Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febriiar 1978 Sunnudagur 12. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 frumleikanit köpunargáfu1 Gunnar Steinn ræðir við Viktor Kortsnoj 1 Hollandi mmm mmt Spasski býr sig undir aö f leygja mönnunum um koll i siö HHHHHHHR Karpov vantar og sjálfstæða Enn einu sinni er stórmeistar- inn Viktor Kortsnoj sestur fyrir framan minnisblokk Þjóðvilja- blaðamanns, sem að venju má hafa sig allan við að krassa niður á blað minnispunkta sem siðan verða að meira eða minna leyti ólæsilegir. Ekki veit ég hvort þeir eru svona fljótir að skrifa á rúss- neskunni, en a.m.k. gefur Viktor Kortsnoj manni engan aukatima til skrautskrifta þegar hann eínu sinni er byrjaður að tala. Að þessu sinni hittumst við að loknu Hoogoven skákmótinu, sem haldið er árlega i Wijk Aan Zee i Hollandi. Kortsnoj varð að láta sér nægja annað sætið i þessu móti eftir að hafa tapað fyrir hol- lenskum skákhvolpi, sem siðan átti eftir að enda i neðsta sæti með litið meira i pokahorninu heldur en þann eina vinning sem hann náði frá Kortsnoj. Hætt er við að Hollendingurinn gleymi þeirri skák seint....og gott ef Kortsnoj sviður ekki tapið i lang- an tima héðan i frá. Margir forréttir Við sitjum á litlum vinalegum veitingastað i þessu litla hoi- lenskaþorpi, WijkAanZee. Og að venju tekur Kortsnoj hraustlega til matar sins á meðan hann lætur móðan mása og kemst þannig ekki hjá þvi að brjóta regluna sem bannar manni að tala með fullan munninn. Stöku sinnum verður hann þó að gefa matnum forgang og eru allar slikar eyður i samræðunum kærkomnar fyrir þann sem á pennanum heldur. En það þarf að vera ólseigur biti i meira lagi ef blaðamanninum á einnig að gefast tækifæri til þess að seilast i pilsnerglasið, væta þurrar kverkar og jafnvel þerra kófsveitt enrii. En mataræði Kortsnojs er létt. Hann pantar sér að venju tvo til þrjá forrétti og lætur sér slika máltið nægja, þannig að seigu bit- arnir urðu fáir og hvildirnar á samræðunum engar. Við skulum þvi ekki hafa formálann lengri, heldur glugga i minnispunktana og sjá hvað Kortsnoj liggur á hjarta. Viröi Karpov sem persónu — Eftir að Karpov neitaði að skrifa undir opna bréfið til min frá sovéskum skákmönnum sem fordæmdu föðurlandssvikarann, hefur álit mitt á Karpov farið vaxandi. Ég hef raunar aldrei getað sett neitt út á hann persónu- lega, en eftir þetta og raunar margt fleira hef ég fylgst betur með honum en ella* og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Karpov studdi t.d. ekki hegðum Spasskis i einviginu gegn mér i Belgrad. A meðan aðrir Sovét- menn lýstu yfir velþóknun sinni hringdi hann til forseta FIDE og sagðist harma mjög framkomu Spasskis og telja hana ósæmandi. Eri sem skákmann get ég ekki virt þennan unga heimsmeistara okkar. Hann vantar allan frum- leika, allan leiftrandi neista sem kveikir i fallegum leikfléttum og óvæntum stjörnuleikjum. Karpov þarf að láta semja nýjar leiðir fyrir sig; herinn sem rannsakar með honum skákir verður að // í mínum huga er enginn vafi á því að einvígið miili okkar Karpovs verði haldið á umtöluðum tíma næsta sumar. Karpov hefur lengi beðið eftir því að tefla um titilinn og hann hungrar beinlinis i það að sanna skákheiminum styrkleika sinn. Og ég er hvergi smeykur við þennan unga skóksnilling, þannig að enda þótt pólitísk tog- streita sée.t.v.