Þjóðviljinn - 29.07.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 29.07.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. júll 1977. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: ÍJlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Slöumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Gramir menn kveinka sér Hægriblöðin láta skrif Þjóðviljans um ýmis stórfyrirtæki og svo frumkvæði Alþýðubandalagsins til mótunar islenskri atvinnustefnu fara i taugar sér með ýms- um hætti. Nú um siðustu helgi reyndi Morgunblaðið til að mynda að leita and- svara við mörgum hlutum i senn og þá með það i huga fyrst og fremst að lýsa Þjóðviljanum sem niðhögg islenskra at- vinnuvega. Blaðið segir m.a.; „Þjóðvilj- inn, málgagn Alþýðubandaiagsins svo- kallaða, hefur haft það að höfuðiðju um langt árabil að vega að fyrirtækjum i is- lenskum atvinnurekstri. Þessi iðja er nú kölluð „islensk atvinnustefna” i þeim her- búðum, hvern veg sem nafngiftin kemur svo heim og saman við verknaðinn sjálf- an”. Er siðan kvartað um „dylgjuskrif” Þjóðviljans um skattsvik atvinnurekenda og fleira i þeim dúr. Hvað er það sem Morgúnblaðið kallar að „vega að fyrirtækjum”? Blaðið þarf að sjálfsögðu ekki að vera undrandi á þvi, að sósialistablað hefur enga sér- staka trú á blessun einkaframtaksins svonefnda. Það liggur i hlutarins eðli, að Þjóðviljinn og Alþýðublaðið stundum lika hafa margt að athuga við framferði þeirra atvinnurekenda, sem notfæra sér aðstöðu sina ásamt meðgloppum i skattalögum og lögum um hlutafélög til að losna að miklu leyti við skattheimtu til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins. Meira að segja Morg- unblaðið mun ekki áræða að bera i bæti- fláka fyrir slikt framferðúnema þá óbeint, með þvi að gera skattsvik að einskonar þjóðarsynd i almennri umfjöllun. Þar fyrir utan er Þjóðviljinn að sjálf- sögðu reiðubúinn til þess að geta að verð- leikum þeirra framkvæmda, þeirra hug- mynda, þeirrar framleiðslu, sem skyn- samlega er að staðið, sem skjóta fleiri stoðum undir möguleika okkar á efna- hagslegu og þar með pólitisku sjálfstæði. Þetta blað vill gjarna taka þátt i að vekja athygli á hugmyndum og áformum sem vinna gegn þeirri sálfræði vanmáttar- kenndar, sem hægriöflin á íslandi hafa reynt að breiða út, til að auðvelda samspil sitt við erlenda auðhringa með tilvisun til þess, að „fáir og smáir” fáum við sjálfir ekki við neitt ráðið. Gagnrýni Þjóðviljans hefur hinsvegar beinst öðru fremur að þvi að undanförnu, að vekja athygli á þvi hvernig verðbólgu- braski er háttað, hve dýrkeyptar ýmsar verðbólgufjárfestingar öflugra aðila eru samfélaginu, gagnrýna einokunargróða og þurftarfreka milliliði. Það er þetta sem Morgunblaðið er m.a. að kveinka sér und- an og kallar að „vega að fyrirtækjum i islenskum atvinnurekstri ’ ’. Þessi sérstæða viðkvæmni blaðsins minnirjokkur m.a. á, að einnig Sjálfstæðis flokkurinn breytist, og sú breyting er sist til hins betra. Hann er um þessar mundir fyrst og fremst i höndum hinna þurftar- freku og skattlágu verðbólgubraskara, meðan áhrif þeirra, sem eiga hlut að framleiðslu, að raunverulegri verðmæta- sköpun,hefur farið minnkandi. 