Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVII.JINN Laugardagur 14. janúar 1978
Málgagn sósialisma,
xerkalýöshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Kiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaöi:
Árni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Pálsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Síöumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
▼
Vilmundur inn-
1 • 'K • r • • K ( Q
leiðir nyja srn?
Þann 5. október árið 1975 voru þrir
starfsmenn sósialdemókrataflokksins
finnska handteknir á Arlandaflugvelli við
Stokkhólm. Tilefni handtökunnar var það,
að þeir reyndust hafa i fórum sinum fjár-
muni, er þeir hugðust smygla úr landi með
ólögmætum hætti.
Þegar Finnarnir voru krafðir sagna um
það, hvaðan sjóðurinn væri kominn, gáfu
þeir þau svör, að peningana hefðu þeir
fengið afhenta á flokksþingi sænskra
sósialdemókrata, og þetta væri gjöf
sænskra flokksbræðra til kosninganefndar
finnskra krata.
Við nánari rannsókn málsins sannaðist
þó, að þessir fjármunir, sem námu um 11
miljónum islenskra króna voru nær allir
komnir frá dularfullum aðilum i Vestur-
Þýskalandi, en höfðu farið um hendur
gjaldkera sænska krataflokksins. Þetta
játaði á sinum tima framkvæmdastjóri
sænska sósialdemókrataflokksins, og um
það birtust fréttir frá norsku fréttastof-
unni NTB i islenskum dagblöðum.
í þetta skipti tókst ekki að upplýsa að
fullu hvaðan þessir f jármunir voru i raun
og veru komnir þvi að sá aðili i Vestur-
Þýskalandi, sem tókst að rekja slóðina til,
neitaði að gefa nokkrar nánari upplýsing-
ar.
Hitt er alkunna, að bandariska leyni-
þjónustan CIA hefur á undanförnum ár-
um og áratugum varið stórfé til að styrkja
þau stjórnmálaöfl vitt um heim, sem talin
hafa verið hliðholl stefnu Bandarikja-
stjórnar.
Tilefni þessarar upprifjunar nú, er sú
yfirlýsing forystumanna Alþýðuflokksins,
að Alþýðublaðið muni á þessu ári verða
gefið út fyrir erlent gjafafé i formi styrkja
til pappirskaupa, en sú upphæð gæti num-
ið 20-30 miljónum króna á ári.
Forystumenn Alþýðuflokksins hafa
reynt að afsaka athæfi sitt með þvi, að það
væri nú allt i lagi að þiggja fé af Norð-
mönnum til stjórnmálastarfsemi á Is-
landi, þótt siður bæri að taka við erlendu
fé frá einhverjum öðrum og verri.
Svona tal er auðvitað ekki annað en
hreint bull, þvi að i fyrsta lagi liggur ekk-
ert fyrir um það, hvaðan þetta gjafafé er í
raun og veru komið, — samanber mál
finnsku kratanna, sem handteknir voru á
Arlandaflugvelli — og i öðru lagi getur
aldrei sá hæstiréttur orðið til, sem fær sé
um að dæma, hvort rétt sé að taka við
erlendu fé fremur úr þessum sjóði en hin-
um til stjórnmálastarfsemi á íslandi.
Það er ekki annað en viðurstyggð
hræsninnar, ef þeir Benedikt Gröndal og
Vilmundur Gylfason vilja ætla Alþýðu-
flokknum einhvern annan rétt i þessum
efnum, en hvaða öðrum stjórnmálasam-
tökum á íslandi sem er. Hér verður
Alþýðuflokkurinn að lúta islenskum lög-
um.
Er það meining þeirra Benedikts og
Vilmundar, að islenskir stjórnmálaflokk-
ar eigi að fara að keppast um það, hver
þeirra geti orðið sér úti um mest erlent
fjármagn til starfsemi sinnar?
Eða hvarflar það að Vilmundi Gylfasyni
að stjórnmálasamtök, sem hér á að reka
sem erlent útibú fyrir erlent fé, séu ein-
hvers megnug i baráttunni gegn spilling-
unni i islensku stjórnmála- og efnahags-
lifi? — Fróðlegt væri að fá svör hins
háleita Vilmundar, frambjóðanda
Alþýðuflokksins, við þeirri spurningu.
Sú krafa var borin fram i Þjóðviljanum
fyrir rúmri viku, að Alþingi setti strax og
það kemur saman lög, sem bönnuðu
islenskum stjórnmálasamtökum og
blaðaútgefendum að þiggja erlendar fjár-
gjafir.
