Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 15
r Guömundur Björnsson landlœkn- ir, fyrsti forseti SVFÍ. Jón Bergsveinsson fyrsti starfsmaöur félagsins. helgisgæslunnar m.a. á sviöi flug- vélareksturs. Tilkynningaskylda islenskra skipa er yngsta starfsgrein félagsins, en til hennar var stofn- aö meö reglugerö i mai 1968 og SVF! falin skipulagning hennar og framkvæmd. I mai 1977 var Tilkynningaskyldan lög- fest og þar ákveöiö aö hún yröi áfram i ábyrgö SVFl. Meö Tilkynningaskyldunni eiga skipin aö láta vita um ferö- ir sinar, brottför úr höfn, staö- arákvöröun og komu til hafn- ar. 1 fimm mánuöi ársins, mai/sept., er varöstaöa frá kl. 08.00 á morgnana til miönættis og einn skyldutimi aö deginum. Hina sjö mánuöina, okt/april, er varöstaöa allan sölarhringinn og þá kvöldskyldutlma bætt viö dag- skyldutimann. Strandarstöövar Landssima tslands taka á möti tilkynningum og koma þeim til miöstöövarinnar i húsi SVFÍ, þar sem úrvinnsla fer fram og staöarákvaröanir skipanna eru skráðar. Auk þess er haft sam- band viö verstöövaradiö hinna ýmsu sjávarþorpa vegna feröa skipanna. Tilkynningaskyldan er einn mikilvægasti öryggisþátt- urinn i starfi sjómannsins jafn- fram þvi aö vera upplýsingamiö- stöö fyrir aöstandendur sjó- manna og útgeröarmanna. Hjá Tilkynningaskyldunni er stjórn- stöö hinna margþættu verkefna er SVFl þarf aö leysa af hendi viö leitar-og björgunarstörf, hjálp og aöstoð. Viö hafnir landsins, á bryggjur og brýr hefur SVFI og deildir þess sett upp ýmsan búnað til slysa- varna- og björgunarstarfa. SVFl hefur annast og styrkt útgáfu rita um slysavarnamál, og Arbók SVFl er ársrit um félagsstarfiö og til sölu hjá öllum slysavarna- deildum. Ariö 1941 er lögum féiagsins breytt og boðaö til fyrsta lands- þings Slysavarnafélags íslands i marz 1942. Nú eru landsþingin haldin þriöja hvert ár i Reykja- vik.enaöalfundirfélagsins þess á milli i landsfjóröungunum til skiptis. A landsþingum er kjörin 11 manna aöalstjórn meö fulltrú- um landsfjórðunganna. Núverandi forseti SVFÍ er Gunnar Friöriksson, forstjóri, frú Hulda Sigurjónsdóttir, varafor- seti, Hannes Þ. Hafstein, fram- kvæmdastjóri og Öskar Þór Karlsson, erindreki. Aöalstöövar félagsins eru i SVFl-húsinu á Grandagaröi 14, Reykjavik, simi 2700. Neyðarsimi félagsins er 27111. Sunnudagur 2». janúar 1978. WÓDVIUINN — SIÐA 15 Sao Bernardo (Brasiifa) Ættleiöing (Ungverjaland) Kona undir áhrifum (Bandarfkin) Kvikmyndahátíð í Reykjavík Dagana 3.-12. febrúar n.k. verður mikið um dýrð- ir í Reykjavík. Listahátíð 1978 gengst fyrir kvik- myndahátíð þar sem hvert listaverkið öðru forvitni- legra verður á boðstólum, myndir frá a.m.k. 14 lönd- um í þremur heimsálfum, og er þá (sland talið með. Sýningar veröa i Háskólabió og Tjarnarbió. Einsog áöur hefur komiö fram i fréttum og einnig hér I Kvikmyndakompunni verö- ur Wim Wenders, kvikmynda- stjórinn vestur-þýski (sem ER frægur maöur, jafnvel þótt OT á VIsi hafi aidrei heyrt hann nefnd- an) gestur hátiöarinnar. Nýjasta mynd hans, Ameriski vinurinn, veröur sýnd við opnun hátiöar- innar kl. 15.30 fimmtudaginn 2. febrúar I Háskólabió. Wenders kemur meö 3 aörar myndir (1 timans rás, Afleikur og Hræösla markvaröarins viö vitaspymu) sem eru á 16 mm filmu og veröa sýndar i Tjarnarbió. Thor Vil- hjálmsson hefur upplýst aö annar gestur sé einnig væntanlegur: griski kvikmyndastjórinn Pan- telis Voulgaris, en hann er þekkt- ur fyrir myndina Happy Ðays, sem f jallar um lffiö i fangabúöum á timum herforingjastjórnarinn- ar i Grikklandi. Thor sagöi aö nær fullvist væri aö Voulgaris kæmi og sýndi hér þessa mynd, sem á Islensku heitir Anægjudagar. Voulgaris segir þar frá eigin reynslu, en hann sat um skeiö i fangabúöum á einni af grisku eyjunum. í myndinni segir frá atviki sem geröist i raun og veru, þegar tignarfrú ein (sagt er aö hann eigi viö