011 hlutföll i hinum sundurleita hægriflokki eru nú önnur en fyrir rúmum þrjátiu árum, þegar fulltrúar framleiðsluatvinnuvega höfðu áhrif og áræði til að taka höndum saman við sósialista um lausn aðkallandi mála varðandi þróun islensks atvinnulifs — i nýsköpunarstjórn þeirri, sem, vel á minnst, átti sér virka fjandmenn i heild- salaliði Sjálfstæðisflokksins. Vísir sér svart Evrópukommúnismi svonefndur er einnig fyrirbæri sem veldur hægriblöðum nokkurri andarteppu. Með miklum sem- ingi hafa þau verið að viðurkenna, að i reynd hafi sjálfstæði róttækra verklýðs- flokka i Evrópu farið vaxandi. Þar með verða þessi blöð að sjá eftir þeirri eftirlæt- iskenningu sinni að allt sem hrærist til vinstri við hægrikrata séu fjarstýringar- fyrirbæri frá Moskvu — og þykir þeim að vonum sárt að missa svo þægilega for- sendu fyrir sinum dómum. En ný.lina er i mótun. Hún er sú, eins og Visir segir i leiðara fyrir skemmstu, að „það gildir einu, hvort sósialista- eða kommúnistaflokkar eru háðir Moskvu- valdinu, standa á eigin fótum i sinu heimalandi, eða teljast vera grein af evrópukommúnismanum. Sósialiskir stjórnarhættir, hvort sem þeir eru heldur framkvæmdir með formlegri þjóðnýtingu ‘ eða pólitiskum skömmtunarstjórnum, eru einfaldlega ekki lýðræðislegir”. Einfaldara gat það ekki verið. Visir hef- ur hörfað á bak við hina útbreiddu banda- risku kenningu sem telur að lýðræði og frelsi séu hið sama og kapitalismi. Sam- kvæmt þessum skilningi er jafnvel norðurlandasósialdemókrati tilræði við lýðræðið vegna þess, að það setur nokkrar skorður umsvifum kapitalista. Tilhneig- ingar til slikrar túlkunar hafa áður sést' bæði i Visi og Morgunblaði, en nýjar um- ræður um sósialiska endurnýjun i Evrópu virðast hafa magnað mjög hina blindu heift i garð alls þess sem stefnir út fyrir kórrétt auðvaldsskipulag. —áb Snillingaskraf Jónas Kristjánsson skrifar mjög kyndugan leiöara I Dag- blaö sitt i fyrradag. Þar lýsir hann stórum áhyggjum af þvl, aö íslenskt samfélag skorti menn sem búi yfir snilligáfu. „Þjóöfélagi Islendinga er stjórnaö af meöalmennum fyrir meðalmenn” segir ritstjórinn og er þungt hugsi yfir þessum ósköpum. Nú liggur þaö mjög vel viö aö henda gaman að öllu saman og lesa úr þessu snillingatali rit- stjórans hans eigin óskhyggju um forystu hinna snjöllustu manna i samfélaginu — þvi ekki þarf neinn að efast um aö Jónas telur sig I þeim flokki. Enda er þaö leiöin sem farin er á viða- vangi Timans I gær. Til hvers eru hin 99% En hitt er þá alvarlegra, aö i raun eru viöraöir i þessum leiöara skoðanir og fordómar sem eru allútbreiddir og geta viö sérstakar aöstæöur kynnt undir mjög vafasama þróun i samfélagi. Jónas segir m.a.: „Þannig hvilir hvert þjóöfélag á heröum örfárra manna, sem hafa snilligáfu i meiri eöa minni mæli. Þessir menn eru örugglega innan viö 1% af mannfólkinu, en skipta þó meira máli en hin 99%. Sá maður, sem hugsar á þennan veg þarf ekki aö vera fasisti, en hann getur fyrr en varir hafa komist Iskyggilega nærri þvi kompanii. Ef að eitt prósent mannfólks er meira virði en hin niutiu og niu (vegna framlags til framfara) þá er stutt i að réttlæta ekki aðeins mikil friöindi til hinna „snjöllu” (og þá beint og óbeint til afkomenda þeirra sem eru aö likindum næsta misjafnir) heidur er og stutt I að réttlæta að samfélögin reyni aö losa sig við eitthvað af þeim fjölda sem virðist ekki til annars en draga snillingana