Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 13. febrúar 1977 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóftviljans. (Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvemdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson EitstjórarsKjartan ólafsson Hitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Slöumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. BRASKARAKERFIÐ í HÚSNÆÐISLÁNUM í þeim kjaraátökum sem framundan eru munu takast á grundvallarstefnur: Annars vegar félagsleg stefna verkalýðs- hreyfingarinnar, hins vegar auðhyggju- stefna núverandi rikisstjómar. Alþýðu- sambandlslands hefur á þingi sinu hafnað stefnu rikisstjórnarinnar alfarið og lýst yfir baráttu gegn núverandi rikisstjórn og þvi að hún ætti að segja af sér. Skýrar er ekki hægt að marka þær hagsmunaand- stæður sem þarna takast á innan hins stéttskipta islenska þjóðfélags. Til þess hins vegar að rikisstjómin segi af sér þarf meira en samþykktir Alþýðusambands- þings þegar i hlut á jafnósvifin rikis- stjórn auðstéttanna og sú sem nú er að völdum i islenska þjóðfélaginu. Þess vegna verða verkalýðssamtökin enn um sinn að heyja baráttu gegn þessari stjórnarstefnu. 1 þeim átökum verður ekki aðeins um að tefla kjaramál i þrengstu merkingu þess orðs. Fyrst mun verka- lýðshreyfingin leggja fyrir rikisstjórnina beinar pólitiskar kröfur, sem sumar hverjar verða þannig að þær striddu að sjálfsögðu að fullu gegn stjórnarstefnunni. Það er þvi ekki mikil von á sæmilegum undirtektum stjómarvalda undir þessar kröfur. Reynslan frá ársbyrjun 1976 sann- ar þetta. Þá hundsaði rikisstjórnin alger- lega hinar pólitisku kröfur verkalýðssam- takanna. Þó mun enn verða látið reyna á afstöðu rikisstjórnarinnar i þessum efnum. Komi i ljós að hún hafni þessum pólitisku kröfum verður verkafólkið að sækja bragðið enn lengra i sjálfum kjaraátökunum. Ein af þessum kröfum sem tekist verður á um er um nýja stefnu i húsnæðismál- um. Verkalýðssamtökin hafa áður samið um húsnæðismálaráðstafanir við rikis- stjórnir en árangurinn er misjafn. 1974 gerði verkalýðshreyfingin slika samn- inga, en þeir komust ekki til framkvæmda strax vegna þess að skömmu siðar fór vinstristjórnin frá völdum og við tók hægri stjórnin. Hún snerti ekki á þessum mál- um, enda þótt hér væri um að ræða samn- ingsatriði sem verkalýðssamtökin höfðu fallist á i skiptum fyrir kjarabætur af öðr- um toga. Verkalýðshreyfingin itrekaði af- stöðu sina i þessum efnum 1976. Enn hefur þó ekkert markvert borið til tiðinda, rikis- stjórnin hefur enn neitað að standa við gerða samninga. Þvi verður verkalýðs- hreyfingin enn að knýja á i þessum efnum. Það er eðlilegt að verkalýðshreyfingin skuli beina kröftum sínum að húsnæðis- málum. Kemur þar fyrst til sú almenna og eðlilega krafa að fólki sé tiyggt þak yfir höfuðið á sanngjörnum kjörum. En af- staða verkalýðshreyfingarinnar byggir lika á öðrum grunni, ekki þýðingarminni: mest allt það f jármagn sem notað er til húsnæðislánakerfisins er frá launafólki og um það hefur oftast verið samið eftir kjaraátök. Fjármagnið ætti þvi að vera eign verkalýðshreyfingarinnar og þar með ráðstöfun þess.Hér er ekki einasta verið að tala um lifeyrissjóðina. Hér er einnig um að ræða atvinnuleysistrygg- ingasjóðinn sem notaður hefur verið i opinbera húsnæðislánakerfið. Hér er og um að ræða skyldusparnaðinn sem tekinn er af ungu alþýðufólki og afhentur hús- byggingakerfinu. Eins og húsbygginga- kerfið er núorðið nýtist þetta fjármagn hins vegar ekki sem skyldi, — langt i frá. Braskaralýður hirðir hundruð miljóna á húsbyggingum; tugir manna raka saman gróða af þvi að þeir kunna að gera sér hús- næðisneyðina að féþúfu. Það er þessvegna eðlilegt að þau viðhorf vinni nú fylgi innan verkalýðssamtakanna að ekki sé nægjan- legt og i rauninni fráleitt að bæta við nú- verandi húsnæðislánakerfi óbreytt. Brýn nauðsyn sé að koma á kerfisbreytingu varðandi húsnæðislánin. Það verði að rifa braskarakerfið riiður, en það kerfi blómg- ast einkum i Reykjavik undir handarjaðri borgarstjórnarihaldsins. 