Friöriku drottningu) kom i heimsókn á fangaeyju og fangaverðirnir geröu allt sem þeir gátu til aö breyta staönum i notalegt hressingarhæli, rétt á meðan hún dokaöi þar viö. Aukamynd í Fjala- kettinum Um þessá helgi sýnir Fjalakött- urinn myndina Huldumaöurinn eftir George Frenju. Þetta er frönsk-itölsk'mynd frá árinu 1974. Jafnframt er sýnd myndin Life- line to Cathy, sem er’prófmynd Agústs Guðmundssonar, en hann kom nýlega heim frá námi við kvikmyndaskóla á Bretlandi. Areiðanlega mun margra fýsa aö berja augum þessa mynd Agústs, sem hefur fengið góða dóma þeirra sem séð hafa. Sýningar eru einsog venjulega I Tjarnarbiói kl. 17 á laugardag og kl. 17, 19.30 og 22 á sunnudag. Einsog áöur segir veröur Ame- riski vinurinn sýndur viö opnun hátiöarinnar á fimmtudaginn. Þann sama dag veröa sýndar tvær aðrar myndir, sem báöar lýsa lifi kvenna á næmari og áhrifameiri hátt en viö eigum aö venjast. Þetta eru myndirnar Ættleiðing og Kona undir áhrif- um. Hér i kompunni hefur áöur ver- iö getiö um báöar þessar myndir. Ættleiöing er eftir ungversku konuna Mörtu Meszaros og hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátið- inni i Berlin 1975. Þar segir frá rúmlega fertugri ekkju sem vinn- ur i verksmiöju, býr ein I litlu húsi og þráir aö eignast barn. Hún kynnist unglingsstúlku frá eins- konar vandræöabarnaheimili i grenndinni og tekst meö þeim góö vinátta. Einnig kemur viö sögu kvæntur maður, sem ekkjan hef- ur haldiö viö i nokkur ár. Fyrir nokkrum dögum gafst undir- ritaöri kostur á aö siá þessa mynd, og er skemst frá aö segja aö þaö ættu allir aö gera. Myndin býr yfir miklum þokka, hún er látlaus og raunsæ, ljóöræn og al- gjörlega laus viö alla gerfi- mennsku. Persónurnar eru lif- andi fólk af alþýöustétt. Þaö sem mér finnst lofsveröast viö leik- stjórn Mörtu Mezsaros er aö hún er ekkert hrædd viö aö vera kven- maöur. Þessa mynd heföi enginn karlmaöur getaö gert. Þarmeö er allsekki sagt að ÆttleiÖing sé væmin mynd — þaö er algengur misskilningur aö kvenfólk sé til- finningasamara en karlar (sbr. hugtakiö kerlingabækur um vissa tegund af bókmenntum). Þaö sem greinir Ættleiöingu frá „karlakvikmyndum” er fyrst og fremst ólik viðhorf til fólks og umhverfis, en hér erum við kom- in inn á efni sem nægja mundi i margar greinar og veröur ekki rætt frekar hér og nú. Kona undir áhrifum er banda- risk, frá árinu 1974. Henni stjórn- ar John Cassavetes, en aöalhlut- verk leika Gena Rowlands og Peter Falk (Colombo). Cassavet- es er i hópi áhugaveröustu banda- risku kvikmyndastjóra. Hann hefur einkum lýst vandamálum miöstéttarfólks i myndum sinum, og Kona undir áhrifum f jallar um þá umdeildu stofnun, hjónaband- iö. Myndin lýsir hjónabandi sem i rauninni er ástrikt og indælt, en hreinasti pyntingastaöur samt, og bitnar þaö mest á konunni. Sú mynd sem Gena Rowlands dreg- ur upp af næmri og hjartahlýrri konu sem rambar á barmi ör- væntingar er sterk og áleitin. Sumir segja aö þarna sé hún komin, kventrúöur nútimans. Konan sem sættir sig ekki viö hlutverk sitt en veit ekki hvers vegna. Konan sem fólk hlær i fyrstu aö, vorkunnsamlega, en lokar siöan inni á geöveikrahæli. Þessi mynd á marga tóna, hún er Framhald á bls. 22 Irlands 23.-27. mars I þessari einstöku fimrn daga páskaferð er enginn virkur dagur, því farið er á skírdag og komið aftur 2. páskadag. Flogið verður beint til Dublin og dvalist þar á tveimur eftirsóttum hótelum: Hótel South County Hótel Jurys TSamvinnu- Dublin er dœmigerð irsk stórborg og þar eru þjónustustöðvar almennings opnar meira og minna alla páskahelgina. Fararstjóri okkar aðstoðar og skipuleggur skoðanaferðir. Leitið nánari upplýsinga tímanlega og látið skrá yður í þessa eftirsóttu ferð. feróir Austurstræti 12 simi 2-70-77 LANDSYN SKÓLAVÖROUSTÍG16 SÍMI28899

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.