Þjóðviljinn - 16.10.1977, Page 11

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Page 11
Sunnudagur 16. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Uppi á bókasafni Raunvísindastofn- unarinnar situr löngum stundum roskinn maöur og rýnir þar í vísindarit. Hógvær og hljóðlátur handleikur hann bækurnar, flettir þeim, les, ritar gjarnan niður eitt og annað, kannski athugasemdir, kannski minnispunkta, þvi hann er alltaf að læra. Alltaf að velta fyrir sér ein- hverjum vísindalegum viðfangsefnum. Alltaf að hlynna með einum eða öðrum hætti að þeirri stofnun, sem hann hefur tekið ástfóstri við: Raunvísindastofnun- inni. Þar er hann loksins kominn heim til sin, eftir langa og litríka dvöl meðal framandi þjóða, lengstaf í Bandaríkjun- um. Hann hefur ýmsum störfum sinnt um dagana. Hann hef ur verið bílstjóri austur á Héraði, flugmaður í Þýskalandi og Bandaríkjunum en fyrst og fremst held ég að hann sé þó sjálf menntaður vísinda- maður. Hver er hann, þessi maður? Eggert V. Briem heitir hann, fæddur í Goðdölum í Skagafirði á öldinni sem leið. Líklega vita ekki ýkja margir íslendingar veru- leg deili á honum , utan Raunvísindá- stofnunarinnar. En hún á þar hauk í horni. Þegar ég spurði Eggert V. Briem að því, hvort ég mætti eiga við hann stutt viðtal þá tók hann því vinsamlega. — Ég get svo sem sagt þér eitthvað f rá mínum æviferli, sagði hann, — en ég efast um að sú frásögn verði mikill blaðamatur. í þessu samtali okkar er stiklað á stóru. Lítið farið undir yfirborðið. Ef til vill eigum við Eggert V. Briem eftir að tala betur saman seinna. VIÐTAL VIÐ EGGERT V. BRIEM Er bara að vinna að áhugamálum Uppruni og æska Ég byrja á þvl aö forvitnast um ætt Eggerts og uppruna. — Ég fæddist árið 1895 i Goö- dölum i Vesturdal í Skagafiröi. Foreldrar minir voru séra Vil- hjálmur Briem, sonur Eggerts Briem, sýslumanns siöast á Reynistað og Steinunn Péturs- dóttir bónda á Alfgeirsvöllum á Efri-byggð i Skagafiröi. A f jór öa ári fór ég til móöur- bróöur mins, Pálma Pétursson- ar þá bónda á Sjávarborg og var ástæðan til þess sú, að foreldrar minir fóru utan, pabbi að leita sér lækningar viö lungnatær- ingu og mamma til frekari menntunar. Mig grunar, að sú menntunarviðleitni hennar hafi átt að gera hana færari til þess að ala mig upp og sjá fyrir mér einsömul þvi lungnatæring var skæð á þeim árum og tvisýnt þótti hvort pabbi ætti aftur- kvæmt. Svo fór nú samt, að hann fékk bata og tók við prests skap á Staðastað 1901. Þar ólst ég svo að mestu upp. — Hvernig var námi þinu háttað á bernsku- og æskuárun- um? — Ég fór aldrei i barnaskóla. 1 þess stað setti pabbi okkur strákunum fyrir til vikunnar en við réðum þvi sjálfir hvenær við lærðum vikuskammtinn, og auðvitað fór það eftir veðri, þvi þegar veður var gott lásum við auðvitað ekkert. Þar fyrir vanrækt- um við ekki námið, þvi við vissum, að ef við ekki lærðum lexiurnar fyrir tilsettan tima þá yrðum við seinna að sitja við lestur hvernig sem viðraði. Þetta blessaðist furðanlega og nægði mér til að standast próf i fyrsta bekk menntaskólans. Ekki varð þó úr að ég tæki stúdentspróf. Ég lauk aðeins gagnfræðadeildinni og fór að þvi búnu i tækniskólann i Mittwida i Þýskalandi. Ég hafði mikinn áhuga á vélfræði og þarna var aðeins þrággja ára nám sem hentaði mér vel þvi nú hafði pabbi látið af prestsskap vegna heilsubrests og framtiðin óviss. — Þú hefur svo lokið námi þarna við tækniskólann? — Nei, það gerði ég nú reynd- ar ekki. Aður en ég fór að heim- an tók mamma af mér loforð um að ég kæmi aftur ef ófriður brytist