1 stað braskara- kerfisins verður að taka upp félagslegt húsnæðislánakerfi þar sem verkalýðs- hreyfingin er viðurkennd sem fulltrúi þeirra sem hafa lagt fram og eiga það fjármagn sem nú er notað i húsnæðislána- kerfið. —s. Vísindi og samfélag Kynlífiö í banni og frelsi Fjandskapur við kynlif? Þaö hefur veriö allmikil iöja á okkar tiB, aö kollvarpa viöteknum hugmyndum og viröist sá tlmi sem hver rikjandi hugmynd stendur i gildi, styttast eftir þvi sem lengra liöur. Viö höfum nú um hriö vanist þeirri kenningu, aö vestræn menning hafi um langan aldur veriö fjandsamleg kynlifi. Hafi kirkjan og valdhafar aörir lengi legiö á þvi lúalagi aö bæla niöur eöa blátt áfram banna heilbrigt kynlif, láta menn skammast sin fyrir þaö, játa þaö sem synd, gera þaö aö glæp. Hafi á okkar öld veriö aö fara fram bylting, heilbrigö og nauösynleg, sem stefni aö þvi, aö tryggja mönnum endurhcimt hins frjálsa oggleöirika kynlifs, sem týndist i valdbeitingu og brengluöu sálar- lifi fyrri alda. Þekktur franskur prófessor og höfundur heimspekirita, Michael Foucault, hefur nú hafist handa um aö endurskoöa þessar skoö- anir á kynlifi. Hann hefur áöur iökaö mjög róttækt endurskoö- unarstarf, meöal annars meö bók sinni „Vitfirring og menning”. Foucault hefur þegar gefiö út fyrsta bindiö af sex i flokki sem hann nefnir „Sögu kynlifsins” og heitir þaö „Þekkingarviljinp” (La Volonté de savoir. Histoirede la sexualité. Gallimard). Leit að sannleika 1 staö þess aö festa hugann viö þaö, aö boö og bönn hafi torveldaö þekkingu á kynferöismálum setur Foucault dæmiö upp ööru visi: Hann spyr hvort valdakerfin, menningarmynstriö, hafi ekki i raun — þrátt fyrir boö og bönn — tengt saman i langa keöju kyn- feröislega örvun, ánægju og sann- leiksleit. „Ég ætla aö hefjast handa meö þvi aö skoöa þá örvun, þann jaröveg, þá tækni ogþá siöu sem hafa ýtt undir þaö, aö saman safnaöist kynferöisleg þekking,” segir hann. Hann ætlar aö byr ja á hinum alþekktu kristnu viöhorfum til „hoidsins” og ætlar aö reyna aö sýna, aö þar sem viö venjulega sjáum bönn og for- dórtia, hafi i raun veriö um þaö aö ræöa, aö kynlif hafi veriö tengt hinni lostasömu leit aö sannleik- anum.aöþaöhafiveriötekiöinn i kerfi þar sem ánægja og vald blönduöust saman. Foucault kveöst ekki ætla aö spyrja aö þvi, af hverju vestræn menning hafi variö jafn miklum tima og raun ber vitni I aö inn- ræta mönnum sektarkennd vegna kynferöismála. Hann ætlar aö spyrja aö ööru: af hverju hefur þessi sama vestræna menning alltaf veriö altekin af sannleika um kynferöismál og krafist þess, aö hver og einn reyndi aö koma sér niöur á þennan sannleik upp á eigin spýtur? Forboðinn ávöxtur Foucault sér þaö fyrir, aö menn muni segja sem svo: Gott og vel- vissulega reiö samfélag og kirkja mikinn vef einskonar þekkingar um kynferöismál, en allt var þaö fram á okkar daga gert til þess eins, aö koma i veg fyriraö menn Michel Foucauit nytu frjálsir kynlifs. Hann játar, aö vissulega höföu bönnin mikla þýöingu. En menn veröi aö gera sér grein fyrir þvi, aö bann hefur tvöfalda merkingu. Bann viö aö njóta einhvers er um leiö hvati á aö menn geri þaö. Menn mega ekki, segir þessi sérstæöi hug- myndaskoöari, einblina á þaö, aö valdboö, áhrifavald,séeinungis til i neikvæöum skilningi. Þau eru einnig til sem örvun, sem hvati á þekkingu. Hér viröist semsagt bryddaö upp á gömlum og góöum þver- stæöum: forboöinn ávöxtur er sætur, gnægöir af einhverjum gæöum magna hinsvegar meö mönnum leiöa sáran. Kannski var Hannes Hafstein einhvers- staöar á svipuöum slóöum þegar hann orti: Feguröin hrifur hugann meira, ef hjúpuö er... áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.