Þjóðviljinn - 17.07.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júll 1977 SMASAGA EFTIR LILJU Ég vildi gjarnan segja þér þetta. — Þúþarftekkiaö hlusta — mér þætti bara vænt um þaö. ÞU vilt hlusta? Þaö gleöur mig — en mundu aö ég vil ekki neyöa þig... Ég valdi þig, vegna þess aö ég veit aö þú ert ákaflega hógvær. Allir segja þaö. Ég veit þaö auö- vitaö ekki af eigin raun, en þaö segja það allir. Og ég er ekki ein þeirra sem rengja þaö sem allir segja. Sumt fólk rengir allt — er á móti öllu. En ekki ég. Ekki svo aö skilja aö ég trúi öllu sem mér er sagt — en þaö segir sig sjálft aö engin manneskja meö viti rengir það sem allir, þaö er meirihlut- inn, segir. Þaö þýöir aö maöur hættir á aö fá hóp af öskureiöu fólki upp á móti sér. Menn reiöast nefnilega alltaf ef þeir hitta ein- hvern sem vogar sér aö halda fram annarri skoöun en þeir eru á sjálfir I einhverju máli. Og hópur af fólki á annarri skoðun— <af þvi leiöir) — hellingur af öskureiðu fölki — neitakk. Þess vegna passa ég mig alltaf aö vera á sömu skoöun og allir hinir. Þá eru allir vinirmanns. Auövitað getur verið erfitt að vera á réttu máli þegar menn eru margir saman og rif- ast, en þá segi ég alltaf aö ég hafi ekki ennþá myndað mérskoöun á málinu. — Hannaö mér skoöun — við því getur enginn sagt neitt. Allir hafa leyfi til aö hanna sér skoðun. Ekki satt? Éger ákaflega fegin aö þú vilt hlusta. Mig hefur nefnilega legni langaö til að tala um þetta viö einhvern. Ég þarf — hreint og beint verð — aö segja einhverjum frá þvi. Hvernig stendur á þvi að égvinn ennþá hérá skrifstofunni. eða söngkona. Ég ætlaöi aö veröa fræg leikkona eða skáld. Viö fórum i sama bekk i kvennaskólanum og sátum saman við fremstu boröin — beint fyrir framan kennaraboröiö. öll- um kennurunum ifkaöí vel viö okkur, en sumar stelpurnar voru skrltnar. En þaö var bara vegna þess aö þær öfunduðu okkur, þær áttu ekki nærri þvi eins falleg föt og viö. Þá þegar vorum viö báðar haröákveönar i aö fórna okkur fyrirlistina. Gulla ákvaö aö veröa heldur dansmær en söngkona — þvi þá gæti hún látiö einhvern uppgötva sig. — Þaö var lika svo miklu finna aö vera dansmær. Ég ákvaö aö veröa frægur rithöfund- ur. Til þess aö okkur gengi betur aö fá vinnu meöan viö biöum eftir tækifærunum, fórum viö báðar i Verslunarskólann. Við sátum saman viö fremstu borðin beint fyrir framan kennaraboröiö. Við hættum báðar i skólanum eftir verslunarprófiö; eins og málin stóöu gat þaö ekki talist annað en timasóun aö halda þessum skóla- setum áfram — ég er reyndar enn á þeirri skoðun. Viö fengum báöar vinnu á skrif- stofu, og eins og ég sagöi átti þaö bara aö vera til bráöabirgða. Viö vorum vissar um aö tækifærin væru á næsta leiti. Kannski væru þau þegar farin aö biöa eftir okk- ur! Viö Gulla unnum ekki heldur þá á sömu skrifstofunni, og smám saman fjarlægöumst viö hvor aöra. Auðvitaö ætluöum við til að byrja með að verða frægar saman og viö töluöum oft um hvernig fyrirsagnir blaðanna yröu....: „Hinar frægu vinkonur gjafir, — bara viö tvær saman. Viö vorum alltaf saman, en viö hjálpuöum hvor annarri aldrei i prófum. Við sögöum lika alltaf kennaranum ef viö sáum ein- hvern svindla, og viö fengum oft aö passa ef kennarinn þurfti aö skreppa frá. Viö þekktum hina krakkana ekkert sérlega vel, viö vorum mest tvær saman. Viö ætluöum báöar aö verða frægar. Gulla ætlaði aö veröa dansmær Hvers vegna sit ég hér? Ég fór aö biöa fyrir alvöru strax og ég hætti I skóla. Ég beiö auövitaö lika á meöan ég var i skóla, sérstaklega slöustu árin, þvi þá var ég viss um hvaö ég ætlaði að veröa. Þá beiö ég eftir aö verða búin i skólanum. Viö Gulla vorum alltaf i sama bekk. Við byrjuöum saman i Melaskólanum og fórum i besta bekkinn. Við sátum alltaf viö fremstu boröinbeint fyrirframan kennaraborðiö. Viö gáfum kennaranum okkar alltaf jóla- Ég ætlaöi aldrei aö verða skrif- stofublók. ööru nær. Ég man meira aö segja aö einu sinni sagöist ég frekar vildi ganga i sjóinn en vinna á skrifstofu eöa einhverjum ámóta staö. Ég réöi mig I þessa vinnu aöeins til bráöabirgöa, ég ætlaöi aö verða skáld. Mikið skáld og fá mikiö af verðlaunum. Veröa rik og fræg og koma i „Fólk i fréttunum” i hverri viku — eða i það minnsta hálfsmánaöarlega. — Ég hugsaöi oft um hvaö þaö yröi gaman þeg- ar ég væri oröin fræg. Ég vissi þá þegar að þaö skiptir ákaflega miklu máli að maöur velji sér réttan tima þegar maöur ætlar aö veröa frægur. Þar má ekki flana aö neinu. Ég er enn á þessari skoðun. Ég veit aö eina ástæöan til að ég sit ennþá hér á skrifstof- unni 'er aö einhvernv. fór rétti timinn framhjá mér. Þaö getur hafa verið þegar Gulla veiktist. Gulla vinnur á skrifstofu eins og ég. Viðerum jafngamlar og geng- um ísömuskóla. Ég varhjá henni þegarhún lá I flensunni hérna um áriö. Þá gat ég auövitað ekki fylgst meö þvi á meöan hvort tækifæriö væri einmitt þá. Eigin- lega treysti ég þvi statt og stööugt að tækifæriö tæki tillit til að- stæöna minna og hinkraöi viö, en ég verð stöðugt hræddari um að þaö hafi þaö ekki gerLKannski á þaö enn eftir aö koma. Ég verö bara aö passa mig aö vera ekki upptekin einmitt þá. HUn Gulla verður að fá einhverja aöra en hana mig til aö sóa tækifærum sinum á sig þegar hún veikist næst En ég veit aö þetta byggist allt á þolinmæöi — og meiri þolin- mæði. Maöur verður aö kunna aö biða. Og þaö kann ég. Ég bjóst auövitað ekki við aö þurfa aö biöa svona lengi, en þaö er sama — ég held áfram að biöa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.