Þjóðviljinn - 16.10.1977, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN „EKKI EINTÓMT TÍSKUFYRIRBÆRI” Norska bakarliö 1901. i skýrslunni segir aö húsiö sé ómissandi. Þaö sé vel byggt, hlutföll þess góö og þaö hafi mikiö gildi fyrir umhverfið. Hins vegar er þaö f þannig ástandi núna aö gagnger endurnýjun þarf aö fara fram. Séö úr setustofu f borðstofu á neöri hæö hússins Grjótagata 4. Portiö i Fjalakettinum á sér engan lika og I heild er byggingin einstæö, segir I skýrsiunni. Húsiö er nú fullkomlega vanrækt. Eitt umdeildasta og um- talaðasta hverfi borgar- innar er Grjótaþorpið gamla, sem stendur á bæjarstæði Ingólfs Arnar- sonar og upp af því. Hafa menn skipst í flokka eftir því hvort þeir vildu varð- veita það og endurnýja i þeirri mynd sem það nú er eða ríf a til grunna og reisa nýtt Grjótagata 4. Hér starfaði Stefán Eiriksson myndskeri um langa hriö. A vindskeiðum var fagur út- skuröur sem nú hefur veriö fjar- iægöur. I framhaldi af þessum deilum fól umhverfismálaráö Reykja- vikurborgar borgarminjaverði að gera „úttekt á byggingarsögu- legu gildi húsanna og ástandi þeirra, auk þeirrar sögulegu könn- unar sem þegar var byrjað á”. Þetta var fyrir tveimur árum. Er skemmstfrá þviaö segja að nú er komin mikil og vönduð bók sem nefnist Grjótaþorp 1976 og eru höfundar hennar Nanna Her- mansson borgarminjavörður og Júliana Gottskálksdóttir listfræð- ingur. Bókin er samfelldur vitnis- buröur um að varðveita beri og' endurnýja Grjótaþorpið i núver- andi mynd. Út úr hverri blaðsiðu skin þetta viðhorf og skilningur á samhengi fortiðar, nútiðar og framtiðar. 1 stuttu máli eru niðurstöður þeirra Nönnu og Júli- önu um varðveislu húsanna dregnar saman i eftirfarandi málsgrein: „'Sá áhugi á gömlum húsum sem hefur vaknað hér nú er ekki ein- tómt tiskufyrirbæri heldur sam- hliða varðveislustefnu i mörgum löndum og er hluti af stærra vandamáli nútimans um það hvernig auðlindum jarðar sé ráð- stafað og hvernig við eigum að búa betur að okkur sjálfum.” —GFr Höfundar skýrslunnar Grjóta- þorp 1976: Nanna Hermansson minjavörður og Jútiana Gottskálksdóttir iistfræöingur Forsiða bókarinnar Skýrslan er grundvöllur að tillögugerð Þjóöviljinn átti stutt samtal viö annan höfund skýrslunnar Grjótaþorp 1976, Júliönu Gottskáiksdóttur listfræðing, en hún vinnur i Arbæjarsafni. —Hver voru tildrögin að þvi að skýrslan var unnin, Júliana? —Þegar tillagan um að jafna Grjótaþorpið við jörð kom fram i ágúst 1975 voru okkar viðbrögð þau að kanna sögu þessa þorps. Mjög margir þrýstu á um að slik söguleg könnun færi fram vegna þess að menn vissu i raun og veru litið um það. Þá stóð fyrir dyrum húsverndarráðstefna um haustiö og þar settum við upp smá sýn- ingu sem byggðist á upphafi könnunarinnar. Aður en sú sýning fór fram var reyndar farið fram á það opinberlega við okkur að viö gerðum tæknilega könnun sam- hliða þeirri sögulegu sem þegar var hafin. —Reyndist þetta vera mikið * verk? —Já, miklu meira en við héld- um. Það má segja að ein föst manneskja hafi unnið viö þetta i heilt ár. Könnun á ástandi hús- anna gerðu þeir Hjörleifur Stef- ánsson og Stefán örn Stefánsson. —Felst i skýrslunni tillaga um að Grjótaorpið verði varöveitt? —Nei, það er ekki beinlinis hægt að segja það. Hún er miklu frekar grundvöllur fyrir tillögu- gerð eöa vinnuplagg. —Var erfitt að afla heimilda? —Það virðist mjög litið hafa veriðskrifað um þessi hús og flest gögn okkar var að finna I skjala- safni Reykjavíkurborgar svo ao það var talsverð vinna i þvi fólgin að ná þeim saman. —Þetta er fyrsta könnun sinnar tegundar? —Já, það má segja það. Þeir Hörður Agústsson og Þorsteinn Gunnarsson virðast fyrst og fremst hafa dæmt eftir útliti húsa frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Við höfum forðast það og reynt að lita meira til þess að einhverjar kynslóðir hafa gengið um þessi hús. | —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.