunar fanga, og skrifstofur lögfræðinga, ráðgjafa verkafólks. Sjö hafa verið myrtir, þar af fimm lög- fræðingar, og þrir liggja fyrir dauöanum. Meðal þeirra kven- lögfræðingur, sem missti eigin- manninn i morðárásinni, en áöur haföi unnusti hennar verið myrt- ur, árið 1969. Ætlun árásarmann- anna var að myrða á einni nóttu flesta lögfræöinga hinnar ný- vöknuöu frjálsu verkalýöshreyf- ingar meö þvi að boða þá meö fölskum skeytum á kvöldfundi. Aætlunin mistókst nema á einni lögfræðiskrifstofu. Morðin hafa vakið reiöi og skelfingu borgar- búa. En lögreglan og stjórnin hefðu sjálfsagt ekkert gert i málinu, hefði ekki svo illa viljaö til, að annar stúdentinn, sem skotinn var niöur, átti bróður i herlögreglunni, og herlögreglan er alls ekki trygg stjórninni, svo að eitthvað varð að gera. Niður- staðan var sú, að stjórnin lét handtaka nokkra útlendinga, sem hún ákærir fyrir morö og ætlar aö reka úr landi. 1 dýröarrikjum einræðisins kemur allt ólán frá útlöndum, en sjálf þjóöin er heilbrigð og góö. Franco gaf þjóðinni þetta heilbrigðisvottorö að unnum sigri i krossferðinni gegn kommúnistum. Vottoröið er enn i gildi, og einungis jákvæö gagnrýni er leyfö, til að ýta undir sprengjuhelda bjartsýni, sem falsar söguna og færir sérhverj- um þegni þjóðfélagsins einslags lukkustein i vasann, sem hann getur lamið hausnum við i hvert sinn, sem hann sér hlutina i réttu ljósi. Annars er Spánn nógu grýtt land til þess að hver landsmaður gæti lamiö hausnum við hundraö steina og horft siöan bjartsýnn til framtiöarinnar. I dag voru lik borgarinnar graf- in, fyrir rúmum klukkutima, og allt er komiö aftur i röö og reglu, að minnsta kosti á yfirborðinu. Stjórnin getur verið ánægö meö jarðarförina, einnig stjórnarand- staðan. Jaröarförinfór þokkalega fram. Þúsundir manna. fylgdu kistunum frá Dómshöllinni niður breiðgötuna La Castillana að Cibelestorginu, og einhver slæðingur af fólki fór alla leið út i kirkjugarð. Það var einkum ungt fólk og gönguglatt, sem hvorki „löggæslumenn flokksins” né íögregla stjórnarinnar gat stöövað. Engin leið er aö giska á fjölda fólksins, aö minnsta kosti er ég ekki þeirri gáfu gæddur. Spánverjar eru allir einn og sextiu eða sextiu og fimm á hæð og svarthærðir. Lögreglan segir sjálfsagt, að þetta haíi verið um hundraö þúsund,vinstrisinnar ein miljón, en sannleikurinn mun liggja nærri hálfri. Þarna var öll stjórnarandstaöan meö Santiago Carrillo, formann Kommúnista- flokks Spánar i broddi fylkingar, fulltrúar Sósialistaflokksins, leif- amar af andlegri yfirstétt hins fallna fyrrverandi lýöveldis, alþýöa og verkamenn, og þúsundir lögregluþjóna, bæöi riðandi og i éppum, gráir fyrir jámum með skildi, vélbyssur og táragas. Borgin hefur veriö i eins konar herkvi frá þvi i gær. Stjómin lét senda eftir varaliöi til helstu borga landsins. Herinn var til reiöu. Undanfarna daga hefur varla sést hræða á götunum. 