Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 skyldum tekjum á árinu. Þetta gerir karlmaöur, sem svo er ástatt um, þetta gerir einhleyp kona, sem svo er ástatt um, og þvl þá ekki gift kona? Til þess aö skýra dæmiö, gætum viö hugsaö okkur tvo karlmenn: annar er, einhverra hluta vegna, tekjulaus á árinu, hinn er fjármálaráöherra. Sá fyrri veröurhvaö sem tautar og raul- ar aö skila framtali og vorkenn- ir honum enginn. En á þaö aö hafa áhrif á, hvort f jármálaráö- herrann skilar framtali eða ekki og ti'undar tekjur sinar, aö til eru karlmenn sem hafa engar tekjur? Heimilisstörf eru skattfrjáls Oe enn er margt skrýtiö i kýr- hausnum. Þaö er t.d. fróölegt aðvelta fyrir sér, hvers vegna i- haldssömum karlmönnum finnst svona niðurlægjandi fyrir gifta húsmóöur aö vera tekju- laus á skattseöli. Þeir virðast gersamlega horfa framhjá þv' að húsmóöirin sem eingöngu vinnur heimilisstörf vinnur skattfrjálsa vinnu, og eru hús- mæður liklega eini þjóðfélags- hópurinn, sem fær alla sina vinnu skattfrjálsa. Hingaö til hefur slikt talist til friðinda. Þeir viröast gersamlega horfa framhjá þvi, aö konan er að vinna sjálfri sér og heimili sinu oger aö framfæra þá sjálfa skv. skýrum ákvæöum I lögum um réttindi og skyldur hjóna, en þar segir i 2. gr.: „Skylt er hjónun- um hvoru eftir getu sinni og svo sem samir hag þeirra, aö hjálpast aö þvi aö framfæra fjölskylduna meö fjárframlög- um, vinnuá heimilinuogá ann- an hátt”. En ihaldssamir karl- menn viröast hvorki sjá né kunna að meta þessa skatt- frjálsu framfærslu konu sinnar, þvi nú gerist tvennt afar furðu- legt; þeir vilja „borga” fyrir þessa vinnu meö tilbúnum pen- ingum á pappirnum eins og þeir hefðu ráðið eiginkonu sina til starfa og jafnframt vilja þeir fá lækkun á sköttum af þvi konan er heima likt og hún væri ein- hver ómagi á þeim. Þetta er nú meginhugsunin aö baki frum- varpi rikisstjórnarinnar um hjónaskattinn. Karlmaðurinn er viðmiðunin Helmingaskiptareglan svo- nefnda hefur veriö yfirlýst markmið Sjálfstæöisflokksins til margra ára. Hún var lika stefna Alþýöuflokksins þangaö til fyrir um það bil viku, svo sem tillöguflutningur hans á Alþingi er til vitnis um. í helminga- skiptareglunni felst, að tekjum heimiiisins er skipt I tvennt og hvoru hjóna um sig reiknaður helmingur til skatts. Ef konan er heimavinnandi húsmóöir, er henni skv. þessu reiknaöur helmingur af tekjum mannsins. Þau rök eru færö fyrir þessu, aö þannig fáist viöurkenning á þvi starfi sem hún innir af hendi heima fyrir. Þaö eru m.ö.o búnir til peningar handa þeim framfæranda heimilisins, sem vinnur skattfrjálsa vinnu. En mælikvarðinn á þessi tilbúnu laun er ekki vinnuframlag kon- unnar né sú verðmætaaukning sem vinna hennar skapar, heldur tekjur eiginmannsins. Karlmaöurinn er viðmiöunin. Þetta er þvi vitanlega engin viðurkenning á starfi hennar. Réttara væri aö segja aö eigin- manninum væri gert aö kaupa þessa vinnu mismunandi dýrt. t þessari stefnu Sjálfstæöis- flokksins felst meiri fyrirlitning á húsmóöurstörfum en ég man eftir aö hafa nákkurn tima áöur séö. Húsmóöurinni er hafnaö sem sjálfstæöum framfæranda heimiiisins, en metin eftir tekj- um eiginmannsins. Svo státar fjármálaráöherrann af jafn- réttisfrumvarpi! En vegna þess.hve hátekjumaöurinn þarf aö kaupa vinnu konu sinnar dýru veröi, þá lækkar hann i sköttum, þvi honum nýtist svo vel lægra skattþrepið. Framhald á bls. 22 ójÉ JÓN MÚLI ÁRNASON W SKRIFAR TONLEIKAFERÐ Á ÓLÍFRÆNAN STAÐ Skólahljómsveit Kópavogs fór i tónleikaferðupp i Breiöholt um daginn, eina af mörgum, sem Menntamálaráöuneytiö hefur skipulagt um höfuöborgar- svæöiö aö undanförnu. Hljóm- leikarnir áttu aö hefjast fyrir hádegi i Fellaskóla, en þangaö rata ekki gamlir