Þjóðviljinn - 17.07.1977, Side 16
16 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júll 1977
Lýdrædid spjallað
af leikmanni
(Tileinkað félaga Hólmsteini)
Við skulum loka lýðræðið
niðri stálkistu
með glerloki,
svo við getum virt það fyrir okkur,
dáðst að þvi,
og klappað saman höndunum
af kæti yfir fegurð þess.
En við skulum ekki hleypa þvi út,
ekki nota það
— helvitis kommarnir gætu stolið þvi
heygarös-
horniö
UMSJÓN:
Halldór
GuOmundsson
og
örnólfur
Thorsson.
SKOLABLÖÐ
Mikil speki
Þó að mörgum finnist eflaust
fásinnið mikið hér uppi á grjót-
hrúgunni eru menn þó alltaf að
purkra við eitt og annað i sinu
horni sem færri frétta af en
skyldi. Þannig höfum við yfir-
leitt litlar spurnir af þvi hvað
fallið gætu undir samheitið
„skólablað”: 4 skólabiöð með
hefðbundnu sniði, eitt Herra-
næturblað sérstaklega helgað
leiklistarmálum og Málfunda-
félagið Framtiðin gaf út „Skin-
faxa” að venju, en þar yfir-
gnæfa pólitiskt og bókmennta-
legt efni.
nauðsynjar og ritdómar um
fyrri blöð.
Menn halda áfram að yrkja i
svipuðum anda og undanfarin
ár, sumir eru á heljarbrún i
kveðskapnum með alla armæöu
heimsins á bakinu, aðrir eru
dularfullir:
SKOLABLAÐIÐ
gerist innan fjögurra veggja
framhaldsskólanna i félagsleg-
um efnum, um hvað menn þar
eru að hugsa og hvað þeir að-
hafast. Við vildum bæta svolitið
úr þessu sambandsleysi að
þessu sinni með þvi að lita á
ársframleiðslu tveggja mennta-
skóla i útgáfumálum. Með þvi
erum við þó ekki að gerast ein-
hver Stóridómur, ástæöan er
einfaldlega sú að þessi blöö eru
oft og tiöum góður mælikvarði á
það andlega lif sem þrifst i skól-
unum. Fyrir valinu urðu
Menntaskólinn i Reykjavik og
Menntaskólinn sem kenndur
var við Tjörnina en nú hefur
flust inn að sundum.
Mikil spretta
og litil spretta
Ef talið er saman lætur nærri
að þetta séu um 140 siður og er
þá ótalið timaritið „De rerum
natura” sem Visindafélag
Framtiðarinnar stendur á bak-
við, en af þvi komu fjögur
snyrtileg hefti sem samtals eru
á milli tvö- og þrjúhundruð
siður: á þessum vettvangi er
augljóslega ekkert til sparað og
mikiö kapp lagt á vandaða út-
gáfu.
Heldur er fáskrúðugra á akri
MT-inga. Þeir sendu aðeins frá
sér eitt skólablað uppá 24 siður
og nokkur fréttablöö úr skólalif-
inu sem aðeins er fyrir innvigða
að skilja. Þar við bætist þó blað
sem Þjóðmálasvið gaf út i sam-
vinnu við Þjóðmáladeild
Menntaskólans við Hamrahlið,
„Vituð ér enn, eða hvað”.
„Og hin lifslanga bæn / er
brennandi vlti / frammi fyrir
ásjónu / hins eilifa einskis.”
Enn önnur skáld leika sér að
oröum likt og sum hinna þekkt-
ari ungskálda:
„fellingar skýjabólstra / rita
mállýzku timans / á vingjarn-
lega örk.”
Loks eru sumir beinlinis ráð-
villtir: „Hver ég er: / Hvað?”
Pólitikin
Þegar i fyrsta tölublaði skóla-
blaðsins andar heldur köldu til
lánamálabaráttu námsmanna
„þrýstihópsins”: „tsland er
ekkiháþróað velferðarriki; það
getur ekki leyft sér þá greiöa-
MR er allra skóla elstur og
virðulegastur, hvergi eru jafn
flóknar hefðir og venjur i sam-
bandi við félagsllf, og sennilega
hefur enginn menntaskólanna
úr jafn miklu að moöa I fjármál-
um og hann.
