Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 2
 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1978 3. \ V M HASAR I SALIN Viövitum aldrei fyrirfram, hvort það verður frost þegar sunnudagsblaðið kemur í hús. Enaf gömlum veikleika fyrir skautaskemmtun skulum við vona að svo verði, úr því enn er vetur á annað borð. Og við sem erum orðnir miðaldra og ögn framsettir getum blekkt tímann með ,,hasar í sálinni” eins og Þór- bergur komst að orði um sitt skautahlaup í Rökkuróper- unni. Þegar við höfðum lært að bruna frjálsmannlega án nokkurrar fallhættu, þá fyrst fengum við nokkurt hugboð um það, hvernig fuglum loftsins liði. Og það er aldrei of seint að næla sér í ögn af þeirri kennd aftur. Þessum töfrum öllum hef- ur enginn lýst af meiri íþrótt en Þórbergur. Við látum þessum elskulegu skauta- stúdíum fylgja kafla úr stór- merkum lýsingum hans á leikjum bernskunnar: „En súrsaði hrústspungur- inn i öllum þessum listarétt- um var þó hraðinn. Hann gerði mestan hasann í sálinni, og hasinn var snertur af hug- Ijómun. Þegar ég hugsa um þetta nú, þá f innst mér það næstum yfirnáttúrlegt, hvað fyrir- hafnarlítið ég lærði á skauta, hvað f Ijótt ég komst upp á að leika á þeim margs konar kúnstir og hvað mikið ég gat fundið upp af apalátum á skautaferðum, — og hafa aldrei séð, svo að ég viti, mann fara á skautum. Það voru þó ekki hraðinn einn og kúnstirnar og apalæt- in, sem gerðu skautahlaup að dýrðarferðum. Þær voru líka svölun í útþrá og skemmtun af að sjá náttúruna í nýjum og síbreytilegum myndum, að sjá landslög, sem maður hafði ekki daglega fyrir aug- um, að sjá hvernig þau voru alltaf að breytast eftir stefnu manns f rá þeim, að sjá nýjar fjallahlíðar og sjá þær nú svona og nú svona og nú ennþá öðruvísi, að sjá f jalla- tinda fæðast, skipta um lögun og hverfa, að sjá fjarlæg hraun og eyðimerkur vera komin fast að sér og líta allt öðruvísi út en þau sýndust vera í hversdagslíf inu, — og allt á f leygiferð eins og kvik- myndir nú á tímum. Að f ara á skautum var að sjá heiminn alltaf öðruvísi og öðruvísi. Ég hefði hent skautunum í hlandforina bak við Tungl- skinssónötuna, ef ég hefði átt að hringsnúast á þeim á örlitlum bletti undir raf- magnstýrum og óperuskrall- anda. Mín ópera á skautaferðum var upphafning til hins yfir- náttúrlega. Mér þótti skemmtilegast að fara á skautum í rökkrum og tungls- Ijósum. Þá var allt orðið óskýrt og djúpt og dularfullt og ískyggilegt og spennandi, og verkaði miklu verulegar og smaug dýpra inn en við dagsbirtuna." í - 'a '.y' 'S i ■ -■ „

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 36. tölublað (12.02.1978)
https://timarit.is/issue/222175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

36. tölublað (12.02.1978)

Aðgerðir: