Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1978 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóbviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Auglýsingastj: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent bf. Allir eitt gegn ólögum Burt með rikisstjórnina! Burt með ráðherra, sem svikja i dag þá samninga, sem þeir gerðu i gær um kaup og kjör verkafólks! Burt með þá valdsmenn úr stjórnarráðinu og frá Alþingi, sem nota sitt pólitiska vald til að niða niður umsamin lifskjör venju- legs launafólks, en hlaða undir braskara- stéttina, gróðaklærnar og svindlara- lýðinn. Þetta eru þær kröfur, sem hljóma ættu um land allt á næstu dögum og vikum. Slik er sú árás á lifskjör almennings, sem rikisstjórnin og þinglið hennar standa fyrir nú. Hvað halda menn, að Jón G. Sólnes, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og aðrir slikir með sinar stóreignir i er- lendum bönkum hafi grætt á gengislækk- uninni? Verkafólkið á hins vegar að ræna umsömdum verðbótum á launin. Rikis- stjórnin segir sjálf, að verðlag muni hækka um 36-37% milli áranna 1977 og 1978. En launafólk á ekki að fá nema hálfar verðbætur. Fólk með innan við 120 þúsund krónur i dagvinnutekjur á mánuði, — jafnvel það fólk á aðeins að fá verðbæt- urnar hálfar, ef það leyfir sér að afla tekna með yfirvinnu eða kaupauka (bónus) og heildartekjurnar komast þannig i kr. 176.000,- á mánuði. Og þeir sem aðeins vinna dagvinnu, þeir sem láta sig hafa það, að lifa á jafnvel 105.000,- króna tekjum á mánuði, — ekki einu sinni þeir fá, að halda sinum launum að fullu i samræmi við kjarasamninga. Rikisstjórnin svikur samninga, sem hún sjálf hefur gert fyrir fáum mánuðum, og ráðherrarnir segjast engan þurfa að biðja afsökunar á sliku háttalagi. Hvernig á verkalýðshreyfingin að eiga samvinnu við ráðherra, sem beita póli- tisku valdi sinu til að svikja á grófasta hátt mikilvægasta samninga, sem þeir sjálfir undirrituðu fyrir örstuttu siðan? Á aðtryggja „stéttafriðinn” sem ihaldið talar um með slikum vinnubrögðum? í 17. grein laga um kjarasamninga Bandalags starfsmanna rikis og bæja segir: „Aðilar kjarasamnings bera fébótaábyrgð á samningsrofum þeim, sem þeir sjálfir eða lögmætir fulltrúar þeirra gerast sekir um i störfum sinum fyrir þá.” Rikisstjórnin boðar nú sjálf samnings- rof fáum vikum eftir undirritun kjara- samninga. Máske þeir Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson ætli að taka á sig þá fébótaábyrgð, sem lagagreinin hér að ofan kveður á um. í frumvarpinu um ógildingu kjara- samninganna, er boðuð framtiðarstefna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins i kjaramálum. Frá næstu ára- mótum skal rikisstjórninni vera heimilt, að hækka óbeina skatta svo sem söluskatt og vörugjald að eigin vild, án þess að slikar hækkanir komi nokkru sinni fram i verðbótum á laun. Þeir Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson, Albert Guðmundsson og Jón G. Sólnes ætla að taka sér vald i eitt skipti fyrir öll til að ræna verkafólk hugsanlegum launahækk- unum með þeim einfalda hætti, að hækka bara óbeina skatta og þar með allt vöru- verð að vild sinni, án þess að slikt hafi nokkru sinni minnstu áhrif á launin. Verði þessi frumvarpsgrein að lögum, getur ein rikisstjórn hvenær sem er ógilt i raun alla kjarasamninga með einu penna- striki daginn eftir undirritun. Hún þarf ekki annað en að hækka óbeina skatta, sem svarar umsömdum launahækkunum. Þetta er framtiðarstefnan hjá stjórnar- flokkunum. Rikisstjórnin hyggst skerða kjörin um svo sem 10% nú fyrir kosningar. Hvað halda menn að verði eftir kosn- ingar, ef ráðherrarnir og þinglið þeirra verður klappað upp af háttvirtum kjós- endum? í samþykkt miðstjórnar Alþýðusam- bands íslands, sem Þjóðviljinn