Þjóðviljinn - 27.11.1977, Side 23

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Side 23
Sunnudagur 27. nóvember 1977 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 23 Nú er getraun númer 3. Það er nafnagáta af sömu gerð og oft hafa birst í Kompunni. Þú átt að lesa úr myndunum þá færðu tvö nöfn. Kven- mannsnafn og karl- mannsnafn. Til að auðveldara verði að ráða við þetta f ylgja með reitir til að skrifa nöfnin í. í hvern reit á að skrif a einn staf: Svar við myndþraut Litlu myndirnar fyrir neðan stóru myndina voru: Sög, Tala, Ær, Rós, Rúm, ll. Ef þú tekur fyrstu stafina og kveður að þeim færðu út orðið STÆRRI og það er ein- mitt það sem strákurinn ætlar að verða. Hvað ætlar þú að verða? Skrifaðu Kompunni og láttu teikningu fylgja. kompari Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir ELVIS! ELVIS! Hefur þú lesið bækurn- höfund sem heitir Maria ar um Húgó og Jósefínu? Gripe. Hún hefur skrifað Þær eru eftir sænskan fjölmargar barnabækur sem þykja framúrskar- andi góðar. I mars var frumsýnd í Stokkhólmi ný kvikmynd eftir sög- unni af Elvis Karlsson. Kannski kemur myndin hingað? Þá skaltu ekki missa af henni og biddu mömmu og pabba að koma líka. Þau verða þér þakklátá eftir, því mynd- in er svo góð. Elvis er sex ára og mömmu hans f innst hann alltaf vera óþægur og erfiður. Hún var ung stúlka þegar Elvis Pres - ley var upp á sitt besta og svo skirði hún strákinn sinn í höfuðið á honum. Hún er kjánaleg kona og ekki nógu þroskuð til að vera mamma. Elvis er leikinn af Daniele Dorazio (hann er kallaður Lele). Hann er 9 ára og á heima á Lidingö rétt utan við Stokkhólm. Þegar auglýst var eftir stráktil að leika Elvis var sett í blöðin teikning af honum eftir Harald Gripe, en hann hefur teiknað i bækur Maríu Gripe. Það sóttu 200 strákar um og allir voru þeir mjög líkir teikning- unni. Margir þeirra voru kvikmyndaðir til reynslu — loks var Lele valinn úr. VERÐLAUNAGETRAUN 3 TH aö likjast Elvis enn meira þurfti Lcle aö hafa hártopp, sem var festur meö hárnálum, upp á hvirflinum. 1 kvikmyndinni klippir mamma hans hann á móti vilja hans, en þá var Lele meö hárkollu, þvi annars heföi hún klippt af honum hans eigiö hár. Þaö tók heila viku aö búa til hárkolluna, þvi hvert einasta hár var saumaö fast á nokkurs- konar ,,húfu” úr neti. Mörg svör við getraun nr. 1 Margir krakkar sendu rétt svör við fyrstu get- rauninni. Tveir gerðu at- hugasemd við vitluna, þeir höfðu ekki séð leið- réttinguna sem birtist í þriðjudagsblaðinu. Svör þeirra reiknast auðvitað rétt, þar sem villa var í gátunni. Þessir krakkar sendu svör: Gísli Rúnar Hjaltason, Grenimel 5, Reykjavik. Snorri Briem Einarsnesi 22, Reykjavík. Edda Lára Halldórsdótt- ir, Hrísateig 20, Reykja- vík. Gunnhildur Reynisdóttir, Teigaseli n, Reykjavik. Helga Guðrún Öskars- dóttir, Bragagötu 35 Reykjavík. Guðrún Ömarsdóttir, Móabarði 20, Hafnar- f irði. Kristján Jónsson, öldu- götu 4, Hafnarfirði. Soffía Valdemarsdóttir, Heiðmörk84, Hveragerði. Hugrún Olga Guðjóns- dóttir, Garðabraut 4, Akranesi. Sólveig Jónsdóttir, Sól- vangi, Fnjóskadal, S.- Þing. Það er ennþá hægt að senda svör við getraun 1 og svo auðvitað númer tvö. Takið þátt í öllum. Það verður dregið um bókaverðlaun fyrir hver ja getraun, sú þriðja erj blaðinu í dag. Kompan er blaðið ykkar. Sendið sögur, f rásagnir, vísur, Ijóð, myndir, teikningar og Ijósmyndir eftir ykkur sjálf. Skrifið Kompunni fréttabréf um það sem er að gerast kringum ykkur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.