Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 12. febrúar 1978 jÞJÓÐVILJlNN — SÍÐA 21
Sköpun
Evu
—Ert það þú sem hefur leyft honum að traðka
svona á teppinu okkar?
Það eru ekki nema útlendingar sem derra sig
svona.
Þú ættir að tala meira uin þaö hvaö það er gott
fyrir linurnar að synda.
1 pólitiskum efnum fylgir aldingarðurinn Eden
stefnu friðsamlegrar sambúðar.
garðinum
Þau eru mörg fíkniefnin
„Asókn i gjaldeyri var orðin
óeðlileg”
Ólafur Jóhannesson viðskipta-
ráðherra i viötali
Friskt loft sakar ekki
Buxnaklaufin galopin, en samt
sigraði Ingimar Stenmark.
íþróttafrétt i Visi.
Af gleðikonum
Jacqueline Onassis hefur oft upp
á siðkastið sést i fylgd með stór-
um og stæðilegum manni sem
reykir dýra vindla og ekur i Rolls
Royce.
Morgunblaðið
Einstaklingurinn er frjáis
og óháður
Drengur féll fram af Húsavíkur-
höfða: „Krakkar fara það sem
þeir ætla sér”.
Fyrirsögn í Dagblaðinu
Mannleg reisn
SKRIDDU — það er undankomu-
leiðin
Auglýsing frá Junior Chamber
Grædd eru gamalt brauð
og geymd flaska!
Verðlagið um aldamótin:
Franskbrauðið á 124 þúsund,
vínflaskan á 6 miljónir.
Dagblaðið
Vér fylgjumst með
Dætur Judy Garland, þær Liza
Minelli og Lorna Luft hittust ný-
lega i New York til þess að halda
upp á 25 ára afmæli Lornu.
Morgunblaðið
Að vera eða ekki......
Hamlet, eða „Astmögur trlands”
eins og aðdáendum hans var tamt
að kalla hann, er nú horfinn á
braut. Hann var sjö vetra gamall
og þó eitt vinsælasta kynbóta-
naut, er trar hafa átt.
Morgunblaöiö
Tæknilegar framfarir
Við höldum þannig þrem verð-
bólguskrúfum gangandi
Morgunblaðið
Þjóðlegur metnaður
I sextíu ár hefur Kölski ...kviðið
að... kæmi sú stund er birtist þú
Tfminn
Orð í tíma töluð
Hverjir byggja svo Berlin? Vitan-
lega aðallega Þjóðverjar.
Tfminn
Áróður sósialheimsvald-
sinna
Rússneska inflúensan kinversk.
Alþýðublaðið.
Þungbær heilabrot
Sigtryggur Stefánsson, Kristján
Jónsson, ólafur Jensson og Svi-
arnir Ringström og Johansson.
(Þessi er röðin, en ég man ekki
hvort hún er frá vinstri eða hægri.
Sviarnir eru báðir berhausaðir en
Sigtryggur er með hatt og gler-
augu, mjög lágvaxinn).
Myndatexti i Morgunblaðinu
Hið miskunnarlausa raun-
sæi
Drottinn minn! Pilturinn skellti
yfir munn stúikunnar blautum og
slepjugum vörum og ekki nóg
með það, hann gerði lika ákafa
tilraun til að troöa upp i hana
tungunni, en Hilla reyndi að bita
saman tönnunum. 0, þvilikt ógeð.
Aldrei vissi hún hvað þessi
skelfingarstund stóö lengi yfir.
Heimilis-TIminn.
Adolf J. Petersen:
VÍSNAMÁL
Fylgir vandi
meöferð máls
Sú var tið, að kynni manna af
alheiminum voru þau, að jörðin
væri flöt og hringlaga. Kinverj-
ar sögðu að þeirra land væri i
miðjunni og keisararnir almátt-
ugir fulltrúar guðanna.
Arið 1633 lét páfinn I Róm
handtaka Galileo Galilei og
ásakaði hann fyrir þá villutrú að
halda þvi fram, að jörðin væri
hnöttótt. Til að halda lifinu dró
Galileo skoðun sina til baka, en
haft er fyrir satt að þegar hann
kom út á tröppur dómhallarinn-
ar hafi hann sagt: Samt snýst
hún.
Nú hafa menn aðra vitneskju
um gang himintungla. A þessari
atómöld ferðast menn út i geim-
inn, fá sér gönguferð á tunglinu
og senda véltól til annarra
hnatta, en samt er þeirri spurn-
ingu ósvarað, hvar séu ystu
mörk heimsins, svo enn stendur
óhaggaö það sem Benedikt
Einarsson á Hálsi sagði árið
1908:
Smíði vandað eign þin er,
eigin handaverkin,
Mikli andi! —Enginn sér
ystu landamerkin.
• Fylgir vandi meðferð máls,
mótstætt grandar valdið.
Mannsins andi fyrst er frjáls
fyrir handan tjaldið.
Þjóðsiðir hafa tekið veruleg-
um breytingum á þessari öld,
t.d. i menningarlegum tilvikum.
Áður fyrr var það sjálfsögð
heimilisvenja, að á vetrar-
kvöldum væri lesið i þeim bóka-
kosti sem til var, kveðnar rimur
eða önnur skemmtun við höfð.
Nú eru það fjölmiðlarnir sem
sjá fólki fyrir menningarfóðr-
inu, svo að nú mun varla fyrir-
finnast sú kvöldskemmtun sem
Jóhannes úr Kötlum kvað um i
kvæðinu Kvöldvökur:
Man ég fyrrum þyt á þökurn,
þreyta styr við éljadrög.
Þá á kyrrum kvelda vökum
kveiktu hyrinn rimnalög.
Birti uin rann af fornum funa
fljótt er annir leyfðu það.
Gleði brann i mildum muna.
Mamma spann.en pabbi kvað.
Söng I eyrum sagan góða,
sagði meira en orðin tóm.
Rann af geirum refilþjóða
rauður dreyri máls i hljóm.
Svipti griðum sérhver liking,
send á mið hins dýra brags,
eins og skriði i vesturviking
vajjð lið þess horfna dags.
Bar með straumi kvöldsins káta
kvæðaglaumur ungan svein.
Mörg I laumi gömul gáta
gegnum drauma nýja skein.
Svipaða sögu frá bernsku og
æskuárum hafði Einar Þórðar-
son frá Skeljabrekku að segja,
en hann var fæddur 1877. Á
gamals aldri orti hann alllanga
rimu um sitt æviskeið. Þar i eru
þessar visur:
Lifs á hausti mestég met
minningar að rima.
Mér ég fyrir sjónir set
svipi liðins tima.
Þegar einn ég inni sit,
út þá hallar degi,
er mér gjarnt á yfirlit
áður farna vegi.
Þar ég æskuleiki lék,
lærði málið góða,
framdi ýmis barnabrek,
bar við smiði ljóða.
Þá var tiðum kátt um kveld,
kveðnar gamanbögur.
Kyntu sálar unaðseld
ýmsar góðar sögur.
A bernskuskeiði var manni
sagt, að það væri ljótt að herma
eftir fólki, og þeir sem það
gerðu yrðu ýmist rámir eða
hásir i röddinni. Ekki fylgdi það
með áminningunni, að ekki
mætti herma eftir dýrum, en
það mun Gisli Jónsson i Winne-
peg hafa gert, eftir þvi sem
hann segir i þessari visu:
Fjaðrir hristi fugl ákvist.
flaug svo yst, með söng
i blámann.
Mig þá fýsti að leika list:
lagið missti og kvað mig ráman.
í nútið gilda ekki hin gömlu
Viðurlög. Nú herma menn hver
eftir öðrum án þess raddbönd
verði fyrir tónbrigðum. Sleggju-
dóma fella menn ennþá, án þess
að bregða hið minnsta. Um
sleggjudóma kvað Guðmundur
Sigurösson frá Heggstöðum:
Engum verður að þvi not,
annars sóma spilla,
Það, að dæma bróðurbrot,
breytni er slæm og villa.
Oftmun skvaldur orðahljóms
ýmsum valda tjóni.
Hamast alda hleypidóms
heims á kalda Fróni.
Alltaf þegar eitthvað fer
öðruvisi en skyldi,
heimur titt á hornum sér
hefur mannsins gildi.
Sveinn Bergsveinsson sendi
Visnamálum eftirfarandi visu,
en ekki fylgdi nein skýring.
Hennar er sennilega ekki þörf:
Sist ég vildi sjá hana,
svo ég færi að þrá hana.
Annar maður á hana,
ekki hægt að fá hana.
Það hefur ætið þótt góð
skemmtun, þegar tveir hagyrö-
ingar leggja saman, annar
kveður fyrrihlutann, en hinn
botnar. Isleifur Gislason á
Sauðárkróki hóf leikinn eitt sinn
og sagði:
Aldrei sá ég ættarmót
meö eyrarrós og hrafni.
Olina Jónasdóttir svaraði:
Allt mun þó af einni rót
i alheims gripasafni.