MR-ingar voru lika ólikt dug-
legrii útgáfumálum en MT-ing-
ar, þeir sendu frá sér hvorki
meira né minna en 6 blöö sem
Sálarskipið
fer hallt á hlið
Einsog að likum lætur er efnið
hjá MR-ingum næsta fjölskrúð-
ugt. Fréttir, viðtöl og tilkynn-
ingar sem aöeins snerta félags-
lif þeirra eru mest áberandi, i
næsta flokki eru sennilega smá-
pistlar um landsins gagn og
semi við námsmenn, sem ríkir
hjá auðugri þjóðum.” Þykjast
nú vafalaust ýmsir greina úr
hvað átt vindur blæs. 1 næsta
tölublaði geysist sami ritstjóri
enn fram á ritvöllinn, en hefur
nú með I för þá Heíga Skúla
Kjartansson og Lao Tse. Með
tilstyrk þessara manna hvetur
hann einstaklinginn til að hugsa
og starfa sjálfstætt um leið og
hann tilkynnir að „hinn dæmi-
gerði Islendingur er ekki flokks-
vera”. Þvi til frekari staðfest-
ingar segir hann „það löngu
fullsannað, að islenzkum lög-
reglumönnum mun aldrei tak-
ast að mynda beina röö við opin-
berar athafnir.”. Siðar i sömu
ritstjórnargrein er honum þó
nóg boðið þvi litilmagnanum er
„veltfram og aftur i risavaxinni
ófreskju”.
í sama tölublaði skólablaðsins
svara tveir ungir og efnilegir
frjálshyggjumenn þeirri tima-
bæru spurningu: Hvert stefnir
Island?, og sýnist báðum sem
allt fljóti stefnulaust að feigðar-
ósi:
„Islenska þjóðin er á nástrái.
Hún er sjúk og landið hefur
sýkst af manna völdum” (hér er
þó ekki átt við flúor-mengun eða
neitt I þá veru).
I „Skinfaxa” eru nokkrar
pólitiskar greinar, sem ekki eru
jafn tröllriðnar af afdalafrjáls-
hyggju þrefnenninganna sem
gerðir voru aðumræðuefni hér að
ofan: þar á meðal eru greinar
um KFl m-1 og Fylkinguna,
grein um marxismann eftir
fyrrverandi ritstjóra Stefnis,
blaös ungra sjálfstæðismanna
og grein um námsaðstoð eftir
þáverandi formann Stúdenta-
ráðs.
Herranótt og
Skinfaxi
Herranæturblaðið er gefiö út
af skólablaðinu og leiknefnd
Herranætur i sameiningu og er
það hið veglegasta. Þar eru
meðal efnis greinar um höfund
leikritsins „Sú gamla kemur i
heimsókn”(sem Herranótt færði
upp að þessu sinni), Friedrich
Durrenmatt, islenska leiklist,
Leiklistarskóla rikisins og viö-
tal við Svein Einarsson þjóð-
leikhússtjóra. Útkoman er
myndarlegasta leikskrá.
Þegar hefur verið getið póli-
tiskra greina i „Skinfaxa”. Þeg-
ar þær eru frá taldar er bók-
menntalegt efni einrátt: greinar
um þá Hemingway, Kiljan og
Nietzsche auk fjölmargra þýð-
inga. Aðstandendur ritsins ráð-
ast ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur i vali viðfangsefna,
þeir þýða eftir Kafka, Heming-
way, Neruda, Nietsche, Pound
og Eliot. Eftir Eliot eru þýddir 2
kaflar úr „Eyðilandinu”:
„April er grimmastur mánaða,
hann fæðir /liljur úr iandi dauö-
ans, blandar / minningum og
löngunum, og ertir / fúlar rætur
með vorregni.”
Yfirleittmá segja að þýðingar
séu vel af hendi leystar, ekki
hvað sist ef tekið er tiílit til æsku
þýðendanna og blaðið snyrti-
lega úr garði gjört.
Andríki MT-inga
Ekki verður annað sagt en út-
gáfuefni þeirra (sem voru) við
Tjörnina sé heldur með rýrara
móti i ár. Þeir skrifa engar
greinarsem mark er á takandi i
sitt Andriki, þeir þýða þaðan af
siður i likingu við MR-inga, en
eru þvi skáldmæltari og liggur
jafn vel fyrir þeim að setja sam-
an ljóð og smásögur, snúa út úr
gömlum ævintýrum og skrifa
ný. Allur er þessi skáldskapur i
daprara lagi eða einsog eitt
skáldið segir:
„jarðvegurinn ófrjór og sendinn
/ sumt fellur I góðan jarðveg /
annað i grýttan / myrkviði hug-
ans gleypa við framhjáskotum /
misheppnaðrar miðlunar.”