1 gær var næstum engin umferð. Þessi mikla auön opnaði augun fyrir, hvað Madrid er hræöilega skitug. Drykkjumenn og aumingjar leituöu hælis i göngum neðanjarðarbrautarinnar, þótt slikt fólk sé ekki til samkvæmt opinberri skoðun og rikjandi bjartsýni, sem minnir mig á kjörorð portúgalskra kommún- ista, sem hljóðar svo: Við vinnum hvern ósigurinn af öðrum uns al- gerum lokasigri er náð! (Ýmsir halda þessa dlalektik bjartsýn- innar vera runna undan rifjum Stalins, og bera litinn vott um rökrétta hugsun hins visindalega sósialisma efnishyggjunnar.) En hvað um það, óþokkalýðurinn argaði að fólki, sem leiö um likt og skuggar, skelfingu lostiö og þögult i undirgöngunum nálægt Spánarbanka. 1 morgun var borgin eins og bústaður dauöra. Borgararnir höfðu leitað upp i fjöll til skiöasvæöanna. Það er þeirra siður, að yfirgefa borgina, þegar eitthvað er i vændum, sem þeir vilja að lögreglan sópi frá dyrum þeirra. Næstum ekkert fólk fór um göturnar, næstum engin um- ferð. Þyrlur lögreglurnar svifu yfir þessum grafreit, eins og alsjáandi auga guðs i drullugum blámanum. Lögreglan stóð hvarvetna vörö og otaöi að manni byssunum, og ef maður leit upp af tánum, horfði maöur inn i augna- tóftir eilifðar hlaupanna. Stór hluti verkamanna hafði fariö i verkfall. Um leið og verksmiöj- urnar stöðvuöust og umferöin,þá minnkaði mengunin og hálfheiður himinn sást. Madrid á sitt ,,iön- aðarbelti”. Það er allt I kringum borgina, sem er stundum llkt viö starfsama og holduga frú, að þvi komna að sprengja utan af sér fötin. Frú þessi hlýtur að leysa mikinn og fúlan vind við átökin, þegar hún er að fæða i heiminn þvottavélar og hreinlætistæki, þvi að hið algera frelsi auðmagnsins leiöir til gegndarlausrar meng- unar. En þaö framleiðir jafn- framt óteljandi tegundir af þvottaefnum og skapar frjálst val! Kapitalisminn, afkvæmi kristninnar og fylgifiskur kirkj- unnar, hefur orðið þess valdandi aö krafa trúarsiöferðis okkar um val milli góðs og ills beinist nú einkum að þvottaefninu. Maöur- inn missir að minnsta kosti ekki dómgreindina meðan hann getur valið á milli hundrað tegunda af sótthreinsandi sápuefni! En verksmiöjueigendur Spánar þurfa ekkert að hugsa um að láta siur I reykháfa sina, hollusta af peningalykt streymir út I and- rúmsloftiö. Byltingarsinnaöir smáflokkar til vinstri við sósialista og kommúnista höfðu hvatt til alls- herjarverkfalls og mótmælaaö- gerða i dag og sprautaö á hús- veggi spakmæli sin. En rlkis- stjórnin minntist þá frægra orða Carrillos á leynilega blaða- mannafundinum I desember (sem leiddi til fangelsunar hans og frelsunar, samkvæmt leyni- legu samkomulagi og áætlun: starfsmenn flokksins höfðu llmt upp spjöld með kröfu um, að hon- um yrði sleppt, áður en hann var handtekinn: dæmi um of mikla skipulagningu flokksins), þegar hann sagði: An Kommúnista- flokks Spánar getið þið (rlkis- stjórnin) aldrei haldið verkafólki i skefjum. Það virðist nú vera helsta keppikefli og hlutverk evrókommúnismans og verka- lýösforustunnar að halda verka- fólki i skef jum innan „skynsam- legra marka”. Einungis vinstri smáflokkar ætla verkalýðnum annaö hlutverk en það, að halda sig innan skynsamlegra marka, eins og fé I stiu, sem framleiðir markaðshæfa ull. Flokksbrot þessi eru venjulega kölluð af þeim vitru „órólegar deildir”. Nafngiftin bar vott um visst umburöarlyndi og volgan hug, eins og þegar eldri maður minnist æsku sinnar, en róttækni er engu aðsiöur ákveðin tegund af vitfirr- ingu.