reykvikingar af sjálfsdáöum, ekki einu sinni hinir allra gleggstu. A lögreglu- stööinni viö Hverfisgötu er vandaö kort af höfuöborginni, og háttsettur varðstjóri sagöi: — Þú ekur alla leið upp eftir og framhjá bensinstööinni, svo til vinstri langan sveig og Fella skóli leynir sér ekki þegar þú kemur hingaö, — þaö er þessi svarti ferhyrningur. — Framhjá bensinstööinni til vinstri, sagöi ég, — og bætti viö i huganum: Ekki er aö spyrja að Ihaldinu, — þaö sér um sina, og ekki aö furöa þótt Breiðholtiö sé ólif- rænt, eins og gáfaö fólk hefur marg oft tekið fram opinberlega i fjölmiðlum. — A leiöinni uppeftir skein vetr- arsólin beint I augun á manni, og meö naumindum unnt að koma auga á bensinstööina i skugganum af svörtum steinsteypubáknum, — allt al- veg svakalega ólifrænt. Þegar maöur fór aö venjast rafmagn- inu inni i Fellaskóla kom i ljós einkar sniöugur samkomusalur I miöju húsinu, — stórt leiksviö og þar fyrir framan djúpt gimald i hringleikahússtil. Þaö minnti á Grikkland hiö forna, þar smiöuðu menn svona samkomu- staöi og nefndu amfiþeatron, þeir þóttu gefast vel, og grikkir mikil menningarþjóð eins og við islendingar. Amfiþeatroniö I Breiöholti rúmar 500 krakka i sæti, þar er hljómburöur til fyrirmyndar, hátalarar án hins landlæga gauls, tónleikagestir prúöir — næstum eins og, á sin- fóniuhljómleikum, en snöggtum glaöari en i Háskólabiói. Maöur gleymdi I svip hve Breiðholtiö er ólifrænt. í hléi var Skólahljómsveit Kópavogs og aðstoðarmönnum hennar bobiö i Fellahelli upp á is og kók, og ókeypis aögang aö biljarðboröunum. Þar rót- burstuöu ungir trompetleikarar þrautþjálfaöa miöaldra krambúlmeistara meö fyrir- sögn upp i 25, — enda búiö aö brjóta framan af öllum kjuöum. Það þótti hinum gjörsigraða benda til þess aö eitthvaö væri hæft I frásögnum af Breiöholts skrilnum, sem hópast saman i skjóli náttmyrkurs, berjandisk og bölvandisk, brjótandi rúöur og biljarökjuða. Og við hverju er að búast þegar æskulýöurinn elst upp i svona ólifrænu um hverfi? Þaö var gott ab komast út úr hellinum og jafna sig 1 hádegis- sólinni eftir krambúliö. Opib óbyggt svæöi til austurs meö fjallasýn sem virtist ekki mjög ólifræn, og þar aö noröanveröu ljómandi fallegur fótboltavöll- ur. — Hvaö á aö koma á þennan griðarstóra mel? — Þar á ekk- ert aö koma, — þetta er iþrótta- svæöiö—hérna veröa grasvellir kappleikjahús og hlaupabraut- ir, — sagöi ungur barnakennari og horföi vonbjörtum augum inn I framtiðina. Þaö lá viö aö maöur færi aö halda aö þetta væri eitthvað oröum aukiö um ólifrænuna. ^Seinnihljómleikarnir i amfiþeatroninu i Fellaskóla- tókust prýðilega áheyrendur nú hátt á sjötta hundraö og þökk- uðu hverjum einleikara I Skóla- hljómsveit Kópavogs með dynjandi lófataki, sem haldið var áfram með taktföstum hryn i drengilegustu mörsunum. Skólastjórinn ávarpaði aö lok- um gestina, kennara sina og nemendur, sendiboöi og kynnir Menntamálaráðunevtisins þakkaöi yfirmönnum meö handabandi, og hljómsveitar- stjórinn sagði: Það getur vel veriö, aö þetta sé voðalega ólif- rænt hérna uppfrá, — en ég hef aldrei komiö i betri hljómleika- sal. — Svo barst talið aö kyn- þáttabilinu alræmda, bölvaldin- um mikla á siðari hluta tuttugustu aldar. — Ekki þekkj- um viö þaö, — sögöu breiöhylt ingar, — þaö hefur aldrei veriö notaö hér. — Þaö er þá eins og i Kópavogi, — sagöi hljóm- sveitarstjórinn — og húsmóöir i Vesturbænum segir mér aö hún hafi aldrei oröiö vör viö þaö heldur. — Þaö er þá eins og i Austurbænun — sagði ég, — þar telja meira aö segja ýmsir aö kynslóöabilið sé bara þvætt- ingur, — uppdigtaður handa gáfnaljósum til aö þrasa um opinberlega i fjölmiðlum. — Við ókum undan sól niður eft- ir, og nú kom i ljós að steinsteypukumbaldinn