Þjóðviljinn - 20.03.1977, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1977 Jafnvel gömlu, útópisku sósíalistarnir fjölluðu um undirokun kvenna. Frægastur þeirra er Fourier (1772—1837) og gagnrýni hans á stöðu konunnar. I velþekktum kafla segir hann: „Þá breytingu sem orðið hefur á sögulegum tímum má alltaf miða við framsókn kvenna til frelsis, því sigur manns- ariclans á náttúrunni sést bestá sambandi karls og konu, sambandi hins sterka og hins veika. Ástandið í kvenfrelsis- málum er hinn eðlilegi mælikvaröi á hversu ástatt er um frelsi almennt." Marx, Engels og aörir sósialiskir fræöimenn á eftir þeim hafa alltaf haldið þvi fram að i kapitalisku þjóðfélagi séu andstæður kynjanna ósættan- legar, en frelsi megi ná i sam- félagi sem stefni að sifellt full- komnari sósialisma með kommúnisma að markmiði. Eins og ég hef áður nefnt hafa þeir e.t.v. álitið að þetta gengi hraðar fyrir sig en raun hefur orðið á, þó hef ég hvorki séð Marx né Engels klæðast spámannsgervi og finna kenn- ingum sinum stað og stund ein- hvers staðar langt frammi i blárri framtið. t hinum sósialiska heimi hef- ur reynst mjög erfitt að veita konum frelsi, þótt hinn efna- hagslegi grundvöllur sé fyrir hendi, og þetta telja margir vinstrisinnar að sanni að óger- legt sé að skapa konum jafn- stöðu, þrátt fyrir breytta efna- hagslega uppbyggingu og sam- eign á framleiðslutækjum. Þetta er rangt mat, en ekki er hægt að koma sér undan þeim erfiðleikum sem verða á leiðinni að settu marki — ég hef áður nefnt þau smáborgarlegu áhrif sem Lenin lýsti svo ágætlega hér að framan og bæði kynin verða fyrir, og þar við bætist að i sósialisku löndunum hefur leg- ið við kreppuástandi vegna að- gerða kapitaliska heimsins og þá ekki sist heimsstyrjaldarinn- ar þegar mörg fram- faraviðleitni lenti á villigötum og markmiðið, sósialiskt fólk i sósialísku landi, varð að vikja fyrir þvi að lifa af. Strax eftir rússnesku byltinguna 1917 var reynt að kollvarpa kynferöis- legu mati á konunni, þýðingu hjónabandsins I samskiptum kynjanna, frjálsar fóstur- eyðingar leyföar o.s.frv. I ljós kom að þetta hafði hörmulegar afleiðingar I landi þar sem geis- aði borgarastyrjöld og iðnaður var skammt á veg kominn, en flokkurinn langt á undan sam- löndum sinum i afstöðunni til vandamála kynjanna. Einkvæniö sem felur i sér undir- okun konunnar hefur rikt i 3.000 ár. Hver vitiborinn maöur sér, að þessar aðstæður breytast ekki á einum degi — jafnvel þótt hinn félagslegi og efnahagslegi grundvöllur hafi verið lagfærð- ur. Þrátt fyrir það að fyrstu sósialistarnir gerðu sér grein fyrir kúgun konunnar og að það voru einmitt brautryðjendur hins visindalega sósialisma sem hófu að skilgreina til hlitar orsakir þessarar kúgunar, þá er ekki þar með sagt að verka- lýðurinn hafi strax fallíst á þessar skoðanir, þvi að um miðja siðustu öld þegar þær koma fram hvildi eymd og sult- ur eins og mara á launafólki og ógnaði lifi þess dag hvern. Eftir þvi sem iönvæðing jókst komu æ fleiri konur inn á vinnu- markaðinn, en karlmenn litu á þær sem ógnun við vinnuöryggi sitt og tilveru, alveg á sama hátt og þær afkastamiklu vélar sem þá voru lika að koma fram. Hvorki verkakonur né -karlar skildu i fyrstu, að markmið verkalýðsstéttarinnar felur einnig i sér lausn kvenfrelsis- vandans. Loks að fenginni árg,tugareynslu gerði hinn framsæknasti hluti stéttarinnar sér grein fyrir þvi, aö aukin vélvæðing dregur úr muninum á kvenna- og karlastörfum og eins eru hagsmunir kynjanna ekki ósættanlegar andstæður innan verkalýðsstéttarinnar. Þetta er stétt sem ekki hefur efni á striði kynjanna, en lokatakmark hennar felur i sér lausnina á orsök striðsins. Hin borgaralega kvennahreyfing sem starfandi var á fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar skildi þetta aldrei og gerði þvi þá, eins og nú, stéttabaráttuna