niöur. Einfaldanir En þar fyrir utan fer rit- stjórinn meö einstaklega ein- faldaöa mynd af samfélagi og framförum. Hann segir til dæmis: „Allt mannkyn lifði enn i frumstæðri eymd, barnadauöa og hungri, viö þrotlaust strit og litlar ævilikur, ef ekki heföu allar aldir veriö til menn meö meiri eöa minni snilligáfu. öll efnahagsþróun hefur byggst á snilligáfu uppfinningamanna i visindum, tækni, samgöngum og viðskiptum. Karl Marx var úti aö aka, þegar hann sagöi, að hendur almennings sköpuöu verö- mætin. Upprunalega er þaö snilligáfan, sem skapar verö- mætin. Stundum tekst uppfinn- ingamönnunum aö hafa hag af hugarleiftri sinu, uns einkaleyfi þeirra renna út og verba eign fjöldans. Á meöan eru þeir oft ranglega litnir illu auga og kail- aöir arðræningjar.” Hér ægir öllu saman. 1 fyrsta lagi er þaö mikil einföldun á marxisma aö halda þvi fram aö hann meti til einskis hlutverk mikilhæfra einstaklinga. Hitt er svo annað mál, að þeir Marx og Engels þurftu á 19. öld aö glima viö þann söguskilning sem geröi nokkur mikilmenni að höfundum allrar þróunar, ekki hugvitsmenn reyndar, heldur kónga og generála. Engels sagði svo frá á efri árum, að þeir heföu þurft að leggja svo mikla áherslu á aö skýra fyrir mönnum hlutverk framleiðslu- afla og framleiösluafstæöna, en ýmislegt annab heföi vissulega orðiö út undan. Hinar stóru stundir 1 annan stað er þaö gifurleg einföldun — og þar meö lygi — aö framfarir gerist meö hug- ljómunum á vinnustofum örfárra einstaklinga fyrst og fremst. Vitanlega hafa snjallir menn átt stórar stundir og starf þeirra hefur skipt miklu máli. En hver og einn hefur byggt á reynslu margra starfsstétta, ótal manna, margra kynslóða. Langflestar uppfinningar eru ekki „eign” neins — þær hafa verið geröar i mismunandi full- komnu formi á fleiri en einum staö i einui- — Sá sem fékk heiðurinn var kannski ekki frumlegasti hugsuöurinn, heldur sá sem átti aögang að verkstæðum og verkmönnum, sem gátu gert snjalla hugmynd aö praktiskum veruleika. Og ef við litum til okkar aldar, þá er timi Edisona liöinn — framfarir i visindum og tækni eru hóp- vinna mikils fjölda manna úr öllum hugsanlegum greinum og frægö einstaklinga enn meira happdrætti en nokkru sinni fyrr. Gróöi og mannsheili I þriöja lagi eru það röng hlutföll að hafa áhyggjur af þvi aö snjallir hugvitsmenn hafi veriö kallaöir „aröræningjar”. Þaö heyrir frekar til undan- tekninga en reglu að hugvits- menn raki saman firnagróöa á heilastarfsemi sinni. Reglan er sú að sá hluti samfélagsins sem ræöur fyrir auði, nær tökum á uppfinningum og nýjungum og breytir þeim i kvörn sem malar honum enn meiri gróba og völd. Og i fjóröa lagi hunsar hin forneskjulega söguskoðun sem kemur fram i leiöara Jónasar þá staðreynd, að „snilligáfa” er fyrirbæri sem er sýnu dreifðara meðal heimsins barna en fyrri mikilmennakenningar vildu ætla. Mannsheilinn er mikiö til ókannaður enn, en menn vita, að hann er svo sannarlega van- nýttur af langsamlega flestum. Viö lifum um þessar mundir merkilega tima sem munu ein- kennast af leit að leiöum einmitt tii að virkja fleiri möguleika fleiri einstaklinga — en ekki læsa kornung börn niöur i snill- ingahólf og meöalmennskuhólf eins og ritstjóri Dagblaösins vill. —áb

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.