út i Evrópu en það lá raunar i loftinu að svo yrði þeg- ar ég fór. Þetta olli þvi, að ég lauk ekki námi viö skólann i Mittwida. Bandaríkjaför — Hvarfstu þá alveg frá frek- ara vélfræðinámi? — Nei, ég var engan veginn afhuga þvi þótt svona tækist til I Þýskalandi. Vorið 1915 fór ég til Bandarikjanna i leit að tilsvar- andi skóla þar og hafnaði i North Dakota Agricultural College i.Fargo. Það réði miklu að ég kynntist stúdentum þaðan af islenskum ættum og að sumarhlé var svo langt og at- vinna næg til þess að ég gæti að mestu unnið fyrir mér á þeim tima. Lykkja á leiö En margt fer öðru visi en ætl- að er. Vegna hernaðar og póst- skoðunar, bæði i Bandarikjun- um og Bretlandi voru póstsam- göngur óábyggilegar. Mamma var sifellt hrædd um að ég mundi lenda I einhverjum erfið- leikum þar út i þeim stóra og ótrygga heimi og fékk þvi til leiðar komið, að stjórnin kallaði mig heim. Trúlega hefði eftir- grennslan yfirvalda um mina hagi verið fullnægjandi en ég hafði svo sem ekkert á móti þvi að skjótast heim og fara svo fljótlega aftur vestur og ljúka námi. En það fór á annan veg. Ég fékk inflúensuna , (spönsku veikina), 1918, á leiðinni til skips og var að mestu meðvitundar- laus frá Chicago til New-York. Þó rámar mig i að hafa rumsk- að og heyrst fólk undrast það, hvað ég svæfi mikið. Vegna her- flutninga og veikinda þurfti ekkert að furða sig á þó að eng- inn skipti sér af mér. Það er merkilegt, að þetta skyldi ekki verða mitt siðasta þegar þess er gætt, að þá viku hafðist ekki undan að jarða þá, sem dóu i yfirfullum spitölum og annars- staðar. Ég komst nú samt heim, en eftirköstin, sérstaklega þrálátt lungnakvef, gerði mig að út- haldslitlum aumingja i mörg ár. Læknir ráðlagði mér legur en það gagnaði ekki. Mér leið best ef ég var á rjátli úti i náttúrunni svo ég rölti bara um og skoðaði hana. Ég hafði minni áhuga á náttúrufegurðinni en náttúru- öflunum, sem mótuðu landið og þvi hagaði ég ferðum minum þannig, að ég sæi þau og kynnt- ist þeim sem best og hirti þá auðvitað ekki um neina alfara- vegi. En vélfræðinámið var far- ið sina leið. Bifreiðastjórn og flugnám — Hvað tókstu þér svo fyrir hendur þegar þú varst orðinn það hress að geta unnið á nýjan leik? — Þá brá ég mér nú austur á Hérað. Það var 1925. Þar vant- aði þá einhvern til þess að taka að sér vöruflutninga um Fagra- dal svo ég gerðist bilstjóri og ók þar eystra næstu tvö ár. Og viti menn, við þessa úti- vist og bilstjórnarbras hresstist ég svo að nú þóttist ég fær i flestan sjó. Að þvi kom, að aðrir voru til með að taka við flutn- ingunum um Fagradalinn. Ég hafði nú ekki ætlað mér að gera þá að ævistarfi svo ég lét þá lausa. — Og hvað tók þá við? — Þá var það, sem mér datt i hug að hefja hér flugþjónustu, helst eitthvað i likingu við þá, sem Björn heitinn Pálsson rak siðar. Alexander heitinn Jó- hannesson var mikill áhuga- maður um flugmál, eins og kunnugt er, og að hans ráði fór ég til Þýskalands i þvi skyni að læra flug. Er ég hafði lokið einkaflug- prófi sá ég fram á að mér mundi ekki endast fé til þess að ég gæti lokið prófi i atvinnuflugi. Ég var þó engan veginn afhuga þvi. Af fyrri reynsiu þótti mér liklegt, að ég gæti unnið fyrir mér með- an á atvinnuflugnámi stæði i Bandarikjunum og fór þvi þang- að á ný. Og það tókst en tók sinn tima og nú var kreppan mikla i aðsigi. Ég vissi, að almennur áhugi á flugmálum var litill á Islandi og við þær aðstæður þóttist ég litið erindi eiga þang- að. Það var mikið atvinnuleysi vestra meðan kreppan stóð en mér tókst þó að hafa ofanaf fyr- ir