Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Blaðsíða 23
 Sunnudagur 12. febrúar 1978 i ÞJÓÐVIUINN — SIÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Þegar bílarnir gerðu uppreisn Einu sinni var Volks- wagenbill. Hann keyrði og spúði ryki hvert sem hann fór. Hann vissi samt ekki hvað mengun var. En eitt sinn stóð hann við gangstéttarbrún. Þar var litið blóm sem hóstaði og leit illa út. ,,Hvað er að, blóm?" spurði bíllinn. ,,Þú og hinir bílarnir eruð að gera út af við mig". „Hvernig þá?" spurði bíllinn steinhissa. „Þú spýrð ryki og kol- tvísýringi, svo ég er alveg að kafna." „Fyrirgefðu", sagði bíllinn, „ég meinti......" „Þú meintir ekkert með þessu, þetta segið þið allir, en samt gerið þið aldrei neitt. Aldrei komið þið neinu í verk." „En hvað getum við gert?" „Þið getið að minnsta kosti hætt að fara í gang." „Já, það getum við gert," sagði bíllinn glað- ur. Og strax næsta dag tal- aði hann við besta vin sinn í bilastæði fyrir framan stórt hús. Litli Volkswagenbíllinn sagði besta vini sínum, sem var Ford Cortina, frá samtal- inu við blómið. En Ford Cortinan vissi ekki alveg hvernig þetta ætti að ganga fyrir sig. Volks- wagenbíllinn sagði, að hann ætti að bera þetta út til eins margra bíla og hann gæti, en ekki til strætisvagna og nauðsyn- legra bíla, bara einka- bíla. Og þetta gerði Ford Cortinan. Og smátt og smáttvissu allir bílarnir í landinu um þetta. Svo var það einn morg- un, þegar fólkið kom að keyra þá, að þeir fóru ekki af stað. „Hvur andskotinn gengur að bílskrattan- um? Ég verð víst að kaupa mér nýjan bíl." En allt kom fyrir ekki. Enginn bíll fór í gang. „Við verðum víst að fara í strætó," hugsaði fólkið. í strætó gat fólkið slappað af. „Þetta er hreint ekki svo vitlaust," hugsaði það og hélt áfram að fara í strætó, nema sumir fóru á hjólum, en sumir bara gangandi. Og fólkinu fór að líða stórum betur, því að loftið var miklu hreinna og það voru færri slys, og svo tók fólk eftir því hvað trén og blómin voru falleg. Fólkinu fannst þetta miklu betra. „Svona skulum við allt- af hafa þetta," ákvað f ólkið, og það stóð við þá ákvörðun. Sif Gunnarsdóttir, 12 ára, Kleppsvegi2, Reykjavík Krossgátan Krossgáta Kompunnar er létt. Ýmist er orð- eða myndskýring. Skýr- ingarorðin eru rituð í reit- ina í stað myndar, þá á að finna annað orð sömu merkingar (samheiti). Þar sem mynd er, á að finna orð, sem er heiti hlutarins sem myndin er af. Orð sem er heiti hlut- ar, veru, hugmyndar eða verknaðar kallast nafn- orð. Nafnorð eru fallorð, sem bæta við sig greini. Nafnorðin hafa tvær töl- ur: eintölu og fleirtölu. ( þessari gátu eru nafnorð- in, nema eitt, í eintölu. Þau eru öll í nefnifalli. Það finnst með því að segja: „Hér er........" Svo á að skrifa natnoróið, einn staf i hvern reit. Þegar búið er að fylla út alla reitina á að setja rétta staf i í tölusettu reit- ina fyrir neðan, þá kem- ur út rétt lausn. STRUTAR Tveir heimskir strútar stara steinhissa út í bláinn. — Ogni einhver vandinn vesalings angastráin stinga hausnum í sandinn. V.D. Myndagáta myndunum fáið þið að vita hvað hann heitir. Hann heitir tveimur fallegum, norrænum nöfnum. Sé seinna nafninu skeytt f raman við hið f yrra verður úr þvi algengt nafn, líka mjög fallegt. Reynið að búa til gátu um nafnið ykk- ar, eða nafn pabba, mömmu eða ein- hvers úr ættinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.