Þjóðviljinn - 29.01.1978, Qupperneq 14
14 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978.
29. janúar 1928 var Slys-
avarnafélag (slands stofn-
að, og er f élagið því 50 ára í
dag. í sjálfu sér er óþarfi
að kynna Slysavarnafélag
islands meðal Islendinga,
hið mikla og einstæða starf
þess hefur fyrir löngu
unnið sér ódauðlegan sess í
íslandssögunni, og öfugt
við mörg félög, sem fara
vel af stað en staðna svo
eða dofna, er Slysavarna-
félag íslands sí-ungt félag,
sem alltaf hefur bætt við
sig og hef ur kannski aldrei
verið öflugra en í dag.
Fyrsti forseti Slysavarna-
félagsins var Guömundur Björns-
son landlæknir og fyrsti starfs-
maöur þess Jón E. Bergsveins-
son, sem þá var erindreki Fiski-
félags Islands i björgunarmálum,
en einmitt Fiskifélag Islands
haföi forgöngu um aö Slysa-
varnafélagiö var stofnaö. t fyrstu
lögum félagsins segir: „Tilgang-
ur félagsins er aö sporna viö sjó-
slysum, drukknunum og öörum
slysum og vinna aö þvi aö hjálp sé
fyrir hendi, handa þeim sem
lenda i sjávarháska”. Þess vegna
beindist starfsemin þegar i upp-
hafi aö öflun björgunartækja til
notkunar á sjó og landi og al-
mennri fræöslu um meöferö
þeirra, en aö sjálfsögöu var
fræðsla um meðferð slikra tækja
litil sem engin hér á landi þá.
En þaö var ekki nóg aö kenna
fólki að fara með björgunartæki,
einnig þurfti aö auka jafnhliöa á
öryggi skipa og herða á eftirliti
með þeim, jafnframt þvi sem
áhersla var lögð á að hvetja þing,
stjórn og almenning til að stuðla
aö slysavarnamálum meö fjár-
framlögum. Niu árum eftir stofn-
un félagsins, eða áriö 1937, voru
slysavarnir á landi teknar á
stefnuskrá félagsins og hefur sá
þáttur verið snar þáttur i félags-
starfseminni siðan. Þvi má segja
aö frá öndveröu hafi starf Slysa-
varnafélags tslands verið tvi-
þætt: Útbreiðslu-og fræðslustarf-
semi um slysavarnir almennt og
hjálpar. og björgunarstörf al-
mennt bæði á sjó og landi.
Strax á stofnári félagsins var
farið að stofna deildir utan
Reykjavikur.og var fyrsta deildin
stofnuö i Sandgeröi sumarið 1928,
slysavarnadeildin Sigurvon.og ári
siöar var fyrsta björgunarstöð
félagsins vigð i Sandgeröi og
fyrsti björgunarbáturinn, „Þor-
steinn”, tekinn i notkun. Þaö er
gömul saga og ný, að konur eru
ötulli félagsmenn en karlar, og
þaö er gæfa Slysavarnafélag-
Islands, að menn vissu þennan
sannleika, og fljótlega var hafist
handa um stofnun sérstakra
kvennnadeilda innan félagsins.
Kvennadeildin i Reykjavik er
elst, stofnuð 28. april 1928. Siðan
komu þær hver af annarri, og nú
eru 30 kvennadeildir innan SVFI
og félagar innan þeirra 13 þús-
und. Kvennadeildirnar hafa á-
vallt styrkt féllagiö fjárhagslega,
með fjársöfnunum til kaupa á
björgunartækjum. SVFI starfar i
sér karla og kvennadeildum, auk
sameinaöra deilda og unglinga-
deilda, og ein deild, Gefion, starf-
Fjölmenn-
asta félag
landsins
með yfir
30 þúsund
félaga
ar i Kaupmannahöfn. Alls hafa
verið stofnaöar 210 deildir innan
SVFl og félagatala er yfir 30
þúsund manns.
Eins og flestir vita, þá er björg-
un manna úr sjávarháska eitt
aöal-viöfangsefni SVFt og hefur
svo veriö frá upphafi. Þess vegna
starfrækir félagiö fluglinu-
stöövar hringinn i kringum
landiö. Sveitir félagsins eru sem
kunnugt er alltaf tilbúnar til
björgunarstarfa, hvenær sem
þörf er á,og þvi miður liöur oftast
of stuttur timi milli þess sem viö
erum minnt á hversu vel á verði
og viöbragösfljótar björgunar-
sveitir SVFI eru i neyðartilfell-
um.
