Þjóðviljinn - 16.10.1977, Side 24

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Side 24
DIÖÐVIUINN Sunnudagur 16. október 1977. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Verkfallssjóður í Flensborg Fundur i Kennarafélagi Flens- borgarskóla i Hafnarfiröi sam- þykkti einróma á föstudag aö stofna verkfallssjóð, til þess að styrkja þá kennara sem I verk- falli eru. i Flensborg kenna bæði félagar úr BSRB og BHM og lætur nærri að helmingurinn sé i verkfalli. Guðmundur ólafsson, for- maður Kcnnarafélagsins sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að full eining hefði rikt meðal BHM og BSRB manna á fundinum og ákveðið hefði verið að stofna nefnd scm gengi frá forms- atriðum i sambandi við sjóðinn. Greiðslur i hann verða teknar af launum þeirra kennara sem ekki eru i verkfalli. A föstudag var fyrst haldinn fundur kennara úr BHM að til- hlutan skólameistara vegna bréfs frá Menntamáiaráðherra, þar sem farið er fram á að kennslu verði haldið uppi i skólanum þrátt fyrir verkfall BSRB. Þeirri beiðni var svarað á þann veg að nánast væri ófram- kvæmanlegt að halda uppi kennslu i skólanum með helmingi kennaraliðsins. Bent var á að kennsla i einstaka greinum myndi falla alveg niður, en einnig að sumir bekkir myndu missa kennslu i grein sem kennd væri i öðrum bekkjum. Guðmundur ólafsson. Svar ráðherra við þessu var að rétt væri að reyna samt. Við munum þvi mæta til vinnu á mánudagsmorgun, sagði Guðmundur, en allir erum við sammála um það að það sé ekki hlutverk kennara að standa i handalögmálum fyrir rikisvaldið við verkfallsverði frá BSRB. —AI Mikill viðbúnað- ur við Mývatn Mikill viðbúnaður er nú i Mý- slysa- og brunavarðstöðvar einn- vatnssveit vegna yfirvofandi ig til húsa. — AX hættu á umbrotum nyrðra. _________ Tollvarðaf élagið: Skipin ekki tollafgreidd Tollvarðarfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ekki verði hægt að hleypa skipum að bryggju i Reykjavik enda þótt svo færi að hafnsögumenn og starfsmenn Reykjavikurborgar komi til starfa á mánudaginn. i Morgunblaðinu i gær segir skipstjórinn á M.S. Skógafossi að hann muni sigla skipinu inn þrátt fyrir verkvall tollvarða, ef starfs- menn Reykjavikurborgar aflétta verkfalli á mánudaginn. I 19. grein laga um tollheimtu segir: „Óheimilter aðleggja aðkomu- skipi að bryggju eða öðru hafnar- mannvirki fyrr en að fengnu leyfi tollgæzlunnar, sem einnig getur ákveðið i samráði við hafnaryfir- völd hvar i höfn skipið skuli leggjast”. Kjaradeilunefnd hefur ekki úr- skurðað að tollverðir starfi að fullnaðarafgreiðslu skipa eða flugfara. Eru þessvegna engir tollverðir til að vinna þau störf. Þar sem skipin sjálf eru ótollaf- greidd er þvi ekki hægt að hleypa þeim upp að bryggju. 1 lok yfirlýsingar Tollvarða- félagsins segir: Það er yfirlýst i ályktun stjórnar TFl dags. 7. okt. sl. að verkfallið stöðvi ekki farmenn eða farþega um borð í aðkomu- förum. Verkfallsnefnd BSRB synjaði á föstudagskvöld beiðni um undan- þágu til þess að flytja 130-200 útiendinga, sem hér eru tepptir úr landi. í brefi verkfailsnefndarinnar er það harmað að aðstæður I verk- fallinu séu slikar að ekki reynist unnt að verða við bóninni og jafn- framt er látin i ljós ósk um að sáttasemjari sinni skyldum sin- um og leggi fram tiiboð sem fyrst þannig að verkfallið leysist. Otlendingarnir héldu með sér fund i gær á Hótel Loftleiðum, og sagði forsvarsmaður þeirra Tore Midtvedt að fullur skilningur rikti meðal þeirra á aðstöðu verkfalls- manna. Hins vegar væri þvi ekki að neita aö þarna bitnaði verk- fallið á þriðja aðila, sem ekkert Gripi stjórnendur aðkomufara til þess að sigla þeim að bryggju ótollafgreiddum hlýtur það að vera brot á lögum um tollheimtu og tolleftirlít. gæti gert til þess að leysa það. 1 bréfi þeirra til verkfallsnefndar- innar er sagt að fullur skilningur sé á þvi að undanþága af þessu tagi geti veikt stöðu BSRB i verk- fallinu, en bent er á að persónuleg vandamál þessara manna aukist með hverjum klukkutimanum sem liður. Útlendingarnir hafa auk þess að leita til verkfallsnefndarinnar leitað til utanrikisráðuneytisins og sendiherra viðkonandi rikja. Sænski sendiherrann hefur ver- ið kosinn til þess að tala máli þeirra við rlkisstjórnina, og er vonandi að hún beiti sér nú fyrir lausn á verkfallinu, svo þvi létti og mennirnir komist til sins heima. -AI 150útlendingartepptir hér Slmasambandslaust hefur ver- ið norður frá þvl á þriðjudag, vegna mikils álags á sjálfvirka kerfinu, en I gær á laugardegi var álagið minna og náðum við þvi tali af Jóni Illugasyni, oddvita of formanni Almannavarnanefndar s veitarinnar. Jón sagði að Almannavarnir I Reykjavik hefðu beint samband noröur og sambandsleysi hefði þvi ekkibitnað á þeim mikilvæga öryggisþætti. Hann bjóst við að byrjaðyrði aðútvarpa um leið og ástand breyttist tilhins verra, en sagði um leiö aö þróunin væri svipuð og veriö hefði undanfarna daga. Landris I Kröfluöskjunni er nú komið upp fyrir þá hæð sem var fyrir siðustu umbrot en skjálftar halda áfram að fjara út. Almannavarnaráð rlkisins kom norður um hádegisbil i gær til þess að kynna sér ástandiö, en ráðið hefur ekki komiö til Mý- vatns siðan i ágúst 1976. Einstaka ráðsmenn hafa þó verið þar sið- an. Tilgangur ferðarinnar sem BSRB veitti undanþágu fyrir, var að kynna sér þær varúðarráðstaf- anir og breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi almanna- varna i sveitinni. Fundur var haldinn með ráöinu og Almannavarnarnefnd sveitar- innar kl. 3 i gærdag og var von á ráðsmönnum til Reykjavikur aft- ur i gærkveldi. Jón Illugason sagði aþ lokum, að stjórnstöð Almannavarna heföinú verið fluttúr simstöðinni, þar sem m ikil þrengsli voru, yfir i húsnæði hreppsins og slysavarn- arfélagsins aö Múlavegi 2. Þar eru skrifstofur hreppsins og vítamín Þú byrjar daginn vel, ef þú drekkur mjólkurglas að morgni. Því ísköld mjólkin er ekki bara svalandi drykkur, heldur fæða, sem inni- heldur lífsnauðsynleg næringar- efni í ríkum mæli, svo sem kalk, prótín og vítamín. Mjólkurglas að morgni gefur þér forskot a góðan dag. 5 Miolkog 1 nijolkurafimiir orkúlind okkar og heilsugjafi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.