Þjóðviljinn - 20.03.1977, Side 3
Sunnudagur 20. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
r.AMALT OG NYTT GM DRYKKJUSKAP:
Stórfelld
skattsvik
hjá
General
Motors?
Þaö skapaöi þorsta aö nefna áfengi á nafn, jafnvel þótt þaö vœri sett f
mjög neikvætt samhengi.
Þaö er auövitaö algengt merki um innri kreppu ef maöur drekkur —
en furöu margir eru fórnariömb venju, kurteisi og gestrisni.
Menn drekka af því þeir
eru hamingjusamir eða af
því að þeir eru hryggir.
Þeir drekka til að verða
ekki of hamingjusamir og
til þess að halda sér í viss-
um dapurleika. Sumir
þeirra sem gegndu
ábyrðarstöðum drukku
vegna ábyrgðarinnar og
þeir atvinnulausu drukku
af því þeir voru atvinnu-
lausir. Menn drukkuaf því
að þeir höfðu sektartilf inn-
ingu út af drykkjuskap sín-
um.
Þetta er aðeins hluti af mörgum
svörum sem upp komu í rannsókn
Michelle de Vulpian á þvi, af
hverju menn drekka — nánar til-
tekið, hvaða hversdaglegar
ástæður eru það sem fá frans-
menn til að drekka? Hún lagði
spurningarskrár fyrir 1000 manns
og átti ítarleg viðtöl viö 40 manna
úrtak. Niöurstaðan er i stuttu
máli sú, að menn drekki af öllum
hugsanlegum ástæðum.
Sjálfstjórn og gabb
Hún segir að ótrúlega mikið
magn af áfengi sé drukkið án
nokkurrar sérstakrar ástæðu.
Okkur kom það á óvart hve mikiö
menn drekka hvunndags af venju
eða vegna gestrisni og kurteisi.
Svo virðist sem menn eigi mjög
auövelt með að verða áfengis-
sjúklingar án þess að hafa nokk-
urntima átt i meiriháttar vand-
ræðum, segir hún.
Þrir fjórðu allra fransmanna
koma sér upp einhverjum tak-
mörkunum á drykkju sinni. Sum-
ir láta það heita svo, að þeir fái
sér ekki bragð á hverjum degi.
Aðrir setja sér það, að taka ekki
glas fyrr en eftir vissan tima
dags. Michelle de Vulpian segir,
að þessum takmörkunum sé ætl-
að að sefa samvisku þess sem
drekkur, en þær séu venjulega
ekki strangari en svo, aö i raun
innbyrðir hann allt sem hann vill.
Sú rannsókn, sem hér er nefnd,
ALLAR HUGSANLEGAR
LEIÐIR MÆTAST í
FLÖSKUNNI
bendir m.a.eindregið til þess, aö
menn ljúgi um eða dragi mjög úr
þvi magni sem þeir drekka.
Flestir neituðu þvi t.d. að þeir
drykkju einir, en komu svo upp
um sig, þegar spurt var hvernig
þeir hefðu drukkið I gær eöa
fyrradag. Þá gat það komið fyr-
ir, að maður, sem verið var að
tala við, geröi fyrsl litið úr
drykkju sinni, en sneri við blað-
inu, þegar sá sem spurði fór að
kvarta um eigin drykkjuskap.
Sælt er sameiginlegt skipbrot.
Kenning AA röng?
De Vulpian hneigist eftir rann-
sókn þessa til efasemda um það,
að sú kenning AA-samtakanna sé
rétt, að menn verði áfengissjúk-
lingar af þvi að þeir séu sérstak-
lega næmir fyrir áfengi. Hún
reyndi að komast að þvi af hverju
bindindismenn drykkju ekki. Þaö
kom — alveg óvænt — á daginn að
bindindismenn voru gjarna
menn, sem höfðu reynt aö hafa
áhrif á skaplyndi sitt meö áfengi,
en hafði mistekist, vegna þess, að
þeir brugöust of sterklega við
áfengi — urðu annaðhvort veikir,
eða gátu alls ekki haft stjórn á
hegðun sinni.
