Þjóðviljinn - 26.02.1977, Qupperneq 10
10}- SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. febrúar 1977
Framtíð byggðar í
Reykjavík
Nýlega lauk sýningu á tillögum
aö nýju aöaiskipulagi Reykjavik-
ur, sem haldin var aö Kjarvals-
stööum. Tillögur þessar hafa þeg-
ar veriö samþykktar i skipulags-
nefnd og mun borgarstjórn fá þær
til umfjöllunar á næstunni. Aö þvi
er borgarstjóri sagöi viö opnun
sýningarinnar, þá var hún haldin
til þess aö gefa Ibúum borgarinn-
ar kost á þvi aö gera athuga-
semdir viö tillögurnar og gagn-
rýna þær áöur en þær hljóta
endanlega afgreiösiu yfirvalda.
Þörf heföi veriö á þvf, aö um
sýninguna heföi veriö fjallaö á
gagnrýnin hátt I dagblööum, eins
og venja er til um flestar opinber-
ar sýningar, en þaö veröur látiö
ógert hér. Þó þykir hér rétt aö
nefna, án þess aö lýsa borgar-
stjóra þar meö ósannindamann,
aö sýningin bar aö mikiu leyti
keim af augiýsingastarfsemi og
lltil áhersla lögö á aö koma mikil-
vægustu atriöunum til skila á
skýran og augljósan hátt og gefa
þannig almennum borgurum kost
á aö mynda sér skoöun á tillögun-
um og móta gagnrýna afstööu til
þeirra.
Hér mun hins vegar f jallaö um
helstu þau atriöi, sem nauösyn-
legt er aö hafa I huga þegar taka á
afstööu til tiilagnanna.
Hvað er aðalskipulag?
Aöalskipulag er áætlun um þró-
un borgarinnar i megindráttum I
ákveöinn árafjölda. Aöalskipu-
lagiö hlýtur á vissum sviöum
staöfestingu ráöuneytis og þar
meö löggildingu.
Aöalskipulag var I fyrsta sinn
gert fyrir Reykjavikurborg áriö
1963 og var þvl ætlaö aö gilda til
1983 og var ætlunin aö þaö yröi
endurskoöaö á fimm ára fresti.
Niöurstaöa fyrstu endurskoöunar
iiggur nú loksins fyrir I mynd nýs
aöalskipulags, sem hér er fjallaö
um, og er þvi ætlaö aö gilda til
1995.
Sem áætlun um þróun borgar
innar er aöalskipulagiö býsna
mikilvægt plagg. 1 þvl felst
stefnumörkun borgaryfirvalda
um þróun borgarinnar I öllum
meginatriöum næstu tvo áratugi,
og þannig snertir þaö framtíö
allra þeirra sem búa i Reykjavik.
Þar eru til dæmis teknar
ákvaröanir, sem segja aö veru-
legu leyti til um þaö hversu miklu
fé veröur aö ráöstafa til gatna-
geröar á skipulagstimabilinu.
Þar eru teknar ákvaröanir um
þaö, hvernig ný hverfi skuli
byggja og I hve rikum mæli. Þar
eru örlög gömlu hverfanna ráöin I
megindráttum.og svo mætti lengi
telja.
Aöalskipulagiö er þvl I raun og
veru mun áhrifarlkara en nokkur
pólitlsk stefnuskrá eöa viljayfir-
lýsing.
Af þeim sökum sem hér hefur
veriö drepiö á, ætti þaö aö vera
ljóst, aö yfirbragö sýningarinnar
á Kjarvalsstööum er hættuleg
blekking aö ýmsu leyti, og viö
veröum aö krefjast þess, aö I
framtlöinni veröi skipulags-
sýningar geröar auöskiljanlegar.
Kynna þarf almenningi sem
flesta valkosti, og mönnum þann-
ig gefinn raunverulegur kostur á
þvl aö móta gagnrýna afstööu til
skipulagsins..
Tillögur þær, sem sýndar voru,
eru árangurinn af nokkurra ára
vinnu hóps manna, og þaö er aug-
ljós staöreynd, aö ef meta á gagn-
rýni, sem fram kemur til jafns viö
sjálfar tillögurnar, veröur gagn-
rýnin helst aö vera I mynd
breytingartillögu. Til aö búa sllka
breytingartillögu úr garöi má
ætla aö krefjist viöllka mikillar
vinnu og þaö tók aö gera upphaf-
legu tillöguna. Af hverju var okk-
ur t.d. ekki sýndur annar val-
kostur aö gatnakerfi borgarinnar,
þar sem hlutur almenningsvagna
var metinn aö fullu? Þar heföu
sennilega flest tveggja hæöa
gantamótin veriö ónauösynleg Sú
staöreynd ein, aö þau munu kosta
miljaröa króna,ætti aö vera nægi-
leg til þess aö rökstyöja nauösyn
þess, aö strætisvagnakosturinn
heföi veriö sýndur, og mönnum
gefinn kostur á aö taka afstööu til
þess hvor kosturinn væri réttari.
Forsendur og markmið
aöalskipulagsins
Heilsteypt gagnrýni á aöal-
skipulagstilHögurnar veröur aö
fela I sér athugun á því út frá
hvaöa forsendum sé gengiö, hver
séu helstu markmiöin meö gerö
þess, hvernig þau eru valin og
hverra hag þau henti.
Mikilvægt er aö gera sér þaö
ljóst, aö flest markmiöanna, sem
móta aöalskipulagstiilögurnar,
hafa hvergi veriö sett fram á
skrifuöu máli, en eru þrátt fyrir
þaö nokkuö ótvlræö, ef grannt er
skoöaö.
Hluti af ástæöunni fyrir þvl, aö
þau eru hvergi skýrt sett fram er,
aö reynt er aö gefa þéim yfir-
bragö af þvl, aö þau séu of sjálf-
sögö til þess aö sllkt sé nauösyn-
legt. Um þau þurfi ekki aö ræöa
frekar en þyngdarlögmáliö, þau
séu gefin frá náttúrunnar eigin
hendi.
Eitt af lykiloröunum I þessum
skollaleik sem þannig er leikinn,
er oröiö „þróun”.
Aöalskipulagstillögurnar
byggja aö verulegu leyti á þvi, ab
athugaö er hvernig hinir ýmsu
þættir borgarmyndarinnar hafa
breyst á undanförnum árum. Á
grundvelli þeirra athugana geta
menn sér til um hvernig breyting-
in gæti oröiö á næstunni, ef ekkert
væri aöhafst til þess aö beina
henni inn á aörar brautir. Niöur-
staöa getgátanna hlýtur svo
nafniö „þróun”, og skipulagstil-
lögurnar eru sniönar til þess aö
koma „þróuninni” I kring. Sú
„þróun”, sem hér um ræöir er
skiljanlega alltaf stigmögnun á
þvi ástandi, sem á undan er
gengiö, og skýtur alltaf enn fleiri
stoöum undir hag þeirra, sem
best mega sin.
Þaö er þvl nauösynlegt, eins og
fyrr sagöi, aö leita uppi mark-
miöin og forsendurnar, skoöa þau
og greina hvers eblis þau séu og
hvaða afleiöingar þau hljóti óhjá-
kvæmilega aö hafa I för meö sér.
Þetta er nauðsynlegt til þess aö
geta skilið skipulagstillögurnar
og gagnrýnt þær og þannig af-
hjúpaö raunverulega stefnu
borgaryfirvalda, sem hulin er
flóknu, fræöilegu oröaþrugli og
oft búin gervi óhjákvæmilegra ör-
laga.
