Þjóðviljinn - 16.10.1977, Side 14

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Side 14
.14.SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 16. október 1977. I framleiðslu LADY Lady sófasettið er nú fáanlegt á ótrúlega góðu verði vegna hagstæðra innkaupa og aukinnar hagræðingar Sófasett með dralon áklæði kr. 225.000 Skammel meðdralonáklæði kr. 28.000 Sófaborð 70x140 cm frá kr. 55.000 Hornborð 70x70 frá kr. 40.000 Getum boðið úrval af öðrum áklæðum. Hringið eða skrifið eftir áklæðapruf- um. Eigum einnig fjölmargar gerðir af sófaborðum úr mismunandi viðar- tegundum og með ýmsum gerðum af plötum, svo sem: Eir» marmara» keramik o.fl. o.fl. Fæst einnig sem hornsófi á tilsvarandi verði imfcCi SIÐUMULA 30 • SIMI: 86822 VOLGAR KJÖT- BOLLUR HJÁ AÐALGEIRI KAUPMANNI Síðumúli liggur i sveig eins og ess austan i Háaleiti. Svipur- þessarar götu sver sig i ætt við nýtisku Reykjavik. Beggja megin eru tveggja og þriggja hæða kassar og bilarnir bruna eftir henni. Fólk kemur ekki i þessa götu nema eiga erindi. Menn skjótast úr bil i hús, kannski þvert yfir götu, og það er asi á þeim. Hér er allt slétt og fellt. Engin óregla. Gler, stál og steypa. Ég vinn i ágætu húsi i þessari götu. Stundum gleymi ég mér yfir rit- vélinni og fer að horfa út um gluggann. Við mér blasa blokkir við Háaleitisbraut. bær eru all- ar eins. Bilar standa fyrir utan og litill fugl situr kannski á sjón- varpsloftneti. Einni og einni hræðu bregður stöku sinni fyrir. Þá er allt upp talið. Ég gæti náttúrulega haft sjón- auka' með mér i vinnuna og reynt að finna mannlif i glugga á einhverri blokkinni. brátt fyr- ir for.vitni mina væri það varla forsvaranlegt. Varla. Og liklega ekki löglegt heldur. Nei. Oft verður mér hugsað með söknuði til Skólavörðustigsins þar sem ég vann i fyrra. Þar gleymdi maður sér lika við gluggann. Úti fyrir var mann- haf. Spekingslegir karlar með hendur i vösum, kerlingar með ýsu vafna inn i dagblað undir hendinni, stúlkur og piltar sem þóttust vera að skoða i búðar- glugga en voru i raun að spegla sig, hjólreiðamenn, kettir, rón- ar og hvitasunnumenn. Ein iða. Svo sogaðist maður út — og sveikst um að vinna — tyllti sér Framhald á bls. 22 GLENS — Ég hef sýnt af mér fyrir- hyggjusemi, sagði Jón við konu sina, og liftryggt mig fyrir 15 miljónir. — Það var fallega gert af þér, elskan. Nú þarftu að minnsta kosti ekki að hlaupa til læknis út af hverjum smámunum. Jarðarför fer fram hjá golf- velli. Annar tveggja aldraðra golfleikara, sem þar eru að pútta, hverfur um stund frá leiknum og tekur ofan húfu sina. — Ég sé að þér eruð maður frómur, segir hinn — Ojæja, sagði hinn. Hún lét, þegar öllu er á botninn hvolft, eftir sig svo mikla peninga, að ég get spilað hér golf það sem eftir er æfinnar. — Heyrðu, Óskar, ég hef ekki tima til að tala einkasamtöl i vinnutimanum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.