Kenning AA, segir de Vulipan,
getur haft nokkur jákv. áhrif, en
við höllumst hinsvegar að þeirri
niðurstöðu, að það séu bindindis-
menn sem eru sérlega næmir fyr-
ir áfengi, en heilbrigöir menn
sem verða drykkjusjúklingar.
Hvaða áróður dugar?
Ungfrú de Vulpian komst einnig
aö þvi, aö áróður sá sem algeng-
ast er að stunda gegn áfengi sé af-
ar gagnslitill. Það var furðu al-
gengt, að menn langaði til að
drekka bara af þvi þaö var
minnst á oröiö áfengi — jafnvel
þótt það væri I mjög neikvæðu
samhengi. Eins og ósjálfrátt
höfðu viðmælendur de Vulpian
boðið henni upp á drykk meö sér
— um leið og þeir röktu raunir
sinar.
Þetta þýðir að visu ekki að allar
upplýsingar um áfengismál hljóti
að vera skaðlegar eöa gagnslaus-
ar. En menn verða að fara að öllu
með gát. Það er algeng villa I
áróöursherferðum gegn áfengis-
böli aö draga athyglina að
skuggalegri hliðum áfengisneyslu
— að manninum sem ber konuna
sina, að strætisrónanum, að þeim
lifrarveika. Þvi meira sem fólk
drekkur, þeim mun meira þarf
það á slikum týpum að halda —
þvi þaö getur þá huggað sig við að
„þetta kemur ekki fyrir mig”.
Michelle de Vulpian segir, að
það sé árangursrikara aö benda
mönnum á það blátt áfram, aö
þeim liði betur án áfengis. Og þótt
undarlegt megi virðast, hafa það
reynst furðu góð rök gegn áfengi
að menn fitni svo fjandalega af
þvi að drekka!
(Byggt á IHT)
Bandarisk yfirvöld eru nú aö
rannsaka hvort einn mesti
auðhringur heims, General
Motors hefur komið sér undan
skattgreiðslum sem nema hundr-
uðum miljóna dollara. Ef satt
reynist væri hér um að ræða
einhver mestu skattsvik.
General Motors neitar þessum
grunsemdum og segist hafa allt á
hreinu.
Skattaeftirlitsmenn þykjast
m.a. hafa oröið varir viö að
General Motors hafi afskrifað á
undanförnum árum vélar og
búnað fyrir um hundrað miljón
dollara á ári með grunsamlegum
hætti. Likur þykja benda til þess,
að þessi útbúnaður hafi
annaðhvort aldrei veriö til, eða þá
að hann hafi verið afskrifaður
áöur.
Ennþá eitt
eyríki fœðist
Vanuaaki Pati heitir flokkur á
eyjaklasanum Nýjar Hebriöur i
Kyrrahafi, sem hefur krafist
þess, að annaðhvort Bretland eða
Frakkland leggi niður umboð sitt
á eyjunum, en þau lönd hafa til
þessa stjórnað þeim I
sameiningu. Veröi þetta fyrsta
skerf til sjálfstæðis eyjanna.
Vanuaaki Pati hefur nú meiri-
hluta I á þingi eyjanna. Þessi
eyjaklasi er i Melanesiu og eru
ibúar um 60.000. Eyjarnar eru
samtals um 15.000 ferkilómetrar.
Umsjónarmaður
orlofshúsa
Félag orlofshúsaeigenda að Hraunborg-
um i Grimsnesi óskar að ráða umsjónar-
mann við orlofshús félaganna i sumar.
Starfstimabilið hefst 15. mai til 15. sept.
Starfsmaðurinn þarf að sjá um undirbún-
ing og snyrtingu húsanna að utan áður en
leiga húsanna hefst
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar
hjá Rafni Sigurðssyni, Hrafnistu, simi
38440.
Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu
Hrafnistu fyrir 15. april, 1977.
Félag orlofshúsaeigenda, Hraunborgum.
Það emm við.
SAMSÖLU
BRAUÐ