Stefna í byggingu nýrra
hverfa og áhrif hennar á
örlög gamla bæjarins
Vöxtur Reykjavlkur átti sér
lengi framan af skiljanlegri or-
sakir en nú. Fjölgun fólks var jöfn
og vöxtur borgarinnar hægur og
stöðugur.
Húsnæöi til atvinnureksturs og
ibúöarbyggö voru samofin I eina
heild, en ekki aðskilin eins og
siöar varö.
A árunum eftir stríö uröu
breytingar örar, slfellt stærri
hverfi byggðust á æ skemmri
tima.og algengt veröur að vinna
sé sótt I annan bæjarhluta en
þann sem búiö er I.
Sérhæfö Ibúðarhverfi eiga sér
þannig aöeins nokkurra áratuga
sögu hér á landi. Meö Arbæjar-
hverfinu, þar sem umferö akandi
og gangandi er aö mestu skilin aö,
fá hverfin á sig þá mynd sem viö
þekkjum hana I dag. Sömu
stefnu er haldiö áfram I Breið-
holti I, þar sem beitt var nútlma-
tækni og fjöldaframleiöslu viö
byggingu húsanna, óg enn er
/
Alyktun
starfshóps
um skipu-
lagsmál
stefnt I sömu átt. Hverfin stækka
stig af stigi, byggingarhraöinn
eykst, og yfirbragð hverfanna ber
slfellt sterkari keim af þvl, aö þau
séu mótuö eftir kröfum
byggingariönaöarins, en siöur
eftir þörfum Ibúanna fyrir gott
umhverfi aö búa I. Einkum er þaö
yngra fólk, barnafjölskyldur, sem
flyst I þessi nýju hverfi, og þvl fer
fjarri aö fbúar nýrra hverfishluta
myndi dæmigert þversnið af ibú-
um borgarinnar I heild. I vissum
hverfishlutum byr efnalitiö fólk
og annars staöar þeir vel settu.
örri byggingu Ibúöahverfanna
fylgja ekki nauðsynlegar úrbætur
samgangna nema fyrir þá sem
geta notaö einkabll, og þjónusta
hvers konar er I algjöru lág-
marki...
Þessi stefna borgarinnar fæöir
ekki eingöngu af sér fábreytt
svefnhverfi, heldur hefur hún
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
eldri hluta borgarinnar einnig.
Fólki fækkár verulega I eldri
borgarhverfum. Þannig hefur
ibúum innan Hringbrautar
fækkaö um 57% á 33 árum.
Meöalaldur ibúanna hækkar og ■„
ýmsirþjónustuliöir ganga úr sér
og leggjast niöur, t.d. mjólkur-
búöir og nýlendu- og smásölu-
verslanir. Eldra fólkið, sem eftir
situr, skortir oft fjármagn til viö-
halds húsum, og ibúöir ganga úr
sér af þeim sökum aö þær veröa-
lélegri. Mörg hús I gamla bænum
eru á einkalóðum, og ýtir þaö
undir.'aö fjársterkir aöilar, at-
vinnufyrirtæki ýmiss konar,
kaupa lóöir og mannvirki til at-
vinnureksturs. Hiö háa lóöaverö I
gamla bænum leiöir til þess, aö
lóðirnar eru nýttar til hins ýtr-
asta, og þegar fjármagniö, sem
lagt er I byggingarnar, er mikiö,
krefjast eigendurnir þess aö enn-
þá fleira fólki sé veitt inn I bæinn
á verslunartimum, til þess
að auka veltuna.
Flutningar fólks með einkabil-
um hafa I augum borgaryfirvalda
svo mikinn forgang, aö viö endur-
skoöun aðalskipulagsins er ekki
gert ráð fyrir endurbættu al-
menningsvagnakerfi. Fleiri
einkabilar komast aöeins til
miöbæjarins, ef lagöar eru nýjar
brautir, þær eldri breikkaöar og
gatnamót gerö á brúm. Þá þarf
að gera ný bflastæöi á dýrum
lóöum, og þegar lóðarveröiö er
orðiö enn hærra, veröur hag-
kvæmt aö byggja sérstök blla-
geymsluhús.