mér, enda þarfirnar litlar. Áhugi á eölisfræði — Og svo ilentistu vestra. Hvað kom einkum til þess? ik Eggert V. Briem; frá þvlég fyrst man eftir mérhefi ég haft áhuga á eðlisfræði... — Frá þvi að ég man fyrst eftir mér hef ég haft áhuga á þvi, sem ég veit nú að kallast eðlisfræði. Þegar mér var skip- að að liggja i rúminu upp úr inflúensunni 1918 hugsaði ég mikið um eðlisfræði en mig vantaði bókakost. Nú hafði ég hinsvegar bæði nógan tima og aðgang að bókum. Bókasafnið i næsta bæ hafði talsvert af bók- um, sem mig fýsti að lesa og ef mig langaði til að fá bók, sem það safn hafði ekki, grennslaðist það eftir henni i bókasöfnum innan rikisins. Ef hana var ekki þar að fá var leitað til Library of Congress i Washington D.C. Og það var þessi ódýri og svo til ótakmarkaði bókakostur, sem réði miklu um að ég settist að i Bandarikjunum. Af þvi að ég naut ekki aðstoð- ar við val á lesefni gerði ég mér minar hugmyndir um hugtök og hugtakasambönd og leitaði svo bóka, sem mér þótti liklegt að ég gæti ráðið af gæði og hagnýti hugmynda minna. Eðlilega komst ég oftast að þeirri niður- stöðu, að hugmundir minar væru gallaðar en þó kom það fyrir, að mér þótti þær allteins góðar og tilsvarandi hugmynd- ir, sem voru viðurkenndar. Mig langaði til þess aö fá úr þessu skorið af fróðum mönnum en komst þá að þvi, að ég hafði ekki nægilegt vald á viður- kenndum tjáningarkerfum til þess að geta skýrt hugmundir minar það vel að aðrir gætu gripið þær og þá voru þær einfaldlega dæmdar rugl. Og ég átti ekki hægt um vik að bæta úr þessari vanþekkingu. Mig skorti fé og ég var orðinn full gamall. En i rauninni gat ég haldið áfram að skemmta mér við þetta „rugl” i einrúmi til dauðadags. Þegar önnur heimsstyrjöldin skall á varð yfirdrifið að gera og þá lagöi ég draumórana að mestu á hilluna i hartnær 20 ár. Horfið heim t — Og nú ertu kominn heim. Hvað réði þeirri ráðabreyttni? — Um 1958 fór að bera á atvinnuleysi vestra og mér þótti aðrir hafa meiri þörf þeirrar atvinnu, sem bauðst en ég. Svo ég tók mér fri og heimsótti foreldra mina. Þá frétti ég, mér til óblandinnar ánægju, að eðlis- fræðideild hafði verið stofnuð við Háskóla Islands. Mér þótti ekki ósennilegt að þessa ungu visindadeild mundi vanhaga um ýmis rannsóknartæki og vildi . gjarnan reyna að bæta nokkuð úr þeim skorti þvi þarna var unnið að minum áhugamálum. Og nú er best að fara fljótt yfir sögu. Ég leitaði á fund forstöðu- manns eðlisfræðideildarinnar og hitti þá prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson. 1 samræðum okkar kom fljótt i ljós, að Þorbjörn er þeim fágæta hæfileika gæddur, að skilja hugsanir annara þótt óljóst sé frá þeim sagt. Og nú lifnuðu við gamlar hugmyndir hjá mér, sem litið höfðu látið á sér bæra i 20 ár. Og afleiðingin varð sú að hér hef ég verið meira og minna á hverju ári sið- an og kynnst mörgum ágætis- mönnum, sem vilja hlusta á eft- 'ir minum áhugamálum. Já, Raunvisindastófnunin á sannarlega hauk i horni þar sem Eggert V. Briem er. Hann hefur ekki látið sitt eftir liggja i þvi að bæta úr skorti á rannsóknar- tækjum. Sum hefur hann útveg- að, önnur hefur hann gefið. Ahugi hans beinist þó ekki hvað sist að þvi að efla stofnunina til smiða á eigin tækjum og i þvi skyni færði hann henni fyrir nokkru eina miljón kr. að gjöf. Hann lætur sig ekkert muna um það, að iauna einn starfsmann, sem þar vinnur. — Já, þvi skyldi ég ekki gera það, segir Eggert V. Briem á sinn yfirlætislausa hátt, — ég er bara að vinna að minúm áhuga- málum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.