Siðan þessi krafa var borin fram hefur
Alþýðublaðið ekki sagt eitt orð um málið.
En þögnin mun ekki bjarga þeim
Benedikt og Vilmundi, þvi að málið varð-
ar tilverugrundvöll sjálfstæðs þjóðrikis á
íslandi.
k.
Carter i spegli: Ailir gripa þeir til svipaöra ráöa....
Ósvífin íhlutun
Eins og sagt var frá i blaöa-
fregnum i gær hefur utanrikis-
ráöuneyti Carters Bandarikja-
forseta gefiö út stefnuyfirlýs-
ingu. Þar er lýst yfir þeim vilja
Carterstjórnarinnar, að dregiö
sé úr áhrifum kommúnista-
flokka i Vestur-Evrópu og þaö
tekið einkar skýrt fram, aö
Bandarikjastjórn væri andvig
aöild kommúnista að rikis-
stjórnum.
Eins og hver maður getur séð •
er hér um ósvifna ihlutun i
innanlandsmál Italiu aö ræða.
Mikil efnahagskreppa tröllriöur
Italiu, atvinnuleysi er þar firna-
legt. Af þeim sökum hefur náöst
viötækt samþykki allra helstu
pólitiskra afla i landinu fyrir
nauðsyn samvinnu þeirra i
gli'munni við þessi vandamál,
sem gætu oröiösvo alvarleg, aö
forsendur italska lýðveldisins
hryndu. Sex flokkar, þ.ám.
kommúnistar og Kristilegir
demókratar, sem hafa samtals
meira en 70% atkvæöa aö baki,
hafa þegar gert með sér sam-
komulag um vissar kreppuráð-
stafanir. Og margir töldu aö
eölilegt framhald væri það, að
mynda einskonar þjóðstjórn til
aö fylgja fyrrnefndu samkomu-
lagi eftir.
En þá kemur stóri bróöir i
Washington og segir nei takk.
Og allir mega vita að hér er um
meira aö ræöa en persónuleg
viöhorf Bandarikjaforseta.
Bandarikin eru það afl i viö-
skiptum og fjárfestingu, aö hinn
stóri italski borgaraflokkur,
Kristilegir demókratar, hefur
ekki efni á að ganga i berhögg
við vilja þeirra.
í nafni lýðrœðis
Aö sjálfsögöu ersú ástæöa til-
færð fyrir þessari afstöðu stóra
bróöur aö Kommúnistaflokkur
ttalfu, PCI, sé andlýðræöisleg-
ur. Þar segir:,,Bandarikjamenn
og ítalir eiga sameiginleg lýö-
ræðisleg verömæti og áhuga-
mál, en við teljum að
kommúnistar eigi það ekki”.
Talsmaður utanrikisráöuneyt-
isins gat að visu ekki skýrt þaö
fyrir fréttamönnum hvernig
yfirmenn hans hefðu komist aö
þessari visku, en söm var þeirra
gerð.
Hægriblöö margskonar og
Natómálpipur hafa klifað á þvi
lengi, aö þaö væri mjög viðsjár-
vert aö trúa kommúnistaflokk-
um fyrir fjöreggi lýöræðis meö
þvi að veita þeim aöild að stjórn
landa. Þaö væri ekki aö marka
gagnrýni þeirra á sovéska
stjórnarháttu, ekki aö marka
málsvörn þeirra fyrir andófs-
menn, ekki aö marka lýöræöis-
legt starf þeirra á þingi eöa i
bæjarstjórnum eða héraðstjórn
um. Allt þetta væri blekkinga--
vefur sem kommar myndu
stiga út úr um leið og færi gæf-
ist.
Lýðræði kippt
, úr sambandi
Málflutningur þessi er fullur
meö hræsni og þversagnir.
Hann þýðir i þvi dæmi sem viö
röktum, að ítalski kommúnista-
flokkurinn fær ekki aö sýna
kosti og galla af eigin frammi-
stööu og athöfnum — dómurinn
erkveöinn uppannarsstaðar. Ef
ekki i skrifstofum páfans í Vati- •
kaninu, þá hjá Carter i Wash-
ington. Ef við segjum sem svo,
aö leikreglur lýðræöis byggist á
þvi, að atkvæöafylgi eigi aö
ráöa, aö utanaökomandi öfl
gripi ekki inn i þaö hvernigstjóri
er mynduð i einu landi, þá er
bersýnilega verið aö þverbrjóta
þær reglur á Italiu — og er þaö
reyndar ekki í fyrsta sinn sem
það gerist.