Aukin umferö bila um gamla
bæinn gerir umhverfið ófýsilegra
aö búa I, eykur lóðaveröiö enn
meir, sem leiöir til þess að lóöirn-
ar veröur aö nýta enn betur, sem
aftur leiðir til enn meiri umferöar
o.s.frv.
Fagurgali, sem haföur er I
frammi I skipulagstillögunum um
þaö, aö I miöbænum geti rikt
lokkandi aödráttarafl, eins og þaö
er einhvers staöar oröaö !!!
breytir I engu þeim markaöslög-
málum, sem borgaryfirvöld ætla
okkur aö búa viö að minnsta kosti
til ársins 1995.
Dæmi um stefnu borgar-
yfirvalda
Forstööumaöur Þróunarstofn-
unar (þeirri stofnun var komiö á
laggirnar til þess aö annast nýja
aöalskipulagiö) hefur látiö þau
orö falla aö einn af helstuerfiö-
leikunum viö gerð aðalskipulags-
ins sé, hvernig leysa megi vanda-
mál, sem sú umferö mun hafa I
för meö sér, sem „þróunin” segir
til um aö veröa muni til miö-
bæjarins. Sjálfur er hann for-
stöðumaöur þeirrar stofnunar,
sem, eins og nafniö bendir til, er
ætlaö aö velja „þróunina”. Erfiö-
leikarnir eru fyrst og fremst
fólgnir I þvl, hvernig koma megi
fyrir nauösynlegum brautum og
Haldlð opnunni til haga
og notið á ráðstefnunni
á miðvikudag
Laugardagur 26. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — 11
Yfirbragð nýju hverfanna ber sifellt sterkari keim af þvl að þau eru mótuð eftir kröf-
um byggingariðnaðarins en slður eftir þörfum ibúanna fyrir gott umhverfi að búa I
(Ljósm.: GEl)
Tveggja hæða gatnamót kosta miljarða. Af hverju var ekki sýndur annar valkostur að
gatnakcrfi borgarinnar þar sem hlutur almenningsvagna var metinn að fullu? Þar
hefðu sennilega flest tveggja hæöa gatnamót veriö ónauðsynieg (Ljósm.:GEi)
Aukin umferð bfla um gamla bæinn gerir umhverfið ófýsilegra til að búa I, eykur
lóðaverðiö enn meir, sem leiðir til þess að lóðirnar verður aö nýta enn betur, sem aft-
ur leiðir til meiri umferðar osfrv. (Ljósm.:GEl)
tíáSm
Þau bæjarfélög sem taka þá stefnu að láta atvinnurekstur byggja upp gamla bæjar-
kjarna verða sjálf að leggja i stóraukinn kostnaö við framkvæmd skipuiags vegna
bilaumferöar ofl. Heildsalan sem sést hér á myndinni rýfur auk þess jafna og gamla
húsalinu l Þingholtsstræti og skemmir hana (Ljósm.: GEl)
tveggja hæöa gatnamótum milíi
húsanna, sem fyrir eru.
Þótt hlálegt megi viröast þá
stafa þessi vandamál af þeirri
ákvöröun Þróunarstofnunar (eöa
borgarstjórnar), aö gengiö skuli
út frá þeirri forsendu, aö flatar-
mál húsnæöis til atvinnureksturs
á svæöinu vestan Kringlumýrar-
brautar skuli stóraukast á skipu-
lagstlmabilinu, en þaö er einmitt
atvinnureksturinn, sem fyrst og
fremst leiöir til aukinnar um-
feröar. Einnig er gert ráö fyrir
þvi, aö ibúum sama svæöis fækki
um 11000-12000 og þá er þeim ef-
laust ætlað aö flytja I ný svefn-
hverfi, þar sem reisa þarf þeim
ibúöarhús og veita þeim þjónustu.