Fyrsta björgunin meö flugllnu
á vegum SVFI var framkvæmd
24. mars 1931 af björgunarsveit-
inni Þorbirni i Grindavik, þegar
sveitin bjargaði 38 mönnum af
franska togaranum „Cap Fagn-
et” þegar hann strandaöi á
Hraunsfjöru, og þessari einu
björgunarsveit, Þorbirni i
Grindavik, hefur auönast aö
bjarga samtals 194 mönnum meö
fluglinutækjum.
Vart þarf að taka fram hvert er
frækilegasta björgunarstarf
félaga i SVFI, það afrek þekkja
allir landsmenn og raunar mikiu
fleiri, björgunarafrekiö viö
Sýnlkennsla I meöferö björg-
unartækja
Látrabjarg er heimsfrægt, enda
einstakt afrek hvernig sem á er
litið. Það var 12. desember 1947
að enski togarinn „Dhoon”
strandaði undir Látrabjargi i af-
spyrnu vondu veöri og á staö, þar
sem talið var aö engum væri fært
niður nema fuglinum fljdgandi.
En félagar úr björgunarsveitinni
„Bræörabandinu” i Rauöasands-
hreppi létu þaö ekki á sig fáj
framkvæmdu þaö ómögulega og
fóru niöur bergiö og björguöu 12
mönnum sem eftir liföu á togar-
anum. Stóö þessi björgun yfir i
nærri 4 daga. Um þetta afrek hef-
ur veriö gerö kvikmynd af Óskari
Gislasyni, kvikmynd, sem er ein-
stök I sinni röð og hefur verið
sýnd viða um heim og öbru frem-
ur gert þetta björgunarafrek
heimsfrægt.
Frá öndveröu hefur SVFI haft á
stefnuskrá sinni byggingu skips-
brotsmannaskýla og starfrækir i
dag 44 slik skýli. Auk þess hefur
félagib reist 29 björgunarskýli á
fjallvegum landsins, og eru lang-
flest þessara skýla búin fjar-
skiptabúnaöi, neyöartalstöövum
eöa sima. Þar er einnig að finna
allan nauösynlegan öryggisút-
búnað til varnar vosbúð og kulda.
Þá hafa verið reist eöa eru I bygg-
ingu björgunarstöðvahús fyrir
starfsemi SVFI á 25 stööum á
landinu, og tækjageymslur hefur
SVFI til umráöa á flestum stöð-
um á landinu. Samtals eru þetta
98 björguoarstöðvahús og skýli.
Kvennadeildir félagsins hafa lagt
höfuðáherslu á þennan þátt
starfsins. Björgunarsveitir SVFl
eru nú 87 talsins og i þeim 2500
virkir félagar sem sinna alhliða
björgunarstörfum. Og þess má
geta, aö á sl. 12 árum hefur 232
mönnum verið bjargaö af strönd-
uöum skipum af björgunarsveit-
um SVFl.
En eins og áður segir hefur
SVFl auk björgunar- og slysa-
varna á sjó tekið að sér aöstoö og
björgun á landi, og hafa sveitir
félagsjns yfir að ráða góöum f jar-
skiptabúnaöi, kraftmiklum
björgunar- og sjúkrabifreiðum,
snjóbilum og vélsleðum, slöngu-
bátum meö utanborðsmótorum,
og margar deildir hafa frosk-
menn starfandi innan sinna vé-
banda. Þá hefur félagiö eignast
björgunarskip. og kom það fyrsta
til landsins 1938, björgunarskút-
an „Sæbjörg”, og 1950 kom
björgunarskúta fyrir Vestfiröi
„Maria Júlia”, og árið 1954 var
samiö um smiði björgunarskútu
fyrir Noröurland er hlaut nafnið
„Albert” og tók til starfa 1957, og
íoks árið 1956 eignaðist SVFI
björgunarbátinn „Gisla J. John-
sen” til notkunar i Faxaflóa. Nú
hin siðari ár hefur verið mikil
samvinna milli SVFI og Land-
Núverandi stjórn SVFl fremri röö f.v. Baldur Jónsson ritari, Hulda
Victorsdóttir, Gunnar Friöriksson forseti, Hulda Sigurjónsdóttir vara-
forseti, Ingólfur Þóröarson gjaldkeri. Aftari röö f.v. Haraldur
Henrýsson, Hörður Friðbertsson, Jón Þórisson Egiil Júliusson, Daniel
Sigmundsson, Gunnar Hjaltason.
Eitt af skýlum Slysavarnafélagsins.