þótt húnhafiekki enn breyst I geöveiki, sem krefst spenni- treyju og þess, að vera læst inni á kleppi. Garrillo hefur oft veriö inntur eftir skýringu á vinstri- klikkun vissra „stjórnlausra hópa”, en hann hefur ævinlega vikið sér undan svari með þvi aö segja, að jafnvel Berlinguer, formaöur Kommúnistaflokks Italiu, geti ekki gefið neina skýr- ingu á fyrirbrigöinu. Spænska stjórnin hefur hlustab vandlega á yfirlýsingar hinna ýmsu áður útlægu stjórnmálafor- ingja, sem eru ósparir á að taka á móti blaðamönnum og lýsa þvi yfir, aö Marx hafi verið gyðingur eins og Ésú, báðir hafi viljað mannkyninu vel, annar hafi viljað skapa himnariki á jörð, en hinn sæluriki á himnum, þess vegna stefni kristnir menn og kommúnistar i raun og veru að þvi sama, þó á tveimur pólum, og hægt sé að sameina kommún- isma, kristna trú, efnishyggju, Carillo: hver skilur „vinstriklikkun stjórnlausra hópa” draugatrú, andatrú og vísinda- hyggju. Og nálgast þeir þá oft Is- lenska hugsun og Þórberg Þórðarson. Leiðtogarnir hafa meira að segja lýst þvi yfir ber- um orðum, aö kommúnisminn i Rússlandi hafi brugðist á sama hátt og kristnin i höndum kirkj- unnar, eina lausnin sé þvi endur- vakning og evrókommúnismi, einslags siðvæðing! 1 gærkvöldi hafði rikisstjórnin samband við stjórnarandstööuna, um leið og hún sendi her þvotta- manna til að þvo með góðum þvottalegi hvatningarorö ,,ó- rólegu deildanna” af veggjum húsa og neöanjaröarbrautarinnar (málningarverksmiðjurnar fram leiða bæði málninguna og löginn), og skömmu siðar birtu allir fjölmiölar landsins tilkynn- ingu stjórnar og stjórnarandstöðu um, að sæst hafi verib á sorgar- hátið, sem fordæmir allar öfgar enkallar á þjóðareiningu og still- ingu. Spænsku þjóðinni eru öfgar hrein andstyggð. Sameiginlega tilkynningin hljómaði eins og háðsyrði úr höföi strúts með höf- uðiö i sandi, þvi ef nokkur þjóö er öfgafull, þá er það hin ruglaða spænska þjób. En ákallið leiddi til þess, að lik hinna myrtu voru borin um göturnar á viröulegan hátt undir lögregluvernd og „löggæslu kommúnistaflokksins”. Flokkur- inn (sem er reyndar bannaður!) hefur komið sér upp eigin „lög- reglu”, sem myndaði keðju, likt og skátar við varðeld eða skiðafólk I svissneskum fjalla- kofa við jóðl og söng, og varnarlið þetta var látið standa milli likfylgdar og almennings. Þrefaldar smákeðjur voru siðan utan um leiðtogana, lifveröir þeirra. Lögregla stjórnarinnar horföi á.og hæðnis- og hatursfullt glott lék um varir margra, likt og lögreglumönnunum þætti sér vera misboðiö með þessari óeinkennisklæddu lögreglu hins „bannaða” flokks, og hugsuðu þessari gervilögreglu gott til glóðarinnar seinna. Þegar likfylgdinkom á Cibeles- torgið hóf fólkið hróp og heimtaði réttlæti og hrakyrti lögregluna. Allt ætlaðiað fara i handaskol hjá löggæslu flokksins. Hin eina sanna lögregla fór nú að hlaba vopnin, hestarnir frýsuðu, lög- reglustjórarnir bitu á jaxlinn, þyrlurnar námu staðar i loftinu, Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.