Vitud ér enn
eða hvad?
Þetta sameiginlega rit MT-
inga og MH-inga er áberandi
róttækara en það annað útgáfu-
efni sem hér hefur verið hnýtt i.
Mest áberandi eru greinar eftir
menn sem hallir eru undir
Trotsky en þó á Maó stöku
fylgismann i blaðinu. Greinarn-
ar eru yfirleitt aðgengilegar, en
það hefur oft viljað brenna við i
málflutningi róttækra mennta-
skólanema að erfitt væri fyrir
aðra en þá sem allvel væru
kynntir i kenningunni aö nema
boðskapinn, enda er ekki ofsagt
að „heimdellan riður ekki við
einteyming” og þörfin mikil
fyrir góðar áróðursgreinar á
vinstri vængnum. I ritinu eru
greinar um Spán og Kina,
Moskvuréttarhöldin og náms-
mannabaráttuna og fjölmargt
annað sem ekki er kostur að
telja upp.
Nidurlag
Þó svo að útgáfuefni MR-inga
sé mun meira að vöxtum en
framlag MT-inga, er skólablað-
ið heldur daufleg lesning fyrir
þá sem ekki eru reglubræður.
Formið er vandað en það er
helst i Herranæturblaðinu og
Skinfaxa sem bitastætt efni er
að finna. MT-ingar eiga sinar
ljósu hliöar i Vituð ér enn, en i
heild má segja að menntaskóla-
nemar séu við sama heygarðs-
hornið og umliöin ár. Oldur
æskuuppreisnanna eru sem óð-
ast að fjara út og menntaskóla-
nemar orönir stiltir aftur.
Kommúnístar eru handbendi Satans
Lesendum Þjóöviljans hefur
áður verið kynntur sá sértrúar-
söfnuður sem kennir sig við Sun
Myung Moon. Meðal efnis I
„Skinfaxa” er stórskemmtilegt
viðtal við einn af áhangendum
Moons. Þvi miður er ekki hægt
að birta nema örfá gullkorn.
„S: — Moon er þekktur fyrir
að vera mikill fjármálamaður.
M: — Þaö er mjög oröum
aukiö. Guð hefur að visu verið
Moon mjög góður og hefur m.a.
gefið honum nokkrar smáverk-
smiöjur. Slikar eignir eru þó fá-
ar og smáar og vopn framleiðir
hann þvi aðeins að lög i Suður-
Kóreu mæla svo fyrir aö allir
skuli taka þátt i baráttunni gegn
kommúnismanum og er vopna-
framleiðslan skerfur Moons.”
Moon er þó alls ekki óljúft að
aðstoða við að kveða niður vofu
kommúnismans þvi aö „Guð
hefur tjáð Moon að kommúnist-
ar séu handbendi Satans hér á
jörð”, þvi að „Satan fer óum-
deilanlega með völdin I komm-
únistarikjunum”. Þá er moon-
istinn spurður hverju hinn mikli
stuðningur safnaðarins við Nix-
on hafi sætt á sinum tima, hvort
guð og Nixon hafi ef til vill verið
sérstakir vinir? Ekki er þaö þó
skýringin, heldur að „við teljum
nauðsynlegt að forsetaembættið
þar (i Bandarikjunum) sé sem
sterkast, svo Bandarikin geti
gegnt vel hlutverki sinu sem
brimbrjótur gegn kommúnism-
anum, það yrði vatn á myllu
Satans ef embættiö veiktist”.
Undir lokin er samtalið sveigt
að trúarlegu hliðinni:
„S: Messias verður vist korei.
Hvers vegna?
M: Það er mjög einfalt. Yfir
38. breiddargráðu horfast i augu
hersveitir guðs og Satans, i
landinu eigast við góðir kraftar
og vondir, og þvi hlýtur slikt
land að vera góður vettvangur
fyrir Messias” og „Kim II Sung
hefur m.a. lýst því yfir að Moon
sé sinn aðalóvinur”.
Það er þó ljóst að viðmælandi
„Skinfaxa” er bæði sæll og glaö-
ur yfir sinu hlutskipti: „Guö lif-
ir nú með mér og hefur hreiörað
um sig I hjarta minu. Og ekki
hafa þau eingöngu haft áhrif á
minn innri mann, litið bara á út-
lit mitt; áöur var ég siðhæröur
og skeggjaöur, drakk brennivin
og var i háskólanum”.