Allar reglur lýöræöis segja,
að það eigi aö fela itölskum
kommúnistum aöild að stjórn.
Þeir hafa að baki sér þriðjung
landsmanna og þá meira en
helming verkamanna. Þeir hafa'
notið virðingar langt út fyrir
sinar raðir fyrir að stjórna
borgum og héruðum langt um
betur og heiðarlegar en borgara
flokkurinn hefur gert. Fyrir
löngu sýna skoöanakannanir
samþykki ítala fyrir þvi, aö
þessi flokkur fái (eöa verði
beinlinis skikkaöur til) aö
spreyta sig á stærri verkefnum.
Sjálfur leggur flokkurinn sig i
ýmsar hættur meb tilboðum sín-
um til aö taka þátt i aö leysa
hina itölsku kreppu. Hann yrði
að „stjórna kreppu” sem er
aldrei liklegt til vinsælda. Hann
yrði aö taka á sig allskonar
málamiðlun viö miðstéttir og
a.m.k. hluta borgarastéttar,
sem mundu valda óánægju
verkafólks og jafnvel kosta
klofning frá vinstri.
Vér einir vitum
En allt er þetta taliö einskis
viröi i Washington. „Vér einir
vitum, hvaö lýðræöi er”, segja
arftakar Nixons og Johnsons.
Rétt eins og Brésnjef og þeir
segjast einir vita hvað sósial-
ismi er — og sendu skriðdreka
inn I Prag fyrir tiu árum. Aö
visu munu Bandarikjamenn
ekki senda skriödreka til Róm-
ar. Blátt áfram vegna þess að
þeir þurfa þess ekki. Þeir hafa
dollarana, og þegar þeir gera
bandalag viö þýska markið, þá
geta þeir haft mörg ráö ítala í'
hendi sér. En Helmut Schmidt,
kanslari Vestur-Þýskalands,
hefur einmitt tekið á svipaðan
hátt til orða og Carterstjórnin
gerir nú.
Itölsku lýöræöi stafar hætta
frá alþjóölegu auövaldi, af
bandariskri ihlutun.Frá NATÓ
sem hefur haldið samböndum
við hershöföingja og lögreglu-
foringja nátengda nýfasistum.
Það er meira aö segja liklegt, aö
ýmsir þeirra svokölluöu „öfga-
manna til vinstri”semfara meö
sprengjur og byssur á Italiu, séu
á snærum vestrænna leyniþjón- J
usta. |
Kaldastríðstal
Þess var getiö i fréttum gær- "
dagsins, að Carterstjórnin hefði
ekki fyrr sett fram óskir um ■
minnkandi áhrif kommúnista
eba lýst PCI sem „andlýðræðis- ■
legum”flokki. Núer það svo, að |
Carter er nýkominn úr margra
landa reisu; þar brosti hann
blítt i allar áttir og sagöi það á |
hverjum stað sem gestgjafar ■
hans vildu helst heyra. Allt var
þaö sjónarspil bersýnilega gert m
til að skapa I almenningsáliti
mynd af Carter sem postula
friöarog sáttfýsi. traunerþað
svo, aö Carterstjórnin hefur i æ I
rikari mæli veriö að hverfa að ■
tungutaki og viðhorfum kalda
striðsins. Enn á ný knýja hægri- ■
öflin í Bandarikjunum á með, aö
kommúnistagrýlunni sé sleppt
lausri; þar meö er PCI oröinn ■
ógnun við lýöræöið, og á hern-
aðarsviði er reynt að ala á
móðursjúkum ótta við sovéska
herinn — hvað sem liður álits- ■
gerðum raunsærri herfræðinga
eins og Les Aspin sem viö höfum ■
stundum vitnað til.
I raun og veru er ekkert af
þessu nýtt. Carter- stjórninni
hefur ekki tekist neitt innan-
lands, atvinnuleysi er mikið
sem fyrr, orkumálin óleyst,
gengi dollarans lágt, viðskipta- ■
striö við Japan og EBE farið af
stað. Við þessar aðstæður leita ■
stjórnir sér að blóraböggli, að
einhverjum „júðaskratta” til
aðskella allri skuld á. Sá „júði” ■
er i Bandarikjunum goðsögnin
um heimskommúnismann.
Þangað skal reynt að beina |
athygli almennings. Um leið og ■
grýlu þessa er hægt að nota til
að afla skammgóðs vermis i “
efnahagsmálum; þegargrýlu er
sleppt lausri aukast útgjöld til
hergagnaiðnaðar, og þar er
margan feitan bita að hafa.
—AB. ■