birti i gær eru það lýst ÓLÖG, sem rikisstjórnin hyggst nú setja. Miðstjórn Alþýðusam- bands íslands hvetur öll verkalýðsfélög til að segja upp kjarasamningum fyrir 1. mars n.k. Þeim uppsögnum þurfa að fylgja hinar hörðustu aðgerðir. Þá kann svo að fara, að rikisstjórnin falli á eigin bragði. k. Geislavirkur úrgangur niöri i saltnámu. Þeir segja þaö sé hættuminna aö skjúta honum til sólar,- Senda geislavirkan úrgang til sólarinnar Vesturþýskur starfshóp- ur hefur á ný vakið máls á því, hvort það sé ekki farsælust lausn að losa jörðina við geislavirkan úrgang kjarnorkuiönaðar meö því að senda hann til sólarinnar. Þessi hugmynd er borin fram af sextán eðlisfræðingum, efnafræð- ingum og iðnrekendum, sem hafa starfað saman i bænum Dietzen- bach. Bandarika geimferöastofnunin 'NASA hefur áður athugað þennan möguleika, en hafnað honum vegna mikils kostnaðar og mögu- leikum á að eldflaugar, hlaðnar hinum háskalega óþverra, bili og geigi af braut sinni. En þýski hópurinn telur, að hægt sé að gera slik skot á sólu bæði ódýrari og öruggari en sú aðferð er sem nú er notuð: að grafa geislavirkan úrgang i jörðu niður. Þeir hafa fengið sér einkaleyfi á aðgerð sem er i stuttu máli á þessa leið: Ódýrar eldflaugar (miðað viö þær sem af mestri nákvæmni þurfa að haga sér) flytja geisla- virk efni á braut umhverfis jörðu. Af þeirri braut mætti senda úr- ganginn eftir skrúfulaga braut til sólar, með þvi að setja á burðar- hylkin „sólarsegl”, eða annan raforkubúnað. t umsókn sextánmenninganna um einkaleyfi segir, aö eldflaugar þessar yrðu útbúnar með fallhlif- ar og f jarstýribúnaði sem ætti að gera það mögulegt að ná þeim aftur fljótlega ef að geimskot misheppnaðist. Vél til að lesa kín- versku Tveir vísindamenn við Cambridgeháskóla, Róbert Sloss og Peter Nancarnow, hafa smíðað einfalt raf- eindatæki sem talið er geta valdið byltingu i að þýða kínverskt ritmál yfir á ensku og einnig i f jarskipt- um þar sem kínverska er notuð. Eins og mönnum er kunnugt þá er kinverskt letur ekki hljóðletur heldur safn „hug-mynda” (ideogramma) Þetta hefur þann kost, að letrið geta þeir kin- versku notaö til tjáskipta, sem ekki mundu skilja hver annan á mæltu máli. En ritmál þetta er einnig mjög erfitt i meðförum. Til munu um 50.000 rittákn, en aðeins um 4000 þeirra eru i daglegri notkun nú, og að undanförnu hef- ur verið unnið að þvi að gera þau einfaldari með þvi að fækka dráttum i hverri leturmynd. Cambridgetölvan er tengd sivalningi, sem á eru 66x66 reitir, eða alls 4356 reitir fyrir leturtákn Hún getur siðan breytt hverju tákni i einfalda tilvisun i bókstöf Mönnum til gamans skal þess getiö aö þessi kinversku tákn þýöa: „Styöjiö af aiefli ákvöröun miðstjórnar flokksins og vísiö Teng Hsing-Ping úr öllum ábyrgðarstöðum”. Þaö var nú þá. um sem tölvan leggur á minnið. I fjarskiptum væri hægt að nota það merkjamál i skeytasending- um — á viötökustað eru skilaboð- in svo sett i aðra tölvu sem breyt- ir þeim aftur i fullgild kinversk tákn. Með útbúnaði þessum segjast þeir Sloss ogNancarnow geta þýtt tæknitexta yfir á einfaldaða ensku. Þeir félaga hafa að und- anförnu unnið aö gerö nýrrar kin- versk-enskrar orðabókar og gera þeir ráð fyrir að tölvan muni flýta þvi starfi mjög mikið. Sloss er kinverskufræðingur, en Nancamow er eðlisfræöingur sem tók upp á þvi aö læra kinversku i tómstundum sinum. Kinverjar sjálfir hafa fylgst meö starfi þeirra af miklum áhuga, enda eru hinar tæknilegu Iausnir Cambridgemanna taldar miklu einfaldari og ódýrari en þaö sem fram hefur komið til þessa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 36. tölublað (12.02.1978)
https://timarit.is/issue/222175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

36. tölublað (12.02.1978)

Aðgerðir: