Þjóðviljinn - 27.11.1977, Page 24
DWÐVIUINN
Sunnudagur 27. nóvember 1977
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og surinudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, Utbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
^ 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I sima-
skrá.
✓
Ferðafélag Islands er fimmtugt í dag:
Átta tugir
ferðamanna
urðu átta
þúsundir
Eitt öflugasta og nyt-
samasta félag landsins,
Ferðafélag íslands, er
fimmtugt í dag. Stofnfél-
agar voru 63 en nú eru fél-
agsmenn 7300.
1 söguágripi frá FI er þess get-
ið, aö hugmyndin að stofnun fél-
agsins hafi upphaflega verið
komin frá Sveini Björnssyni
sendiherra og siðar forseta lýö-
veldisins. Einn helsti hvatamaður
að stofnun félagsins var svo Björn
Ólafsson stórkaupmaöur.
t ávarpi sem nokkrir áhuga-
menn tóku saman á undirbún-
ingsfundi segir á þá leið að:
A siðari árum hefur áhugi
manna aukist mjög á að ferðast
um landið, kynnast óbyggðunum
og öðrum lítt kunnum landshlut-
um, svo og náttúru þess, sögu og
þjóðháttum. Hér á landi er engin
félagsskapur, sem beitir sér fyrir
landkynningu hvorki innanlands
né utan.
Á Norðurlöndum og viðar eru
slik félög mjög öflug, og hafa það
hlutverk aö auka þekkingu
manna á náttúru landsins og
greiða fyrir ferðalögum. Og er
það álit undirritaða að mjög æski-
legtsé aö slikur félagsskapur yrði
stofnaður hér á landi.
Aðalstarf félagsins hefur frá
upphafi verið að kynna tslending-
um sitt eigið land. Ber þar hæst
útgáfa á Arbókum félagsins, út-
gáfa á tslandskortum og á seinni
árum m/vegakorti. Bygging
sæluhúsa i óbyggðum og ferðalög
um landið.
w
Arbækurnar
Strax á árinu 1928 kom út fyrsta
árbók F.t. og var hún um
Þjórsárdalinn. Þá þegar er mörk-
uð sú stefna, sem undantekning-
arlitið hefur verið fylgt siöan, þ.e.
að áðalefni bókarinnar sé um
ákveðið svæöi eða leið. Ýmislegt
annað efni hefur verið til viðbótar
i Arbókunum, einkum fyrstu árin
svo sem um útbúnað i ferðalög-
um, umgengni ferðamanna og
ferðaþættir, ennfremur minning-
argreinar um ýmsa merkismenn
á sviði ferðamála og forustumenn
Ferðafélagsins. Alls eru árbækur
félagsins orðnar 50 talsins og eru
þær einhver sú besta lýsing, sem
nú er fáanleg af tslandi.
Arið 1943 hóf Ferðafélagið
kortaútgáfu og hefur siðan gefið
út alls sautján kort.
Sæluhús
og ferðalög
Eitt af aðalverkefnum félagsins
hefur verið að koma upp sæluhús-
um i óbyggðum. Fyrsta húsið var
reist árið 1930 i Hvitárnesi við
Hvítárvatn. Nú á félagið og deild-
ir þess nitjan sæluhús viðsvegar
um land.
Ferðafélagið hóf skipulagningu
ferðalaga á timum vondra vega,
brúarleysis og afllitilla bifreiða.
Fyrsta skemmtiferðin var farin
21april 1929 og voru þátttakendur
31, allt félagsmenn. Þessi starf-
semi hefur aukist jafnt og þétt —
úr tveim ferðum með 87 farþega
1929 i 230 ferðir með ca átta þús-
und farþega 1977.
Félagið hefur alla tið lag? mikla
áherslu á gönguferöir. Til dæmis
má nefna aö 1700 manns gengu á
Esju i sumar leið og er óliklegt að
meiri fjölda hafi verið stefnt upp
á annað fjall islenskt.
Félagsgjaldi hefur jafnan verið
stillt i hóf — er það 2500 krónur i
ár, og er árbókin innifalin eins og
jafnan fyrr.
Félagið hefur staðið fyrir ýmis
konar landkynningu, m.a. kvöld-
vökum, þar sem flutt hafa verið
erindi og sýndar myndir sem
varða náttúru landsins.
Afmælissýning
1 tilefni afmælisins verður sýn-
ing i Norræna húsinu, sem opnuð
er i dag. Þar verður I stórum
dráttum sýnd saga félagsins,
einnig ýmislegur ferðaútbúnaður,
bæöi gamall og nýr. Nokkur fyrir-
tæki sýna ferðabúnað.
Skagfjörösskáli i Þórsmörk, eitt af nitján sæluhúsum F.t.
Fyrsti forseti FI var Jón
Þorláksson. Alls hafa niu manns
gegnt þvi embætti, lengst allra
Geir G. Zoé'ga I 22 ár. Núverandi
forseti er Davið Ólafsson seðla-
bankastjóri.
Fyrsta deild F1 utan Reykja-
vikur var stofnuð á Akureyri 1936.
Alls hafa verið stofnaðar niu slik-
ar deildir, en fiínm eru nú við
lýði, allar á Norður- og Austur-
landi.
Vinsæl stefnumál
I lok þess söguágrips sem hér
er stuðst við segir á þessa leið:
„Ferðafélagið er félag allra
landsmanna. Þessi orð gerði
Ferðafélag Islands að einkunnar
orðum sinum fyrir löngu. Má
segja að ærið sé djarft af einu
félagi aö fullyrða að stefnumál
þess séu svo góð að allir Islend-
ingar gætu fylkt sér undir merki
þess. En reynslan hefur sýnt að
fleiri og fleiri aðhyllast stefnumál
félagsins, hvort sem þeir eru fél-
agsmenn F.I. eða ekki. Þeir eru æ
fleiri sem vilja kynnast landinu.
Sifellt fjölgar þeim sem skilja
nauðsyn þess að koma fram með
vinsemd og skilningi við hvern
blett landsins, alla náttúru lands-
ins, hvort sem hún kallast dauð agsins i upphafi, og þessi er hún
eða lifandi. Þetta var stefna fél- enn”.
HqI|ó krakkor!
Hver haldiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu?
Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega
ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni
hrokkið í — nei, haldið sér í kút.
Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðiði að
kaupa mig í hvelli. Annars bara sekk ég. Globb . . .
giobb....bb.
Sko, þið farið í næstu bókabúð' og segið: Er til
bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga-
dóttur? Þá segir búðarfólkið kannski: Er það sú
sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN.BJARNA og I AFA-
HÚSI? Einmitt, segið þið.
Þið getið líka gert annað:
Biðjið mömmu ykkar eða pabba, afa eða ömmur,
fráenkur og frændur að gefa ykkur bókina í jóla-
gjöf. Krafan er: harðan pakka í ár.
Ég rígheld mér í bakkann á meðan . . . globb.
Ykkar
Palli
P.s. Munið að þakka fyrir ykkur.
Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156