að baráttu kynjanna. Marx ræöst þegar 1874 gegn hinni borgaralegu kvenréttindahreyfingu fyrir þaö, að hún sé andvig þvi að verkalýðsfélögin berjist fyrir sérstökum friðindum fyrir kon- ur og börn i verksmiðjum. Hin- ar borgaralegu konur töldu það i andstöðu við kvenfrelsi að kon- ur fengju þessi friðindi sem reyndar voru oftast lifsnauð- synleg. Marx leggur áherslu á að andstaðan gegn friðindalög- gjöf fyrir konur komi ekki frá kapitalistunum sjálfum, þvi að næstum hver einasta valdastétt kann, þvi miöur, þá list aö beita fyrir sig bæði þeim sem hafa hag af völdunum og ekki siður fórnarlömbunum. Að lokum bendir hann á, að ef t.d. vinnutimi kvenna fengist styttur, þá muni það létta bar- áttuna fyrir styttum vinnutlma karla. Hann kemur hér fram með þá kenningu sem verka- lýðshreyfingin hefur notfært sér hvað eftir annað þ.e. að i barátt- unni við auðmagnið beri að var- ast sundurþykkju meðal launa- fólks, en reyna þess I stað að ná fram lagfæringum og umbótum þar sem mögulegt er og reyna siðan að fá hið sama fram handa fleiri hópum. Þetta gildir enn i launabaráttunni að sterk- ustu hóparnir verða fyrst að berjast fyrir hagsbótum sér til handa og draga siðan þá lág- launuðu með sér. Ef einblint er á veikustu hópana — þ.e. þá lægst launuðu — og það oft út frá mjög virðingarverðum, sósíal- iskum sjónarmiöum, endar það næstum alltaf á þvi að launa- kjör allrar stéttarinnar versna. Engels kom með eftirfarandi skýringu við ensku kvenrétt- indakonuna Gertrud Guillaume- Schack sem seinna gerðist anarkisti: ,,Að þvi er ég best veit krefjast allir sósialistar sömu launa fyrir sömu vinnu, jafnthanda konum sem körlum, þar til laun hafa verið algjör- lega afnumin. Ég geri mér fylli- lega ljóst að verkakona þarfnast sérstakrar verndar gegn kapitalisku arðráni vegna hins sérstaka liffræðilega hlutverks sins. Þær ensku konur sem berj- ast fyrir þvi, að konur fái form- lega sama rétt og karlar til að láta kapitalistana arðræna sig hafa beint eða óbeint hag af kapitalisku arðráni beggja kynjanna. Ég viðurkenni að ég hef meiri áhuga á heilbrigði komandi kynslóöar en algjörum og formlegum jöfnuði kynjanna siðustu ár kapitalisks fram- leiðslukerfis. Það er sannfæring min að raunverulegum jöfnuði karla og kvenna verði ekki náð Konan og sósíalisminn Þridji hluti úr bók Hanne Reintoft fyrr en kapitaliskt arðrán beggja kynjanna er horfið og einkaheimilisstörfum breytt i félagslega iðju.” Það er annars eftirtektarvert að bæöi Engels, Lenin og siðar fleiri leggja áherslu á að það verði nauðsynlegt að heimilis- störf verði flutt út i samfélagið til þess að konan öðlist frelsi, að komið verði á fót mötuneytum, barnaheimilum o.s.frv. Komið hefur i ljós að á þessu sviði eiga bæði konur i sósialisku rikjun- um og konur i hinum fram- sæknu kvennahreyfingum mjög erfitt að fylgjast með. Mötuneyti eru góðra gjalda verð, en þegar kemur að þvi að láta aðra gæta barna okkar, jafnvel nokkra daga i viku hverri, þá eru margar konur ekki lengur með, og þegar reynt er að koma þessu á i sósialisku rikjunum svörum við þvi venju- lega með furdómum. Ef við þorum ekki að feta þá slóð sem okkur hefur verið visað á og fylgja þannig eftir þróun sam- félagsins, þá göngum við i lið með afturhaldsöflunum sem reyna — að visu árangurslaust — að hefta þessa þróún. Alexandra Kollontay andmælti einnig ákaft hinni borgaralegu kvennahreyfingu. I fyrirlestri sem hún hélt 1921 i Sverdlovhá- skólanum I Leningrad leggur hún áherslu á það meginein- kenni borgaralegu kvenna- hreyfingarinnar aö hún telji sig hafna yfir stéttaandstæður og geti þvi breytt réttindabaráttu kvenna úr stéttabaráttu i bar- áttu milli kynjanna. A þennan hátt afsala þessar borgaralegu konur sér bæði þvi að vinna stuðning meöal hins mikla fjölda verkakvenna sem skilja að um stéttabaráttu er að ræöa, baráttu milli