á alla kanta í kringum þetta einvigi,þá er þarna um að ræða tvo skákmenn, sem báðir vilja sanna hæfni sína fyrir sjálfum sér og öðrum. En það verður ekki vandalaust fyrir Karpov að leggja í þennan slag. Ég virði hann sem persónu og viðurkenni skákkunnáttu hans, en þegar Karpov er í fram- andi eða ókunnum löndum liður honum illa og aðeins það að þurfa að tefla utan Sovétríkjanna mun gera honum erfitt fyrir. Að maður nú ekki tali um þann þrýsting sem settur er á þessa sovésku þjóð- hetju, sem á að berjast við landflótta föðurlandssvik- ara". segja hershöföingjanum of mikið hvernig hann á að haga sér. Ég á góða möguleika Og ég á mina möguleika gegn Karpov. Hann er þrúgaður af sovésku ofriki og teflir þvi undir erfiðum kringumstæðum á með- an ég hef eflst að styrkleika og sjálfsöryggi með hverju einvigi á fætur öðru. Enda þótt ég eigi ekki von á að Karpov noti vopn sem Spasski hagnýtti sér með góðum árangri gegn mér i Belgrad, þá mun ég undirbúa mig vandlega hvað snertir sálarstyrk og sterkar taugar. Spasski hjó miskunnar- laust með taugastriðsvopnum sinum, en ég lærði mina lexiu þar vel og er undir allt búinn. Spasski fann upp á þessum til- tækjum sinum sjálfur, og jafnvel þó að Sovétmenn hafi verið yfir sig hrifnir af uppátækjum hans.þá er ég viss um að þeir skipulögðu þau ekki. Og þeir munu heldur ekki gera slikt fyrir Karpov. Þess vegna á ég von á drengilegu ein- vigi tveggja skákmanna þegar við mætumst næsta sumar. — Veistu hvaða lönd eru likleg- ust til þess að halda þetta einvigi? — Nei, en ég veit um góð tilboð frá t.d. V-Þýskalandi, Hollandi, Astraliu, Bahama. — Verður þú reiðubúinn til þess að tefla i sósialiskum austan- tjaldslöndum? — Það hefur mér vitanlega ekkerttilboð borist frá þeim lönd- uraþannig að ég get ekki svarað þeirri spurningu án góðrar um- hugsunar. Ég efast um að þú haf- ir tima til að biða eftir þvi. — En heldurðu að Karpov muni neita að tefla i löndum þar sem þú nýtur mikillar hylli, eða þá i lönd- um eins og t.d. Bandarikjunum sem eru i takmörkuðu vinfengi við Sovétrikin. — Auðvitað get ég ekki svarað þessu með neinni vissu, en ég held að við munum finna keppnisstað án verulegra erfiðleika. Ég trúi þvi aö einvigið hefjist 15. júli eins og ráðgert er. Fjölskyldan enn í deiglunni — Ætlarðu að gera það að skil- yrði fyrir einvigishaldinu að fjöl- skylda þin fái brottfararleyfi frá Sovétrikjunum? — Kannski .... og kannski ekki. Ég er ekki i góðri aðstöðu til þess að setja slik skilyrði. 1 ágústmán- uði siðastliðnum báðu kona min og sonur enn einu sinni um leyfi til þess að flytjast yfir til Israel, en þau eru Gyðingar. Svarið var ,,nei” og ég verð að finna nýjar aðferðir til þess að pressa á sovésk yfirvöld. Fyrr eða siðar verða þau að leysa þetta mál. Sovétmenn verða, hvort sem þeim likar bet- ur eða verr, að tefla viö mig og eiga samskipti við mig. Hingað til hafa þeir hagað sér eins og þeir viti ekki af fjölskyldu minni og telji mig einhleypan mann, en slikum leiksýningum verða þeir að hætta fljótlega. Ég er sjálfur sannfærður um það að þau fái fararleyfi fljótlega. — Hvar hyggst þú undirbúa þig fyrir einvigið? — Ég hef ekki ákveðið það enn- þá. Min mál standa þannig að ég hef atvinnuleyfi i V-Þýskalandi og er þar á launum hjá skák- klúbbi fyrir kennslu o.fl. Hins vegar bý ég i Sviss á timabundnu dvalarleyfi og væntanlega mun ég á öðrum hvorum eða báðum stöðunum undirbúa mig. Allur heimurinn er aöstoð- armaður — Hefurðu valið þér aðstoðar- menn? — Nei, en ég hef verið mjög ánægður með þá Keene, Steen og Moorey. Vonandi verða þeir með mér áfram, en allur heimurinn er á vissan hátt aðstoðarmaður minn þegar ég finn að með mér standa e.t.v. miljónir manna i fjölmörgum löndum. Þegar ég mætti Karpov siðast i einvigi var ég eins og múraður inni i sovéska kerfinu og hafði það samt allt á móti mér. Ég barðist þá einn viþ flokk andstæðinga, en i einvigi utan Sovétrikjanna hef ég núna mörgum sinnum þægi- legri aðstöðu en fyrr. En auðvitað þarf ég að borga mina aðstoðarmenn sjálfur, á meðan Karpov þarf ekki að taka upp veskið sitt mánuðum saman. Ég greiddi t.d. aðstoðarmönnum minum um átta þúsund dollara (tvær miljónir króna) fyrir ein- vigið gegn Spasski, en það var rúmlega helmingur þess fjár sem ég fékk i verðlaun. — Og að lokum varðandi þetta einvigi við Karpov, — hvernig standa leikar eftir þá bardaga sem þið hafið háð? — Staðan er núna að mig minn- ir 7 vinningar Karpovs gegn sex hjá mér, en siðan höfum við gert tuttugu og eitt jafntefli. Það getur varla verið jafnari staða. — Og þú óttast ekki aldurs- muninn þegar komið verður fram i siðustu umferðirnar? — Nei, ég verð ekki þreyttari en hann. Karpov er jú yngri, en hann er veikbyggður likamlega og sist hraustari en ég, sem er nær helmingi eldri. Spasski með flensu? Kortsnoj hefur greinilega ekki verulegar áhyggjur af Karpov, en um leið og við vikum talinu að siðasta andstæðingi hans, Boris Spasski, þyngdist brúnin á Korts- noj. — Það eru ekki min sök að vin- átta okkar fór öll út um þúfur i einviginu. Spasski var óhugnan- lega lúmskur og útsmoginn i bar- áttuaðferðum sinum. Fyrst þegar hann rauk alltaf inn i klefa til þess að hugsa sig um hélt ég að hann væri með flensu og vildi ekki smita mig. Þá hafði ég trú á drenglyndi hans, en annað átti eftir að koma i ljós. En það kom strax i ljós að Spasski var nánast sorglega illa undirbúinn fyrir þetta einvigi hvað skákina sjálfa áhrærði. Hann virtist ekki einu sinni hafa rannsakað siðustu skákirnar minar, þvi t.d. i 4. skákinni varð hann að hugsa sig um i 70 minútur eftir að ég hafði leikið minum 3. eða 4. leik. Aðstoð huglækna — Það var margt skrýtið sem kom fyrir i þessu einvigi. Hlutir sem ég kann ekki að útskýra, en finn enga aðra skýringu á fyrir sjálfan mig heldur en með þvi að vitna i dulræn fyrirbæri, hugs- analestur og annað þess háttar. Ég man t.d. einu sinni eftir þvi að Spasski kom skyndilega drag- haltur út úr þessum umhugsunar- klefa sinum. Hann gekk að skák- borðinu, lék einu peði fram og haltraði siðan aftur til klefans. Mér fannst þetta skrýtið, en varð ennþá meira hissa þegar ég ætl- aði skömmu siðar að standa upp og fann að ég gat ekki hreyft hægri fótinn. Og þannig gengum við allt i einu báljir draghaltir um sviðið, en löguðumst siðan báðir af þessu á aðeins nokkrum minút- um. Og það var margt svona sem kom fyrir. Ég get t.d. ekki gefið neina raunverulega skýringu á þvi þegar ég i 13. skákinni var með kolunnið tafjen lék þá af mér drottningu. Þá var ég gjörsam- ~--..... ij'-si" i/omvfu o viviquiiu. „Spasskí olli mér vonbrigðum. Hann átti sjálfur frumkvæðið að alls kyns bellibrögðum og ég átti ekkert svar við framkomu hans fyrr en ég fékk aðstoð huglækna frá Sviss, sem hjálpuðu mér að ná rósemi minni og fullu jafnvægi að nýju" „Eg virði Karpov sem persónu, en það er erfiðara að virða hann sem skákmann, því það þarf að búa til aðferð- irnar fyrir hann. Heimsmeistari verður að vera frumlegur og djarfur á skák borðinu — sýna eitthvað nýtt og óvænt" lega að örvinglast, það var sama hvað ég reyndi að einbeita mér eða halda mér rólegum, — ekkert dugði. Mér fannst þegar ég sat á sviðinu að það væri sótt að mér úr öllum áttum og sjálfsöryggi mitt var minna en nokkru sinni fyrr. Það var þá sem ég bar um hjálp. Einkaritarinn minn fór til Sviss og hafði þar samband við heimsfræga huglækna. Þeir sam- þykktu að hjálpa mér, án þess þó að þurfa að koma til Belgrad. Og eingöngu með hugsanaflutningi, eða hvað það nú heitir, tókst þessu góða fólki að róa mig niður. Ég hef ennþá aldrei séð þetta fólk, en á nokkrum dögum gjör- breytti það liöan minni og ég fór aftur að tefla i takt við kunnáttu og getu. Spasskí hrakaði En á meðan Spasski fann að ég var að ná mér gerði hann æ magnaðri tilraunir til þess að svipta mig sálarró að nýju. Hann kvartaði yfir þvi að yfirdómarinn horfði of fast á sig, sem var kjaft- æði. Og i 18. skákinni stóð ég upp og ætlaði að bjóða Spasski jafn- tefli, en þá æpti hann innan úr klefa sinum að ég væri að trufla hann visvitandi og mætti ekki koma nálægt honum. Auðvitað bregður manni við svona lagað, en þetta dugði Spasski þó ekki á lokasprettinum, þvi ég hafði lært af mistökum minum i byrjun. Það var lika næstum þvi dramatiskt hvernig Spasski gafst upp i siðustu skákinni. Hann hafði gert slæm mistök og i biðstööinni átt hann i vök að verjast. Hann lék biðleik, sem siðan kom i ljós að var kolvitlaus og leiddi til tap- aðrar stöðu. Þegar Spasski kom til þess að tefla úr biðstöðunni virtist hann þó fullkomlega róleg- ur. Yfirdómarinn opnaði hið inn- siglaða umslag, lék einum manni Spasskis og setti klukkuna i gang. Ég var auðvitað hissa þegar ég sá biðieik Spasskis, en maður fékk ekki langan tima til þess að horfa á stöðuna, þvi Spasskí sópaði mönnunum um koll með snöggri hreyfingu, stóð upp og arkaði út. Engar hamingjuóskir, engin handabönd, hvorki við mig né yf- irdómarann. Spasski tilkynnti siðar að hann hefði leikið þessum slæma biðleik viljandi. Hann heföi ekki fundið vinning i stöðunni vegna sifelldra truflana úr salnum og þessi at- höfn hans hefði verið sett upp til þess að mótmæla bæði áhorfend- um og starfsmönnum. En Spasski verður að vara sig á svona hegðun. Hann er á margan hátt mikill skákmaður og jafnvel þótt ferill hans sé nú að veröa bú- inn verður hann að vernda þá virðingu og þann heiður sem hann hefur áunnið sér i heiminum. Enginn getur nokkurn timann skilið þennan dula persónuleika til fulls, en hann getur ekki beðið nokkurn mann um að réttlæta hegðun eins og hann sýndi i Bel- grad. Spasskí útlærður? En kannski vill Spasski ekkert láta afsaka hegðun sina. E.t.v. er hann útlærður i alls kyns sálræn- um brögðum og beitir þeim af þessari hörku. Ég er a.m.k. viss um að hann kann eitthvað fyrir sér frá gamalli tið. Af hverju skyldi hann t.d. ná svona góðum árangri I einvigjum en slæmum i skákmótum? Jú, einfaldlega vegna þess, að hann getur i ein- vigjum einbeitt sér að einum manni i margar vikur og brotið hann niður hægt en markvisst. Fischer er hreint barn i þessum efnum miðað við Spasski. Allir töluðu um heiðursmanninn Spasski og ljóta strákinn Fischer eftir einvigið i Reykjavik, en menn hafa þá gleymt ýmsu, eins og t.d. bréfinu sem Spasski samdi og lét senda fyrir sig yfir i her- búðir Fischers. Þar ásakaði Spasski andstæöinga sina um alls kyns hleranir og hlustanir, flugur i stólum og dulræna geisla um sviðið. Spasski lék að minu áliti mörgum sterkum leikjum i taugastriðinu við Fischer. En i Sovétrikjunum urðu menn að finna skýringu á tapi Spasskis fyrir Fischer. Og fljótlega fannst lausnin. Einn aðstoðarmaður Spasskis, sem heitir Nei, var tek- inn fyrir, ásakaður um að hafa njósnað fyrir Fischer og sagt hon- um frá öllum ráöagerðum Spasskis. Nei var auðvitað settur i einangrun og ennþá fær hann ekkert að tefla við sterkustu menn Sovétrikjanna eða aðra skákmenn erlendis. Nei mun aldrei framar fá að reyna sig sem skákmaður. Spasski fékk vegabréfið. — Heldurðu að Spasski eigi enga möguleika á skákferlinum lengur? — Spasski veit ekki hvernig á að vinna skipulega að skákrann- sóknum. Hann vinnur ómarkvisst og verður æ veikari. En auðvitað á hann sina möguleika ennþá, þvi hann hefur t.d. unnið sér rétt til þess að tefla i úrslitum um áskor- endaréttinn næst. Ef hann finnur upp ný og örugg sálfræðileg brögð þá á hann auðvitað möguleika. En mig langar til þess að segja þér eina sögu i viðbót áður en við kveðjum Spasski alveg i þessu viðtali. t Belgrad vildu gestgjaf- arnir láta mig tefla með FIDE fána á borðinu, þvi ég hef jú eng- an rikisfána. Það kom svolitið á óvart að Spasski skyldi neita þessu, en skýringin átti eftir að koma i ljós. Auðvitað urðu Sovét- menn yfir sig hrifnir af Spasski fyrir afsvar hans og smám saman vann Spasski sér mikinn stuðning Sovétrikjanna, sem sendu honum nýja aðstoðarmenn og fleira. Þegar svo Fuhrmann kom til Bel- grad, til þessað hjálpa Spasski og um leið til þess að njósna fyrir Karpov, hafði hann með sér vega- bréfsáritun fyrir Spasski i eitt ár til viðbótar. Þannig er verslað með hegðun skákmanna i einvigj- um. Það er alls staðar pólitik i spilinu. Pólitikin ógnar skákinni Og auðvitað ógnar pólitikin skákinni á vissan hátt. Hún er að minnsta kosti farin að gera mönnum erfitt fyrir með að halda skákmót. Núna neita t.d. Sovét- menn að tefla i skákmótum þar sem ég er á meöal keppenda, þannig að alltaf verður að velja á milli Sovétmanna annars vegar og min hins vegar. Þannig var þetta t.d. á Islandi. Mér var boðið þangað,en þegar ég gaf afsvar var rokið upp og nokkrum Sovétmönnum boðið. Mér finnst leiðinlegt að það skuli vera erfitt að bjóða mér á skák- mót af þessum sökum. A mótið hér i Hollandi var ákveðið að bjóða mér með góðum fyrirvara. Ég samþykkti, en var svo þreyttur eftir einvigiö gegn Spasskí að ég baðst undan þvi að tefla. En þá var búið að loka öll- um leiðum til þess að bjóða sovéskum stórmeisturum, svo að hefði ég ekki teflt hefði ég eyði- lagt allt mótið. Ég er þvi undir leiðinlegum þrýstingi vegna alls þessa. — Hvað áttu von á að tefla lengi af fullum styrkleika? — Það er erfitt að svara þvi,en ég vona að ég verði jafn langlifur og hann Najdorf, sem er orðinn 67 ára og teflir mjög vel ennþá. — En hvað tekur svo við? — Ætli ég skrifi ekki bækur og taki að mér skákkennslu þegar ferlinum lýkur. Skák hefur alla tið verið bæði mitt lif og min at- vinna og ég reyni að gera engar breytingar þar á. — Og þú kemst vel af f járhags- lega, þótt þú hafir ekki lengur föstu launin frá Sovétrikjunum. — Viltu biða smástund meðan ég hlæ svolitið! Jú, ég get sagt þér að ég hef áreiðanlega haft meiri tekjur siðustu tuttugu mánuðina heldur en siðustu tuttugu árin i Sovétrikjunum. Ég er ekki að segja að ég sé rikur maður. Það er dýrt að lifa á Vesturlöndum og dýrt að borga alla aðstoðarmenn o.fl. þ.h., en tekjurnar duga mér, og ég mun aldrei sjá eftir þvi að hafa flutt úr Sovétrikjunum. — gsp- >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 36. tölublað (12.02.1978)
https://timarit.is/issue/222175

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

36. tölublað (12.02.1978)

Aðgerðir: