Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1978 HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON: Finna þarf fleiri áttir en suður Borgarmyndun i einhveriu formi er vissulega ekki ný af nálinni ef litið er til þess tima i sögu mann- kyns, sem við höfum heimildir um. Visir að borgum fyrir botni Miðjarðarhafs, á Indlandi og i Kina nokkrum árþiisundum fyrir Krist er talinn marka upphaf þess sem við köllum siðmenningu, og sú þróun var studd af verkkunn- áttu i landbúnaði sem tryggði afurðir umfram þarfir sveitanna ogskapaði markað. Fram að iðn- byltingu var það þó hverfandi brot jarðarbúa sem bjó i borgum og flestar höfðu þær að geyma aðeins nokkra tugi þúsunda innan múra sinna. Ör fjölgun miljónaborga Sú þróun, sem siðan hefur orð- ið, einkennist öðru fremur af hömlulitlum og hraðfara vexti borga, myndun stórborga sem soga til sta fólk úr minni sam- félagseiningum, þorpum og bæj- um, likt og ryksugur og með æ meirikrafti. Um siðustu aldamót bjuggu um 15% jarðarbúa i borg- um (250 miljónir af 1650), nú eru það 35—40% (ca. 1500 miljónir af 4000) og að 20 árum liðnum eða um næstualdamóter taliðfullvist að meirihluti jarðarbúa eigi heima i' borgum, nálægt þvi sami fjöldi manna og byggir jörðina nú. Samhliða þessari almennu þró- un, sem ásér staðiiðnvæddum og vanþróuðum rikjum, fjölgar miljónaborgum og þaðan af tröll- auknari borgarsamsteypum. Um siðustu aldamót höfðu 11 borgir náðyfir einnar miljónar markið i ibúafjölda þar af voru 6 i Evrópu, um 1950 voru þær 75 talsins, þar af 51 i iðnvæddum rikjum, og nú aldarfjórðungi siðar eru þær um 200, þar af röskur helmingur i vanþróuðum rikjum, sem tekið hafa forystuna á þessu óheilla- vænlega sviði. Bjartar og dökkar hliöar Hér er ekki hugmyndin að kyrja einhliða söng um borgir sem uppsprettu hins illa, þótt af miklu sé aö ausa úr þeim brunni. Þær hafa ekki sist að- dráttarafl sem miðstöðvar menningarlifs og lista, og hjá þeim sem álengdar standa vekja þær vonir um fjölbreytt tæki- færi fyrir hug og hönd. I vel skipulögðu og grónu borgarsam- félagi geta hinar björtu hliðar verið rikjandi i myndinni um langa hrið, svo fremi aðstreymið sé ekki of ört og nái að samlagast þeim kjarna sem fyrir er. En þró- unin hefur viðast hvar orðið á annan verri veg. Æ fleiri stór- borgir iðnrikja eiga við hrikaleg vandamál að gllma, félagsleg, fjárhagsleg og á sviði umhverfis- mála, svo ekki sé minnst á eymdarhverfi og kofabyggðir, sem mynda vaxtarbroddinn i borgum viða f þriðja heiminum. Hvað iskyggilegust er samþjöppun æ fleira fólks, margra miljónatuga i borgþyrp- ingar eða „megalopolis”, eins og ljósust dæmi eru um í Bandarikj- unum, þar sem um 70% ibúanna búa á rösklega 1% af flatarmáli landsins og þrjú þéttbýlissvæði („Boswash’.’ svæðið frá Boston til Washington, „Chicpitts” Chigago til Pittsburg og „San San” = SanFrancisco til San Diego, eins og farið er að kalla þau þarlendis) eru algjörlega leiðandi. 1 Evrópu höfum við hlið- stæður m.a. i Ruhrhéraði og grennd og á Parisarsvæðinu. Hreyfiöfl skilvindunnar Ástæður þessarar þróunar, sem við höfum einnig fyrir augum i smámynd hérlendis, eru marg- slungnar. Fremst má nefna lög- mál markaðsþjóðfélagsins, sem i þessu tilliti eins og á öðrum sviðum leitar þangaö sem hag- kvæmnin býöur og gróða er von fyrir viðkomandi rekstur án nokkurs tillits til heildarhags- muna. 1 þvi samhengi býður þéttbýli sem fyrir er að jafnaði upp á betri kosti en ónumið land eða lítið samfélag. Innan borgarinnar er að vænta hæfra starfskrafta sem ekki þarf að kosta til utan vinnutima. Þar er að finna sérhæfða þjónustu á flestum sviöum og markað eöa viðskiptasambönd til að losna á auðveldan hátt við „afurðirnar, „vöruna” i hvaða formi sem hún er. Og stækkandi framleiðsluein- ingar, stórrekstur með fjölda- framleiðslu og sú tækni sem hon- um hentar og skilar mestum arði, falla vel að bakgrunni stór- borgarinnar. Þannig leiðir hvað af öðru: gróðavonin, tækni sniðin að stórrekstri og stækkandi framleiðslueiningum og fólks- mergðin, sistækkandi borgir sem taka við allri fólksfjölgun og soga til sin blóð og hæfileika, óbreytt vinnuafl og sérmenntað fólk frá samfélögum sem minna mega sin, á siðustu áratugum einnig i , stórum stil milli landa og heims- álfa. . Það sem öðru fremur hefur ýtt undir vöxt miljónaborga á þess- ari öld og sett mark sitt á þær, einkum á eftirstriðsárunum, er einkabillinn knúinn ódýru bensini til skamms tima, og jafnframt vélvæðing og gnótt áburðar i landbúnaði, sem byggir á sama hráefni, oliunni. Menn vita nú að olia og jarðgas muni ganga til þurrðar innan fárra áratuga og hað er eðlilegt að spurt sé, hvort byggðir og athafnalif, sem fleytir sér á einkabilnum til að brúa fjarlægðir innan borga og frá út- borgum, standi ekki ótryggum fótum, svo ekki sé minnst á neikvæðar hliðar bilaumferðar innan borga. Dr. Ernst F. Schumacer Einn eftirtektaverðasti gagn- rýnandi þeirrar þróunar sem hér er gerð aö umtalsefni, Bretinn Dr. Ernst Friedrich Schumacher, lést sl. haust. Hann var hag- fræöingur að mennt og starfaði um áratugi sem forstjóri tölfræði- deildar breska kolanámuráðsins. Þekktastur er hann fýrir rit sitt „Smallis beautiful” (Hiðsmáa er fallegt), sem kom út hjá Blond & Briggs I London 1973. Titill þess visar til greiningar höfundarins á tækniþróun, sem ýti stöðugt undir stærri, flóknari og dýrari fram- leiðslubúnað, og aðeins er við hæfi stærri borga, en eftir sitji bæir og þorp, afrækt og með staðnað atvinnulif, sem sé dæmt til að lognast út af. Sem andstæðu þessa telur Schumacher brýnt að þróuð verði tækni,sem tryggi samkeppnishæfa framleiðslu i smáum einingum og sé hvorki of flókin eða of dýr i stofnkostnaði fyrir þær. Slik þróun komi ekki af sjálfusér, lögmál markaðskerfis- ins leggist öll á sveif með tækni er byggir á hagkvæmni hins stærra Hugleiðing um byggða- þróun heima og erlendis og „betra” i þröngum skilningi og útrými þvi minna eöa meðal- stóra, sem gat talist „gott” og vel dugði áður en samkeppnin dæmdi það úr leik. Engu sé skeytt þótt slik þróun sé andstæð æskilegu byggðamynstri og hagsmunum þorra fólks. Þannig véfengir Schumacher réttmæti einhliða dýrkunar á tækninýjungum og svokölluðum framförum, sem; ekki skeyta um félagslegar af- leiöingar og sem nú er driffjöðrin i samþjöppun fyrirtækja, fjármagns og fólks i iðnaðarsam- félögum Vesturlanda. Tækni viö hæfi Þessu sama mynstri er nú þröngvað upp á vanþróuð riki með hrikalegum afleiðingum, og það voru kynni af þeim sem komu Schumacher á sporið. Hann lét ekki sitja við oröin tóm heldur kom á fót sérstakri stofnun til að þróa „tækni við hæfi” (Inter- mediate Technology Develop- ment Group), sem þegar hefur miðstöðvar i allmörgum löndum. Boðskapur Schumachers á vaxandi fylgi að fagna, ekki sist innan alþjóðlegra þróunarstofii-- ana, enhanná ekki siður erindi til iðnvæddra rikja, stórra sem smárra. Auk „tækni við hæfi” (appropriate Technology) lagði Scnumacher mikla áherslu á umhverfisvernd og þróun, er tæki fullt tillit til náttúrufarslegra, fé- lagslegra og menningarlegra skilyrða á hverjum stað, það sem á ensku er kallað „eco-develop- ment” og þýða mætti sem vist- þróun. Hann var jafnframt tals- maður samvinnu og sameignar- sjónarmiða um rekstur fyrir- tækja. Ferskar hugmyndir Schu- machers spanna þannig vítt svið og tengjast vaxandi andófi og efa- semdum fjölda manna gagnvart þvi tækni- og neyslumynstri, sem nú ræður ferðinni á Vesturlöndum og er ekki einskorðað við hið kapitaliska efnahagskerfi, þótt þar liggi rætur þess. 54% á höfuðborgarsvæðinu Þótt Island hafi um margt nokkra sérstöðu vegna fámennis og fjarlægða, eru áhrifin af bú- seturöskun á þessari öld sist minni i samfélagi okkar en meðal stórþjóða. í höfuðborginni búa nú tæp 40% þjóðarinnarogum 54% á höfuðborgarsvæöinu frá Hafnar- firði til Mosfellssveitar. Hliðstæð- ar tölur fyrir höfuðborgir annarra Norðurlanda eruá bilinu 8—15%, lægst i Sviþjóð, hæst i Danmörku. Með engum rökum verður þvi haldið fram að landkostir kalli á byggðaþróun af þessu tagi. Hér eru þvi önnur öfl að verki, sum- part hin sömu markaðslögmál og framkallað hafa „Boswash” og „San San” i Bandarikjunum, sumpart stefna stjórnvalda, Farystuafl þeirra stjórnvalda sem hér hafa ráðið mestu frá þvi Island varð fullvalda riki hefur verið Sjálfstæðisfiokkurinn, mál- svari einkagróöans og hins „frjálsaframtaks”, hinn sami og stjórnaö hefur Reykjavik sem meirihlutaaöili I borgarstjórn I 40 ár. Rjóminn af innflutningsverslun og stjórnsýslu Staða Reykjavikur i atvinnu- legu tilliti hefur lengst af verið sterk, hlutur hennar i sjávarút- vegi veriö umtalsverður, sem ekki er óeölilegt, mikill á sviði iðnaðar og alveg sérstaklega hef- ur borgin fleytt rjómann af inn- fluttningsverslun landsmanna, sem að meginhluta fer þar i gegn (655 heildsölufyrirtæki eöa 88% allra slikra fyrirtækja I landinu voruskráð I Reykjavlk og grennd 1973). Miðstöðvarhlutverk Reykjavikursvæðisins á sviði við- skipta, þjónustu og samgangna við aðra landshluta og útlönd er kunnara en svo að fara þurfi um það mörgum orðum. Ótalinn er þá sá þáttur sem hvað styrkust- um stoðum hefur skotiö undir vöxt Reykjavikursvæöisins, en þaðer stjórnsýsla I þágu landsins alls og menningar- og mennta- stofnanir sem islenska rikið, þ.e. þjóðin öll stendur undir. Þröngt sjónarhorn Atvinnumál Reykjavikur hafa verið til umræðu að undanförnu og mjög verið haft á orði að höf- uðborgarsvæðinu hafi um árabil verið mismunað i fjárveitingum til atvinnumála úr opinberum sjóðum, einkum til sjávarútvegs og iðnaðar. Fulltrúar Alþýðú- bandalagsins f borgarstjórn Reykjavikur hafa m.a. nýlega lagt áherslu á nauðsyn þess að treysta atvinnugrundvöll borgar- innar i framleiðslu- og úrvinnslu- greinum. Þetta eru eðlileg viðhorf út frá sjónarhóli Reykvik- inga, ekki sist launafólks sem uggir um afkomu sina. En um- ræðan fer fram út frá þröngu sjónarhorni og markmiðin eru óskýr og fljótandi. Svo hefur lengst af verið við skoðun byggðamála hérlendis, eins og raunar á fleiri sviðum, og tilfinn- ingar gjarnan sett svip á deilur manna. Um niöurstöðu hefur hins vegar mestu ráðið handahóf eða réttur fjármagnsins og málsvara hins óhefta einkaframtaks. Til aö forða misskilningi er rétt að taka fram að sá sem þetta skrifar er siður en svo nokkur hatursmaöur Reyfcjavikur og tel- ur hana um margt sóma sér vel sem höfuðstaður landsins. Veldi hennar og þéttbýlisins I kring er staðreynd, sem ekki verður framhjá gengiö.Það sem snýr aö framtiðinni er hins vegar, hvort æskilegt sé,mælt á stiku þjóðar- hagsmuna, aö auka enn á vægi höfuðborgarsvæðisins, eða hvort leitast beri við að draga úr þvi með skipulegum aðgeröum þeirra er þar,búa og I samvinnu við fólk annars staðar á landinu. Rök fyrir dreifingu byggöar Ég er þeirrar skoðunar að hik- laustberiað velja siðari kostinn, þvi að hann horfi til heilla út frá fjölþættu mati. liér er ekki rúm til að rökstyðja það að gagni, en nefna má eftirtalið til stuðnings þvi markmiði að dreifa byggð um landið mun jafnar en nú er: 1. Betri nýtingu landkosta og jafnara álag á umhverfi og auölindir en nú er. 2.Smærri byggðakjarna sem æskilegri og viðráðanlegri skipulagseiningar. 3. Þroskavænlegra umhverfi og greiðari tengsl við náttúru til útivistar utan byggðar. Framhald á 2 2. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.