launafólks og auðvalds — og einnig þvi að fá stuðning margra framsækinna karlmanna sem hafa skilning á og vilja leggja sig fram viö að leysa vandamál kvenna. Eins og fram hefur komið fellst ég á þessar skoðanir, en þær eiga engu siður við um kvenna- hreyfingarnar nú á dögum. Kollontay leggur einnig áherslu á að hinni borgaralegu kvennahreyfingu sé svo mikið i mun að sýna fram á að „konan sé jafngóð” og karlmaðurinn að þaö gleymist að taka tillit til hins sérstaka og eðlilega hlut- verks konunnar og þeirrar kröfu sem hún verður þess vegna að setja fram. Hún segir ennfrem- ur, að meðan konan taki ekki þátt i félagsstarfi og framleiöslu sé ekki nauðsynlegt að taka sér- stakt tillit til hennar, en leggi hún sinn skerf til framleiðslunn- ar, þá geri hið félagslega hlut- verk, sem hún þar að auki verð- ur að inna af hendi, það óhjákvæmilegt að samfélagið sýni henni sérstaka umhyggju og taki meira tillit til hennar en annarra. Lenin leggur einnig á þetta sérstaka áherslu. Clara Zetkin hefur þetta eftir honum úr við- tali þeirra 1921: „Sú stefna verður að vera skýrt mörkuð að raunverulegt kvenfrelsi er ómögulegt nema i kommúnisku samfélagi. Leggja verður sér- staka áherslu á órjúfanlegt samhengi félagslegrar og bein- linis mannlegrar stöðu konunn- ar annars vegar og einkaeignar á framleislutækjum hins veg- ar. Þannig visum við á bug I eitt skipti fyrir öll þessu „kvenrétt- indasnakki”. Um leið leggjum við grundvöllinn að þvi að lita á málefni kvenna sem hluta af stærra félagslegu vandamáli, þ.e. máli vekalýðshreyfingar- innar, og tengja það stéttabar- áttu verkalýðsins og bylting- unni. Hin kommúniska kvenrétt- indahreyfing verður einnig að vera fjöldahreyfing, hluti af enn stærri fjöldahreyfingu sem nær ekki aðeins til verkalýðsins, heldur einnig til allra arð- rændra og undirokaðra hvar sem er I samfélaginu, til allra fórnarlamba kapitalismanns og allra þeirra sem standa höllum fæti. í þessu felst einnig mikil- vægi kvennahreyfingarinnar fyrir stéttabaráttu verkalýösins og sögulegt hlutverk hans, þ.e. að skapa kommúnískt sam- félag. Við getum svo sannan- lega verið stolt af þvi,aö við höf- um úrvalssveit byltingarsinn- aöra kvenna I flokknum og i kommúniska alþjóðasamband- inu. En það er ekki það sem úr- slitum ræður. Við verðum að vinna til fylgis við okkur miljón- ir verkakvenna i borg og bæ, til fylgis við baráttu okkar og þó sérstaklega til að koma á kommúnisku þjóðskipulagi. An kvenna er engin raunveruleg fjöldahreyfing til.” 1 þessu samtali álasar Lenin Clöru Zetkin fyrir að hún hafi átt þátt i þvi innan þýsku kvennahreyfingarinnar að um- ræðurnar snerust um of um kynferðismál, hjónaband og skyld málefni, en of litið um félags- og atvinnumál, og póli- tisk mál yfirleitt. Þetta er einn- ig aðvörun við að breyta stétta- baráttunni i baráttu milli kynj- anna. A þaö er drepið hvað eftir annað, að sósialisk þjóðfélags- bylting sé nauðsynlegur grund- völlur kvenfrelsis. Mér finnst það mjög áhrifamikið þegar Lenin snýr framangreindum ummælum við og sýnir konum þar með virðingu sina, en þetta gerði hann i ræðu sem hann hélt á fyrstu ráðstefnu rússneskra verkakvenna 1918: „An þátt- töku meginþorra verkakvenna verður ekki um sósillska bylt- ingu að ræða,” og „reynsla verkalýðshreyfingarinnar sýn- ir, að framgangur byltingarinn- ar fer eftir þátttöku kvenna i henni.” Þetta er mjög góður vitnisburður fyrir kvenþjóðina i heild. Hinir klassisku fræðimenn sósialismanns lögðu sérstaka áherslu á að kvenfrelsi væri háð þvi að komið væri á sósialisku þjóðskipulagi. Af þessu leiöir eðlilega þá spurningu hvernig konum hafi vegnað innan al- þjóðahreyfingar kommúnism- anns. Þrátt fyrir að sósialisku rikin séu mjög misjafnlega á veg komin I þróuninni og stefna þeirra I uppbyggingu sósial-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.