svarti og fagurlega málab fjölbýlis- hús, hiö stærsta á öllu landinu, reist I fögrum sveig meöfram brautinni til vinstri viö bensin- stööina. Aö vestanverðu rúmgóö malbikuö bilastæöi, — og þaðan gangstigur inn i skjóliö sunnan undir blokkinni. Þar eru barna- leikvellir og róló, og búiö aö græöa upp lifrænan álfhól handa börnum og fullorönum aö skemmta sér á. I suöri útvarps- stengurnar á Vatnsenda og berjamórinn allt i kring. Berja- mórinn erlika hafður i brekkun- um á milli Breibholtanna þriggja, og sennilega umhverfis bensinstöðina lika. Við fórum þangað til að kaupa nokkra litra fyrir siöasta þúsundkallinn, og það tókst mæta vel. — Kannski hefur þaö ekki veriö svo vitlaust af ihaldinu að velja henni staö hér, — þótt það sé aö sjálfsögöu i hæsta máta ólifrænt. — Æ góöi hættu þessu ólifrænispipi, — sagði kvenfarþegi I bnnum, — þetta bull á heima i deginum og veginum I útvarpinu, kjallaran- um I Dagblaðinu og spakvitr- íngaþáttum sjónvarpsins, en hvergi annarsstaðar—. Viö ókum fram og aftur um Breiöholtin þrjú, og ótrúlega viöa var búiö ab koma öllu i samt lag eftir jaröýtur, dýnamit og vélskóflur og allt umrót i kringum nýbyggingar. Og þaö var búið aö malbika akbrautir langt suöur eftir, i átt aö Vifils- stöðum, og merkja nýju göturnar og gefa þeim nöfn, þótt húsin væru hvergi til ennþá nema á teikningum. Og berjamór i allar áttír handa ófæddu breiðhyltingunum. — Þaö skyldi þó ekki vera, að ólif- ræna umhverfiðhérna uppfrá sé eintómur hugarburður þeirra, sem aldrei hafa nennt aö skoöa þetta, sagöi bilstjórinn, — og viö sjálfan sig i hljóði, af þvi að hann þoröi ekki aö segja þaö upphátt af pólitiskum ástæöum: Ætii hann sé annars svo galinn Ihalds-borgarstjórinn? — aö minnsta kosti er hann grefilli liötækur jasspianisti. — Þegar hér var komiö sögu, voru ungu tónlistarmennirnir fyrir löngu komnir suöur i Kársnes-, Þinghóls- og Vighóla- skóla i Kópavogi og farnir ab læra meira i reikningi, náttúru- fræöi og sögu. Kennsla hófst i Kársnesskóla fyrir 20 árum og á lOára afmælinu lék Skólahljóm- sveit Kópavogs opinherlega í fyrsta sinn. Þessa tvöfalda af- mælis veröur minnst hát Mega i Kársnesskóla þriöjudagmii 33. þ.m. Tíu ára afmælisbörnin láta þá kannski til sin heyra Horna- flokki Kópavogs, — þau eru vaxin upp úr Skólahljómsveit- inni og mörg kominn ■ Tón- listarskólann suöur frá óg sum Tónlistarskólann i Reykjavik. Ekki fækkar þó i Skólahljóm- sveitinni, þar er ævinlega þjálfaöur 50 manna flokkur, — endurnýjaður árlega, þegar yngstu tónlistmennirnir ganga upp úr Barnahljómsveit Kópa- vogs um 12 ára gamlir. Þaö er ekki ónýtt fyrir höfuðborgarbúa aö hafa á næstu grösum svona fyrirtæki, og hver veit nema aö þarna séu að vaxa i grasi lista- mennirnir, sem eiga eftir ab reynast okkur best á komandi árum. Svona árangur næst ekki nema með mikilli vinnu, — og hann kostar lika peninga, — mikla peninga á meöan stjórn- völd halda áfram aö tolla nauösynlegustu hljóöfæri eins og lúxuxvarning. En sé þetta hægt suöur i Kópavogi, þá er ekkert sem mælir á mót þvi, aö unnt sé aö ná sama árangri annarsstaðar, — lika uppi i Breiðholti. Þessvegna má ætla aö innan fárra ára fari aö hefj- ast tónleikaferðir Breiðholts- æskunnar á vegum Mennta- málaráðuneytisins niöur i miöborgina, og kannski subur i Kópavog. Þaö hefur meira aö segja heyrst aö uppi I Breiðholti hafi sést ungir menn á annar- legu rölti um ólifræna heima- haga sina, gónandi I allar áttir og upp I loftiö. Sumir halda aö þarna sé stundum á ferö næsta borgarskáld Reykjavikur. JMA Og hljómsveitarstjórinn sagöi: þaö getur veriö aö þetta sé voðalega ólifrænt, en ég hefi aldrei komiö I betri hljómleikasal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.