Anders Nyvig heitir danskur
sérfræöingur, sem hefur veriö
ráögjafi Þróunarstofnunar I um-
feröarmálum. Sérfræöingurinn
sá hefur skriflega gagnrýnt þess-
ar ákvaröanir Þróunarstofnunar
og bent á hvers konar sjálf-
skaparviti þær leiöi út I.
Heldur hefur veriö fariö laumu-
lega meö þá gagnrýni og lltiö
sennilegt aö borgarstjórnarmenn
veröi hvattir til þess aö kynna sér
álit sérfræöingsins áöur en skipu-
lagiö veröur samþykkt.
Hverjum er svo þessi
stefna í hag?
Reynsla annarra Noröurlanda
sýnir okkur skýlaust, aö þau
bæjarfélög, sem taka þá stefnu aö
láta atvinnurekstur byggja upp
gamla bæjarkjarna, veröa sjálf
aö leggja I stóraukinn kostnaö viö
framkvæmd skipulagsins.
Skipulagsuppdrættir Þróunar-
stofnunar, sem sýna öll þau um-
feröarmannvirki sem eru
nauösynlegar afleiöingar þesarar
stefnu, eru afdráttarlaus viöur-
kenning á þvl, aö almennum Ibú-
um borgarinnar er ætlað aö bera
kostnaöinn af „þróuninni” og aö
„þróunin” sé fasteignaeigendum
I miöbænum i hag.
Sú stefna sem við hljótum hins
vegar að berjast fyrir er sú, aö
tekiö sé fullt tillit til þess, aö æski-
legt er aö viöhalda Ibúöabyggö I
gamla bænum og auka hana.
Bæta umhverfið til ibúöar og nýta
á ný þá félagslegu þjónustu, sem
þar er fyrir hendi. Sllkt væri al-
menningi I hag.
Stefnumótunin, framkvæmd
hennar og stjórnun, er pólitiskt
mál framar öllu ööru, og krefst
þess aö þróunin sé valin meö hag
almennings fyrir brjósti.
Lánamálin og eldri hverfin
Þaö sem ööru fremur einkennir
þær breytingar, sem oröiö hafa á
búsetu fólks I Reykjavik seinustu
árin, er, eins og áöur hefur veriö
drepið á, ör flutningur Ibúa eldri
hverfa borgarinnar I nýju
hverfin.
Byggöar hafa veriö mun fleiri
ibúöir en Ibúafjölgunin ein segir
til um. Meginskýringin á þvl, aö
mun færri búa I hverri íbúð en
áður tíðkaöist og aö nauðsynlegt
hefur veriö aö taka úr notkun lé-
legthúsnæöi. Auk þesshefur hluti
af gömlu húsnæöi veriö tekinn
undir skrifstofur og aöra starf-
semi. Búseturöskunin hefur veriö
mjög hröö og hefur leitt til þess að
félagsleg þjónusta af öllu tagi
hefur veriö vanrækt. Vissulega
mun nauösynlegt aö reisa ný
Starfs-
hópurmn
1 starfshópnum sem samdi
ávarpið um framtið byggðar
I Reykjavik foru eftirtaldir:
Adda Bára Sigfúsdóttir,
Gunnar H. Gunnarsson,
Hjörleifur Stefánsson, Hrafn
H allgr ims son , Hrafn
Magnússon, Magnús Skúla-
son, Sigurður Harðarson,
Sigurður Tómasson, Sigur-
jón Pétursson, Stefán Thors,
Stefán örn Stefánsson, Þor-
björn Broddason.
ibúöarhús á komandi árum, en
fjölda þeirra veröur aö ákvaröa á
grundvelli skynsamlegs mats á
þvi, hvaö sé æskilegt og nauösyn-
legt, og þá veröa þarfir
byggingariönaðarins fyrir ný
verkefni ekki þyngstar á metun-
um.
Rætur stefnu borgaryfirvalda I
byggingarmálum eru margvls-
legar og hefur áöur verið minnst
á nokkra anga hennar. En mestu
ræöur opinber stefna I lánamál-
um. Lánum Húsnæöismálastofn-
unar var upphaflega ætlaö þaö
meginhlutverk aö stuöla aö sem
mestri fjölgun ibúöa á tlmum
mikils húsnæöisskorts, enda brýn
nauösyn á aö bæta úr.
Eins og nú er komiö hér I
Reykjavlk, viröist þvl fjármagni
rikisins, semHúsnæöismálastjórn
ráöstafar I of rlkum mæli varið
meö þarfir byggingariönaöarins I
huga.
Eigi aö stööva þá hnignun, sem
nú á sér staö I eldri hverfum, og
eigi samtimis aö nota fé Hús-
næðismálastofnunar til þess aö
byggja hverfi, sem fyrst og
fremst eru til þess gerö aö veröa
Ibúunum viömótsgóö, veröur
óhjákvæmilega aö breyta rikj-
andi stefnu I lánamálum.
Veita þarf sanngjörn lán til
kaupa á eldri Ibúöum. og veita
þarf lán til viðhalds og endurbóta
Ibúöa og húsa.
Kröfur um endurskoöun á
aðalskipulagsforsendum.
Aö lokum viljum viö setja fram
eftirfarandi kröfur um endur-
skoöun á nokkrum þáttum aöal-
skipulagstillagnanna, sem fyrir
borgarstjórn liggja:
1. Endurskoðaöar veröi áætlanir
um aukningu húsnæöis til at-
vinnurekstrar á öllu svæöinu
vestan Kringlumýrarbrautar
vegna þess aö þaö eru fyrst og
fremst þessar áætlanir, sem
leiöa til allrar þeirrar um-
feröaraukningar, sem mil-
jöröum króna á aö verja til aö
anna.
2. Endurskoöaöar veröi áætlanir
um f jölda ibúöa á sömu svæöum
borgarinnar og geröar ráö-
stafanir til endurnýjunar og
aukningar ibúöabyggöar á
þeim.
3. Nýjar umferöaráætlanir veröi
geröar meö tilliti til þeirra
endurskoöana, sem þegar hafa
veriö nefndar og hlutverk al-
menningsvagna verði metiö aö
fullu.
4. t staö þess aö auka atvinnuhús-
næöi i gamla bænum veröi gert
ráö fyrir þvi á iönaöarsvæðum,
nýjum miöbæjarkjörnum og
innan nýju ibúöarhverfanna.
5. Geröar veröi deiliskipulagstil-
lögur aö eldri hverfunum I
samræmi viö þá endurskoöun,
sem hér hefur veriö nefnd, og
miöist þær viö aö þau veröi til
frambúöar notuö til Ibúöar.
6. Byggingarhraöi nýrra hverfa
verði miöaður viö aö hægt sé aö
veita þar fullnægjandi félagS'
lega þjónustu og atvinnu.
7. Opinber stefna I lánamálum
veröi endurskoöuö meö tilliti til
þeirrar stefnubreytingár, sem
hér hefur veriö lýst.
Alþýðubandalagið i Reykjavik efnir til umræðu um:
Framtíð byggðar
i Reykjavík
Almennur fundur um FRAMTÍÐ BYGGÐAR í
REYKJAVíK verður haldinn miðvikudags-
kvöld 2. mars i Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut. — (ekki laugardag eins og áður
auglýst)
Frummælendur:
Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Stefán Thors
skipulagsarkitekt. Fundarstjóri: Sigurjón
Pétursson borgarráðsmaður
Fundarritari: Anna Sigriður Hróðmarsdóttir.
ABR Stefán Sigurjón